Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR . Föstudagur zs». oKtoner isjöo.
'!>
32.
an í festingunum og ég í fjötrun-
um. Verra gat það verið — ekki
sjáanlegar neinar tilfæringar til að
fylla kjallarann vatni og drekkja
mér, eða dæla inn í hann banvænu
r;asi, ekki heldur sjáanlegir neinir
-nákar eða eitraðar köngulær. O
jæja, það hefði að vísu líka getað
verið betra, ekki neita ég því.
Rólegur, sagði ég við sjálfan
mig, öldungis rólegur. "Eina ráðið
er að hugsa, Cavell . . . hugsa,
kalt og rólega. Að vísu hugsar
maður sig ekki úr fjötrum, að
minnsta kosti ekki þegar svo ramm
lega er frá þeim gengið, en þrátt
fyrir það sakar ekki að hugsa.
Og þá var það, sem ég veitti
marghleypunni athygli. Það var
engum vafa bundið að ég sá 1
skefti hennar undir jakkanum
vinstra megin. Náunginn, sem ég
átti það að þakka að ég var hingað
kominn . ,hafði  bersýnilega  ekki
fundið hana á mér fyrir þá sök, að
hann hafði ekki haft hugsun á að
leita hennar. Brezkir lögreglu-
menn bera ekki á sér marghleypur.
Og hann hefur álitið mig einn af
lögreglunni og því ekki dottið í hug
að ég væri vopnaður marghleypu.
Ég klaut höfði, kýtti mig sam-
an og reyndi að ná til marghleypu
skeftisins með tönnunum, tókst
það í þriðju eða fjórðu atrennu, en
vegna ávalans á skeftinu tókst
mér hins vegar ekki að draga marg
hleypuna upp úr hylkinu. Ég reyndi
enn, en kenndi þá svo mikils sárs-
auka í hægri síðu, að við sjálft
lá að ég missti meðvitund aftur.
Þóttist vita að ég væri rifbrotinn,
kannski stóðu rifstúfarnir í lungum,
það var aldrei að vita.
Með miklum erfiðismunum tókst
mér að komast upp á hnén. Laut
síðan snöggt fram, svo djúpt að
nærri lá að enni mitt snerti hart
steingóifið, en ekkert gerðist. Ég
endurtók þessa tilraun nokkrum
sinnum með hvíldum á milli vegna
sársaukans í síðunni. Og loks tókst
það, sem ég vildi . . . marghleypan
hraut úr hylkinu og skall á gólf-
ið.
Ég mjakaði mér nær henni. Sem
snöggvast datt mér í hug, að
náunginn kynni að hafa tæmt
hana áð skothylkjum og stungið
henni svo aftur I hylkið, mér til
vonbrigða og skapraunar. En ég
sá að svo var ekki ,hun var full
hlaðin.
Enn mjakaði ég mér til á blautu
steingólfinu, með sársauka og erf-
iðismunum. Eftir nokkrar árangurs
lausar tilraunir tókst mér að hafa
hendur á skaftinu og ýta örygginu
til, síðan vatt ég 'upp á bolinn eins
og mér var frekast unnt, unz mér
tókst að teygja samanbundna arm-
ana svo fram að hlaupið vissi að
ökklum mér. Sem snöggvast kom
mér til hugar að reyna að skjóta
í sundur fótfjötrana, en sá brátt,
að eins og birtan var og þar éð ég
yar svo dofinn í höndunum, að
ég áttí brðugfc' með ác5 stjorna þeim,
voru mestar líkur til að árangurinn
yrði sá, að skurðlæknarnir í Lund-
únum fengju rfka ástæðu til að
taka af mér báða fæturna. Ég
beindi því hlaupinu þess í stað að
lindanum, sem batt mig fastan við
járnpípuna.
Ég miðaði eins nákvæmt og mér
var unnt og þrýsti á gikkinn. Þá
gerðist þrennt samtímis. Bakslagið
frá marghleyj|j|j»ni var svo hart
sökum þess hve losaralegt tak ég
hafði á skaftinu, að mér fannst
sem þumalfingurinn hlyti að hafa
brotnað; hvellurinn bergmálaði
eins og fallbyssuskot í tómum
kjallaranum og kúlan kastaðist af
veggnum, svo nálægt eyra mér,
að þyturinn af henni feykti til hár
inu. Jú, — það fjórða gerðist einn
ig . . . ég missti marks.
Að tveim sekúndum liðnum,
skaut ég aftur. Væri einhver á
verði uppi yfir, hlaut fótatak hans
að heyrast; skothvellurinn hl^ut
að hafa vakið hann jafnvel þó að
honum hefði raunnið í brjóst. Og
í þetta skiptið missti ég ekki marks.
Þó a<5 hendur mfnar væru bundn
ar enn á bak aftur, tókst mór að
ná taki með annarri þeirra á járn
pípunni og vega mig á fætur. Þann
ig stóð ég hreyfingarlaus nokkurt
andartak með marghleypuna í hend
inni. Beið og hlustaði en heyrði
ekki  minnsta þrusk.
Þá hoppaði ég út að dyrunum
eins og hestur í hafti. Lagð:st á
handfangið með olnbogan.im. Að
sjálfsögðu reyndust dyrnar læst-
ar. Ég srieri baki að hurð-
inni, bar hlaupið að lásoum og
hleypti af. Þurfti ekki nema eitt
skot og hurðin hrökk fiá stöfum.
Svo snöggt að ég skall flatur yfir
þröskuldinn fram á gangirin. Hefði
einhver beðið þar með barefli, gat
hann ekki fengið betra færi á að
greiða mér rothögg.
En enginn varð til þess af þeirri
einföldu ástæðu að enginn var þar
til staðar. Þreyttur og aumur
skreiddist ég aftur upp á hnén og
brölti á fætur. Fyrir framan mig
lágu steinþrep eitthvað upp í rökkr
ið. Ég hoppaði jafnfætis upp á það
neðsta, en hafði nærri misst jafn-
vægið. Þá sneri ég baki að þrepun
um og settist og mjakaði mér þann
ig upp þrepin — á sitjandanum og
með viðspyrnu heftra fótanna. —
Dyrnar upp á stigapallinum reynd
ust líka læstar, en ég átti fimm
skothylki eftir í. byssunni, og í
þetta skipið þurfti ég ekki heldur
nema eitt skot til að sundra læs-
ingunni.
Og enn tók við langur og hálf
| myrkvaður gangur, þiljaður dökkri
I eik. Tvær dyr urðu á vegi mínum
! og glerrúða í annarri, báðar læst
ar en mér tókst þó auðveldlega að
opna þær með marghleypunni. Þá
tók við vítt anddyri — ég var
bersýnilega staddur í stóru húsi af
eldri gerð, og það sem var enn
betra, ég var bersýnilega staddur
þar einn, enda þó þvl væri ekki
treystandi að svo yrði til lengdar.
Nú reyndust dýr ólæstai* og ég
hoppaði inn í eldhús og síð^n þúr
1 leit að einhverju eggjárni, en það
leyndi sér ekki, að þeir sem síðast
áttu hér heima höfðu ekki flúið
húsið í skyndi, að minnsta kosti
sást ekkert lauslegt eftir skilið.
Sama var að segja þegar ég hopp
aði inn í áhaldaskúrinn, sem ekki
reyndist læstur. Þar stóð hefilbekk
ur reyndar með skrúfstykki, sern
að vísu var ryðgað orðið, en þó
hefði mátt nota það til að festa í
því eggjárn, ef nokkurt eggjárn
hefði verið finnanlegt. Kassi nokk
ur stóð á gólfi með einhyerju dóti;
ég hoppaði utan i hann- og tókst
þannig að velta honum á hliðina.
I fyrstu virtist ekkert 1 þessu dralsi
að finna, en loks rakst ég þar þó á
brot úr járnsagarblaði.
Það tók mig að minnsta kosti
tíu mínútur að ná því upp af gólf
inu og setja það fast í skrúfstykk
ið . . . sannarlega hvorki þægilegt
né fljótlegt að vinna að slfku með
báðar hendur bundnar á bak aftur.
En það tókst, og eftir nokkra stund
tókst mér einnig að sarga sundur
plastlindann af úlnliðum mér og
eftir á skildi ég ekkert í þeirri
heppni að ég skyldi ekki sarga í
sundur æðar og sinar, því að svo
dofinn var ég þá • orðinn, að ég
mundi ekki hafa fundið það.
Þegar mér voru lausar orðnar
hendurnar, sat ég nokkurt andar-
tak á kassanum og virti þær fyrir
mér. Þær voru blárauðar og stokk
bólgnar og það leið góð stund áð
ur en dofinn hvarf úr þeim að
mestu. Innan á úlnliðunum báð-
um voru grunnar skrámur eftir egg
sagarblaðsins og dreyrði úr, svo
að ég vonaði að ryðið af blaðinu
settist ekki í þær og ég fengi svo
blóðeitrun eftir allt saman. Þegar
ég þottist loks til þess fær, tók
ég sagarblaðsbrotið úr skrúfstykk-
inu og sargaði af mér fótfjötrana.
Og á meðan ég beið þess að ég
fengi aftur nokkurnveginn eðlileg
an mátt í fæturna tók ég að athuga
orsök þes hve mikils sársauka ég
kenndi í hægri síðunni.
Það var ljót sjón að sjá. Fötin
öll blóðstokkin og sfðan blámarin.
Og þó þakkaði ég mínum sæla fyr
ir það, að náunginn skyldi hafa
sparkað í hægri síðuna en ekki þá
vinstri, því að þá hefði ekki hjá
því farið að hann finndi marghleyp-
una.
Ég hélt á marghleypunni í hend
inni þegar ég hélt af stað úr
áhaJdaskúrnum, og gerði þó ekki
ráð fyrir að til þess kæmi að ég
þyrfti að nota hana mér til varnar.
Ég hélt ekki inn í húsið aftur; þar
var ekkert að finna nema þá fót-
spor, og það var sérfræðinga Hard
angers að athuga þau, þegar þar að
kæmi. Nokkurt andartak stóð ég
úti í garðinum og hugsaði mitt ráð.
Það voru allar líkur til, að sá sem
hafði komið mér þarna í kjallarann,
kærði sig ekki um að það kæmist
upp í bráð. Ef svo var. þá voru
einnig miklar líkur til þess að hann
kærði sig ekki heldur um að bíll
inn minn finndist - og ef svo var,
þá virtist eðlilegast að álykta að
hann hefði falið hann í námunda
við staðinn, þar sem hann faldi
mig. Það reyndist líka rétt, því að
begar égkom inn í bílskúrinn, stóð
bíllinh minri þár. Ég séttist og
hvíldi mig I mjúku framsætinu og
hugsaði enn.
Fyrst sá, sem stóð að þessum
framkvæmdum, áleit beppilegast
að enginn fengi af þeim að vita,
þá gat það ekki síður verið heppi-
legt fyrir mig, að hann að minnsta
kosti fengi ekki að vita að þær
framkvæmdir höfðu mistekizt hvað
aðalatriði þeirra snerti. Það gat
gert mér mun auðveldara fyrir, ef
hann hugði mig enn liggja bundinn
í kjallaranum og uggði ekki að
sér. Ef ég héldi héðan í bllnum,
þýddi það sama og að ég gæfi
mig fram.
Eftir nokkurt andartak var ég
lagður af stað — gangandi. Þegar
heimbrautinni sleppti og ég kom
út á aðalveginn, átti ég um tvær
stefnur að velja, til hægri og
vinstri, og sneri til hægri af þeirri
einföldu ástæðu að brött hæð var
á vinstri hörid en að öðru leyti
mátti mig einu gilda, þar sem
ég hafði ekki hugmynd um hvar ég
var  staddur.  Úr því .rættist  þó
>    auglýsing í
VÍSI
kemur v/ðer vio
l

BEBíHBW^Aj'&Í&^^^^^^ w<fflT,?'"^TíT^**T«<fli-<r*^»^ >¦¦
1
A
yOU CAN 5EE WITH VOUK
OWM EYES WHAT THE
•VHITE ttAtfS ÍAEPICIUE
R\6 70NE
v EVERYONE WHO WENT TO TARZAW'S
VU.LAGE HAS SEEN MAPE HEALTHy
AN7 STRONG-- WHAT HAS THAT •
TKAITOE rONEFOeOUK VILUAðE?
TAEZAN
. OUKFRIÉW)
70091
VISIR
et
auglýsingablað
almennings
auglýsingamóttaka
er sem hér segir:
smáauglýs-
i n g a r berist fyrir
kl. 18 daginn
áður en þær eiga að
birtast, nema í
mánudagsblöð fyrir
kl. 9.30 sama dag.
s t æ r r i
auglýsingar
berist fyrir kl. 10
sama dag og þær
eiga að birtast.
AUGLYSINGA-
STOFA  V'ISIS
INGÓLFSSTRÆTI 3
SIMI  1-16-60
I
VISIR
ASKRIFENDAÞJONUSTA
Askriftar-
Kvartana-símmn er
11663
virka daga Ki. 9-19 nema
laugardaga kl. 9 — 13.
Loksins tókst að lenda þyrlunni. Pabbi
láttu ekki þennan illa töfralækni leika á
þig. Þú ert foringi fyrir ættflokknum okkar
og samt skipar hann stríðsmönnum okkar
að drepa Tarzan.
Þú getur séð  með  þínum  eigin augum
hvað lyf hvíta mannsins hafa gert.
Allir sem fara til þorps Tarzans hafa
læknazt, eru núna heilbrigðir og sterkir.
Hvað hefur þessi svikari gert fyrir þorpið
okkar. Tarzan er vinur okkar.
AUGLÝSING
í VISI
eykur viðskiptin
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16