Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR . Laugardagur 30. október 1965.
nrn
32.
¦eftir nokkrar mínútur, því að þá
kom ég að vegvísi, hvar á mátti
lesa: „Netleyhreppur — 2 mílur".
Þá vissi ég að ég var staddur á
þjóðveginum milli Lundúna og Alfr
ingham, og að til Alfringham voru
tíu mflur; náunginn, sem barði mig
í kollinn, hafði sem sagt farið með
mig um sex mílna leið eftir það.
Enn rigndi og það var for á veg-
inum og ég var ekki beinlínis vel
upplagður til gangs; auk þes flýtti
það ekki fyrir, að ég skauzt á bak
við runna í hvert skipti, sem ég
sá eitthvert farartæki nálgast, eða
ég lagðist ofan í skurð, væri eng
inn runni nálægt.
Loks var ég orðinn svo örþreytt
ur og stirður af kulda að ég sá
framá að ég átti ekki nema um
tvennt að velja — að stöðva næsta
bíl og fá far, eða verða þarna úti
og þó að fyrri kosturinn gæti
reynzt mér afdrifaríkur, kaus ég
hann  heldur.  Ég  ákvað  þó  að
T
A
R
Z
A
stöðva ekki hvaða bíl sem var;
helzt hefði ég kosið vörubíl, þar
sem bílstjórinn var einn, en fólks-
bíll gat líka gengið, væri ekki
annar í honum en sá, sem sat undir
stýri enda þótt litlar líkur væru
til að einn maður í bíl þyrði að
nema staðar til þess að taka far
þega sem þannig var á sig kominn.
Það sátu tveir menn frammi í
bílnurri, sem næst fór fram hjá, og
þó að það væri gagnstætt þeirri
reglu, sem ég hafði verið að enda
við að setja mér, hikaði ég ekki
við að veifa hendinni til merkis um
að mér væri kært að hann næmi
staðar, enda þóttist ég sjá hvers
konar farartæki það væri, áður en
ég kom auga á að þeir, sem í fram
sætinu sátu, voru báðir í einkennis
búningi lögreglunnar. Bíllinn heml
aði, stór og þrekinn varðstjóri kom
út og hjálpaði mér inn f bílinn,
Hann starði í andlit mér. „Herra
Cavell . . . þér eruð herra Cavell,
ekki satt?' spurði hann.
Ég vissi að ég hafði breytzt veru
lega síðustu klukkustundirnar, en
samt kom mér ekki til hugar að
þræta fyrir sjálfan mig.
„Hamingjunni sé lof", andvarpaði
varðstjórinn. „Síðustu tvær kiukku
stundirnar hefur leynilögreglan og
herlögreglan leitað að yður eins
og saumnál í heystakki". Hann
hágræddi mér í sætinu. „Nú skuluð
þér hvila yður", sagði hann.
„Ekki hef ég neitt á móti því",
svaraði ég og hallaði mínum renn
blauta, foruga og marða skrokk aft
ur á bak í sætinu. „En ég er hrædd
ur um að áklæðið verði ekki jafn-
gott eftir", bætti ég við.
„Það gerir minnst til; lögreglan
hefur fleiri bíla til umráða" sagði
varðstjórinn glettnislega og settist
í framsætið hjá lögregluþjóninum,
sem sat undir stýri. Hann greip
hljóðnemann, en leit svo um öxl
til þeirra Hardangers og Wylie", að
lögreglustjóri bíða yðár á stöð-
inni", sagði hann.
„Aandartak', mælti ég. „þér meg
ið ekki með neinu móti tilkynna
umheiminum það að Cavell sé
risinn upp frá dauðum. Haldið þvi
leyndu. Ég vil hvergi koma, þar
sem gera má ráð fyrir að einhver
beri kennsl á mig. Þér verðið að
koma mér á einhvenr þann stað,
þar sem ég get orðið eftir svo að
lítið beri á".
Hann starði á mig. „Ég skil yður
víst ekki", mælti hann eftir andar-
taks þögn.
Ég var að þvi komihn að segja,
að mér stæði nákvæmlega á sama
hvort hann skildi mig. eða ekki,
hann yrði að gera svo vel að fara
að öllu eins og ég segði honum.
En mér fannst það ekki viðeigandi
og sagði þess í stað: „Það er mjög
áríðandi, varðstjóri. Að minnsta
kosti hygg ég að svo sé".
„Jæja', og hann hikaði enn við,
„en það verður erfitt, herra Cavell"
„En . . . heima hjá mér?" spurði
lögregluþjónninn     varðstjórann.
„Hvernig væri það? Þú veizt að
konan mfn og tengdamóðir eru að
heiman".
„Er það afskekkt, en þó í grennd
við Alfringham, og er sími þar?"
spurði ég.
„Allt þetta þrennt, herra
minn."
„Sem sagt gott. Þakka yður inni
lega fyrir. Og nú getið þér talað
við yfirmann yðar, varðstjóri, en
farið með þetta sem einkamál. Biðj
ið hann og konu mína að hitta mig
þarna eins fljótt og þau fá viðkom
ið, ásamt Hardanger leynilögreglu
foringja, sé hann viðlátinn. Og
hvernig er það hjá lögreglunni hér
í Alfringham — hefur hún tök á
lækni, sem óhætt er að treysta? Þér
skiljið hvað ég á við."
„Auðvitað", svaraði varðstjórinn
og virti mig enn fyrir sér. „Lækni."
Ég kinkaði kolli og fletti frá mér
jakkanum. Skyrtan var rennblaut
hægra megin af blóði og regni. Varð
stjórinn þurfti ekki meira með.
„Stígðu benzfnið í botn kunningi",
sagði hann við lögregluþjóninn.
„Þig hefur alltaf langað til að vita
hvað skrjóðurinn kæmist, og nú
er tækifærið ..."
Að svo mæltu fór hann að tala
f hljóðnemann, lágt og ákaft.
„Ég verð ekki fluttur í neitt blöv
að sjúkrahús, og þar við stendur",
sagði ég gremjulega. Nokkrar sam
lokur og hálft glas af viskf hafði
hresst mig til muna. „Þvf miður
læknir, þetta er endanleg ákvörð-
un."
„Því miður — það segi ég líka",
sagði læknirinn, sem hafði skoðað
mig eins gaumgæfilega og föng
voru á. „Og því miður hef ég ekki
vald tíl breyta þeirri ákvörðun yðar.
Annars mundi ég sannariega gera
það. Tvö rif eru greinilega brotin
og það þriðja brákað. Þó get ég
ekki sagt um hversu alvarleg þessi
meiðsl kunna að vera. Því að ég
hef ekki röntgenaugu."
„Hafið engar áhyggjur, læknir",
svaraði ég. Þér hafíð búið svo vel
um meiðsl mín, að ég trúi þvf
ekki að rifjastúfarnir fari að sting
ast 'inn í lungun eða at í gegnum
hörundið."
„Ég álít ekki téljandi hættu á
því heldur', mælti læknirinn þurr-
lega", svo framarlega sem þér get
ið stillt yður um að lenda í því
alvarlegri átökum. Ég óttast miklu
fremur að þér fáið lungnabolgu.
Ofþreyta, kuldi og brotín rifbein
að auki bjóða henni heim. Kirkju-
garðarnir eru fullir af fðlki, sem
gæti borið um það".
„Þér megið gerst vita, að ég
þoli ekki að hlæja, læknir", varð
mér að orði.
„Frú Cavell", hann lét sem hann
heyrði ekki til mín. „Aðgætið hit
ann á klukkustundarfrestí. Hækkl
hann nokkuð, þá gerið mér tafar-
laust viðvart |Og eins ef erfiðleika
verður vart í sambandi við andar-
dráttínn. Þér hafið símanúmerið
mitt. Og loks verð ég að vara
þessa herra við þvf", hann leit
til mln. „Konan yðar og Wylie
ef Cavell fer fram úr rekkju sinni
næstu sjötíu og tvær kluklcustund-
irnar, lýsi ég mig ekki bera ábyrgð
á afleiðingunum'.
Hann tók tösku sína og hélt á
brott. Um leið og dyrnar Jokuð-
ust á hæla honum sveiflaði ég fót-
unum fram fyrir stokkinn og fór að
hafa skyrtuskipti. Hardanger mælti
ekki orð frá vörum, og þegar Wylie
sá fram á að hann ætlaði ekki
neitt til málanna að leggja, mælti
hann: „Eruð þér að hugsa um að
fremja sjálfsmorð, Caveil? Þér
heyrðuð hvað læknirinn sagði.
Hvers vegna bannið þér honum
ekki að hreyfa sig, leynilögreglu-
foringi?"
„Hann er genginn af göflunum
og þýðir ekki um það að fást",
svaraði Hardanger. „Þér sjáið að
jafnvel kona hans gerir enga til-
raun til að kyrrsetja hann. Það
eru til þeir hlutir í þessu lífi, herra
lögreglustjóri, sem tilgangslaust er
að ætla sér að fást við, og eitt af
því er að ætla sér að koma vitinu
fyrir Cavell ..." Hann hvessti
á mig augun. „Jæja, svo að þú hef
ur verið að rannsaka málin á eigin
spýtur, rétt einu sinni, karlinn. Og
hvað hefurðu svo haft upp úr þvi?
Þú ættir bara að athuga það hvern
ig þó ert leikinn. Því f ósköpunum
viitu ekki viðurkenna það, maður,
að eina vonin um að við fáum
leyst þessa gátu, er fólgin í því að
við vinnum saman? Fjandinn hafi
allt þitt hugboð . . . Kerfisbundin
rannsókn er hið eina, sem þýðingu
hefur f slfkum glæpamálum. Og
það ættirðu að vita, fjandinn hafi
það . . . "
„Ég veit það", svaraði ég. „Þol-
inmóðir, þjálfaðir menn, sem leggja
hart að sér undir þolinmóðri og
þjálfaðri yfirstjórn. Ég er þér þar
yfirleitt sammála, en ekki samt 1
þessu máli. Hér dugar ekki nein
þolinmæði. Þolinmóðir menn fara
sér hægt, en við höfum ekki neinn
tfma til 'þess að fara ok^cur hægt.
Þú hefur auðvitað séð svo i um að
vopnaður vörður sé um húsið, þar
sem ég var í haldi og að sérfræðing
ar þínir rannsaki öll spor, sem þar
er að finna?"
Hann kinkaði kolli. „Komdu með
sög\jma. rVið _jnegum... engan tima
miss'a"."  , -^jjg-S^f
„Þú færð að heyra hana. En
samt ekki fyrr en þú hefur skýrt
mér frá hvers vegna þú lézt lög-
regluna sða dýrmætum tíma frá
ransókn málsins í að leita að mér
og hvers vegna þú hefur ekki beitt
valdi I þfnu til að skipa mér að
Iiggja kyrrum í rekkju. Hefurðu
kannski einhverjar áhyggjur, leyni
lögregluforingi?"
„Blöðin hafa komizt að öllu
saman" svaraði hann hreimlaust.
„VarSandi innbrotið, morðin og að
djöflaveirunni hafi verið rænt. Við
vorum að vona að blaðamennirnir
kæmust að minnsta kosti ekki á
snoðir um það sfðasta ..." Hann
benti á blaðabunka, sem hann hafði
lagt á gólfið. „Þú vilt kannski at-
huga frásögnina? Þeir eru gengnir
af göflunum".
„Eigum við að eyða tíma f það?"
spurði ég. „Það er ekki heldur
það eitt, sem veldur þér áhyggj-
um".
„Nei. Hershöfðinginn var að tala
við mig f sfma fyrir stundu sfðan.
Hann var að spyrja um þig. Öllum
stærstu fréttastofunum hafa verið
sendar fjölritaðar tilkynningar í
morgun. Þar er frá því skýrt að
áður gefinni  viðvörun hafi  ekki
.«i.«.ium^nji'jwi.imi .¦MH'.j.n^.n, wmvt
YOU awHOT AKSUE WITH SUCCESS...
VOU SEE SEHIN7 ME THE PR07XT
OF OUR THEATWEMT--WHA.T HAVE
5EEN YOUZ RESULTS?!.
f Tm. »«o  V. 5. r<Ji Off.—All ríghH ..>..-*J
Ct^,i. 1961 br Unii*d Faoturt Syn4>(OM, Inc.
YOÍ/ WAVIT RESULTS?? HERE \S PRÓOF OF WHA.T ^J
YOU HAVE PONE!.. ONE OF WANY ANIMAUS FOUSlf
7EA7 IMTHE AREA YOU ARE tKt-XM5KSAF£7/
auglýsing 'i
VÍSI
kemur víðo v/ð
VISÍR
er
auglýs'mgablað
almennings

auglýsingamóttaka
er sem hér segir:
smáauglýs-
i n g a r berist fyrir
kl. 18 daginn
áður en þær eiga að
birtast, nema í
mánudagsblöð fyrir
kl. 9.30 sama dag.
s t æ r r i
auglý s ing a r
berist fyrir kl. 10
sama dag og þær
eiga að birtast.
AUGLYSINGA-
STOFA  VISIS
INGÓLFSSTRÆTI 3
SIMI  /-/6-60
ASKRIFENDAÞJÓNUSTA
Áskriftar-
Kvartana- simmn er
116 6 3
virka daga Ki 9-19 nema
laugardaga kl. 9 -13.
Ha, svo Tarzan er góður? Hafið þið séð
hvað eldfuglinn hans hefur gert?
Þú getur ekki rifizt með neinum árangri.
Þú sérð fyrir aftan mig hvðrju við höfum á-
orkað. K-aða árangur getur þú sýnt?
Þú vilt fá að sjá árangurinn? Hérna er
sönnunin fyrir því, sem þú hefur gert. Eitt
margra dýra, sem við höfum fundið dauð á
svæðinu sem þú ert að gera öruggt.
AUGLÝSiNC
! VISi
eykur viðskiptin
^IRv«itw*ctii2MB.!wra(Sí; snrr--'.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16