Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 14.12.1965, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 14. desember 1965. MEYKONGUR Jakobma Sigurðardóttir: Dægurvisa — Saga úr Reykjavikurlifinu — Skuggsjá 1965 Tjað vakti allmikla athygli, þegar S. A. M. tók sig til og benti á sem dæmi um bók- menntalega niðurlægingu okk- íslendinga, að vart kæmi út skáldsaga eftir nokkum þann íslending, sem að Guðs og manna lögum ætti að ganga um jafnt sýknt sem heilagt í bux- um, heldur væru það svo til eingöngu kerlingar, sem skáld- sögur skrifuðu, og væri þá ekki von á góðu. Datt mér í hug það, sem Fomólfur kvað: „Pilsi ragir karlmenn klæddust, konur þurftu að fara f brók“. „Jú, ekki var því að neita, að þær væm orðnar allrúmfrek- ar, konumar, sem skrifa bæk- ur, en hvers vegna skyldu þær ekki mega skrifa? kom mér til hugar. Af þvf að bækur þeirra væru lélegri en svo, að þær gætu talizt boðlegt lesefni, var auðvitað svarið. En ég fékk ekki séð og fæ ekki enn, að það sé neitt óæskilegra, að fólk sem ekki gimist fyrst og fremst 'góðar bókmenntir, lesi sér til afþreyingar skáldsögur Ingi- bjargar Sigurðardóttur & Co. um sýslumannssyni og sjúkra- hússlækni heldur en lélega þýdda erlenda glæpa- og lækna reyfara. Og svo mundu nú sumar hinna ritfúsu kvenna hafa skrifað fullt svo veiga- miklar skáldsögur sem flestir þeirra, sem nú sitja við að lemja saman slfkar bækur f samræmi við 10—15 ára gamla erlenda tilraunatfzku. Ég leyfi mér t.d. að nefna söguna Mín liljan fríð, eftir Ragnheiði Jónsdóttur, og sagnabálkinn Horfnar kynslóðir, eftir Elín- borgu Lárusdóttir, en þær mega sannarlega heita kerlingar, Ragnheiður og Elínborg, því að báðar eru þær yfir sjötugt! Báðar munu þær hafa sitthvað lesið góðra bóka erlendra sem íslenzkra en fylgt munu þær hafa þeirri eglu að láta efnið skapa formið, en ekki formið efnið. Og nú í ár — það rignir niður skáldsögum rétt kynjaðra höfunda, jafnvel sögum, sem auglýstar em eins og þær væru skfrir bókmenntalegir gimstein ar, en við S. A. M. vomm sam- mála um það hér einn daginn, þegar fundum okkar bar saman og báðir vom í bezta skapi, að við fengjum ekki bet- ur séð en að á þessari vertíð yrði það kerling, sem stæði með pálmann í höndunum, húsfreyja sem hvorki hefur átt þess kost að taka þátt f margra ára upp- byggilegum samræðum og bollaleggingum hins unga bók- menntaaðals kaffihúsanna i Reykjavík né nokkra sinni náð augum að líta svo mikið sem Ijósið f rófunni á hinum heil- ögu köttum, sem gera kúnstir með pappírsmýslur á vettvangi erlendra bókmennta, vfir hverju ungir menn víðs vegar um lönd fleygja sér í duftið í auðmjúkri hrifningu og for- undran, — eia, eia. Vei yður Heinesen og Sjolokhov, þér for stokkuðu fangar margviður- kenndrar epískrar hefðar! .... Hún heitir Jakobína Sigurðardóttir og er uppalin í Hesteyri í þeim hreppi Sléttu- hreppi, og í móðurkyn er hún ættuð úr Hælavík, er systir hins gáfaða læknis, Kristjáns Sigurðssonar á Patreksfirði og systurdóttir sagnaskáldsins Þórleifs Bjarnasonar náms- stjóra. En húsfreyja og margra barna móðir er hún á smábýli norður í Mývatnssveit. Nú vit- ið þið svolítið um ætt hennar, uppmna og aðstæður. Skáldsaga Jakobínu heitir Dægurvisa, og hún ber að þvf leyti það heiti með réttu, að hún gerist á einu dægri og að það líf, sem þar er lýst, er ekki lff útvaldra f þjóðfélaginu, hvorki hámenntaðrar eða hálf- menntaðrar yfirstéttar né róna í neinum skilningi. Sagan gerist eingöngu í einu og sama húsi í miðlungsmerkilegum borgar- hluta hinnar stóru Babýlonar íslands, og þetta hús er hvorki glervilla, háhýsi né blokk, held ur innan við miðlungshús tæp- lega miðlungsborgara, sem er ættaður úr sveit og hefur hjá sér hrútelskan föður sinn, sem ekki kann þessi „nýmóðins klósett“ frekar en Sigfús heit- inn Sigfússon fyrir um það bil 35 ámm, og er mikið og erfitt vandamál á hinu metnaði Það er fleira fólk í húsinu en hjónin, börn þeirra og gamii maðurinn, sem þráir sveitina sina og þjáist af því að vera orðinn svo frá af gigt að vera ekki fær um að staulast elds- snemma ofán tröppurnar og út undir húsvegg og fullnægja þar tveimur sínum þörfum, líta til veðurs og heyra mildan nið þeirrar vætu, sem „hverfur aft ur til jarðarinnar". Svo er það vinnukonan, sem á óskilgetinn son, vandræði með meðlagið og ótfmgun f drengnum, — hann þarf að komast í sveit, fá nóga mjólk og velta sér frjáls í grænu grasi. Það er kennslu- konan, sem komin er til ára sinna, skólastofan orðin henni fangelsi og bömin lifandi písl- artæki, — en ekki allt dautt í brjóstinu á henni, síður en svo, ekki heldur í líkamanum neðan við þind, og hjá henni stefnir öllu að unga manninum, sem sér ekki fram á annað en að hann hafi árangurslaust fómað sínum kommúnisma fyrir upp- fylling vona sinna um Ameríku ferð. Það er ógifta koúan mið- aldra, sem á kvikmyndaóða dóttur og verður að þóknast miður geðugum efnamanni til þess að geta að litlu leyti upp- Jakobína Sigurðardóttir. höfundarins eða að minnsta kosti nýjasta erlend tizka til uppfyllingar í eyður verðleik- anna hjá innantómum eftir- hermugeplum á vettvangi skáld sagnagerðar/ Það er svo sem heldur ekkert furðulegt eða sér Iega nýstárlegt við persónurn- ar í þessari sögu — ekki einu sinni þvf lfkt, að skáldkonan gerist neinn Livingstone á sviði sálfræðilegrar landkönnunar, qo muívfi in “<90 nti BÆKUR OG HOFUnDA [S r r bólgna heimili sonar og tengda dóttur. Sonurinn hefur af eiginn rammleik hafið sig upp í stétt sæmilega vel stæðra iðnaðar manna og er, ef ekki á hraðri, þá á jafnri uppleið, enda ýtir frúin með báðum sínum lófum undir bossann á honum, — ó, sú stóra stund, — þau eru einmitt á þessu dægri að eign ast b í 1! fyllt kröfur dótturinnar til fata og snyrtingar. Og loks eru það kynóðir elskendur, sem hafa ekki tíma til neins annars en að elskast — ekki f bili! Jakobína hefur hreint ekki fundið upp það söguform, sem hún notar, en hitt er annað: það hentar efninu, og svo spyr þá lesandinn hreint ekkert, hvort þetta sé nú uppfinning enda hefur magasýruestetíker íslenzkrar bókmenntagagnrýni tekið það fram, að hún sé so- sem ekki mikilsvirði sem sál- könnuður Loks er svo því við að bæta, að málfar hennar er ekki neitt sérlega frumlegt og stíllinn ósköp blátt fram. Hvað er þá við þessa skáld- sögu? Það er fljótsagt: Hún er nátt- úrleg, hispurslaus, án þess að vera grófgerð, og hver og hvað eina, sem til greina kemur, fær sinn skammt í nokkurn veginn jafnvægum hlutföllum. Við könnumst við allt þetta fólk, við kosti þess og galla, suma meðfædda aðra mótaða af um- hverfinu, og að lestri loknum er saga þess á einu dægri orð- in hluti a^ lífsreynslu okkar, sem við vmnum úr smátt og ífflröfo1 og ósjálfrátt. Hvað um Jakobínu Sigúrðar- dóttur seni rithöfund í framtið-' inni Æ, ég er helzt á því að okkur sé ekki til neins að hafa áhyggjur út af henni. Hún hefur skrifað . sögurnar: Púnktur á skökkum stað og síðan Dægur- vísu sína við sömu aðstæður og hún á enn við að búa, og ég hygg, að hún muni enn skrifa eitthvað er þyki þess vert að það sé lesið. Og hvað sem því líð ur: Ég hef fengið þær hugmynd i rum hana, að hún sé sú mann dómsmanneskja, að hún svíki engar sfnar skyldur til að hag- ræða aðstæðum sínum í sam ræmi við það, sem okkur finnst henta skáldkonu, sem allt í einu er orðin meykóngur á vett vangi fslenzkrar skáldsagna- gerðar. Guðmundur Gíslason Hagalfn. Leikrit Jökuls og bok eftir REMARQUE Almenna bókafélagið hefur sent frá sér Tvö leikrit eftir Jök ul Jakobsson og Nótt í Lissabon eftir Erich Maria Remarque. í bókinni Tvö leikrit birtast tvö þeirra leikrita Jökuls Jak obssonar, sem mesta athygli hafa vakið. Hart í bak og Sjó- leiðin til Bagdad. Hefur enginn ungur fslenzkur leikritahöfund ur fundið iafnmikinn hljóm- grunn hjá islenzkum áhorfend- um að undanfömu og Jökull Jakobsson. Jökull byrjaði snemma að skrifa og kom fyrsta skáldsaga hans út, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann hefur hin sfð ustu árin ekki fengizt við ann an skáldskap en leikritun, og var fyrsta sviðsverk hans Pókók, sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1961. Ári síðar kom Hart f bak, sem sýnt hef ur verið oftar en nokkurt ann að íslenzkt leikrit. Síðan hafa komið þrír einþáttungar og að lokurn, Sjóleiðin til Bagdad, sem hér birtist. Sveinn Einarsson leikhús- stjóri, skrifar inngang að leikritunum, sem hann nefn ir „Sögur úr Vesturbænum og fjallar þar um Ieikritin f bók inni og ber þau'saman. Þessi bók er 146 bls. að stærð og að auki skreytt með myndum úr báðum leikritunum auk sviðsteikninga. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Hólar h.f.. Hef ur Hafsteinn Guðmundsson séð um útlit bókarinnar, en Torfi Jónsson teiknað kápu. Nótt i Lissabon er nóvernber- bók AB og er eftir hinn kunna höfund Erich Maria Remarque, eri 'fómas: Guðmundsson hefur þýtt bókina á íslenzku. Höfund ur bókarinnar gat sér sem kunnugt er, heimsfrægð kom ungur fýrir skáldsögu sfna Tfð Indalaust á vesturvígstöðvunum Siðan hefur Remarque ritað fjölda skáldsagna og hefur þessi síðasta bók hans, Nótt í Lissa- bon, af ýmsum verið talin fremsta verk höfundarins. Nótt í Lissabon fjallar um landflótta fólk í heimsstyrjöld inni síðari og baksvið hennar er Evrópa stríðsáranna, hinn hrotta legi heimur ótta og upplausna. Nótt í Lissabon er óvenjuleg saga, í senn fögur og átakanleg, mögnuð ástríðum og spennu, en einnig með ívafi af mannlegri glettni og mannlegri hamingju. Bókin er 310 bls. að stærð og er prentuð og bundin í Prent- smiðju Hafnarfjarðar h.f. Kápu og titilsíðu hefur Torfi Jónsson teiknað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.