Vísir - 20.01.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 20.01.1966, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 20. janúar 1966 Átta stéttarfélög undir sama jtaki Félrcgsheimili vígt í gær Formenn stéttarfélaganna 8, sem standa að Sameignarfélaginu Bjarg. Myndin var tekin við vígslu félagsheimilis þeirra í gær. Átta verkalýðsfélög í Reykja- vík, sem áður höfðu aðeins eitt herbergi sameiginlega fyrir skrifstofuhaid sitt hafa nú eign azt myndarlegt félagsheimili, efstu hæð hússins nr. 7 við Óð- insgötu í Reykjavík. Vígsla félagsheimilisins fór fram [ gær að viðstöddum for- ystumönnum verkalýðsfélag- anna átta, félagsmálaráðherra og fjölda gesta. Verkalýðsfélög þau sem hér eiga hlut að máli eru: Bókbind- arafélag íslands, Félag Garð- yrkjumanna, Félag framreiðslu- manna, Félag Matreiðslumanna, Félag starfsfóiks í veitingahús- um, Félag ísl. hljómlistarmanna, Offsetprentarafélag íslands og Prentmyndasmiðafélag íslands. Sjúkra- og styrktarsjóðir félag- anna eru eigendur þessa félags- heimilis og stofnuðu félögin með sér sameignarfélag, Sam- eignarfélagið Bjarg, um rekstur inn. Stjóm félagsins skipa: Jón Maríasson, formaður, Grétar Sigurðsson gjaldkeri og Geir Þórðarson, ritari. Húsnæðið er 205 fermetrar á einni hæð og hefur því verið skipt niður í 9 skrifstofuher- bergi, eitt fyrir hvert félag og ein sameiginleg skrifstofa, eld- hús, snyrtiherbergi og sam- komusal. Kostnaðarverð félags- heimilisins er um 2 y2 miHj. kr. Atvinnuleysistryggingasjóður lánaði verulega upphæð til kaupanna og Iðnaðarbanki ís- lands veitti félögunum mikla fyrirgreiðslu með lánum. Rannsékn haldið áfram / árásarmálinu á togaranum Árásarmennimir tveir, sem veittust að Jóni Albertssyni 1. vél- stjóra á b.v. Bjama Ólafssyni, og frá hefur verið skýrt í Vísi áður, eru báðir ungir menn, rúmlega tvi- tugir. Heita þeir Ingvar Már Þor- geirsson fæddur 1939 og Gestur ísleifsson fæddur 1944. Rannsókn stendur yfir í Sjó- dómi Reykjavíkur í máli þessu og er enn ekki með fullu búið að upplýsa tildrögin til árásarinnar. Hitt liggur ljóst fyrir að þeir réð- ust að vélstjóranum liggjandi í rúminu og börðu hann með geneverbrúsa í höfuðið svo hann hlaut þrjá allmikla skurði á enni. Þá mun vélstjórinn hafa tognað eða meiðzt i baki I átökum við skipverja er hann reyndi að verja sig. FRIÐRIK SAMDI UM JAFNTEFL! Við rannsókn í málinu hefur komið fram að á leiðinni milli ís- lands og Bremerhaven hafði verið mikil drykkjuskaparóregla um ! borð í togaranum og m. a. höfðu árásarmenningir báðir verið si- drukknir langleiðina heim. Við réttarhöldin hafa þeir báðir játað að hafa barið Jón Albertsson vélstjóra. Nokkur atriði eru þó ó- upplýst ennþá vegna þess að ekki hefur tekizt að ná i vitni sem viðstödd voru í skipinu þegar árás- in var framin. Sjódóm skipa i þessu máli Bjöm Friðfinnsson fulltrúi ■ borgardóm- ara, sem jafnframt er dómsforseti, en meðdómendur þeir Eiríkur Kristófesson og Halldór Jónsson. Tvö umferðarslys 1 gærkvöld var 6. umferð Reykjavíkurmótsins tefld. Úrslit urðu þau að Friðrik og Böök gerðu jafntefli, sömuleiðis Guðmundur Sigurjónsson og Vasjúkof og Guð- mundur Pálmason og Jón Hálfdán- arson. O’Kelly vann Bjöm Þor- steinsson en skákir þeirra Wade og Freysteins og Kieningers og Jóns Kristinssonar fóru f bið. 7. umferð Reykjavíkurmótsins verður tefld í kvöld og eigast þá við: Björn Þorsteinsson — Guðm. Pálmason. Friðrik Ólafsson — O’Kelly. Vasjúkof — Böök. Jón Kristinsson — Guðm. Sig- urjónsson. Freysteinn Þorbergsson — Kieninger. Jón Hálfdánarson — Wade. Keppendur eiga fri á morgun og á laugardag verða tefldar biðskák- ir úr 5.. 6. og 7. umferð. Aðulfimdur V.R, Aðalfundur Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur var haldinn í gærkvöld og að loknum venjuleg- um aðalfundarstörfum fór fram stjómarkjör. Þar sem enginn listi hafði komið fram var fráfarandi stjóm sjálfkjörin. Hana skipa: Guðm. H. Garðarsson formaður, Magnús L. Sveinsson, Bjöm Þór- hallsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Helgi Guðbrandsson, Gretar Har- aldsson, Óttar Októsson, Bjarni Felixson, Halldór Friðriksson og Rfkharð Sigurbaldason. í gærkvöldi varð umferðar- slys í Kópavogi, en minna en búizt var við í fyrstu. Slysið varð um hálfáttaleytið á mótum Kársnesbrautar og Há- brautar. Drukkinn maður var á gangi eftir götunni er bifreið kom aðvífandi og lenti maður- inn fyrir henni og kastaðist í götuna. Hann missti meðvitund, en mun hafa raknað fljótlega við, því þegar í slysavarðstof- una kom var hann illviðráðan- legur sökum drykkjuláta. Ekki fundu læknar á honum teljandi meiðsli og var honum leyft að fara heim. Annað slys varð í gær af völdum umferðar. Það varð á Reykjanesbraut suður í Njarð- víkum skömmu eftir hádegið í gær. Þar var ekið á kvenmann og hlaut hún einhver höfuð- meiðsli, en ekki hættuleg að því er talið var. Lézt af völd- um meiðsla Auðunn Pálsson frá Bjargi á Selfossi, sem varð fyrir jeppa- bifreið við Ölfusárbrú s.l. Iaug- ardagsmorgun og höfuðkúpu- brotnaði, Iézt af völdum meiðsla sinna í fyrrakvöld og komst aldrei til meðvitundar. Auðunn vár fluttur í Landa- kotsspítala strax eftir slysið og þar lá hann unz hann lézt. Hann var hátt á sextugsaldri, fæddur 10. maí 1908 og lætur eftir sig konu og sjö uppkomin börn. ERFITT VERDUR AD BJARCA TOGARANUM — Aðstaðan er mjög erfið, sagði Geir Zoega, umboðs- maður brezka togarans, Wyre Conquerer, í viðtali við Vísi í morgun. - Tvö sandrif eru fyrir utan togarann, þannig að það skip, sem mundi reyna að draga togarann út, yrði iiklega að vera í mílufjar- lægð. Og það næst lítið tog á mflulangan vír. — Landhelgisgæzlan hefur tekið að sér að kanna mögu- leika á björgun, sagði Geir Zoega. — Þeir hafa þrjá menn á strandstað síðan í gær og svo má reikna með því, að varðskip komi á vett- vang á næsta stórstreymi, sem verður eftir helgina, og reyni þá að draga togarann út. Þegar að því kemur, verð- ur allt að vera tilbúið um borð í togaranum og vél hans í gangi til að létta dráttinn. í morgun var Wyre Conqu- erer enn heill og réttur fyrir á strandstað, en nú er hann farinn að ramba töluvert. Er óttazt, að hann taki að snú- ast og leggist að landi. Ef það gerðist yrði miklu erfiðara að eiga við björgun, því þá væri ekki hægt að draga hann beint út. Ef veðrið helzt eins gott og verið hefur, getur tog arinn ef til vill staðið þarna óskemmdur fram yfir helgi, en talið er úti um togarann, ef skyndilega gerði suðvestan átt. Með þorramatinn, Skarphéðinn Lýðsson og Sigurður Friðriksson. Sniglar og kræklingar Á morgun gengur þorri í garð og um leið getur hver sem er gengið inn í Naustið og keypt sér þorra- matinn, sem er orðinn árlegur fasta réttur á þeim góða og gegna veitingastað á þessum árstíma. Að vanda verður þorramaturinn borinn fram í trogum og getur þar hver valið á milli eða étið alla þá súrsuðu, reyktu og höngnu rétti, sem trogið geymir og haft með flatbrauð og smjör, hákarl, súrsaða | selshreifa og bringukolla, blóðmör og lifrarpylsu, hangikjöt, lunda- bagga svo eitthvað sé talið. Um leið og þorramaturinn er kynntur gestum er boðið upp á nýjungar og það er sjávardj**rétti. Naustið býður nú upp á sem forrétt skeldýr, lystilega framreidd, snigla, sem er herramannsmatur. maríneraðan krækling og glóðar- steikta humarshala. Á þetta allt að vera lystaukandi mjög -og aðeins inngangurinn að enn meira áti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.