Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VI5IK . Laugaraaga. ll r.^ii.: ;;jó,
OJSWrmtEi
DR.   STURLA   FRIÐRIKSSON:
Hér vantar þolbetri grastegandir
Vandamál   í   viðhaldi   uppskeru   a   íslenikuin  túnum
Á fundi norrænna búvísindamanna, sem haldinn er þessa
dagana í Háskólanum, flutti dr. Sturla Friðriksson erindi
um vandamál í viðhaldi uppskeru af íslenzkum túnum. Vísir
hefur fengið leyfi til að birta hér erindi dr. Sturlu:
VTandamál í viðhaldi uppskeru
á túnum hefur sérstaka
þýðingu fyrir norðlæg lönd, þar
sem erfiðleikar grasræktarinnar
era fyrst og fremst fólgnir f því
að fá fjölært gras til þess að
spretta. Þau lönd, sem njóta
lengri vaxtartíma og meiri sum-
arhita, geta sáð til einærra fóð-
urgrasa og uppskorið þau að
hausti án þess að hafa áhyggj-
ur af vetrarþoli gróðursins. I
norðlægum löndum, þar sem
uppskeran byggist á þvf, hvern-
ig gróðri hefur reitt af eftir
marga, misjafna vetúr, er vanda
mál grasræktarinnar umönnun
hins fjölæra grasgróðurs. Rækt-
un grasa á íslenzkum túnum hef
ur verið og er þjóðinni lífs-
nauðsyn. Á íslandi þekkist
varia ræktun einærra grasteg-
unda. Undantekning er, þegar
einært rýgresi er notað til sán-
ingar og fyllingar með fóður-
kálí.
Enda þótt feland megi teljast
nakið land, er það þó tiltölu-
lega gott grasræktarland. Enda
byggist landbúnaður Islendinga
að verulegu leyti á grasrækt.
Flatarmál Islands eru rúmir
100.000 ferkm. og um 2.000.000
hektarar eru huldir því, sem i
víðustu merkingu má telja beiti-
land. En aðeins lítill hluti þess
er raunverulega vaxinn grasi.
Veðurfarið er kaldtemprað út
háfsloftslag. Meðalhiti I Reykja-
vík er -í-0.6C° í janúar og +
11.3 C° í júní. Ársúrkoma mæl-
ist 900 mm í Reykjavík, 2256
mm í Vík i Mýrdal og 465 mm
á Akureyri. Veðrið er umhleyp-
ingasamt með tíðum umskipt-
um á snjó og auðri jörð, frosti
og þíðu, regni og þurrviðri.
Styrkleiki vinds er oft mikill og
vind^tt breytileg. Og eins og
staða landsins ber vitni um, er.
sólargangi þannig háttað, að
landið nýtur 24 tíma birtu um
mitt sumar.
Þessi veðurskilyrði valda því,
að á íslandi vaxa svalviðrisgrös
allvel. Af um 450 tegundum hinn
ar íslenzku flóru teljast um 40
tegundir til grasaættar (Grami-
neae), en um 47 tegundir eru af
háífgrasaætt (Cyperaceae). Af
svalviðrisgrösum má hér eink-
um nefna tegundir af vinglum,
sveifgrösum og língresi, en önn-
ur fóðurgrös, svo sem vallarfox-
gras og háliðagras eru innflutt,
endá þótt þau finnist nú viða í
ræktun. Sömuleiðis eru faxgrös,
rýgresi og axhnoðapuntur ekki
til nema sem aðfluttir slæðing-
ar.
Á uppskeru þessa grasa og
hálfgrasa hefur íslenzkur land-
búnaður byggt afkomu sína, þar
sem hann hefur verið notaður
ýmist til slægna eða beitar fyr-
ir búsmalann. Það er að segja
fyrir um 800 þús. fjár, 60 þús.
kýr og 30 þús. hross. Hið rækt-
aða graslendi er aðeins um
4.5% af yfirborði hins gróna
laads eða »m 90:000 hektarar.
TBnSn eru Jȇ eins og striSIir
btetth* í landstegmu A Islandi
HMMMMMBHWMMH
má tala um varanlegan grasvöxt
í fyllstu merkingu þess orðs, því
mikill hluti íslenzkra túna hef-
ur verið í stöðugri ræktun frá
upphafi íslands byggðar. Meiri-
hluti íslenzkra túna er vaxinn
innlendum grösum. Graslendi
kom í stað birkikjarrsins, sem
þakti landið við landnám, við
það, að skógar voru ruddir eða
var eytt á annan hátt. Víða hef-
ur aðeins verið borið á hið nátt-
úrlega graslendi, á öðrum stöð-
um hefu'r landi verið bylt og
gróður verið aðfluttur.
Eitt af þeim vandamálum, sem
íslenzk túnræktun átti við að
strfða frá upphafi voru þúfurn-
ar. Þúfur eru ójöfnur í gróður-
lendi, myndaðar fyrir áhrif
frosts, en þúfumyndun í tunum
olli þvf, að illmögulegt var að
beita vélum við slátt. Eitt fyrsta
skref, sem stigið var til bóta á
íslenzkri túnræktun var jöfnun
yfirborðsins. Túnsléttun var
lengi framan af handavinna, en
þegar plægingin kom til sögunn-
ar skapaðist nýtt viðhorf í fs-
lenzkri túnræktun. Plæging
landsins olli því, að gamli svörð
urinn var skertur svo mjög, að
nauðsynlegt reyndist að sá í
flögin.
Tilraunir með sáningu hófust
í byrjun 19. aldar, en ekki
komst skriður á ræktun sáð-
sléttna fyrr en á fyrsta fjórð-
ungi 20. aldar. Fram að því hafði
lítið aukizt viö túnastærðina
og heyfengur landsmanna að
miklu leyti verið fenginn af út-,
engi. Sáning grasfræs og áburð-
arnotkunin ásamt bættri tækni
viö jarðyinnslu og hirðingu ollu
hinni miklu aukningu á töðu
síðustu ára. Heyfengur alls
landsins hefur váxið úr 1.5
milljónum hkg upp í 3.7 millj-
ón hkg frá 1900 til 1963 og á
sama tíma hefur útheysmagn
lækkað úr 1 milljón í 300 þús-
und hkg.
Veðurfar
I Ijósi þess, sem áður hefur
verið sagt um íslenzkt veðurfar,
sést að Island hefur sérstöðu
í grasrækt hvað veðurfari við-
víkur miðað við önnur Norður-
lönd. Til viðbótar við þau áhrif,
sem veðráttan hefur á nýtingu
uppskerunnar, hefur hita- og úr-
komumagn sérhvers sumars eðlj
lega mikil áhrif á uppskerumagn
og sprettutíma. Þessi mismunur
kemur að nokkru leyti fram í
sveiflum á heildarmagni heys
yfir allt landið. Arferði er mis-
jafnt eftir landshlutum og eru
suðúr- og norðurhluti landsins
oft gagnstæðir um veðurfar.
Ekki er þó að jafnaði teljandi
uppskerumunur á túnum eftir
landshlutum nema á annnesjum
norðanlands. Vorar þar oft svo
seint, að tún ná lftilli sprettu og
verða oft aðeins einslegin. Tún,
sem liggja mishátt yfir sjó, ættu
að sýna svipaðan sprettumis-
mun. Þó hafa tilraunir sýnt, að
uppskera af sáðreitum túnving-
kg/ha
i
iQfi
TÚNVIN0ULL
FESTUCA RUBRA.
20/8
KVS
30/6
20/7
VALLARFOXGRAS
PHLEUM PRATENSÉ
20/8
HALtÐASRAS
ALDPECURUS
PRATENSIS.
s/e
20/5
10/6
so/s
20/7
io/ s     -20/a
s/e
Þessi þrjú línurit sýna daglegan vöxt þriggja algengra grastegunda, sem ræktaöar eru á íslenzk-
um túnum. Gefa línuritin glöggt til kynna hvaða vikur sprettan er mest.
uls er furðu svipuð að magni til
allt að 600 m hæð, en þegar
hærra dregur í landið fer upp-
skeran ört minnkandi. Enda
þótt uppskera sé Htið minni á
fyrrgreindum tilraunareitum í
600 m hæð miðað við láglendi,
er þroskun jurta mun seinni til
þar efra. Meðaluppskera heys
af hektara eru rúmir 40 hkg yf-
ir allt landíð. Borið saman við
önnur Norðurlönd er meðalupp-
skeran á íslenzkum túnum því
mun minni og veldur því skilj-
anlega kaldari veðrátta hér á
landi.
Enda þótt vor- og sumar-
veðráttan hafi mikil áhrif á upp
skeruna hefur vetrarveðráttan
þó ennþá varanlegri áhrif. Mikl-
ir snjóar með eftirfarandi mynd
un ísa, sem liggja þétt yfir
svörðinn á utmánuðum, valda
köfnun og varanlegu kali. Kalið
er einn veigamesti skaðvaldur
íslenzkrar grasræktunar. Heild-
artöðufengur landsins er minnst
ur eftir mikla ísa- og kalvetur.
Kals hefur orðið vart í öllum
landshlutum. Þó hefur norðaust-
urhluti landsins orðið einna
harðast úti. I kalárum hefur orð
ið þriðjungs eða helmings tjón
á uppskeru sumra byggðarlaga
og kalið er það varanlegt,. að
uppskerurýrnunar gætir á
nokkrum eftirfarandi árum.
Á ýtarlegri rannsókn, sem
gerð var á kali áranna 1951 og
1952 er getið ýmissa aðstæðna,
sem hafa áhrif á kal. Árlegt
uppskerutjón á þeim árum sem
og nú á síðustu árum er metið
á milljónir króna yfir allt land-
ið.
Jarðvegur
Um áhrif jarðvegs, jarð-
vinnslu og áburðar á gróöurfariö.
skal ekki fjölyrt í þessu erindi.
Þó skal á það minnzt, að sé
jarðvegur mjög fínt unninn, eink
um ef um mýrarjarðveg er að
ræða, virðist eðlisgerð hans
breytast svo, að gróðri, sem þar
vex, er mjög kalhætt. Þannig ei-
háttað vinnslu mikils hluta
hinna nýframræstu mýra,' og eru
afföll á sáðgresi, sem ræktað er
á því landi tilfinnanlega mikið,
einkum sé þess ekki gætt nægi-
lega vel, að yfirborðsvatn hafi
öruggt frárennsli. Þess skal og
getið, að of einhliða notkun
köfnunarefnisáburðar eða skort
ur á fosfóráburöi stuðlar að kali
og rýrir þannig óbeinlínis upp-
skeruna.
Eins og léleg ræsing og van-
eða misnotkun áburðar rýrir
uppskeru sáðsléttu, eins má
með réttri meðhöndlun breyta
gróðurfari mýrar í „varanlegt
tún" og þó einkum í beitilönd
eins og víða hefur verið gert 5
á síðustu árum. Þannig má sam f
k æmt athugun gerðri á Hjarð-
arfelli með þurrkun og alhliða
áburði auka hlutdeild grasa úr
5% í 80% á sex árum og upp-
skeruna úr 10 hkg á hektara i
40—50 hkg án þess að hreyfa
við sverðinu eða sá í landið.-
Grastegundir
Hér að framan var stuttlega
minnzt á upphaf grassáningar á
Islandi. Tyrstu tegundirnar, sem
notaðar voru reyndust illa.
Þrotiaus leit af hálfu tilrauna-
stöðvanna að hentugu erlendu
fræi hefur aðeins að nokkru
greitt úr þeim vanda. Aðalat-
riðið í þeirri leit hefur ekki endi
lega verið að finna uppskeru-
miklar tegundir, heldur harð-
gerð gíös, sem gefa árvissa upp
skeru. Þau erlendu grös, sem
notuð hafa verið til ræktunar,
eru langt frá því, aö vera þolin.
Hlutdeild vallarfoxgrass verður
minni í gróðri túna, eftir því
sem frá líður sáningu, og hins
vegar ná íslenzk grös t. d. skrið-
Ifngresi jafnframt yfirhöndinni
á túnum, sem lengi hafa verið
f ræktun. Þetta þýðir ekki endi-
lega minnkun uppskeru, heldur
oft hið gagnstæða, þar sem sáð-
sléttur með. erlendum grösum
Framh. á bls. 6.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16