Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						8
V ISI R . Laugardagur/6. ágúst 1966.
VISIR
Utgefandi: Biaöaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson
Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 Unur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands.
f iausasölu kr. 7,00 eintakiö
Prentsmiðia Visis — Edda h.f.
Nýskipan markabsleitar
fregnirnar um versnandi níarkaði erlendis fyrir ís-
lenzkar sjávarafurðir hafa vakið eðlilegan ugg um
afkomu sjávarútvegsins og fyrirtækja hans á næstu
misserum. Þau tíðindi minna hins vegar á mikilvægi
skipulagðrar markaðsöflunar fyrir íslenzkar afurðir
erlendis. Samtök framleiðenda hafa unnið gott starf
í því efni á liðnum árum og verksmiðjur hraðfrysti-
samtakanna erlendis eru hið merkasta spor í vaxandi
sölustarfi. Hins vegar er Ijóst að enn þárf að auka
markaðsleit, vegna þess að gengi stærsta atvinnu-
vegar þjóðarinnar veltur á að sem hæst verð fáist
fyrir afurðirnar og sem víðast sé hægt að selja þær.
Hjá nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum starfa
sérstök útflutningsráð, skipuð fulltrúum framleið-
enda og ríkisins, sem hafa það að meginverkefni að
skipuleggja markaðsleit og kynna margs konar iðn-
aðar og framleiðsluvörur erlendis. ÖU Norðurlöndin
hafa sérstaka markaðs og viðskiptafulltrúa við sendi-
ráð sín í stærstu ríkjunum og hefur það úrræði gefizt
hið bezta. Greiða framleiðslusamtökin ýmist kostn-
aðinn við þessa þjónustu að nokkru leyti eða öllu
leyti. Fyllilega er tímabært að slfkir íslenzkir við-
skiptafulltrúar verði skipaðir í stærstu markaðslönd-
um okkar íslendinga, sem hafi það hlutverk eitt að
annast markaðsleit og gefa íslenzkum framleiðend-
um nauðsynlegar upplýsingar um hvar markaðsvon-
ar er helzt að vænta. Væri ekki óeðlilegt að kostn-
aðurinn við starf þeirra fulltrúa væri að nokkru leyti
greiddur af samtökum atvinnuveganna sjálfra. Þar
er ekki um neinar verulegar upphæðir að ræða en
hins vegar getur ómældur ávinningur fylgt í kjölfar
slíkra skipulagðra markaðsrannsókna. Það sýnir bezt
reynsla grannþjóða okkar á Norðurlöndum, sem auka
þessa starfsemi ár frá ári. Enn flytjum við íslending-
ar óunnar út margar sjávarafurðir, sem miklu skyn-
samlegra væri að vinna hér heima, ef markaður væri
fyrir hendi. Ofangreinda nýskipun markaðsleitar má
byrja í smáum stíl, en mikilvægast er að ekki drag-
ist úr hömlu að stof na til f yrirtækisins og af la reynslu
á þessu sviði.
Framtak einstaklingsins
Nýtt °g glæsilegt síldarflutningaskip, Haförninn hef-
ur nú bætzt í flotann. Frumkvæði og framsýni Bol-
ungarvíkurfeðga hefur borið góðan ávöxt og er full-
reynt að síldarflutningarnir eru ágætlega vel fram-
kvæmanlegir og veita atvinnu á mörgum þeim stöð-
um, sem áður voru afskiptir í keppninni um silfur
hafsins. Saga síldarflutninganna sýnir hve mikils
vköi áræði og dugnaður einstaklingsins er, og minnir
á nauðsyn þess að skapa honum frjálsræði og svig-
rúm til átaka við verkefnin, sem hvarvetna má finna.
Bonnstjómin í hættu
vegna
| erlendum blöðum er sagt
frá heiftarlegum árásum á
landvarnaráðherrann von Hass-
el, sem tengdar eru meintu mis-
ferli i stjórnarskrifstofum og
Starfighter-slysunum. Veikir
þetta allt stöðu stjórnar Erhards
— þessu er jafnvel líkt við tíma
sprengju, sem haldi áfram aö
„tista" þar til hún springur einn
góðan veðurdag.
Fyrir skemmstu var fyrrver-
andi ráðuneytisstjóri í land-
varnaráðuneytinu handtekinn.
Karl Evers 62 ára að aldri
Hann var handtekinn á heimili
sinu.
I yfirlitsgrein í erlendu blaöi
í fyrradag segir, aö búizt sé viö
fleiri handtökum þá og þegar,
og þess sé krafizt að landvarna-
ráöherrann   Uwe   von   Hassel
án þess aö fleiri slys hafi orð-
ið hlutfallslega á þeim en öðrum
flugvélategundum.
>f
Múturnar.
Þá eru það múturnar — eða
hvorki fleiri eða færri en þrjú
mútumál, sem varpað hefur ver-
ið leynd yfir, meiri eöa minni,
og hafa þessi mál verið til rann-
sóknar í 3 mánuði, en með hand
töku Evers, viröist svo komið,
að svipta veröi af hulunni. Mörg
fyrirtæki sem sögð eru viö mál
ið riðin eru sögð hafa svarað
fyrirspurnum     hvasslega     eða
„Ágætt tllbofi — nú skulum við s)á hvort vlð getum fengið dæmið
til að ganga upp". — Suddeutsche Zeitung.
biöjist lausnar. Kröfur í þá átt
hafa verið bornar fram fyrr út
af Starfighter-slysunum, og nú
endurnýjaðar af meiri krafti en
áður. Inn I þetta allt er flækt-
ur grunur um mútur og jafnvel
bornar fram ásakanir um mut-
ur.
Karl Evers — handtekinn.
jafnvel neitað aö svara öllum
fyrirspurnum.
í yfirlitsgreininni er bent á
hættunia, sen, landvarnaráðherr-
ann og jafnvel Bonn|tjórnin öll
er í vegna þessara mála — hægt
er að færa sönnur á „samhengi
milli mútumála og Starfighter-
slysa".
Stjórnarandstaðan (kratar),
segir ennfremur í greininni
beizk yfir því að hafa verið
rænd kosningasigrinum I Nord-
hein-Westpfalen, virðist staðráð
in í að fá allt á hreint og nota
sér til hin. ýtrasta það, sem
í Ijós kemur.
*
Starfighter-slysin.
S. 1. mánudag talaði í sjón-
varp í Bonn Karl Wienand, sér-
fræðingur jaihaðarmannaflokks-
ins í landvarnamálum, og sak-
aði von Hassel um, að hafa reynt
að hindra rannsóknarstarf hins
hernaðarlega umboðsmanns,
Matthiasar Hoogens. Og daginn
eftir réðist annar þingmaður úr
flokki krata á landvarnaráðherr-
ann, en þessi þingmaöur —
Hans Iven — hefur látið all-
mikið að sér kveða út af Star-
fighterslysunum. Enn eiga V-
Pjóöverjar 650 Starfighter-flug-
vélar. Til þessa hafa 62 flug-
vélar farizt og 34 flugmenn ,beö-
ið bana, og virðist orsökin, að
Vestur-Þýzkaland hefur gert
breytingar á þessum vélum, sem
notaðar eru af flugherjum ann-
arra landa, m. a. hinum danska.
fc ¦¦. s:;,;,;;«-,,,:;,;: ¦;;;¦;!;;:; S;;:.;;;.;:;;:;; \ MMMÍ;%.;;;:; .QM&r,:'..   'ii.M' ;¦:'.: ¦¦'';', T.. 'MMmMmSiti
Uwe von Hassel landvarnaráöherra Vestur-Þýzkalands.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16