Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR . Laugardagur 6. ágúst 1966.
15
F
CATHERINE FROY:
HÚS
\
¦:-iLMlT*att!tt&..
Allt i einu var dyrabjöllunni
hringt.
Leonie stakk úrklippunum ofan
í tðskuna og fór fram til þess að
opna og velti fyrir sér hvers kon-
ar maöur þessi bílstjóri Venetiu
eiginlega væri.
Hún  opnaði  dyrnar,  og  þarna
— í ljósinu frá ganglampanum —
sá hún hann.
Hún stóð orölaus um stund og
starði á dökka manninn, eins og
hann væri ljótur draumur.
Og hún sagöi nafnið hans eins
og í draumi:
— Philip!
— Sæl vertu, Leonie! Hún varð
agndofa er hún heyrði hve hversr
dagslega hann heilsaði henni. —
Hún amma þín bað mig um að
sækja þig. Henni datt £ hug að þér
yröi kannski ofraun að koma ein
í húsið, svona í fyrsta skipti.
Hún vék ósjálfrátt til hliðar og
hann gekk inn í stofuna. Hann
leit ekki á stofuna heldur á Leonie.
— Það er langt síðan við höfum
sézl; Leonie.,
Henni datt snöggvast í hug að
hann ætlaði að heilsa henni með
handabandi. Svo sneri hún til hliö-
ar og tók upp útskorna öskju. —
Viltu vindling? Nei, alveg rétt —
þú reykir aðeins þína ákveðnu teg-
und.
— Þú manst þaö?
— Marcus kenndi mér aö muna
hvað fólki líkaöi og hvað ekki.
Hann var vanur að segja, aö það
væri vottur- _.m gott uppeldi.
— Þú talar eins og lítil stelpa,
sem er að þylja eitthvað, sem
hún hefur lært utanað. Það var
hlátur í röddinni.
—  Marcus kenndi mér margt,
Philip, sagði Leonie. — en hitt hef
ég lært af reynslunni.
Þetta var full berort, en hún
gat ekki stillt sig um að segja
það. Hún hafði komizt úr jafnvægi
við að hitta Philip.
Hann lét ekki á sér sjá að hann
hefði skiliö sneiðina, en sagði of-
ur rólega: — Þú hefur ekkert
breytzt.
—  Hefði ég átt að breytast á
Ódýrar gólfteppamottur
Seljum næstu daga
mikið úrval af teppabútum og mottum.
ÁLAFOSS, Þingholtsstræti.
V&mIdjfe^|ARG h.f," Höfddtún 8
17184, 14965
einum átján mánuðum?
— Kannski — kannski ekki. Ég
heyri að þú vekir mikinn fögnuð
í leikhúsinu.
—  Tvö skref fram og eitt til
baka! Lífið í leikhúsunum er nú
þannig. Hún sagði þetta I léttum
tón og leit á klukkuna um leið.
—  Ættum við ekki að halda af
stað? Ég meina — það er fram-
orðið. . .
— Jú, satt er það. Philip fór fram
í anddyrið. — Eru þetta töskurnar
þínar?
— Já.
— Ég skal bera þær út í bílinn.
— Þakka þér fyrir. Ég ætla að
líta eftir að allt sé lokað og læst,
og svo kem ég.
En hún stóð í sömu sporum um
stund, eftir að hann var farinn
út. Af öllum mönnum í veröldinni
þurfti það endilega að vera Philip
— maðurinn sem hún hafði elskað
og reynt að hata — sem barði aö
dyrum hjá henni i kvöld.
FAGUR DRAUMUR.
Meðan Leonie átti heima í hús-
inu á Richmond Hill, hafði hún oft
séð Philip Drew, yngri méðeigand-
ann í lögfræðiskrifstofunni sem
annaðist viðskipti Marcusar og sem
hafði tekiö að sér að sjá um fjár-
mál Venetiu áöur en hún giftist
og fór til Ameríku.
En það var ekki fyrr en þau
hittust óvænt á góðgerðasamkomu,
löngu eftir að hún var farin úr
Heron House, aö þau töluðu meira
saman en fólk gerir á förnum vegi.
Þetta samkvæmi var haldið í fall-
egu húsi skammt fyrir utan Lond-
on. Garöurinn með rafljósunum,
blómin og gosbrunnurinn hafði ver-
ið eins og draumur úr Þúsund
og einni nótt. í þessu fallega um-
hverfi höfðu þau Leonie og Philip
hitzt, talað saman og hlegið sam-
an — og orðiö ástfangin.
Samveran þetta kvöld haföi veriö
svo töfrandi, að ekki gat leikið vafi
á því, að þarna var gagnkvæm' ást.
Þetta kvöld gerðust kraftaverk.
—  Er þetta véruleiki? hafði
hún spurt. — Getur það verið raun-
verulegt?
Og Philip hafði tekið undir hök-
una á henni og horft fast í augun
á henni. — Þú veizt að þaö er
veruleiki. Við vitum það bæði,
Þetta er aðeins byrjunin.
Það hafði verið byrjun að þrem-
ur sælustu mánuðum sem Leonie
hafði lifað. Varla leið svo dagur
að þau væru ekki saman. Þau voru
tíðir gestir í leikhúsum. Philip hafði
brosað að því hve fljótt hún varö
hugfangin af hæfni einstakra leik-
ara og styrkt hana í trúnni á, aö
einhvern tíma mundi hún standa
á leiksviði stóru leikhúsanna í Lond
on.
Þau voru saman í samkvæmum,
og Leonie var stolt og glöð yfir
að kynnast vinum hans og finna
að þeim féll vel viö hana. Hún
naut þess að líta upp og mæta
augnaráði Philips yfir þvera stof-
una.
Þau óku út í sveit og gengu lang-
ar göngur, hönd í hönd, án þess
aö segja mikið. Þeim var nóg
ánægja af þvi að vera saman. Og
þaö voru þessi skipti, sem Leonie
mundi bezt, þegar hjarta hennar
var þrungið af gleði yfir aö fá aö
vera með Philip og finna að hún
elskaði og var elskuð, og að ekk-
ert í veröldinni gat breytt þessu.
En henni skjátlaðist. Það kom I
Ijós einn daginn þegar henni var
boðið smáhlutverk í leikriti, sem
átti að sýna víðsvegar áður en
frumsýningin færi fram' í London.
—  Þú veröur- auðvitað að taka
að þér hlutverkið, sagöi Philip. —
Þetta er tækifærið, sem þú hefur
verið að bíða eftir.
— Já, ég veit það. Þaö er stór-
fengle^t, sagði.Leonie..—JEn að
hugsa til þess að eiga að* vera
burtu frá þér í sex vikur! Elskan
mín, ég sakna þín hræðilega!
—   Ég ~kal hringja til þln S.
hverju kvöldi, sagði hann.
Eitt kvöld þegar sýningarferðin
var langt komin, hringdi hann svo
seint, að hún var orðin vonlaus
um að hann léti heyra frá sér.
Það var komið að miönætti þegar
hún fékk boð um að koma í sim-
ann. Sambandið var slæmt, svo
að hún heyrði illa það sem hann
sagöi.
— Philip, hefur eitthvað komið
fyrir. Þú ert svo skrýtinn.
—  Leonie? Heyrðu, væna mín.
Ég hef nauman tíma. Ég á að fljúga
til New York I fyrramáliö. Kona
eldri eigandans í fyrirtækinu okk-
ar varð bráðkvödd núna í vikunni,
^Framkvæmum  hverskonar vtuvinnuj
Passamyndir
Teknar í dag — Tilbúnar á morgun.
Sér tímar eftir samkomulagi.
Ljósmyndast. Péturs Thomsens
Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl.
7 sími 24410.
T
A
R
Z
A
N
ONEPAYvASI
WAS REAPING
IN THE CABIN,
I HEAKPA
CRySÍGNAUINS
TROUSLEAfAONS
MY TRIBE...
JM
/:?
cSö^-«V
* BUT I WAS NOT PREPAREP FOR THE
SIGHT THAT CONFKONTEP ME...
Dag nokkurn, þegar ég var að lesa inni
í kofanum heyrði ég ópið, sem merkti
vandræði innan ættflokksins.
En ég var ekki viðbúinn þeirri sjón,
sem mætti mér.
Kala, sem hafði útausið ást og virð-
ingu sinni yfir mig var dáin. Sorg mín
var eins mikil og hefði hún verið móðir
mín í raun og veru, lafði Alice.
og þess vegna verð ég aö fara f
stað hans tii Ameríku. Ég hef ver-
ið á þönum í allan dag, og nú er
ég á leiöinni heim til hans til þess
að sækja öll plöggin og láta hann
lesa mér lífsreglurnar. Leonie...
heyrirðu til mín?
Eitthvaö lagðist strax í hana —
einhver undarlegur grunur. Löngu
síöar var hún oft að velta þvi
fyrir sér, hvort hún heföi fundið
á sér þá strax, að nú væri fagri
draumurinn búinn.
— Já, ég heyri — en þaö gerir
ekki betur. Hvj lengi verður þú
burtu?
— Einn mánuð — kannski leng-
ur. Ég skal skrifa þér. En nú verð
ég að fara, góða. Ég skal skrifa
þér. Til hamingju með leikinn!
— Farðu nú varlega! Hún heyrði
smellinn er hann sleit sambandinu,
og henni var nauðugt að leggja
tækiö á kvíslina. Hún gat ekki
sætt sig við þá tilhugsun, að hún
fengi ekki aö sjá hann aftur fyrr
en  eftir margar vikur.
Svo var leikritið frumsýnt í London
og dómarnir voru mjög sæmilegir.
Undir eins og Leonie kom til
London hafði hún flýtt sér heim,
ef ske kynni að bréf frá Philip
biði þar. En þar var ekkert bréf.
FRAMKOLLUM
FILMURNAR
FLJÓTT OG VEL
GEVAFOTO
AUSTURSTRÆTI 6
METZELER niolbarSarnireru þekktir-
fyrir gæði og cndínijUí
Aðeins þa3 bezfá er nógu gotf.
BARÐINN^
^rrhúii 7 slmi 30501
ÁLMENNA   WEREtER emBoas
YERZLUNARFÉLAGIÖ^
SKIPHOLT 15         SÍÐUMÚU 19
SIMI 10199         StMÍ 35553
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16