Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 16.11.1966, Blaðsíða 1
k VISIR 56. árg. — Miðvikudagur 16. nóvember 1966. — 263. tbl. unnrn a Gullfossskálanum Skálinn við Gullfoss fær sjaldnast nokkum vetur frið fyrir skemmdarvörgum og alls kyns óþjóðalýö. Er brotizt inn í hann að því er virðist í þeim tilgangi einum að vinna á hon- um spjöll, sem ber ófagran vitnisburð um sálarástand þeirra sem illvirkin fremja. Þann 10. þ. m. barst Gistj- og veitingahúsaeftirlitinu tilkynn- ing um að brotizt hafði verið inn í skálann og snyrtihús við -<»> Vélar Kamra- fells eru enn í élagi Hamrafellið var ekki komáð af stað enn síðast þegar Vísir hafði spumir af því í morgun, þar sem það liggur vélarvana 100 sjómílur suður af landinu. Vonazt er nú til, að véiar skips- ins komist loksins af stað í kvöld, en veður hefur hamlað viðgerðinni nokkuð hingað til. hann. — Fór Eðvald Friöriksen frá Gistihúsaeftirlitinu ásamt lögregluþjóni á Selfossi að skál- anum til að rannsaka spjöllin og ganga frá skálanum. — Bar frá- gangur snyrtihússins þess vitni að þar höfðu vart mcnnskar vemr verið á ferð og þar skildir eftir þeir hlutir, sem ekki verða nefndir á prenti. — Einnig hafði verið brotizt inn i skálann sjálf- an, en þar vom ekki teljandi spjöll unninn, nema spellvirkj- amir höfðu ekki fyrir því að loka skálanum á eftir sér. HANNIBAL VILL HÆTTA Afmælisþing Alþýðusnmbnndsins hefst á laugnrdag Það er ekkert leyndarmál, aö ég æski þess aö losna frá for- mannsstarfi innan Alþýðusam- bands Islands, sagði Hannibal Valdimarsson formaður ASf í viðtali við Vísi í morgun. — Ég tel mig vera ofhlaðinn störf- um og vil þess vegna losna frá þessu starfi. Hins vegar geri ég mér Ijóst að slíkt gerist ekki nema í samráði við marga að- ila. — Aöspurður um hvort hann ætlaði að cinbeita sér að búskapnum í Selárdal, sagði Hannibal að það gæti eins gerzt og hvað annaö, — „hvað gerir maöur ekki, þegar maður er orðinn gamall og skrýtinn,“ sagði Hannibal og hló við. Hannibal hefur 150 fjár á fóðr um vestur í Selárdal. ASf varð 50 ára 12. marz í vet ur. Er því þingið sem verður sett nú á laugardaginn í Há- skólabíói afmælisdag sambands ins. Um 370 kjörnir fulltrúar frá 133 félögum munu sitja þing ið. Flestir fulltrúar eru frá Landssambandi íslenzkra verzl- unarmanna 44 talsins, þá Verka mannafélagið Dagsbrún með 34 fulltrúa og. Iðja með 18 full- trúar. Félögum, sem eru bundn ir aðilar í ASf hefur farið held- ur fækkandi undanfarin ár, þau voru um 160 þegar þau voru flest en síðan hefur verið leitazt við að sameina mörg minni fé-' lögin og láta þau ná stærri á- hrifasvæðum. Óbundnum aöil- um aö ASl hefur aftur á móti farið heldur fjölgandi. Setning þingsins á laugardag inn verður eins konar hátíðar- fundur vegna afmælis sambands ins. Hannibal Valdimarsson for seti ASÍ mun flytja setningar- ræðu, nokkrir meðlimir Sin- fóníuhljómsveitarinnar flytja tónlist, Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra flytur ávarp. Nokkrir erlendir gestir frá al þýðusamböndum Noregs, Dan- merkur og Sviþjóðar og frá Sjó- mannafélagi Færeyja munu flytja ávörp. Vígður verður sam bandsfáni, en ASI’ hefur ekki átt sérstakan fána áður, þó flest félög innan sambandsins eigi fána. Fánann gefa stofnfélög ASf, sem voru 7 að tölu: Hið íslenzka prentarafélag, Dags- brún, Framsökn, Bókbindarafé- lag íslands Hlíf, Hásetafélag Hafnarfjarðar og Sjómannafélag Reykjavfkur. Hannibal Valdimarsson. I Meginverkefni þingsins, sem mun líklega standa fram á fimmtudag, verður eins og að undanfömu að marka stefnu kaup- og kjarabaráttu aðildarfé Iaganna. Einnig standa fyrir dyrum breytingar á skipulagi Alþýðusambandsins og fram- kvæmdastjóm þess. Framhaldsfundur á Reyöarfirði í dag: Rætt um stöðvun síldarflotans Milli 60 og 70 skip lágu inni á Reyðarfiröi 1 gær vegna fund ar sjómanna þar, en tilefni hans var bræðslusíldarverðið nýja, sem sjómönnum þykir ívið of lágt. Hafa sumir síldarskipstjór- ar haft við orð að sigla skipum sínum heim í mótmælaskyni þegar verðið gengur í gildi og kom tillaga um það fram á fund- inum aö síldarflotinn hætti all- ur veiðum, en afgrelðslu henn ar var frestað til framhaldsfund ar, sem haldinn verður í dag. Sjómenn eru sagðir nokkuð skiptir í skoðunum um þessi mál og varla talið aö komi til stöðvunar síldarflotans alls. 14 mannk undirbúningsnefnd var kosin á fundinum til að stofna félag síldarsjómanna og samþykkt að hefja ekki veiöar næsta vor fyrr en samningar hefðu verið gerðir um síldar- verðið. Þá kom fram á fundinum gagnrýni á sfldarverksmiðjur rfkisins og vilja sfldarsjómenn fá fulltrúa í stjóm verksmiðj- anna. • Óskar Gíslason, sem sjá mun um framköllun og Þrándur Thoroddsen forstöðumaður kvikmyndadeildar við nýju framköll- unarvélina. mZm.... a Starfsmenn fréttadeildar skoða myndir, sem komu á mynd- ritsímann, sem sést til hægri á myndinni. Markús Öm Antonsson Ólafur Ragnarsson og Emll Bjömsson. Myndritsíminn og framköllunarvélin komin Sjónvarpa nýjum erlendum kyrrmyndum og innan skamms nýjum innlendum fréttamyndum i — Ég tel þetta allrabezta tæk ið, sem við höfum fengið, því að þetta er eina myndasamband ið vlð umheiminn, sem getur lát ið okkur fá myndir af atburð- um sama daginn og þeir gerast, sagði Emil Björnsson forstöðu- maður fréttadeildar sjónvarps- ins þegar hann sýndi Vísi mynd ritsimann, sem sjónvarpið fékk fyrir nokkm, en erlendar kyrra- myndir munu verða allmikið notaðar þegar reglulegar frétta- útsendingar hefjast. Hafa verið sendar út reynslusendingar á myndum sem tekið var á móti á myndritsímann og í fréttayfir litinu í kvöld verða ef til vill sýndar ein eða tvær myndir sem komu á ritsímann. — Við komum til með aö vera í beinu sambandi við Lond on vissan tíma á dag, tölum við þá gegnum tækið og spyrj- um hvaða myndir fréttastofan hafi og fáum svo sendar þær myndir sem við viljum fá og þær koma tilbúnar út úr tækinu eftir 6 mínútur, en myndritsím- inn er alveg sjálfvirkur. Sjónvarpsmenn fagna fleiri tækjum þessa dagana en mynd- ritsímanum því að nú rétt fyrir helgina kom kvikmyndafram- köllunarvélin, sem leysir af hólmi litla bráðabirgðavél, sem aðeins gat framkallaö minni myndir. — Við vorum búnir að bíða lengi eftir þessum góða grip og það var eiginlega lán í óláni að það dróst að við fengjum þá vél sem við vorum upphaflega búnir að panta og gátum því tekið þessa, sem er sú nýjasta á markaðnum, sagði Þrándur Thoroddsen yfirmaður kvik- myn-Iadeildarinnar. — Þessi vél getur afkastað öllum þeim myndum sem við þurfum að framkalla, hún skilar að jafnaði 1200 fetum á klukku- stund en það svarar til hálfrar stundar sýningartima. Við erum að gera tilraunir með þessa vél nú í vikunni og verðum að þvi fram i næstu viku, því að hver vél hefur sínar kenjar sem þéir sem nota eiga hana þurfa að kynnast, en væntanlega verður hægt að framkalla í henni film- ur fyrir fyrsta innlenda frétta- þáttinn, sem fyrirhugaður er á föstudaginn i næstu viku. t t t t t t t t t t t t t t t t 11 t t t t t t t t t t t t t t t t t t t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.