Vísir - 30.12.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 30.12.1966, Blaðsíða 8
I 8 VlSIR . Föstudagur 30. desember 1966. i VISIR Utgefandi: BlaOaOtgátan VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Frfttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, simar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 ilnur) Áskriftargjald kr. 100.00 ð mánuði innanlands. t lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðia VIsis — Edda h.f. 7966 Minning JTramleiðsla íslenzkra atvinnuvega á árinu, sem nú er að syngja sitt síðasta vers, er meiri en á nokkru öðru ári í sögu þjóðarinnar. Aukningin frá árinu áður er samt mjög lítil, miklu minni en verið hefur undanfar- in ár. Sjávaraflinn hefur aukizt nokkuð frá fy'rra ári, en landbúnaðarframleiðsla hefur staðið í stað. Iðnað- arframleiðsla hefur aukizt nokkuð, en mest hefur aukningin orðið í byggingum og í starfsemi þjónustu- greina. Það skyggir á framleiðsluaukninguna, að verð- mætisaukningin hefur ekki orðið eins mikil. Munar þar mestu um, að verðmæti heildarfiskaflans verður minna í ár en í fyrra, þrátt fyrír aukið aflamagn. Er ekki fjarri lagi að telja, að verðmætisminnkunin sé um 1.5%. í heild er líklegt, að þjóðarframleiðslan hafi aukizt að magni um rúmlega 3% á árinu, en þjóðar- tekjurnar hafa varla aukizt um meira en 2%, sem sam- svarar nokkurn veginn fólksfjölguninni. Þjóðartekj- ur á mann hafa þá í ár verið hinar sömu og í fyrra. Er það dapurleg staðreynd, einkum ef hún er skoðuð í ljósi undangenginna velgengnisára. En erfitt er að hamla gegn rýrnandi viðskiptakjörum erlendis. Hin versnandi viðskiptakjör valda því, að halli verður á utanríkisviðskiptum þjóðarinnar í ár, öfugt við það, sem var í fyrra. Er talið, að hallinn muni nema 4-500 milljónum króna. Verðmæti útflutningsins hef- ur ekki aukizt, en hins vegar hefur verðmæti innflutn- ingsins aukizt um 20%, enda hafa íslendingar aldrei veitt sér annan eins munað í kaupum í)íla, heimilis-^ tækja og í ýmsum vamingi, sem annárs staðar er að- eins keyptur af hátekjufólki. Svo vel vill hins vegar til, að stefnt hefur verið undanfarin ár að myndun digurra gjaldeyrisvarasjóða, sem eru færir um að taka margfalt stærri áföllum. Gjaldeyrisvarasjóðimir munu í árslok líklega nema um 1700 milljónum króna og hafa þá dregizt saman um 200 milljónir króna á árinu, en eru engu að síður mjög öflugir. Hinn mikli innflutningur hefur á hinn bóginn styrkt mjög fjár- hag ríkisins, sem hefur fengið í sinn hlut miklu hærri tolltekjur en ráð var fyrir gert. Verður því mikill greiðsluafgangur hjá ríkissjóði um þessi áramót, þrátt fyrir ýmsar niðurgreiðslur. Að baki liggur geysileg kauphækkanask'riða á tímabilinu frá 1. júní 1965 til 1. júní 1966, en á þeim tíma jókst tímakaup almennt um 27%. Síðan hækkaði kaup verkamanna um 5-6% og iðnaðarmanna um 2%. Þessi skriða var orðin geysilega hættuleg, en það hef- ur bætt úr skák, að kaup hefur verið stöðugt síðan í sumár. Kauphækkunin, sem þá var orðin, hafði mikil áhrif á aukningu innflutningsins og viðskiptahallann, og sýni^ sú staðreynd, hversu samofið allt efnahags- lífið er. Frá því í ágústbyrjun hefur verðlag og kaup haldizt óbreytt og má telja það eina björtustu hlið íslenzka efnahagslífsins árið 1966. Sigurlaug Erlendsdóttir 'prófastsfrú Torfastóðum TTún dó seint á aðventunni, rétt áður en kveikt var á jóla- Ijósunum. Daginn áður hafði hún sent bömum nágrannafólks mikið af eplum til aö gleðja þau um jólin. Einnig hafði hún, stuttu áður en líf hennar slokkn aði, hringt í vinkonu sína fyrir sunnan til að halda við vin- skapnum og skiptast á við hana andlegum gjöfum. Hún var rík kona í æðsta skilningi, með nægtabrunn sálrænna verð- mæta, enda systkinabam við Er lend heitinn í Unuhúsi, lífgjafa og vemdara skálda og lista- manna, og talin llk honum á ýmsan hátt. Frú Sigurlaug Erlendsdóttir prófastsfrú á Torfastöðum í Biskupstungum er nú öll eftir áttatíu og átta ára jarðneska vist, en andi hennar var klass- ískur og mun halda áfram að lifa eins og bókmenntimar, sem hún unni fölskvalaust og bar allra manneskja óbrigðulast skynbragð á. Hamsun — en slík ir menn fæðast aðeins einu sinni á tvö-þrjú hundmð ámm — og Fröding, vora hennar menn. Þessi skáld voru viömiöunar- sjóndepill í bókmenntasmekk hennar. Þau hartnær fimmtíu ár sem hún bjó og starfaði við hlið manns síns síra Eiríks Þ. Stef- ánssonar að Torfastöðum (frá 1906—1955), skapaði hún hljóö- látan menningaranda í þröng-.y um hóp, sem þélífeti haná að ' ráði, en' þplir, sejn gðu,þwf~Í^'*'í aö fagna, litu upp til henriar og virtu hana sem dömu — grand dömu — hefðarkonu. Laxness nóbelshafi skrifaöi hluta af Sjálfstæðu fólki f návist hennar að Torfastöðum, en sú bók er, sem kunnugt er, líklega hans sannasta verk. Eins og Matthías Jochumsson segir I lofkvæði um fósturlandsins freyju: „þú ert lands og Iýða ljós í þúsund ár“ eins var Maddama Sigurlaug á Torfastöðum bæði sem persóna og kona. Hún haföi stillilega rödd, meö eilífð í einkennilegum augum, og þegar rætt var við hana, skaut upp mynd af hefðarkonu frá miööldum, sem kunni allar fagr- ar kvenlegar listir eftir stíl hefð anna. En það, sem hún lagði fyrst og fremst rækt við, var hið andlega. Hún gaf lítið fyrir falleg hulstur I einni eða annarri mynd, ef innihald var ekki fyr- ir hendi. Hún haföi röntgenaugu rithöf- undar, og fór því ekkert fram hjá henni, þótt kannski mörgum hafi hún sýnzt fjarræn. Hún var gædd innlifunarkennd og skildi fólk og heiminn eins og verald- armanneskja. Hún gat virzt fjar stödd, af því að hún var ljóö- ræn. Engu að síöur vissi hún „allt“ og skynjaði meira að segja æskuna fram til þess síð- asta. Hið listræna skyn hennar skerpti raunskyggni hennar : mati á mannlífinu. Hins vegar hafði hún stóra sveiflu I skapi eða var m. öl o. lítt við alþýöu- skap. Þegar hún var á Torfastöðum, tók hún mikinn þátt I andlegu lífi sóknarbarnanna og reyndi að stuðla að því, að ungt fólk nennti að hugsa og skapa sér sjálfstæðar skoðanir. Maðrir hennar síra Eiríkur var henni samboðinn, þótt hann Væri henni ólíkur um margt. Hariri' fór hins vegar allt aðrar leiðir 1 Iífi og starfi. Frú Sigurlaug var alla tíð eins og enska skáld konan Dame Edith Sitwell, systir skáldanna Osbome og Sacherville, að hún kynti undir glóð bókmennta- og listaáhuga af heitri ástríðu. Hún fylgdist með öllu nýju af nálinni á því sviði eins og atvinnugagnrýnir — hún hafði bæði þekkingu og hið rétta eðli til slíkra hluta. Sigurlaug Erlendsdóttir. Faðir hennar Erlendur var bróðir Unu, móður Erlendar, sem kenndur var við Unuhús. Faðir Sigurlaugar fluttist norð- aa.úr Húnavatnssýslu, pegar hún var ung, og gerðist verzl- unáririáðtif hjá Thömsen. Sigur- laug gekk I kvennaskóla Thom Melsteds, sem þótti „ladies’ college" á sínum tíma, en Sigur- laug var af norðlenzku gáfu- mannakjmi I báða hðu, Skegg- staöaætt og Hafnakyni, svo aö allt nám var henni leikur einn. Hún kunni alfabetið 1 ótrúlega mörgum æðri greinum, jafnvel I músík og málaralist. Ragnar I Smára gaf henni listaverk og fleiri menn kepptust um að heiðra hana sem manneskju and ans. Siguröur Nordal prófessor ræddi við hana margt og mat hana meira en flest annað fólk; hún stóö akademískum mönn- um fyllilega á sporði I vopnfimi hugsunar en menntun byrjar, þar sem skólum sleppir og hæfi leikar em fyrir hendi. Þaö sann- aðist bezt á frú Sigurlaugu. Þegar hún las bók, t. d. ljóða- bók, skrifaði hún jafnharðan at- hugasemdir og leiöréttingar. ef hún taldi þess þörf. Svartar fjaðrir, sem hún átti, léði hún kunningja sínum með skemmti- legum bragarbótum eftir sjálfa sig. Hún kunni nótur Ijóðlistar upp á hár eins og fagurkeri lita- spjaldið. Síðustu árin bjó hún ásamt manni sínum á Laugarvatni hjá einkadóttpr þeirra frú Þor- björgu, sem er gift Ásgrími Jóns syni, garðyrkjumanni. Frú Sig- urlaug missti mannimn sinn í haust. Þessi ár á Laugarvatni hafði hún kyrrt um sig, sagði fátt, en Ias og hugsaði sem jafn an og hélt andlegum kröftum sínum óskertum fram til síðustu stundar. Steingrimur Sigurðsson. Gamla og nýja árið Framhald af bls. 9. Á mlnu starfssviði var þaö merkilegasta, stofnun nýs menntaskóla I Reykjavik, og I mínum átthögum opnun jarð- ganganna I gegnum Stráka. Um merkilegustu verkefni næsta árs veit ég ekki, en verk- efni blasa alls staðar við.“ Gunnar Guðjónsson, formaður Sölumið- stöðvar Hraðfrysti- húsanna Frá sjónarmiði fiskiðnaðarins hlýtur athyglin mest að hafa beinzt að allsherjarverðlækkun afurðanna á erlendum mörkuð- um. Hafa þessar lækkanir þeg- ar valdið útgerðinni og fiskiön- aðinum nokkrum erfiðleikum og eiga á næstunni eftir að skapa st jr vandamál, þótt áhrif- anna hafi enn ekki gætt hjá al- menningi. Stóraukinn innflutningur alls konar vamings, sala bifreiöa, sjónvarpstækja ásamt miklum byggingr.rframkvæmdum að viö bættum skemmtiferðum til út landa I ríkari mæli en áöur hef- ur þekkzt, bendir til að fjár- hagur fjöldans hafi verið mjög rúmur. Fólkið hefur því I ríkum mæli notið ávaxta undanfarinna góðæra og þeirrar stórauknu verðmætasköpunar, sem átt hef ur sér stað I útgerð og fiskiðn- aði. Verður þvi nú að vænta þess, að þióðin setji séf verkefni aö aðlaga sig breyttum aöstæðum þessara undirstöðu- atvinnuvega og stuðli að hverj- um þeim aðgeröum, sem nauð- sjmlegar eru til að fryggja á- framhaldandi rekstur þeirra. Trygging fyrir velmegun þjóðar innar fæst aöeins með þvi, að fyllsti stuðningur allra sé fyrir hendi á þörfum þessara atvinnu vega, sem vér allir beint eða ó- beint byggjum tilveru okkar á. mi. i /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.