Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR . Þriðjudagur 21. marz 1967.
;               .
N
Vörn snúið i sókn á mfingu iR-inganna.
* .    •
FLEIRIFELOG ÞURFA AÐ KEPPA
I KÖRFUKNA TTLEIK
Rætt við IR-ingana í körfuknattleik, sem
unnu KR á sunnudaginn í 1. deild
1. DEILDIN HEIMSÓTT
Liðið sem viö heimsækjum að
þessu sinni er Í.R., hið gamla og
rótgróna félag, sem alið hefur upp
marga af okkar fræknustu íþrótta-
mönnum og nægir aö nefna nöfn
': i s> Vilhjálm Einarsson,
Clausenbræður, Guðmund Gísla-
son og Jón Þ. Ólafsson.
Körfuknattleiksdeild var stofnuð
innan félagsins áriö 1951 og stóðu
að því nokkrir ungir menn, sem
'. höfðu íþróttinnrii hjá Ed-
ward Mixon, sem fyrir löngú er
oröinn þekktur hér á landi fyrir
nuddstofu sína. Ha'nn vajr eirinig
fyrsti þjálfari deildafinnar.
Þegar á bernskuskeiði sínu lét
deildin til sín taka í körfuknatt-
leiksmótum hér á landi,. og urðu
ÍR-ingar íslandsmeistarar . árið
1954, '55 og 56, en '57 og '58 sigr'-
aði Í.K.F. og '59 Í.S. Eftir það
j hófst óslitin 5 ára sigurganga liðs-
ins, bæði í Reykjavíkur- og íslands-
mótum, og 1964 tóku þeir, fyrstir
íslenzkra liða, þátt í Evrópubikar-
keppni í körfuknattleik og komust
þeir 1 II. umferð í þeirri keppni.
Hér var aðeins talin upp sigur-
ganga meistaraflokks, en hlutur
yngri flokkanna svo og kvenna-
flokks var ekkí minni, og ófá eru
þau mótin á undanförnum áratug
þar sem I.R.-ingar hafa'hreppt
bróöurpartinn tf öllum verðlaun-
um sem keppt hefur veriö um.
Slík sigurganga á sér áreiðanlega
fá dæmi í íþróttum á Islandi og
þótt víðar væri leitað. Þaö var
jafnvel rætt um það manna á
milli að ef þessu héldi áfram,
myndi íþróttin leggjast niður hér,
þar sem  takmörk  hlytu aö vera
fyrir því, hversu lengi menn úr
hinum félögunum nenntu aö arka
inn að Hálogalandi, horfa á eða
taka þátt I því, með sínu liöi að
skora 20—30 stig í leik og rölta
sér í bað eftir leikinn með níö-
þunga byrði 80—90 stiga á herð-
unum.
En allt tekur einhvern timann
enda og svo var einnig hér.
Margir bráðefnilegir piltar komu
fram í hinum félögunum og einok-
'un meistaraflokks á Reykjavíkur-
og íslandsbikurum leið undir lok.
Síðastliöin 2 ár hafa verið erfið
ár hjá' Í.R. eða síðan. Þorsteinn
HfJlgrímsson 'fór utan til náms.
Þá haföi einriig skömmu áður hætt
''oprini einn bezti körfuknattleiks-
maður landsins frá upphafi, Guð-
mundur ÞorsíeinviS'wn, en hann
n^ Þorsteinn voru þeir menn, serc
I'.R. getur einna helzt þakkaö vel-
gengni sína á þessum árum, og
varð vissulega mikið skarð fyrir
skildi við brottför þeirra, enda
't'íTi ]>að fljótt í Ijós ! leikium I.R.-
liðsins árin á eftir. Allir vissu þó
að héma var aðeins um að ræöa
millibilsástand hjá liðinu, sem
eðlilega hlaut að skapast við þá
gífúrlegu breytmgu, sem gera þurfti
á leik liðsins, enda kom það í ljós
s.I. haust að liðið er að finna sitt
gamla form aftur, og I yfirstand-
mdi ísl.móti hefur bað ekki tap-
að leik, og er ekki laust viö það,
að bikarinn sé farinn ókyrrast í
seti sfnu í K.R.-heimilinu.
IR-Iiðiö í dag er byggt upp á
skemmtilegan hátt, af reyndum
leikmönnum eins og Agnari Frið-
rikssyni,  Hólmsteini  Sigurðssyni,
¦ ¦¦ i.
Birgi Jakobssyni, Tómasi Zoega, og
efnilegum ungum piltum eins og
Skúla Jóhannssyni og Pétri Bööv-
arssyni. Þessir allir mynda svo
kjarnann í sterku og heilsteyptu
liði, sem gefur sig hvergi fýrr en
í fulla hnefana.
Ekki má gleyma kvennaflokki
félagsins, en stúlkurnar þar eru
íslandsmeist^rar frá þvl 1 fyrra, og
mjög líklegar til að sigra aftur nú.
Einnig hafa I.R.-ingar teflt fram i
þessu móti eirium efnilegasta 4.
fl. sem sézt hefur hér á landi, og
eru þeir vissulega ekki á flæðiskeri
staddir í framtíðinni ef þeir piltar
halda áfram á sömu braut.
Æfingin, sem við komum á er
síðasta æfing fyrir leikinn viö K.R.
sem' fór fram á sunnudaginn og
urðum við því að bíða, þar til
æfingu var lokið, því hver mínúta
er dýrmæt. Eftir æfinguna náði ég j
tali af þeim 2 mönnum, sem verið
hafa mennirnir að baki sigrum i
I.R.-inga undanfarin ár, þeim Einari |
Ólafssyni, sem byggt hefur upp
alla unglingaþjálfun félagsins og
þjálfar nú mfl., og Helga Jóhanns-;
syni landsliðsþjálfara og þjálfara |
Í.R.-liðsins um árabil, en er nú,!
að eigin sögn, Einari aðeins til 'að-;
stoðar. Ekki dónaleg aöstoð það!,
Við biðjum þá að segja okkur!
lítið eitt frá starfsemi deiídárinnar I
og framtíðarhorfum, og verðurj
Einar fyrir sv'örum:
„Við æfum 3 sinnum í viku, hér,
í höllinni, Hálogalandi og Réttar-1
holtsskólanum og eru æfingar vel:
sóttar. Einnig eru f jölmargar
æfíngar i I.R.-húsinu fyrir yngri!
flokkana, eins og verið hefur
undanfarin ár, og láta yngstu pilt-
arnir sig sjaldan vanta þótt langt
sé að fara og ýmislegt sé að veðri.
Nú, framtíðin virðist mér vera
björt og höfum viö fullan hug á
því að endurheimta sem fyrst ís-
lantísmeistaratitilinn.   Hvað   ein-
staka flokkum viðkemur þá eru
mjög efnilegir. piltar í 4: fl. hjá
okkur og reyndar 3. fl. líka, 2. fl.
aftur á móti er'ekki eins sferkur,
of margir piltar í þeim aldursflokki
hafa hætt æfingum. En að sjálf-
sögðu er þetta aðeins millibils-
ástand, sem alltaf skýtur upp koll-
inum öðru hverju hjá öllum íþrótta
félögum".
— Hverju þakkig þið helzt hina
miklu velgengni I.R. undanfarin ár?
„Við höfum verið mjög heppnir
með piltana. Þeir hafa stundað æf-
ingar sínar af kostgæfni og alúð
og ávallt ríkt mjög góöur andi inn-
an deildarinnar. Einnig skildist
okkur fljðtt að þjálfun og upp-
bygging yngri flokka er grundvall-
arskilyrði fyrir vexti og viðgangi
jSérhvers félags. Þetta hvort
tveggja ásamt góðri stjórn deildar-
innar svo og fórnfýsi ýmissa eldri
leikmanna við þjálfun yngri flokka
hefur að okkar áliti átt mestan
þáttinn í þessari velgengni deild-
arinnar".
Reykjavík
vann
Reykjavík   vann   úrvalslið j
, Keflavíkurf Iugvallar í gærkvöldi
'með 56—49 í. körfuknattleik, enj
,í  hálfleik  var  staðan  29—24
fyrir Reykjavík. Leikurinn erj
) liður í keppni liðanna um veg-.
legan grip, sem James PenfieldJ
|hefur gefið.  ¦
Fyrsta leiknum, sem fram fór^
|i  Reykjavík  lauk  meö  sigrij
Reykjavíkur  54:49,  en  síðan'
'hafa þrír  leikir farið fram áj
iVellinum, 66:65 fyrir Vallarliö-
'ið,  47:45  fyrir  Vallarliðið  og|
I loks núna 56:49 fyrir Reykjavík.
Einn leikur er eftir, það verðurj
I úrslitaleikurinn 1 keppninni ogi
. fer fram í Laugardalshöllinni. \
' Eru liðin hnífjöfn eins og sjá i
imá, stigatalan samtals 220:211"
' fyrir Reykjavík.
Hérna skýtur Helgi því inn í að
uppbygging og þjálfun yngri pilt-
anna sé allt verk eins manns,
Einars Ólafssonar, og verði það
aldrei nógsamlega þakkað.
Við erum alveg sammála Helga,
því allir þeií, sem með körfuknatt-
leik fylgjast vita um hið geysimikla
og óeigingjarna starf sem Einar
Ólafsson hefur innt af hendi fyrir
Í.R. og reyndar körfuknattíeikinn
í heild.
— Eru ekki eiphver heilræði sem
þið gætuð gefið þjálfurum hinna fé-
laganna, án þess þó að opinbera
nokkur félagsleg hernaðarleyndar-
mál?  ¦
„Ja, miklu máli skiptir að taka
unglingana eins unga og hægt er
og kenna þeim undirstöðuatriðin.
Því yngri sem þeir eru þeim mun
móttækilegir eru þeir. Eins verður
að gæta þess vel við þjálfun ung-
linga, að þreyta þá ekki um of á
hverju atriði fyrir sig, heldur hafa
fjölbreytni í æfingunni. I þessu
sambandi viljum við ráöleggja
hverjum þjálfara að undirbúa sig
sem bezt undir sérhverja æfingu,
alveg eins og væri um að ræöa
kennslu í bóklegum fræðum. Tækni
merki K.K.I. eru mjög gagnleg og
gott að flétta þau inn í kennslu,
en þó eru þau helzt til tímafrek,
þar sem mikla leikni þarf til t.d. að
ná gullmerkinu".
„Að lokum", bætir svo Einar við.
„álít ég að körfuknattleikurinn nái
Framh. á bls. 7
Einar Ólafsson ræðir við Birgi Jakobsson og Jón Jónasson á æfing-
unn!.
/
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16