Vísir - 12.05.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 12.05.1967, Blaðsíða 1
Tveir togarar sneisafullir af þorski af Grænlandsmiðum — Aflaverðmæti á fimmtu milljón Von er á nokkrum togaralöndun-1 með mjög góðan afla. Hefur ekki um hér og eru flestir togaranna l um árabil verið eins líflegt yfir S VIFNÖKK VINN SIGLIR UPP ÖLFUSÁ TIL SELFOSS Komu svifknöökvaus, sem væntanlegur var til landsins i maí-júní, seinkar nokkuð og kemur þessi nýja tegund farar- tækis ekki hingað fyrr en í ágúst. Talaði blaðið í morgun við Gísla Júlíusson hjá Vél- smiðju Njarðvíkur, sem fer með umboð hér á landi fyrir fram- leiðanda skipsins, Hoovercraft Corp. Sagði hann, að eftirspurn eft- ir ferðum með svifnökkvanum hefði verið mikil og leitt til þess að vita að þessar tafir yrðu á komu hans, en brezka ríkis- stjórnin hefði þurft á honum aö halda til einhverra tilrauna. Var ráögert, að báturinn færi til Sví- þjóðar eftir að hafa verið hér, nú breytist þetta þannig, að svif nökkvinn kemur til landsins eft- ir Svíþjóðardvölina. Þeir hópar, sem pantað hafa far með svifnökkvanum, hafa veriö margs konar: Lionsklúbb- ar til aó hitta aðra klúbbmeð- Iimi í öðrum landshluta. Leikfé- lög, sem ætla að fara í leikför út á land, ljósmyndaklúbbur o. fl. aðilar. „Það hafa verið stöð- ugar hringingar", sagði Gísli. Skýrði Gísli ennfremur frá því aö svifnökkvinn yrði senni- lega í ferðum kringum þjóðhá- tíðina í Eyjum, en þá er ráð- gert að hafa hann í ferðum milli Vestmannaeyja og lands í 10 daga. „Verður farið frá Vest- mannaeyjum til Selfoss og aftur til baka“, sagði Gísli, „og þá kemur það fram, sem einu sinni var aprílgabb útvarpsins, að skip sigli upp Ölfusárósa". Gat Gísli þess ennfremur, að svifnökkvinn yrði aðra tíu daga í feröum til Akraness frá Reykja vík og til baka. þessari hrjáði útgerö og nú. Akranestogarinn Víkingur er væntanlegur til heimahafnar um hvítasunnuna með fullfermi, um 500 tonn, eingöngu þorsk, sem hann hefur fengiö á 12 dögum við Austur-Grænland. — Júpiter er aö landa í Reykjavík, dágóðum afla, sem fékkst á stuttum tíma viö Grænland. Þá mun Siguröur væntanlegur hingað í vikunni og von er á fleiri með góðan afla. Jón Kjartansson kemur sennilega úr sinni fyrstu veiðiferð eftir breyt- inguna í næstu viku, en hann hef- ur verið á heimamiðum og aflað vel, kringum 30 tonn á sólarhring aö jafnaði, sem þykir góður afli Eigandi togarans er Þorsteinn Gísla son og er hann sjálfur með skip- ið en hefur reyndan togarastýri- mann sér til aðstoðar. Jón Kjartans son átti sem kunnugt er að fara á síldveiðar eftir lagfæringarnar sem gerðar voru á honum í vetur, en eigendurnir ventu sínu kvæði í kross og sendu hann á troll. Þormóöur goði kemur inn á Framhald á bls. 10 1 Betri útkoma á línu en á netum — Hæstu bátarnir með 9-1100 tonn Bátar cru nú óöum að taka upp mannaeyjum, hefur til dæmis ró- net sin og láta aðeins fáeinir liggja iö meö línu undanfarna daga og fram yfir hvítasunnu. Sums staðar aflað vel fékk um 14 tonn í gær. hafa þeir byrjað á línu aftur undir Nokkrir bátar hafa róiö með línu lokin og fiskað vel. Sæbjörg, Vest- í allan vetur og muii reyndin sú, NYTT ELDISHUS í KOLLAFIRÐI Nýlega var tekið í notkun nýtt eldishús í Laxaeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Með tilkomu þess hefur aðstaðan við laxaeldi stórbatnað og er byggingin merkur áfangi í uppbyggingu stöðvarinnar. Reynsl an hefur sýnt að útitjamir henta ekki vel til uppeldis smálaxaseiða við hérlendar aðstæður. Einkum er erfitt að hafa laxaseiði í úti- tjömum á fyrsta vetri, en Laxa- eldisstöðin er sú fyrsta hérlendis sem reynir það að einhverju ráði. Hefur verið horfið að því ráði aö hafa laxaseiöi á fyrsta ári í eldis- kössum undir þaki, og hefur það gefizt mjög vel. • Vegna rúmleysis i blaðinu verða nánari fréttir af hinu nýja eldis- húsi að bíða betri tíma. að þeir hafi yfirleitt farið heldur betur út úr vertíðinni en netabát- arnir, enda þurfa þeir að fiska miklu minna til þess að ná sama hlut, þar eð iínufiskur er miklu hærri í verði en netafiskur. — Og i vetur hefur veriö ólíku saman að jafna línu- og netafiski, annar nýr úr sjónum hiná oft morkinn og háifónýtt hráefni. Undanfamar vertíðir hefur jafnan ekki þótt borga sig að gera út á línu, allan veturinn, enda hefur þá mokfiskazt í netin. Sjómenn telja nú allsendis óvíst eftir þessa ver- tíð, hver veröur framtíð netaveiö- anna, en þær eru af mörgum taldar hættulegar fiskstofninum. Hæstu bátarnir suður með sjó á þessari vertíð eru Eldborg og Geirfugl frá Grindavík, báðir með 896 tonn miöaö við daginn í gær. Hæstur Akranesbáta í vertíðarlokin er Sólfari meö 982 tonn. en þar er Höfrungur III. næstur með 700 tonn. Hæstur Vestfjarðabáta og um leið hæsti báturinn yfir landið er Helga Guðmundsdóttir Patreksfirði meö 1126 tonn, Jón Þórðarson. Patreksfirði er næsthæstur Vest- fjaröabáta meö u'm 1000 tonn. — Almennt eru netabátar sunnan- lands með frá 200 upp í 5—600 tonn. „Vísir í vikulokiiT Á morgun kemur „Vísir í viku- lokin“ út í fimmta sinn sem fylgiblað með laugardagsútgáfu Vísis. Upphaflega átti nýja blað- ið að koma út eftir hendinni, en viðtökumar voru þegar í upp- hafi svo góðar, að bað hefur verið gefið út annan hvern laug- ardag. „Vísir í vikulokin" á morgun verður litskrúðugt eins og fyrri tölublöðin. I því eru fjölmarg- ar uppskriftir að síldarréttum, litmyndir af sumartízkunni, grein um innréttingu baðher- bergja og ráöleggingaþáttur. : Því miður hefur dregizt að hafa tilbúnar möppurnar, sem á að safna nýja blaðinu í. Mjög margar konur hafa spurzt fyrir um möppurnar. Eru þær beðnar um að sýna biðlund og safna blaðinu á meðan í stórt umslag, eða eitthvað þess háttar. Þennan síðkjól tileinkaði Rossi í Róm, Reykjavík. „Reykjavík- urkjóllinn“ var ljósblár, skreytt- ur enn blárri steinum, sem mynduðu öldumynstur í kjóln- um. Stutta tízkan, eða réttara sagt allra stytzta tízkan, var kynnt á sýningunni m. a. með þessum kjól, en yfirleitt var sídd kjól- anna nokkrum cm. fyrir of- an hné. Kjóllinn tileinkað- ur Reykjavík — sjá meira um tizkusýninguna bls. 7 „Reykjavik“ heitir samkvæmis- kjóllinn til vinstri, sem tízku- húsiö Rossi i Róm tileinkaði Reykjavík í tilefni ítölsku tízku- sýningarinnar, sem haldin var í fyrra sinnið í gærkvöldi á ítölsku vikunni. Á tízkusýning- unni var hátízkan sýnd samkv. hefðbundnum hætti stærstu tízkuhúsa. Gaf þar að líta marg- ar stórglæsilegar flíkur enda vel unnar og ekkert til sparaö. — Á kvennasíðu bls. 7 í blaðinu i dag eru fleiri myndir og frásögn af tízkusýningunni. „Reykjavík- urkjóllinn“ var úr fölbláu glit- ofnu efni, skreyttur djúpbláum steinum. Til hægri er kjóll sam- kvæmt allra stytztu tízkunni, en yfirleitt var faldurinn á stuttu kjólunum nokkrum cni. fyrir of- an hnéð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.