Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1967, Blaðsíða 1
VÍSIR - ■ • + 57. árg. - Miðvikudagur 24. maí 1967. - 115. tbl. Stefán Jónsson arkitekt við líkan af verzlunarmiðstööinni og nán- asta umhverfi hennar. Fremst á myndinni er menningarmiðstööin sýnd í grófum dráttum. Sérkennilega húsið fremst á myndinni er kirkja. Verzlunarmiðstööin sjálf er fyrir ofan veginn. Göngubrú á að liggja yfir áuðurlandsveginn gamla milli verzlunar- og menn- ingarmiðstöövarinnar. Egill Benediktsson. Ásgeir Einarsson. Finnur Th. Finnsson. Minningarathöfn um flugmenn- ina er fórust í Vestm. eyjum Minningarathöfn um flugmenn- inga þrjá sem fórust í Vestmanna- eyjum 3. maí s.l. er Douglasflugvél- in Austfirðingur rakst á svokallaða Stakkabót i Kervikurfialli, verður í Dómkirkjunni næstk. laugardag. Flugmennirnir voru þeir Egill Benediktsson, Ásgeir Einarsson og Finnur Th. Finnsson. Mlnningarat- höfnin um þá hefst kl. 10.30 og veröur henni útvarpaö. Dómkirkju-. prestamir sr. Jón Auðuns, dóm-l prófastur og sr. Oskar Þorláksson flytja minningarræður en félagar úr Fóstbræðrum fiytja sönginn. Athöfnin fer fram á vegum Flug- sýnar h.f., sem átti flugvél þá er mennimir voru í. Fullkomnasta verzlunarmiðstöð landsins byggð í Árbæjarhverfi Innan tíðar munu hefjast í Árbæjarhverfi framkvæmdir við fullkomnustu verzlunar- miðstöð, sem reist hefur ver- ið eða skipulögð hér á landi. Ve^zlunarmiðstöðin mun rísa upp í miðri blokkaröðinni vinstra megin við steypta hluta Suðurlandsvegarins, sem nú hefur verið lagður nið ur sem slíkur. Hinum megin við götuna hefur verið skipu- lögð menningarmiðstöð með skólum, kirkju, samkomu- húsi (kvlkmyndahús, félags- heimili o. s. frv.), heilsu- gæzlustöð með lækningastof um o. m. fl. — Árbæjarhverf- ið var skipulagt sem aðgreint 5000 manna hverfi, sem á að vera sjálfu sér nógt og hefur því verið lögð mikil áherzla á það, að „miðbær“ hverfis- ins sé í sem beztum tengsl- um við alla hluta hverfisins. Vinnulíkan af verzlunarmið- stöðinni hefur nýlega verið sam þykkt í borgarráði og er nú Framhald á bls. 10. Tundurdufl í Akabaflóa Egyptar hafa lagt tundurduflum í Akabaflóa og lagt bann við siglingum olíuskipa um flóann og komið upp tollskrif- stofu við innsiglinguna í flóann, til eftirlits með, að ekki verði fluttar hernaðarlegar vörur eða afurðir til Eilath í lsrael. Um þessar r.uknu ráðstafanir fréttist að sögn brezka útvarps- ins í morgun rétt eftir að Johnson Bandaríkjaforseti hafði lýst yfir, að ákvarðanir Nassers Egyptalandsforseta varðandi siglingar um Akabaflóa væru ólöglegar og stefndu friðinum í hættu. Johnson forseti hvatti alla aðila til þess að fara með gát. Jafnframt var þess getið í fréttum frá Washington, að Bandaríkjastjórn reyndi að komast að raun um hver væri raunverulegur ásetningur Nassers. FL YTJA INN FYRIR AND VIRÐI HÁLFRAR LlTILLAR BIFREIÐAR x Húsnæðismálastofnunin auglýsir eftir umsóknum i ibúðir og einbýlishús Húsnæðismálastofnun ríkisins hefur nú auglýst eftir umsóknum um 260 íbúðir í fjölbýlishúsum og 23 einbýlishús í Breið holtshverfi eða nær all- ar íbúðir, sem Fram- kvæmdanefnd bygging- aráætlunarinnar reisir í 1. áfanga áætlunarinnar í Breiðholti. Samanlagður fjöldi ibúöa í fjölbýlishúsum verður 312, en öll einbýlishúsin hafa verið auglýst laus til umsóknar. — Áætlað verð íbúðanna er 655 —970 þús. kr. fyrir 2—4 her- bergja íbúðir í fjölbýlishúsunum og 900—1040 þús. kr. fyrir ein- býlishúsin-(101 og 116 fermetr- ar). Ibúðunum og einbýlishús- unum verður ýthlutag til lág- launafólks í verkaiýðsfélögum og til kvæntra iðnnema. — Greiðsluskilmálarnir eru þeir, að 5% af áætluðu andvirði i- búðanna er greitt ári fyrr en þær eru afhentar og síðan 5% á ári næstu 3 ár, þannig að 20% af andvirði íbúðanna er greitt á 4 árum, en 80% er iánað til 33 ára meg 4y2% vöxtum* Þetta þýðir, að þ|ir sem fá úthlutað, komast inn í íbúðirnar í fjölbýlishúsunum fyrir 65— 97 þús. kr., en greiða sömu upp- hæð tvö fyrstu árin, sem þeir búa í þeim. Þetta samsvarar kaupum á lítilli bifreið, keyptri með þægilegum greiðsluskilmál- um. Vextir af eftirstöðvunum veröa 23.600—35.900 kr. á ári miðað við núverandi verölag, en afborganir af láninu 16—24 þús. kr. Samanlagðar greiðslur ár- Iega munu því nema u. þ. b. 40 —60 þús. kr., sem verður að teljast mjög hagstæð húsaleiga í Reykjavik nú, eins og húsa- leigukjörum er nú háttað. Skil- málarnir á einbýlishúsunum eru svipaðir og á stærri íbúðunum. Byggingarmáti fjölbýlishús- anna, sem einbýlishúsanna, er nokkuð frábrugðinn því sem tíðkazt hefur hér á landi. — Burðarveggir fjölbýlishúsanna verða allir innveggir og veröa þeir og loftin steypt í stálmót- um. Útveggir aörir en gaflar og kjallaraveggir, eru framleiddir í verksmiðju og koma á bygging- arstað fullfrágengnir og tilbúnir til uppsetningar. íbúðunum verður skilað full- frágengnum og tilbúnum til í- búðar. Öll gólf íbúðanna önnur Framhald á bls. 10. •tirumiw Útlitsteikning af einu fjölbýlishúsinu í Breiðholti. Rétt þar áður hafði Eshkol forsætisráðherra ísraels h.vatt stórveldin til þess að tryggja frjálsar siglingar um Akabaflóa og lýst aðgerðum Nassers sem ofbeldi. Þá var sagt í fréttum frá Kairo, að Egyptar hefðu opnað tollstöð við innsiglinguna til Akabaflóa og bannað siglingar olíuskipa um flóann. Stjómmálaleiðtogar allra höf- uðborga hafa stöðugt samband sín í milli vegna hættuástands- ins og í New York hefir Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna ver- ið kvatt saman til fundar, eftir að krafa hafði verið borln fram um aukafund af Kanada og Danmörku, en Lester Pear- son forsætisráðherra Kanada hefir lagt til að Eftirlitsnefnd Sameinuðu bióðanna verði flutt frá Jerúsalem til Ghasasvæð- isins. Brezk herskip á Miðjarðar- hafi hafa fengið fyrirskipun um að vera viðbúin hverju sem fv: ir kann að koma. Eitt þeirrá er flugvélaskipið Victorius, sem var á siglingaleið 1 nánd vió hættusvæðið, er horfumar versnuðu. U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er í Kairo og hershöfðingjamir sem starfa á vegum Sameinuðu þjóð anna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, þeir Odd Bull yfirmaður Eftirlitsnefndarinnar, norskur, og Rickie, yfirmaður gæzlufiðsins, indverskur. U Thant haföi, er síðast frétt á Ms. 10. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.