Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR. Mi&vikudagur 31. mai 1967.
Lítil gufuaflsvirkjun hagkvæm-
ari en storvirkjun vatnsails
¦                                                                               .
Rætt v/ð Svein S.  Einarsson, verkiræðing um
gj'órbyltingu á virkjunarm'óguleikum
úr jarbhita
Tslendingar hafa ávallt talið sig vel í sveit setta varöandi
rafvæðingu landsins vegna allrar hinnar óbeizluðu orku, sem
í vatnsafli landsins felst. — Aöeins örlítiö brot af orku vatns-
fallanna hefur verið nýtt og það er ekki fyrr en nú með
virkjun Þjórsár, að hægt hefur verið að ráöast í verulega hag-
kværna virkjun. — Markaður hefur ekki verið fyrir hendi
fyrir stóra vatnsaflsvirkjun fyrr en með álbræðslunni í
Straumsvík, sem fyrst og fremst gerir kleift að reisa virkj-
unina við Búrfell, en með fyrsta áfanga hennar tvöfaldast
raforkuframleiðsla landsins. Oft hefur verið á það minnzt,
að einnig sé hægt að virkja jarðhitann á íslandi til raforku-
framleiðslu, en hingað til hefur a.m. k. almenningur aðeins
litið á þaö sem fræðilegan möguleika, sem ef til vill yröi hægt
að gera að veruleika, þegar megnið af virkjanlegum vatns-
föllum hefði verið fullnýtt. Fæstum hefur verið kunnugt um,
að ítalir, Bandaríkjamenn og Nýsjálendingar framleiða þegar
mikla raforku úr jarðhitanum. Italir einir framleiða meira
en þrisvar sinnum meiri raforku úr jarðhitanum einum en
allri raforkuframleiðslu Islands samanlagðri nemur, eða um
370 þús. kw, og það sem meira er um vert, - raforkan þann-
ig fengin er ódýrari en jafnvel frá hagkvæmustu vatnsafls-
virkjunum. Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslendinga, því jarð-
hitinn á Islandi býður upp á a. m. k. jafnmikla virkjunar-
möguleika og vatnsaflið.
%
Cveinn S. Einarsson, verk-
fr^eðingur, sameigandi dr.
Guniiajcs íjB^ðyarssonar, jarö-
eðlisfraaðings. að Vermi s.f. er
sá maður hérlendis, sem gerst
hefur fylgzt með þróun þessara
mála erlendis. Hann er einmitt
. nýkominn heim úr kynningar-
ferð til Larderello í Toscanahér-
aði á Italíu, þar sem raforku-
vinnslan úr jarðhitanum er
mest. — Sveinn fór þessa ferð
til aö kynna sér allar kostnaðar-
tölur varöandi gufuaflsvirkjanir,
en á grundvelli þeirra er hann
nú að skila áætlunargerö til
Raforkumálastjórnar með tilliti
til slíkra virkjana hérlendis.
—  Camkvæmt vreynslu  ítala,
hefur nú kojniö í ljós,
aö hægt er að reisa gufuafls-
virkjanir fyrir minna en helming
þess stofnkostnaðar, sem þarf
til .að,;.reisa ,,.yatos.a.flsyirkjanjr„,
sagði Svemn víð tíðindamann-
Vísis nú í vikunni, þegar viö
heimsóttum hann á skrifstofu
hans. — Italir hafa nú framleitt
rafmagn úr gufuorku frá jarð-
hita í tæplega hálfa öld, en upp
úr 1930 hófu þeir að virkja jarð-
hitann í stðrum stíl. — Gufu-
aflsstöövarnar voru í fyrstu
stórar, en í þeim voru notaðar
svokallaöar eimþéttitúrbínur,
sem útheimtu mikil mannvirki
vegna þéttingar gufunnar. —
Um 1960 tóku þeir upp nýja
tækni, þegar þeir tóku í notkun
útblásturstúrbínur, en gufan fer
nú beint út I andrúmsloftið eftir
að hafa farið í gegnum túrbín-
urnar.
:
:¦?.<
Þessi gufuaflsstöfi í Larderello á ítalíu framleiðir jalnmikiö rafmagn og Andakilsvirkjunin, eða um
3500 kw. Stærð hennar er ekki nema brot af stærð Andakílsvirkjunarinnar eins og þeir sjá, sem
til þekkja.
Notkun þessara nýju túrbína
hefur valdið því, að stofnkostn-
aöur.p yið. eufuaflsstöðvarnár
hefúr'- snarniihrifeáð og stærð
þeirrá að sama skapi.
— Eru þessar stöövar örugg-
ar í rekstri?
—  T>aÖ er vandfundin önnur
gerð af aflstöðvum,
sem sýnir sambærilegt rekstrar-
öryggi. — Þær hafa verið rekn-
ar með svo miklu öryggi, að
hægt hefur verið að láta þær
ganga með fullu álagi allt árið,
nema 3—4 daga meöan unnið
hefur veriö að almennu viðhaldi.
—  Frost hefur engin áhrif á
rekstur gufuaflsvirkjunar, sem
auðvitaö hefur meira gildi á Is-
landi en á Italíu. — Hér verða
oft truflanir á vatnsaflsstöðvun
Sveinn S. Einarsson vifi uppdrátt af þverskurfii gufuaflsstóðvar. — Ef myndin prentast vel, má gera
sér grein fyrlr hvernig gufuorkan er notuð til raforkuframleiðslu. Til vinstri er borholan. Leiðslan,
sem tekur við gufunni sg vatninu, Uggur í gufuskllju, sem skilur gufuna frá vatninu. Vatnifi er leitt
i burtu, en gufan leldd inn á turbínurnar í stöðvarhúsinu til hægrl á myndinni.
af völdum frosts, t. d. vegna
krapamyndana.
—   Er' komin nægjanleg
reynála af þéssum ný.ju ! gufu-
aflsyirkjunum?
— Ttalir skýrðu fyrst frá þess-
um stöðvum á ráðstefnu,
sem haldin var á vegum Sam-
einuðu þjóðanna i Róm árið
1961, um nýjar orkulindir. —
Þá var ekki komin endanleg
reynsla af stöðvunum. en ítalir
lögðu sérstaka áherzlu á, hvað
þær voru hagkvæmar í rekstri.
—  Gufuaflsstöðvarnar vöktu
þegar mikla athygli á ráðstefn-
unni, sem ég sótti ásamt fleiri
íslendingum Hafa þær vonir
sem menn bundu þegar í stað
við þessar stöðvar sízt brugðizt.
Sveinn skýrði tíðindamanni
"frá ráðgjaíarstarfsemi Sþ £ þró-
unarlöndunum vegna hagnýt
ingar iarðhitans, en þar sem
viðtal birtist hér i biaðinu við
Guðmund Pálmason sl. mánudag
þar að lútandi er ekki ástæöa
til að rifin 1>5.3 upp aí'tur.
— Hyernig hefur reynsla Ný-
sjálendinga og Bandaríkjamanna
verið af gufuaflsvirkjunum?
—  f>eir hafa' ekki verið éins.
umfangsmiklir i virkj-
unurti og 'ltaHr, en annars er
ekki hægt að segja annað en
að reynsla þeirra hafi verið
mjög jákvæð. — Nýsjálending-
ar byggöu mjög stóra og vel-
heppnaða aflstöð árið 1958, sem
hefur nú verið stækkuð upp í
180 þúsund kw og sér veruleg-
um hluta Nýja Sjálands fyrir
rafmagni. — Þessi eina stöð
framleiðir næstum því jafnmikið
og báðir áfangar Búrfellsvirkj-
unarinnar munu framleiða. —
Bandaríkjamenn byrjuöu með
litla stöð skammt fyrir noröan
San Fransisko á stað, sem nefn-
ist The Geysers. Það er þegar
búið að stækka hana, en áætlað
að hún verði um joo þús. kw,
— Hvernig er orkuveröið frá
þessum virkjunum?
—  Samkvæmt því sem mér
reiknast til væri hægt að
reisa stöö, sem framleiddi um
3500 kw fyrir 30 milljónir eða
minna. en þá er allt innifaliö,
— borholur, aflvélar, gufuleiösl-
ur og stöðvarhús. Þetta er sam-
bærileg stöö og Andakílsvirkj-
unin. — Stærri guíuaflsstöð,
segjum 6—10 þús. kw væri með
orkuverö, sem væri sambæri-
legt viö eða lægra en orkuver
frá stórum vatnsaflsvirkjunum
eins og t.d. virkjuninni við Búr-
fell. — Enn stærri stöðvar yrðu
svo að sama skapi ódýrari.
— Hvers vegna hafa þessar
stöðvar ekki verið kynntar
fyrr?
F
• VIÐTAL
iDAGSINS
—  Á llif hlutir hafa sinn meö-
göngutíma, en þessari
spurningu ma;tti að öðru leyti
svara "með ahriarr: spurningu:
Hvers végria byggði Ford gamli
ekki þegar; í staö 1967-módelið
af ÍFbrd í'stað T-módelsins? —
Hitt er svo annað mál að ég get
ekki forsvarað, að íiggja inni
með þennan fróöleik, þegar nú
stendur fyrir dyrum að gera
virkjanir fyrir Norður- og Aust-
urland. Að mínu áliti er jarðhit-
inn miklu álitlegri til virkjunar
eins og nú er ástatt, en eðlilega
eru margir fullir efasemda. —
Vegna þeirra fyndist mér, að
reisa ætti stöð fyrir Norður- eða
Austuriand. sem litið yrði fyrst
og fremst á sem tilraunastöð.
— Ef menn þora ekki að treysta
á þessa einu 'stöð gætu þeir
byggt upp aðra eins til vara og
slyppu samt með minni stofn-
kostnað en ef reist yrði vatns-
aflsstöö. — Þetta segi ég auðvit
að meira til gamans.
Framhald á bls. 10.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16