Vísir - 20.01.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 20.01.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 20. janúar 1968. 7 af hugvekjum séra Jónasar. mönnunum, þó honum sé og elska hann því ekki IRKJAN O dr ÞJÓ 1 RÓSEMI OG TRAUSTI Flestum kemur saman um það ag eitt aðaleinkenni nútímans sé hraðinn og öll sú keppni og spenna — allur sá óróleiki og kvíöi sem honum fylgir. Lífi og starfi margra og andlegu ástandi þeirra er þannig varið, að það er eins og þeir geti aldrei unnt sér hvíidar, aldrei átt næðis- stund eða augnabliksró, allur dagurinn og kvöldið með er ein- hver hamagangur, þrotlaus á- kafi til aö komast áfram, fram úr öðrum, komast yfir sem mest. Til hvers? öfejálfrátt kemur manni í hug, það sem Einar Ben. kvað á Fifth Avenjú: „Mér fannst þetta líf allt sem uppgerðarasi og erindisleysa með dugnaðar- fasi.“ Mikils virði væri það, að geta einhvers staðar fundið tómstund sem stöðvar „uppgerðarasann", einhvemtíma gengið til móts við þann, sem maður finnur í hjarta sínu að maður fer ekki til erindis leysu. — — Gamla fólkið átti slíka stund. Það voru húslestrarnir í vöku lok, andagtstundimar, hugvekj- an og sálmarnir, sem var helguð síðasta stundin áður en gengið var til náða. — Um þetta var sameinazt í kyrrð og helgi lotn- ingarinnar fyrir hinu eilífa og sanna fvrir honum. sem „bylgj- ur getur bundið og bugað storma her,“ ekki síður á ó- kyrru hugans en úfnum sjó, sem umlykur landið. Guðs orð, útlegging þess og söng- ur sálma, þetta var einingar- tákn heimilisins. Allir vom sam einaðir um eilíf verömæti, sem voru ofar vizku manna og ver- aldargengi. Hér stóðu allir jafn- ir frammi fyrir Guði. lífsins höf undi, mannanna kærleiksríka og réttláta föður. Ómetanlegt væri það vissu- lega fyrir_ nútímamanninn að eiga slíka stund næðis og kyrrð ar, stund helgi og lotningar og — þótt ótrúiegt sé — eru þau heim ili til enn í dag, sem halda þenn an gamla sið í heiðri. Maður er nefndur Finnbogi og er Guðmundsson, mjög kominn á efri ár, fæddur í Keflavík árið 1886, en hefur átt heima í Innri Njarðvík síðan hann var 10 ára gamall. Kona hans, Þorkelína Jónsdóttir fædd 1888, er ein af 7 systrum frá Hópi í Grindavík, sem allar nema ein, urðu hús- freyjur á Suðumesjum. Þessi öldnu heiðurshjón hafa búið all an sinn búskap langrar ævi í Tjarnarkoti í Innri Njarðvík, eignast 5 böm, alið upp 2 fóstur börn, stundað bjargræöisvegi venjulegs alþýðuheimilis til sjós og lands á Suðumesjum. Um öll sín mörgu búskaparár hafa þau haldið einum ákveön- um vana, sem sýnir hve reglu- semi og viljafesta eru ríkir þætt ir í heimilislífinu. Húsbóndinn hafði lesið húslestur frá því hann var bam aö aldri og hefur aldrei brugðið þeirri helgivenju Fyrir valinu hefur orðiö 50. hugvekjan þar sem lagt er út af þessum orðum í Matth. 19. 16.: „Hvað á ég að gjöra til þess að eignast eilíft líf?“ Umfram allt áttu í náunga þín um að elska þá guðsmynd, sem hann á sameiginlega við sjálfan þig og ekki synja honum elsku þinnar, aðstoðar og líknandi hjálpar, þó hann eigi engan að af synjað um eitthvað af hinum tímanlegu yfirburðum. Jesús var kominn til að leita að hinu glat aða. Hann umgekkst því ekki einungis höfðingja lýðsins held- ur jafnvel þá menn, sem fyrir- litnir voru, ef hann einungis fann hjá þeim löngun eftir guðs rfki, ef hann sá möguleika til þess að geta frelsað þá. Guðs- mynd í manninum áttu að elska rr fá- tækan en ríkan, fávísan en upp lýstan, breyskan en fullkominn sjúkan og vesalan en heilbrigð an og voldugan. Þegar þú sjálfur átt að fara héðan alfarinn, getur þú bæði rennt augum þínum glaður til baka yfir hina förnu leið, og vonaraugum framundan þér, ag þú munir fyrir Jesú skuld eignast eilíft líf. — Amen.“ Slöðugir í bæninni Það, sem einkennir lífið er ekki sízt óvissa þess og fallvalt- öl4 .sín.búgkaparár, fram á1 þ'éniuiUjS^i. þaö.,hratt fjam hleypur og hefur enga bið, og enda þott okkur virðist jafnan allt ganga ari' dág — fra vetumóttUm til sumarmála. — Voru á ‘síðast- liðnu ári 70 ár liðin frá því að Finnbogi las fyrsta húslestur heima í föðurgaröi. — Ætíð hefur Finnbogi lesið í sömu hús- lestrabókinni. Það eru: Hugvekj- ur til kveldlestra frá veturnótt- um til langaföstu og við ýms tímaskipti eftir sr. Jónas á Staö- arhrauni (afa Kristjáns augn- læknis Sveinssonar) Fer því ekki illa á að enda þessa grein um húslestrana í Tjarn- arkoti með niðurlaginu á einni sinn vanagang hversdagsleikans þá vitum við í rauninni aldrei hvað við tekur, hvað okkar bíður á næsta leiti, Þannig er þetta sem betur fer. Það er þessi ó- vissa eða áhætta sem fyllir stundir dagsins innihaldi og til- gangi, fjölbreyttni og litbrigð- um. Án þess væri lífið litlaust og leiðinlegt, tilveran eins og dauð- ur stöðupollur í staðinn fyrir kvikur árstraumur, sem enginn stöövað fær. Því er það, að við vitum hvorki daginn né stundina, margt getur borið aö höndum, . gvænt. og skyndilega. Þess vegna þarf maðurinn ætíð að vera viö- búinn, jafnvel þvi versta. Hið góða skaöar ekki, eins og alþýðu máltækið segir. — En til þess að vera viðbúinn hinu óvænta og misjafna, þarf maðurinn að hafa eitthvað öruggt aö styðjast við, grípa til, verjast falli svo að hann verði hvorki reikull né ráðalaus né niðurbrotinn þegar vanda h'fsins ber að höndum. Postular Jesú og aðrir meðlimir hinna fyrstu kristnu safnaða, þeir voru ekki í vafa um hvar þeir ættu að leita trausts og halds á lífsins úfna sjó, hver væri vörn þeirra gegn ofsókn- um og aðkasti heimsins, trúar- styrkur í fallvelti áranna, at- hvarf og skjól þegar á móti blés. — Þetta athvarf var bænln, bænarlífig sem var hinn opni far vegur guðsamfélagsins, sfstreym andi lind inn í sál þeirra. Þess- um farvegi fyrir áhrifunum og kraftinum að ofan héldu þeir á- vallt opnum með því að vera stöðugir í bæninni, eins og seg ir í Postulasögunni 14. versi, 1. kap. — Þeir gripu ekki til bæn arinnar sem einhvers töfralyfs þegar mikið lá við og annað brást. Nei, þeir stunduðu hana stöðugt, án afláts, eins og Páll brýnir fyrir söfnuði sínum í Þessaloníku. Og þannig ætti þetta að vera hjá okkur kristn- um mönnum í dag. Vanrækjum ekki bænarinnar mikla náðar- meðal. Opnum hug og hjarta í bæn fyrir kraftinum af hæðum, leitum þar huggunar og styrks í andstreymi, felum kærleiks- ríkum föður vorum á himnum dagsins vandamál, biðjum fyrir þeim sem bágt eiga, biðjum Guö um rétt mat okkar á lífsgæðun- um, þakklæti fyrir að eignast þau, hófsemi í nautn þeirra, ein- lægni hjartans til að biðja þessar ar fomu biblíulegu bænar: Ó, Guð, geföu mér hvorki fátækt né auðæfi, en veit mér minn deild- an verð. Kirkjusíðan í dag flytur frásögn af húslestrum í Njarðvík innri. Þess vegna þykir ekki illa á því fara. að birta mynd af Njarðvík- urkirklu. — Hún er nú rúmlega áttræö — vígð af sr. Þórami í Görðum 18. júlí 1886 og endur- vígð af hr. Sigurgeir biskup 24. sept. 1944, því að þá hafði sókn- in legið niðri og kirkjan staðið ónotuð í 20 ár eftir að kirkja var reist í Keflavík. Njarðvíkurkirkja er, eins og Hvalneskirkja, byggð úr höggnu grjóti með lágum tumi úr timbri. Það ber ekki mikið á henni ofan af hraðfömum Suðurnesjavegin- um. En það borgar sig samt að leggja lykkju á leið sfna niður í þorpið, hið vinalega pláss við Njarðvíkina, og kyrra huga sinn við að skoða þetta, þjóðlega yfir iætislausa guðshús og líkneskju Ríkarðs af Jóni Thorkillíus, sem valinn hefur verið staður á bal anum skammt austan við helgi- dóminn. Á bæn i Ásbyrgi Um árabil stýrði Sæmundur G. Jóhannsson ritstj. á Akureyri drengjaheimilinu á Ástjörn í Ásbyrgi. 1 síð- asta hefti af Heimili og skóla skýrir Sæmundur nokkuð frá þessu starfi sínu í þágu íslenzkrar æsku. Þar farast honum m. a. orö á þessa leið: „Öölingsmaðurinn Egill Þorlákssoq, kennari á Akur- eyri, sagði við mig ekki löngu fyrir dauöa sinn: „Ég veit ekki af nokkrum unglingi, sem verið hefur undir þínum áhrifum, að hann hafi komizt undir mannahend- ur.“ Þessi orð hans glöddu mig. Þetta var einmitt það, sem ég keppti eftir, aö drengirnir lærðu að viiða lög og reglur. En ég var ekki einn að verki. Ég hafði gott sam- starfsfólk. En það var ekki nóg. Eftir erfiðan dag gekk ég stundum einn upp í skóg. Þar á milli bjarkanna kraup ég niður við stall, vaxinn grasi og mosa. Þar bað ég fyrir sjálfum mér og drengjunum, og ég fann, að Guð, sem elskaði þessa drengi meira en ég. veitti mér nýjan styrk og skilning á þeim vandamálum, sem leysa þurfti.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.