Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 01.04.1968, Blaðsíða 8
V í SIR . Mánudagur 1. apríl 1968. s m Útgefandi: “eykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axei Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla : Hverfisgötu 55. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiöja Vísis — Edda hf. Innlend og erlend tilboð IJtboð á framkvæmdum hafa rutt sér mjög til rúms hér á landi að undanförnu. Flestir fagna þeirri breyt- ingu, því að vissa er fyrir því, að framkvæmdir verða ódýrari á þann hátt en ella. í fyrstu var ekki um viðamiklar framkvæmdir að ræða, gatnagerð, skólabyggingar og fleira þess háttar. Einungis innlendir aðilar bjóða í þessi verk og hefur oft verið mjög hörð samkeppni milli þeirra. Á síðustu árum hafa hins vegar komið til sögunnar stórfram- kvæmdir, sem hafa einnig freistað erlendra aðila, sem yfirleitt hafa sterkari fjárhagsaðstöðu en innlend fyr- irtæki. Við ýmsar virkjanir, hafnargerðir og fleiri framkvæmdir hafa innlendu aðilarnir leyst vandann ineð því að gera bandalag við fjársterk erlend fyrir- tæki um tilboð, — og með töluverðum árangri. En það hefur einnig komið fyrir, að íslenzk og er- lend fyrirtæki hafa keppt úm að ná í slík verkefni. Hefur þá komið upp það vandamál, hvort taka eigi báða aðila jafngilda eða hvort eigi að ívilna innlendu fyrirtækjunum á kostnað hinna erlendu. í þessu efni togast á tvenns konar sjónarmið. í fyrsta lagi er hið hreina hagræna sjónarmið að fá verkið unnið á sem ódýrastan hátt, og því eigi að taka lægsta boði, hvort sem það er innlent eða erlent. Þetta sjónarmið skýrir sig sjálft. Hitt sjónarmiðið er að efla fremur innlenda at- vinnuvegi en erlenda, þótt framkvæmdirnar verði dýrari, því að það geti á annan hátt verið hagkvæm- ara. Þá skapist aukin atvinna í landinu, aukin við- skiptavelta, auknar tekjur, og þar af leiðandi auknar skatt- og tolltekjur ríkissjóðs. Þetta sjónarmið var haft í huga, þegar innlendri skipasmíðastöð var veitt smíði tveggja strandferða- skipa, þótt erlendar skipasmíðastöðvar byðust til að smíða þau fyrir nokkru lægra verð. Með því móti var bætt atvinnuástandið á Akureyri, ríki og bæ veitt sex milljón króna tekjuaukning, — og nýttar bygg- ingar og fjármagn. En þá vaknar sú spurning, hve langt eigi að ganga á þessu sviði. Hvað má innlent tilboð vera miklu hærra en erlent og vera samt tekið fram yfir? í flest- um löndum gilda um þetta ákveðnar reglur. í Noregi og Svíþjóð er almennt miðað við, að innlend tilboð megi vera allt að 10% hærri en erlend. í Bandaríkjun- um má munurinn fara allt upp í 25%. Bragi Hannesson bankastjóri hefur lagt til í borg- arstjórn, að borgin taki tilboðum innlendra aðila, þótt þau séu 5—10% hærri en erlend tilboð. Þama hefur veiið hreyft máli, sem setja þarf almennar regl- ur uni. Ríkisvaldið á að setja föst ákvæði um, hve mikill munur megi vera á milli, svo að beggja sjónar- miða sé gætt á skynsaman hátt. • VIÐTAL DAGSINS er við David Pitt, ungan Englending, sem setzt hefur að hér á landi. T^áar þjóöir hafa í augum fólks jafnsterk sérkenni og Bretar. Maður meö harökúlu- hatt, regnhlíf og dagblað undir handleggnum hlýtur að vera Englendingur — eða þá í meira lagi ensklundaður. Raunar kemur fleira til en útlitið eitt, því að engelskir hafa um langan aldur tamið sér mikla skap- gerðarögun — nokkurs konar jóga — og sá sem hefur náð valdi á ögunarkerfinu fær titil- inn „sjentilmaður", sem er eftir- sótt og þykir fínt. Ekki þýðir þó fyrir óvandaða lubba, að sækjast eftir titlinum, þvi að maður verður að vera milljóner og stríðshetja í þrjá ættliði til að veröa gjaldgengur sjentil- „Það er eins og fólk kunni ekki að meta það sem það hefur" maður. En nú er af sú tíð, þegar Bretland var mektugasta stór- veldi jarðarkringlunnar, og brezka ljónið haföi örlög þjóð- anna í hrammi sínum. Vaxtar- skeiöinu er lokið, en stofninn stendur eftir. Ýmsir Englendingar hafa komið við sögu íslands og þau viðskipti ekki ávallt verið vin- samleg, þótt nú ríki vinsemd milli þjóðanna. Það er ekki lítiö rask á högum eins manns því samfara, að taka sér bústáð í framandi landi, því að römm er sú taug, er rekka dregur föður- túna til. En allmargir, sem til Islands hafa komið, hafa fest þar svo djúpar rætur, að þeir hafa ákveðið að setjast þar að. Nú er athyglisvert að fylgjast með, hvernig þeim manni reiöir af, sem tekur sér bólfestu í framandi landi og tileinkar sér tungu og siðu annarrar þjóðar og stofnar þar fjölskyldu og heimili. 1 þeim tilgangi förum við til fundar við David Pitt, ungan Englending, sem flutzt hefur hingað og vinnur á skrif- stofu I Reykjavík. Hann er svarthærður og grannvaxinn, kurteis mjög og talar ákaflega góða íslenzku. Það kemur upp úr kafinu, að hann heitir David L. C. Pitt og er fæddur I Wimbledon, Englandi árið 1946. „Þar er faðir minn lögfræð- ingur og ræðismaður Islands. Móðir mín er alin upp á ís- landi, og faðir minn hitti hana hér á styrjaldarárunum 1942, en þá kom hann hingað sem starfsmaður flotamálaráðuneyt- isins, en þau gengu I hjónaband árið eftir." var sendur hingað á heimavistarskóla árið 1962, og var þar I þrjá mánuði. En ég kom aftur í september 1965 og siðan hef ég verið bú- settur hér.“ „Þú segist hafa verið á heima- vistarskóla hér; er ekki mikill munur á enskum og íslenzkum heimavistarskólum?" . „Jú, ég var I heimavistar- skóla á Englandi frá 8 til 12 ára. Það var afskaplega strang- ur skóli, ef eitthvað bar út af. var maður flengdur. Agi er nauðsynlegur, en það er skammt ——»K.II ■limi—Ml öfganna milli. Á Englandi er hann kannski of mikill, en á íslandi of lltill." „Þú hefur haft reynslu af skólum í báöum löndum?“ „Já, ég var í „college" (eða hálfgildings menntaskóla) á Englandi, en síðan sótti ég námskeið hér í einn vetur viö Verzlunarskóla Islands. Eftir það skrapp ég til Englands, en svo ko.n ég aftur hingað og fékk mér vinnu.“ „Þú virðist kunna vel við þig hérna.“ „Það er augljóst mál — annars væri ég farinn. En hér er ég kvæntur góðri konu og hef nóg fyrir stafni.“ „Er lífið hér samt ekki fá- breyttara en í Englandi?" „í mínum augum eru skemmt anir númer tvö — og það er alltaf hægt að safna sér pen- ingum fyrir skemmtiferð til út- landa. En aðalatriöið er að hafa nóg að gera og úr mörgu aö velja." „Finnst þér ekki mikill mun- ur á þjóðunum, þeirri ensku og íslenzku?" „Mér finnst mjög áberandi, hversu menntaðri og fróöari meðalmaður hér er en annars staðar gerist." „Er ekki mikill munur á unga fólkinu?" „Jú,“ og nú bölvar hann upp á íslenzku, „þar er þetta helv ... „class-system" (stéttaskipting), sem hér þekkist ekki. Hér geta allir talaö við alla sem jafn- ingja og hin sífellda keppni um að viröast vera betri en náung- inn er næstum óþekkt hér á Islandi." „Hvenær hittiröu eiginkon- una fyrst?“ Það glaðnar yfir honum. „Það var ...“ og nú vantar hann orð: „One beautiful evening (eitt dýrðlegt kvöld), 4. marz 1966. Við giftum okkur 27. maí ’67, og nú eigum við son, sem einnig er fæddur á 27. degi mánaðar. Hann heitir Frank Óskar Chatman Pitt, en konan mín heitir Svala Lárus- dóttir.“ „Þú heitir Uka „Chatham". er betta einhvers konar ættar- nafn?“ „Já, ég er víst kominn af William Pitt, sem var jarl af Chatham og síðan hefur nafnið —eacgBPfFTnnL m, haldizt í ættinni. En ég ætla að biðja þig um að minnast ekki á það, svo aö fólk haldi ekki, að ég sé að raupa af ættgöfginni." ■yiö fullvissuðum hann um, að ekki sé ástæða til að óttast slíkt, þvf að flestir Islendingar geti rakið ættir sínar til stór- menna og fomkonunga — meira að segja á Englandsdrottning mörg skyldmenni hér á landi, því að eins og kunnugt er, mun hún komin af Auöunni skökli.“ „Hvernig gekk þér að fá vinnu hér?“ „Það gekk mjög vel. Ég labb- aði inn á skrifstofuna hjá Rolf Johansen og spurði, hvort hann hefði ekki eitthvaö handa mér að gera. Svo beið ég I nokkra daga eftir svari, sem var já- kvætt, og hér hef ég veriö síð- an, og er mjög ánægður.“ „Við hvaö vinnurðu?“ „Þaö er helzt bókhald og bréfaskriftir.“ „Það hefur komið að góðu haldi, hversu auðvelt þér veitt- ist að læra íslenzkuna." „Ég veit nú ekki, hversu ve! ég tala hana, en þaö sem ég kann á ég konu minni og tengdamóöur að þakka.“ „Hvað segir þú um íslenzkt efnahagslíf og afkomu almenn- ings — meö tilliti til Englands?" „Hér er standardinn miklu hærri. í Englandi er samkepn- in milli einstaklinganna mun' harðari, og þar gefast manni færri tækifæri. Já, stundum finnst mér eins og fólk hafi bað allt of gott hér og kunni því miður ekki að meta, það sem það hefur.“ „Hvað gerir þú um helgar og að loknum vinnudegi?" „Ég fer heim, borða kvöld- mat, les, spila á pianó, eöa eitthvaö þvíumlfkt.“ „Horiröu ekki á sjónvarp?” „Nei, ég hef ekki sjónvarp, og vil það ekki inn á mitt heimili, því að það er eins og heimilislíf leggist að miklu leyti niður, þegar sjónvarp kemur inn fyrir hússins dyr.“ „Ertu ekki orðinn leiður á þessum langa vetri og farið að langa að skrepna til Ens1ands.?“ „Nei, mig langar ekki til Eng- lands — en ég gæti vel hugsað mér að skreppa til Mexikó.“ Þráinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.