Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR . Mánudagur 1. apríl 1968.

er mikill slamir
Spjallað v/ð Erlitig Vigfússon, tenórsöngvara, sem dvalizt hefur v/'ð Kólnaróperuna / vetur
„Það er mikill slagur, fáir útvaldir en margir
kallaðir, eins og þar stendur. Það getur orðið þung-
ur róður að komast „á toppinn" — sagði Erlingur
Vigfússon, þegar blaðamaður spurði hann um
framahorfur íslenzks söngvara við óperur í Þýzka-
landi, en þar hef ur hann sungið í vetur, við Kölnar-
óperuna.
Sjálfsagt geta fleiri óperusöngvarar hérlendir,
sem reynt hafa fyrir sér við erlendar óperur tekið
undir með Erlingi.
ViS litum inn í félagsheim-
ili Karlakórs Reykjavíkur nú
fyrir helgina þar sem Erling-
ur var aö undirbúa konsert
í Gamla Bíói, þessu virðulega
„konsertleikhúsi", þar sem
velflestir kunnustu söngvarar
okkar hafa troðið upp. Und-
irleikari hans í þessari kons-
ertferð situr við píanóið. Við
höfum heyrt að hann væri
ekki af verri endanum. — F.
Palmer, þekktur hljðmsveit-
arstjóri og hefur meðal ann-
ars stjórnað mörgum verkum
við Kölnaróperuna.
Tfrlingur var að syngja ítalska
aríu, þegar .við komum i
gættina. Við leyfðum honum að
ljúka viö hana. — „Þetta er úr
Fedora etfir Giowardaro", segir
hann, þegar söngnum er lokið,
og viö tyllum okkur.
— Ég er búinn að vera úti
í rúm tvö ár, segir Erlingur,
þegar við spyrjum hann um
dvölina í Þýzkalandi. — Fyrst
stundaði ég nám við Rínar-
músikskólann — í söng, al-
mennri músik, óperu og leiklist.
Skólinn stendur frá 3. septem-
ber fram i miðjan júlí og mað-
ur gerir ekki annað á meðan
hann stendur yfir.
—   Þú hefur auðvitað lagt
mest upp úr söngnáminu?
—  Jú, en við höfðum ágæta
kennara í flestum fögum, til
dæmis skylmingum. Þarna voru
vanir leikstjórar, sem kenndu
leiktúlkun auk þess læröum viö
nokkuð í pantómimu og sitt
hvað fleira.
— Er mikill munur á þessum
svokallaða ítalska skóla í söng
og hinum þýzka?
—  Kennarinn minn, Robert
Blasíus heitir hann, hélt sér við
þann ítalska. Það er ekki svo
gott að skýra muninn. Hann
liggur sjál.fsagt aö einhverju
leyti í málinu. en það gæti
kannski orðið viökvæmt mál ef
maður hætti sér út í að skil-
greina tæknilega muninn á
þessum tveimur kennsluaðferð-
um, segir Erlingur og brosir.
—  Er þetta stór skóli?
— Já. Þetta er eiginlega skóli,
sem bærinn rekur í Köln og
bar eeta bæði áhugamenn og
atvinnumenn stundað nám.
Nemendafjöldinn er geysimikill.
—  Hins vegar er þarna líka
Akademía, fyrir músik. Hún
mmntar bæði söngstjóra og
einleikara. Rínarmúsikskólinn
er fillu frjálslegri í sniðum.
—  Cíðan hefur þú komizt að
u  óperunni?
— Já, ég byrjaði þar í haust.
Pyrsta hlutverkið var i óper-
unni „Pickdan" eftir Tschaikow-
sky.  Ég  söng  þar  hlutverk
rússnesks  liðsforingja,  mjög
skemmtilegt hlutverk.
— Eru nemendur úr skólan-
um ekki notaðir við óperuna
í statistahlutverk.
— Jú, þeir eru óspart notaðir
í minni háttar hlutverk.
— Eru hlutverkin orðin mörg
eftir þennan vetur?
—  Þau eru oröin sextán i
vetur. Ég söng meöal annars i
„Cosi fan tútte" eftir Mozart,
Reurando og Rudolphe í La
Bohem. Það er stærsta hlut-
verkið til þessa.
— Hvað er lengi veriö aö æfa
upp  óperuna?
—  Það tekur svona 1%—2
mánuði að æfa upp þessar
stærri óperur eða fjölmennari,
ef þær eru æfðar upp frá
grunni.
— Hvort lærist fljótar text-
inn eöa músikin?
—  Þetta kemur svona sam-
hliða, bezt aö það fylgist að,
annars fer það sjálfsagt eftir
hverjum og einum.
— "pg hef tekið við mörgum
af hlutverkunum af öör-
um söngvurum, sem hafa orðiö
að fara frá, hlaupið inn í. Það
gat verið mjög spaugilegt,
stundum. Ég var þá æfður einn
sér & litlu æfingasviði, farið í
stöðurnar og mér gefnar við-
eigandi „instrúksjónir" varð-
andi hlutverkið, siöan varð
maður að gjöra svo vel að fara
inn á sviöið, manni var „púttaö"
inn. Það var mjög furði^egt
fyrst, meðan maður þekkti
ekki einu sinni mótleikarana.
Kölnaróperan starfar svo
til allan ársins hring. Það er
er aöeins tekið V/2 mánaðar hlé
á sumrin, frá miðjum júlí og
út ágúst. Yfirleitt ganga sömu
verkin nokkuð lengi, árin út
kannski, þess vegna þarf oft
að skipta um fólk í hlutverkun-
um. Verkefnin eru mjög mörg
á efnisskránni, um þrjátíu verk
yfir árið. Þ6 eru ekki nerrfa
fimm til sex uppfærslur á ári.
Það 'er oft gert hlé & sýningum
verkefnanna, kannski nokkrar
vikur eða jafnvel mánuðir, síð-
an eru þær teknar upp aftur.
—  Hvaða óperuverk njóta
mestra vinsælda í Þýzkalandi?
— Klassisku ítölsku ðperunn-
ar eru alltaf langmest sóttar. —
Enn í dag. Palmer samsinnir
þessu og hann hristir höfuðið,
þegar blaðamaöur minnist á
Wagner. — Hann er' að vfsu
eitthvað sóttur, en ekki náhegt
því eins og ítölsku óperurnar.
Ke
"emur ekki talsvert fram
af nýjum óperuverkuio?
— Jú, það er talsvert 'um
það. Við erum einmitt að byráa
á einni „moderne" óperu núna,
„Dauðir leita dauðra" heitir
hún.
<¦¦' 'H <$\
'*!% $&%
j   7*   - ¦*  \
» «e
%'-'X:
in, A\
Þeir voru að æfa efnisskrána fyrir konsertinn í Gamla Bíói Erlingur og undirleikari hans
F. Palmer, einn af kennurum háns við Ririarmúsikskólarin í fyrra. Það mun hafa verið
ítölsk óperuaría, sem Erlingur var að syngja, þegar ljósmyndari Vísis B. G. smellti þessari
mynd af þeim félögum.
—  Hún fjallar auðvitaö um
eitthvað nútímavandamál?
—  Jú, það má segja það.
Þetta er svona „fantasla". Hún
byrjar á atvinnuleysisskrifstofu.
Það er atvinnuleysi i landinu og
þegar einhver deyr sitja þeir
sem eftir Iifa um atvinnu
hans ... Þannig er nafnið til
komið — Dauðir leita dauðra.
— Er höfundurinn þekktur?
— Nei, ekki myndi ég segja
það. Hann er tónskáld við
sjónvarpið, vesturþýzka.
, — Færir Kölnaróperan upp
nútímaverk árlega?
— Alltaf öðru hverju, kannski
ekki árlega. Það er mest flutt
af þessum sígildu gömlu verk-
um.
—  Hefurðu eingöngu lagt
fyrir þig óperusönginn?
— Nei, ég hef líka lagt stund
&, ljóöasöng. Og Palmer var
einmitt kennari minn í því fagi
við Rínarmúsikskólann.
w Hvað ætlarðu svo að
syngja í Gamla bíói?
— Ég er með tvær efnisskrár.
Sö fyrri er mestmegnis Ijóða-
söngur. Þar á meðal nokkur fs-
lenzk lög. Seinni efnisskráin,
sem ég flyt á sunnudaginn er
aðallega óperuarfur ...
Tfrlingur byrjaði ' sinn söng-
fsríl í Karlakór Fóstbræðra
Oj< stundaði þá jafnframt söng-
sám hjá Demetz, hinum talska,
sem hér hefur kennt söng um
áraraðir. Hann byrjaði snemma
að syngja einsöng með kðrnum
og syngja opinberlega á
skemmtunum og við ýms tæki-
færi. Hann ferðaðist meðál
annars mikið um landið og
skemmti með söng sínum, svo
að hann er flestum kunnur,
kannski hefur hann líka raun-
verulega byrjað söngferil sinn í
kirkjukór út á landi. Hann er
ættaður undan Jökli frá Hellis-
sandi og hans fyrstu afskipti
af músik þar var að spila á
„nikku" á dansskemmtunum á
táningsárunum.
Margir muna eftir honum af
syiöi Þjóðleikhússins, en þar
hefur hann sungið i tveimur 6-
perum, fyrst , My fair Lady og
síðan í Zardasfustinnan.
— Við spyrjum Erling, hvort
hann hafi hug á aö ílengjast
ytra?
—  Þaö er alveg óráðið,' ég
veit ekki hvort ég kem heim í
sumarleyfinu.
—  Þú kemur kannski óg
syngur við „óperuna" sem hér
er tekin til starfa?"
—   Það er möguleiki. Hugur-
inn stefnir allavega heim, segir
Erlingur aö lokum.
Við kveðjum og ítalska arian
hljómar á eftir okkur niður stig-
ana í félagsheimili Karlakórsins
við Freyjugötu.
tííSÖBÍÍ
Ðúnaðarbanki íslands vann
glæsilegan sigur í skák-
keppni stofnana. Hlaut Búnað-
arbankinn 20 vinninga af 24
mögulegum eða 83%. Vinning-
ar inna: Búnaðarbankasveitar-
innar skiptust þannig: 1. borð
Jón Kristinsson Zl/2 vinning af
6, 2. borð Bragi Kristjánsson
5V2 vinning, 3. borð Arinbjörn
Guðmundsson 6 vinninga, 4.
borð Guðjóri Jóhannsson 5 vinn-
inga. Bragi, Arinbjörn og Guð
jón fengu beztu útkomuna af
öllum 2., 3. og 4. borðs-mönn-
um, en á 1. borðj hlaut Guð-
mundur Ágústpson beztu ót-
komu, eða 4% vlnning.
Keppnin um 2. sætið var
mjög jöfn, en Landsbankinn
hreppti það með pví að yinna
Pi-forkumálaskrifstofuna 3:1 í
síðustu umferð. Hlaut Lands-
bankinn 14 vinninga en í 3.—4.
sæti urðu Útvegsbankinn og
barnaskólar Reykjavíkur með
13Í4 vinning. Síðasti liöur
keppninnar er hraðskákmót og
verðlaunaafhending sem verður
í Lídó n.k. sunnudag kl. 1.30.
Júgóslavneski stórmeistarinn
S. Gligoric er þekktur fyrir ör-
yggi sitt. Á' millisvæðamótinu i
Sousse var Gligoric eini kcpp-
andinn sem slanp taolaus frí
þeim hildarleik. Vann cntgonc
7 skákir en gerði 14 jafntefli. I
eftirfarandi skák sýnir Gligoric
hvernig verjast ber á.ná* eíns af
minni spámönnv.fium.
Hvltt: Jimenez
Svart: Gligoric
Spanski leikurinn.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 RfÖ' 5 0-0 tíe7 6. d4
Jimenez f orðast troðnar slóífir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16