Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						8
V f S IR . Mánudagur 22. april 1968.
VISIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjðri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjðri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjðrn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda hf.
Táningarnir
\ nokkur þúsund ára gamalli egypzkri heimild er
kvartað sáran yfir æskunni og hún sögð vera að fara
í hundana. Unglingavandamálið er sem sagt ekki ný
bóla. Þannig hafa svartsýnismenn jafnan litið á æsk-
una, bæði nú og þá. Æskan hef ur verið að f ara í hund-
ana í þúsundir ára, en hefur ekki tekizt það enn.
Þetta sýnir, hve varlega verður að taka ýmsu nöldri
í garð hinna svonefndu táninga nútímans.
Raunar telja margir fræðimenn fjarstæðu að tala
um unglingavandamál, þar sem varla sé hægt að
segja, að það sé til. Þeir telja miklu nær að tala um
foreldravandamál. En hvort sem vandamálsins er að
leita hjá táningunum eða hinum fullorðnu, þarf að
brjóta það til mergjar, án þess að gera of mikið úr því,
Að einu leyti er vandamálið ólíkt því, sem var fyrr
á öldum. Meðal frumstæðrá þjóða eru börnin tekin,
þegar þau eru orðin kynþroska, í fullorðinna manna
tölu, með sérstakri og flókinni viðtiöfn. í þeim þjóð-
félögum er varlá hægt að tala um, að til séu neinir
unglingar, aðeins börn og fullorðnir. Alveg fram á
þessa öld fylgdust allar greinar þroskans að hjá unga
fólkinu. Það var aðeins skamman tíma að breytast
úr börnum í fullorðið fólk.
Nú hefur þroskinn dreifzt meira. Líkamlegur og
kynf erðislegur þroski er um tveimur árum f yrr á f erð-
inni á æviskeiði meðaleinstaklingsins, en sálrænn,
skapgerðarlegur, siðferðilegur og andlegur þroski um
tveimur árum síðar en áður. Þessi þróun tekur venju-
lega yfir tímabilið þrettán ára til nítján ára aldurs.
Þetta eru táningaárin. Á þessum aldri eru menn
hvorki börn né fullorðnir.
Staða táninga í þjóðfélaginu er mjög óljós. Þeir
búa við mikið öryggisleysi. Engar hreinar línur eru
um, hvað þeir mega gera og hvað ekki. Þjóðfélagið
gerir lítil til að leysa þann vanda, sem myndast við,
að líkamlegur þroski er fimm—sex og stundum allt
að tíu árum á undan andlegum þroska unga fólksins.
Til þess að fá fast land undir fæturna, fjarlægjast
táningarnir heim hinna fullorðnu og skapa sér eigin
heim. Þeir hlusta á bítlatónlist og klæðast táninga-
fötum. Gagnkvæmur skilningur milli kynslóðanna er
mjög lítill. Þær eru eins og tvö þjóðfélög í sama landi
og skilja jafnvel ekki mál hvorrar annarrar.
Ofan á þetta bætist útbreidd fyrirlitning táninga á
foreldrum sínum og öðru fullorðnu fólki. Táningun-
um finnst þetta fólk oft vera lítilsiglt, innantómt og
þægindagráðugt, og þeir hafa því miður of oft á réttu
\<5 standa. Drykkjuskapur og sálarflækjur hinna full-
orðnu stinga einnig mjög í augu táninganna. Það er
því engin furða, þótt foreldrar, kennarar og aðrir eigi
erfitt með að ná sambahdi við táningana.
Ef glíma á alvarlega við þetta vandamál, verður að
byrja á foreldrunum ög skölunum.
Stúdentar og aðrir á leið að gröf Jans Masaryks
Var Jan Masaryk „fyrsta
fórnardýr stalinistanna?"
Rude Pravo, hiö opinbera mál-
gagn Kommúnistaflokks Tékkó-
slóvakíu gerði að umtalsefni
l'yrir nokkrutn dögum hvort
„sjálfsmorð" Jan Masaryks ut-
anríklsráðherra í marz 1948
hafi ekki í rauninni verið póli-
tískt morð, skipulagt af Lavr-
enti Beria, sem þá var yfirmað-
ur sovézku öryggislögreglunn-
TTið opinbera málgagn Komm-
únistaflokks Tékkóslóvakíu
gerðist þannig þátttakandi 1 að
ræða það, sem var orðið um-
ræðuefni annarra blaða, hiö
dularfulla við margt varðandi
þær staðhæfingar að Masaryk
hefði framið sjálfsmorð með því
að stökkva út um glugga á
skrifstofu sinni.
Rude Pravo lýsír yfir, að svo
liti út sem „agentar" Lavrenti
Beria hafi komið hér við sögu,
og nefnir Franz Schramm of-
ursta, „einn af górillaöpum Ber-
.ia" sem hafi innt af hendi
hneykslanlegt hlutverk meö of-
sóknum á hendur tékkneskum
flokksstarfsmönnum á árunum
1949—1952, og sé mikilvægt að
fá úr því skorið hvort hann
og hans menn hafi verið að
verki, er Jan Masaryk lét líf
sitt.
Og ekki sé minna um það vert
aö fá afhjúpaða starfsemi gór-
illaapa Beria i Tékkóslóvakíu
eftir styrjöldina. Kveðst Rude
Pravo vera sannfært um, að
„vorir sovézku vinir geri allt
sem í þeirra valdi stendur" i
þessu efni þ.e. við að leiða hið
sanna f ljós.
1 fréttinni frá Moskvu er vik-
ið að þeirri staðreynd, að
hið opinbera málgagn komm-
únista nú talar opinskátt
um það, sem fram hefir komið
um þessi mál, en eins og fyrr
var að vikið hafa skotið upp
kollinum nýjar frásagnir i blöö-
um um það, sem gerðist 1948,
m.a. frá sjðnarvottum, sem
halda þvi fram, að í raun og
veru hafi Jan Masaryk verið
skotinn," — og bent er á, að
hér kunni að „opnast möguleik-
ar" til frekari afhjúpunar á
þeim aðferðum, sem beitt var
af Sovétríkjunum fyrr til kúg-
unar í fylgiríkjum sínum eftir
styrjöldina.
Nú er svo komið að hægt er
að ræða þessi mál í tékkneskum
blöðum, á tíma hins nýja frjáls-
ræðis, sem tíminn sker úr
hversu víðtækt er og hversu
haldgott reynist. en þaö getur
líka enn margt gerzt nú. sem
kann aö varpa Ijósi á fyrr-
greindan þátt í sögunni austan'
tjalds.
í frétt frá Prag í fyrradag
segir, að Bedrick Pokorny, fyrr-
verandi  liðsforingi í leynilög-
reglu Tékkóslóvakíu, en hann
rannsakaði allt varðandi hinn
dularfulla dauðdaga Jans Masa-
ryks 1948, —hafi fyrir þremur
vikum fundizt hengdur í
skógarholti fyrir utan Brno
(Briinn). Þaö var fréttastofan
Ceteka, sem birti frétt um
þetta.
I NTB-frétt um þetta er minnzt
á, að ríkisstjórnin hafi fyrir-
skipað rannsókn á dauða Jans
Masaryks, en hann átti sér stað
í kjölfar valdatöku kommúnista.
Þótt tilkynnt væri opinberlega
að faann hefði framið sjálfsmorð
trúöu margir Tékkar því var-
lega eða alls ekki.
Augustin Schramm, Bryggis-
liðsforingi, sem starfaöi í utan-
ríkisráöuneytinu á þessum tíma
tók einnig þátt í rannsókninni
á dauðdaga Jans Masaryks.
Tékkar, sem töldu hann ábyrg-
an fyrir dauða Jans Masaryks
myrtu hann.
Blaðið Zemedelsky Moviny
minnti á það £ fyrradag, að eftir
dauða Jans Masaryks hafi
frönsk blöð birt fréttir um, að
hann heföi skrifaö Stalin þrem
ur dögum áður en hann fannst
látinn, og kvartað yfir fram-
komu kommúnista, sem hefðu
flækt hann í deilur um innan-
ríkismál. — Zemedelsky Mov-
iny er þeirrar skoðunar, að bréf
ið kunni að hafa leitt til þess, að
hann var drepinn. „Var hann
eitt af fyrstu fórnardýrum Stal-
inistanna eöa voru þaö taug-
arnar sem biluöu?" spurði blaö-
ið.              V
Hinir nýju leiðtogar, Svoboda forseti og Dubchek ríkisforseti, sem
nú sætir gagnrýni fyrir „hægagang".
Deilt vegná
þyrluf lugs
'p'ftirfarandi ályktun gerði
stjórn Félags Frímerkjasafn
ara á fundi sínum hinn 17.
apríl.
„Ot af „Þyrluflugi" þann 10.
þ. m, vill stjórn Félags Frí-
merkjasafnara taka eftirfarandi
fram:
Vér teljum, að hér sé um
algert einkaflug Landssam-
bands frímerkjasafnara að ræða
þar sem engin tilkynning var
gefin út af Póstmálastjórninni
um þetta „Þyrluflug" og gafst
þvi almenningi ekki tækifæri
til að senda bréf eða aðrar póst
sendingar með þyrlunni.
Þá telium vér þessa fjáröflun
araðferö mjög vítisverða og sé
hun til þess eins að spilla áliti
manna á frimerkjasöfnun.
Félag Frímerkjasaínara er
ekki í Landssambandinu".
Stjórn F^élags Frimerkiasafn
ara.
¦¦¦¦¦MmaHB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16