Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Mánudagur 22. aprfl 1968.
Eldur á
Akureyrí
SlökkviliðiS á. Akureyri var
kvatt á laugardagsmorgun að
húsi nr. 42 við Norðurgötu, sem
er tveggia hæða íbúðarhús ur
steini, en frá því lagði þykkan
reykjarmökk, enda var kominn
upp eldur í kjallara þess.
Var brugðið við skjótt og náði
eldurinn ekki að breiðast út og
gekk greiðlega að slökkva hann.
Litlar skemmdir urðu af völdum
eldsins, sem kviknað hafði út
frá kyndingu í þvottahúsinu, en
miklar skemmdir urðu af völd-
um reyksins.
Oddvitar á
námskeiði
FræðslunámskeiS Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga um sveitar-
stjórnarmál var sett í morgun í
Tjarnarbúð, en námskeiðið sækja
milii 40 og 50 oddvitar, hrepps-
nefndarmenn og sveitarstjórar
víðs vegar af landinu.
FormaSur sambandsins, Páil Lin
dal, borgarlögmaður, setti nám-
skeiSið, og síðan flutti Ingólfur
Jónsson landbúnaðarráðherra á-
varp. Þá töluðu Hjálmar Vilhjálms
son ráöuneytisstlðri, Ölvir Karls-
son oddviti og Unnar Stefánsson,
ritstjóri. Eftir hádegið taka til
máls m. a. Sigurbjörn Þorbjörns-
son rikisskattstjóri og Aðalsteinn
Eirfksson námsstjóri.
Fundinum lýkur miðvikudaginn
24. apríl, að afloknum umræðu-
fundi þátttakenda um efni og ár-
angur námskeiðsins.
REYTINGSAFLI
UM HELGINA
— Aliir bátar eru nú á sjó — Togarinn
Vikingur landar á Akranesi

R»
B Á Suðurnesjum barst sára-
lítill afli á Iand um helgina,
enda var helgarfrí hjá sjómönn-
um á Suðurnesjabátum. Veður-
far á miðunum var slæmt, þó
kom Gígjan með um 70 tonn
tnn til Sandgerðis, Jón Valgeir
kom einnig inn með lítinn afla.
í morgun heyrði Keflavíkur-
radíó það til nótabáta', að þeir
hefðu oröið varið við eitthvað af
þorski, en ekki var um fiskirí að
ræða enn sem komið var.
Lítið var um aö vera í Vest-
mannaeyjum. Nokkrir nótabátar
komu inn með upp í 10 tonna afla,
þó kom einn með 17 tonn. í morg
un voru bátar að halda á miðin,
þótt veiðiveður væri ekki sem á-
kjósanlegast.
Akranéssbátar komu inn á laug
ardagskvöld og fram undir morgun
á sunnudag. Afli þeirra samtals —
var 380 tonn af sæmilegum þorski
en afli einstakra báta var mjög
mismunandi frá 15 tonnum og upp
í 70 tonn. I gærkvöldi og nótt
héldu allir Akranessbátar aftur á
miðin.
Togarinn Víkingur landar nú á
Akranesi og er meö um 200 tonna
afla eftir rúmlega viku útivist. —
Nóg er nú aö gera á Akranesi, en
þó voru menn áhyggjufullir, vegna
þess aö farið var aö ganga á salt
birgðir, en þó er von til þess að úr
því rætist á morgun.
ÞAU SIGRUÐU
B Þcssir fríðu flokkar uröu sigurvegarar í íslandsmótum
í handknattleik, sem lauk í/gærkvöldi. Stúlkurnar eru úr
Val og hafa að baki óslitna sigurgöng- í 5 ár. Framararnir
við hliðina eru íslandsmeistarar í 1. deild með yfirburðum
og er sigurganga þeirra einnig orðin löng, þó að hún sé erf-
iðari en stúlknanna. Nánar er sagt frá handboltanum á bls. 2
í blaðinu í dag.
ENOCH POWELL VISAÐ
ÚR FLOKKSFORYSTUNNI
— vegna ræðu um stöðvun innflutnings  hörundsdökkra
¦  Edwarf '¦''. Heath,   leiðtogi
stjórnarandstöðunnar á Bret
landi, tilkynnti í gærkvöldi, að
Enoch Powell, elnum helzta leið-
toga flokksins og málsvara um
landvarnir, hefði verið vikið úr
flokksforustunni („skuggastjörn
inni") vegna ræðu þeirrar, sem
hann flutti í vikulok síðustu, en
þar hélt hann því fram að stöðva
bæri innflutning hörundsdökks
fólks að mestu — annað væri
brjálæði — og hann vildi einnig
hvetja þá, sem komnir væru, til
að fara heim til sinna landa.
Heath kvað ræðuna ekki í
samræmi við skyldur og ábyrgð
þá, sem krefjast yrði af helztu
leiðtogum flokksins, en Powell
sagði  í sjónvarpsræðu í gær-
Enoch Powell.
kvöldi sér til varnar, aö hann
hefði valið orð sín vandlega og
kvað hann skoðanir sínar vera 1
samræmi við þá stefnu   sem
Heath hefði markað, en íhalds-
flokkurinn hefir sem kunnugt er
lýst sig mótfallinn frumvarpi
stjórnarinnar, sem miðar að af
námi alls misréttis er þeir hör-
undsdökku í landinu eiga við að
búa. Andspyrnan gegn frumvarp
inu var rökstudd með því, að,
það mundi hafa önnur áhrif en
ætlazt væri til og því ekki til
neinna bóta að lögleiða það.
Meðal þingmanna íhalds-
flokksins hefir ræöa Powells
fengið misjafnar undirtektir, en
í stjórnarherbúöunum var henni
tekið með harðri gagnrýni og
var þess krafizt þegar, að stjórn
in léti málið til sín taka.
Ofannefnt frumvarp verður
tekiö til umrasðu í neðri mál-
stofunni á morgun.
LOFTLEIÐIR hætta fíagi
tílAmsterdam og Hekinki
1 8 ár hafa Loftleiðir haldið
uppi samgöngum við Finnland
og Holland. Frá 1. maí falla
niður samgöngur við þessi lönd.
„Þvi miðiir samræmist það ekki
áætlun okkar lengur að fljúga
til Amsterdam og Helsingfors,"
sagði Sigurður Magnússon blaða
fulltrúi Loftleiða í viðtal' í
morgun.                   ^
Hann sagði að með hinum nýju
Arent Classen
látinn
Arent Claessen, fyrrv. aöalræðis-
maður, Iézt í gær að heimili sínu
í Reykjavík. Hann var fæddur 31.
jan. 1887 á Sauðárkróki. Hann flutt
ist til Reykjavíkur 1904 og 'var
deildarstjóri hjá verzl. Edinborg og
m->- ío. siðu.
samningum, senv náðst hafa við
Norðurlöndin og Bretland um flug
á RR-400, yrðu Loftleiðir að hætta
flugi til þessara staða. Hins vegar
mundi  félagið  hafa  umboðsmenn
sína áfram á þessum stöðum og
héldi sölustarfsemi þar þvl áfram;
Loftleiöir hófu að fljúga til
Amsterdam í maí 1959 og til Hels-
ingfors í apríl árið eftir.
Þrír ungir listamenn
senda verk til Helsinki
Fyrir skömmu voru valin verk
eftir þrjá myndlistarmenn, þá
Kristján Guðmundsson, Gunn-
laug Stefán Gíslason. og Jens
Kristleifsson, sem send verða á
Ungdomsbiennalinn, sem hald-
inn er í Helsinki í september n.k.
Aðeins 7 myndlistarmenn sendu
dómnefndinni verk aö þessu sinni
og var afráðið að senda 11 myndir
eftir 3 þeirra, en skilyröi er að þeir
sem senda myndir séu undir
þrjátíu ára að aldri.
Dómnefndina skipuðu að þessu
sinni þeir Einar Hákonarson, Jó-
hann Eyfells og Bragi Ásgeirsson.
Veitt verða verðlaun á sýning
unni, 30 þús. danskar krónur og er
heimilt að skipta upphæðinni. - —
Ungdomsbiennalinn er haldinn ann
að hvert ár.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16