Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 08.05.1968, Blaðsíða 10
VISIR M50 Jyrir árum Bæjarfréttir. — Athygli lögregl- unnar má vekja á því, að mann- þyrping mikil safnast oft og ein- att saman á gangstéttinni fyrir framan „Hótel ísland“ einkum á kvöldin, og standa menn þar ó- bifanlegir og glápa hver á annan, upp í loftið eða á bifreiðarnar, sem standa þar á götunni, en þeir sem leið eiga þarna um geta ekki þverfótað fyrir þessum lýð. Lögreglan á að gæta þess að slíkt eigi sér ekki stað, enda veld ur það talsverðum óþægindum. ísir 8. maí 1918. kaupmanimasamtök ÍSLANDS V í SIR . Miðvikudagur 8. maí 1968. Fyrirlestur og myndusýning Norski verzlunarráðunauturinn H. B. Nilsen heldur erindi og sýnir myndir frá rekstri smásöluverzlana á Norðurlöndum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 19:00. Framreiddur verður léttur kvöldverður. Fyrirlesturinn er fyrir kaupmenn úr öllum grein- um smásölunnar. Æskilegt er að láta vita um þátttöku til skrif- stofu Kaupmannasamtakanna í síma 19390 og 15841. Framkvæmdastjórn K.í. 8ILASK0SUNIN I DAG ER SKOÐAÐ: R-3301 — R-3450 Heimsmet i köfun (án súreín geymis) á bandarískur rafvirk Robert Foster, 32 ára, en hs-r kafaöi í 13 mínútur og 42,5 sek- úndur. Þessi atburður átti sé> stað 15. marz 1959 í sundlaug • Californíu og var Robert allan, tímann á meira en 10 feta dýpi. Ökumenn þeyttu homin óspart á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í morgun rétt um kl. 9, þegar þeir síðustu voru að verða of seinir í vinnuna. Þama myndaðist um tíma nokkurt öng þveiti, vegna þess að verið er að breyta umferðarljósunum fyrir H-dag, en úr þessu greiddist þó, þegar lögregluþjónn kom á staðinn og leiðbeindi vegfarendum. Fyrir aðeins kl*. 68.500.OO getið þér fengiö staðlaöa eldhúsinnréttingu i 2 — 4 herbergja íbúðir, meö öllu tll- heyrandi — passa i flestar biokkaribúðir, Innifaliö i veröinu er: 0 eldhúsinnrétting, klædd vönduöu plasti, efri og neöri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). # ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstaö. 0uppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og aö auki má nota hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). ® eldarvélasamstæða meÖ 3 hellum, tvefm ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur nýtízkú hjálpartaeki. ^ lofthreinsari, sem meö nýrri aöferö heldur eld- húsinu lausu viö reyk og lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stööluö innrétting hentar yöuf ékki gerum viö yöur fast verötilboð á hlutfallslegu veröi. Gerum ókeypis verötilboð f éldhúsinnréttingar f ný og gömul hús. Höfum einnig fataskápa. staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKlLMÁLAR - KIRKJUHVOLI REYKJAVÍK S ( M I 2 17 16 VEÐRI8 > DAG Hægviðri. smá- skúrir. Hiti 2-4 stig. BELLA Nei, ég nenni ekki að fara að skoða kjóla — ég er að hugsa um að fara aö skoða stsákana í kjör- búðinnl. ) Eltingorleikur — i. siðu. rakst hann þar á mann, sem þegar lagði á flótta út. Hinn vildi ekki láta mann- inn sleppa við svo búið og bað konu sína að hringja í lögregl- una, en hóf sjálfur eftirför á bíl sínum. Missti hann aldrei sjónar af flóttamanninum og barst leikurinn um Landakots- hæðina og kringum kirkjugarð- inn. Á sama tíma hafði lögreglan sent fjóra bíla af stað til að- 'stoðar manninum, en þeir vissu aðeins i hvaöa átt maðurinn hafði haldið í fvrstu og fórust þeir því á mis, og þjófurinn sloppinn, þegar þeir hittu hús- ráðandann. Hafði manninum tekizt að stöðva þjófinn, sem svo reyndist vera, á Ásvallagötunni, en þeg- ar hann ávarpaði hann og sagði honum að bíða lögreglunnar, gaf flóttamaðurinn honum kjafts- högg og áður en húsráðandi hafði áttað sig, var hinn horfinn inn í húsagarð og allur á bak og burt. Hins vegar vildi svo til, aö maður einn kom út í dyr á húsi sínu við Ásvallagötu og sá viðureignina. Gaf hann sig fram við lögregluna og sagðist kann- ast við flóttamanninn. Hefði f verið gestur í nótt hjá leigjanda í húsi sínu. Kom þá í ljós viö rannsókn, að leigjandinn, sem var útlend- ingur, hafði verið á einhverju næturrölti um nóttina og fbúar hússins höfðu séö hann koma með kassa inn eldsnemma í morgun. Þegar lögreglan kvaddi dyra hjá útlendingnum, var stödd hjá honum stúlka og brugðust i þau bæði illa við heimsókn lög reglunnar og þeim tilmælum hennar, að koma niður á lög- reglustöð til frekari yfirheyrzlu. Sló í brýnu og uröu lögreglu- þjónarnir að leggja mannin í járn. Þegar niður á lögreglustöö kom, skýrðust málin og útlend ingurinn viðurkenndi aö hafa brotizt inn ásamt kunningja sín um í hús þess, sem stóð mann- inn aö verki í kjallaranum. Höfðu þeir stolið kassa af mat vælum og fundust matvælin und ir rúmi í herbergi útlendingsins. Eitthvaö hafði fólkið verið við skál um nóttina. Fasteignir — 16- síðu. megi láta ófreistaö til að gera þess- ar upplýsingar aðgengilegar og varðveita þær fyrir séinm tíma og jafnframt megi ekki láta verkið niður falla — heldur eigi aö koma á fót aiisherjarstofnun, er veröi miðstöð upplýsinga um fasteignir í iandinu." Söngflokkur — m-> i sfðu. The New Christy Minstrels er nú að ljúka fimm vikna hljóm- listarferð um Evrópu, og hefur flokkurinn hlotið mjög góða dóma. Á þeim 8 árum, sem flokkurinn hefur sungið saman hafa komið út með honum ekki færri en 151 stór hljómplata. — Nú, er þau koma til Banda- ríkjanna bíður þeirra 12 vikna samningur I Las Vegas og nem- ur samningsupphæðin 10 millj. ísl. króna. Forsala aðgöngumiða er f Bókabúð KRON og á skrifstofu Sjálfsbjargar. ) SKIPAFRÉTTIR Ms. ESJA fer austur um land til Vopna- fjarðar 11. þ. m. Vörumóttaka í dag og á morgun til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjaröar, Fá- skrúðsfjarðar, Reyöarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Vopnafjarðar. Ms. HERJÓLFUR fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar á morgun. Vörumóttaka til Hornafjarðar í dag. Röskan afgreiðslumann vanan, vantar okkur nú þegar. UlUaUcUdj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.