Vísir - 13.05.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 13.05.1968, Blaðsíða 1
58. árg. - Mánudagur 13. maí 1968. — 103. tbl. Aðeins 4 af 10 í starfi 2 árum eftir brautskráningu Rannsókn hefur leitt i ljós að um 34% hjúkrunarkvenna hverfa frá starfi sama ár og þær eru brautskráöar frá hjúkrunarskólan- um, en að 2 árum liönum hafa um 60% þessa fríða hóps horfiö frá starfi. Kom þetta í ljós við rann- sókn, sem Kjartan Jóhannsson, verkfræöingur gerði á vegum fjár- málaráðuneytisins á s.l. ári. Telur Kjartan að aðeins 1 hjúkrunarkona af hverjum 3 starfi að meðaltali við hjúkrun. Innan við % af braut- skráöum hjúkrunarkonum starfa við hjúkrun, þar til þær hætta sökum aldurs. Þessar upplýsingar birtast í grein eftir Maríu Pétursdóttur f Tímariti Hjúkrunarfélags Islands, 1. tbl. 1968, þar sem rætt er m. a. um hvernig hægt sé að ráða bót á hjúkrunarkvennaskortinum, og telur María að nauðsynlegt sé að fá sem flestar giftar hjúkrunarkon- ur aftur til starfa og að stuðla þurfi aö fjölbreytilegri um- sækjendahópi til hjúkrunamáms. ísinn þéttist og nólgnst dng frd degi: ís rekur hratt inn Hrútafjörð — Allar siglingaleiðir virðast ófærar, fc>ar sem is er — El á n-austurlandi — Enn er spáð norðanátt ■ Hafísinn þéttist nú dag I fjörð, og virðast allar sigl- frá degi allt frá Vestfjörð- ingaleiðir lokaðar á þessu um og suður fyrir Vopna-1 svæði. Norðanátt með élj- um hefur gengið yfir í nótt á norð-austurlandi og eru fjallvegir þar víða ófærir sökum snjóa. ísfregnir höfðu borizt I morgun frá allmörgum stöðum oghvarvetna Hafisinn veldur Húsvík- ingum þungum búsifjum — Goðafoss innilokaður / /s með fyrsta farminn af kisilgúr ■ Heldur ömurlegar fréttir ber- ast nú frá Húsavík. Fréttaritari Visis skýrði frá þvl í morgun, að flðlnn sé nú fullur af fs og ‘alsvert af jökum hafi komizt !nn á sjáifa höfnina, þrátt fyrir, ’ð Húsvíkingar hafa strengt stáí •'fr fyrir hafnarkjaftinn til þess reyna að haida henni auðri. Goðafoss er lokaður inni á Húsa vík, en í gær og fyrradag lestaði hann 100 kassa af grásleppu- hrognum og kavíar, 100 tonn af síldarmjöli og 70 tonn af kísilgúr, en þar-er á ferðinni fyrsti kísilgúrinn frá verksmiðjunni, og þykir mönnum óhönduglega til tak- ast f þetta fyrsta skipti. 25 af þessum 70 tonnum eiga að fara til Englands en afgangurinn er seld- ur til Þýzkalands. ísinn hefur valdið Húsvíkingum þungum búsifjum. Á föstudag sá- ust fyrstu jakarnir. Þá brugðu menn við, þeir sem áttu net sín í sjó, þorskanet og hrognkelsanet Ekki tókst þó að bjarga netunum en eftir fjölmargar tilraunir undan farna daga hefur tekizt að ná upp um helmingi netanna, en hitt mun vera glatað. Um 700 þorskanet voru í sjó upphaflega auk hrogn- kelsaneta, svo að þarna er um tilfinnanlegt tjón aö ræða, sem er enn þungbærara, þar sem margir, sem misstu net sín f ísnum í vet ur voru nýbúnir að endumýja netastól sinn, verða nú aftur fyrir sams konar tjóni. m~> 10. síða Beðið fyrir betri tíð — Hinn almenni bænadagur er 79. mai □ „Farsæid lands vors og friður í heimi“. er yfir- skriff bænadagsins að þessu sinni, en hann verður 19. þ. ■m. Biskupinn segir í bréfi sínu, að miklir erfiðleikar steðji að á bessu vori og beri þar fleira til en veðurfarið eitt. „Á hinum almenna bænadegi, 19. þ. m., skulum vér minnast beirra, sem ógæftir, aflabrestur og vorharðindi bitna mest á. Vér skulum biðja þess, að þjóðin í heild takist á við erfiðleika af manndómi, þegnskap og sam- huga um almannaheill. Vér höf- um átt gengi að fagna í ytri efnum, hvernig sem vér höfum kunnað að taka því, meta það og þakka. Biðjum þess, að vér megum mæta örðugleikum, að það geri oss meiri menn, þjóð- ina andlega traustari, raunsærri og þrekmeiri." Ennfremur minnist biskup á, að vandamál okkar eru smávægi leg hjá þeim raunum, sem aðr- ar þjóðir búa við. Menn eru beðnir um að biðja fyrir þeim, sem vinna að sáttum og friði og leita lausnar á þeim pólitísku flækjum, sem tefla oss öllum í beinan voða og opinn dauða, ef eigi greiðist úr. Hvatt er til að biöja fyrir auk- inni vakningu til trúar og að á- hrif Jesú Krists megi aukast. „Guð gefi oss bænaranda og öll- um, sem hans leita. friö sinn og eilífa farsæld," segir biskup í niðurlagi bréfs síns. virðist ísinn færast nær landinu og stöðugt þéttast. ísfregnir komu frá tveimur stöðum, sem ekki hafa sent ísfregnir til þessa á vetrinum, en það er frá Þóroddsstöðum í Hrútafirði, en þar eru ísjakar á reki hratt inn fjö.rðinn, og frá Sval- vogum við Dýrafjörð, en þar segir að talsvert af fsjökum sé á sigl- ingaleið. Landfastur is er við Siglu- nes, Mánárbakka og Hraun. Tals- verður fs er á Norðfjarðarflóa og Vopnafjörður virðist fullur af fs. Veðurstofan spáir áframhaldandi norðlægri átt, og meðan vindur stendur af ísnum er mjög kalt við strendurnar. Var hvarvetna norð- anlands frost í nótt og er þar vfð- ast hvar alhvftt. Gera má ráð fyrir að margir vegir hafi teppzt í nótt sökum snjókomu, en f morgun var byrjað að ryðja Holtavörðuheiði og stóðu vonir til að hægt yrði að opna heiðina um hádegið. Kulda af fsnum gætir allt hingað suður á Iand, og f morgun var 2ja stiga frost í Reykjavík. skóla Vorskólarnir byrja i dag, og fá hundruö reykvfskra barna þvf sín fyrstu kynni af skólagöng unni í dag. Veröa bömin ,sem flest eru sex ára gömul, f undir búningsskóla þessa viku ,en næsta haust byrja þau sfðan f 7 ára bekk í barnaskóla. Þessa mynd tók ljósmyndarinn í morg un viö Hlíöaskólann i Hamrahlíð þegar foreldrar voru aö koma með böm sin í fyrstu kennslu- stundina. Meirihluti fólks á móti hægri-umferð! Breytingin á sér fáa stuðningsmenn ■ 1 skoðanakönnun um afstöðu fólks til hægri-breytingarinnar, sem Vísir framkvæmdi, kom út sú merkiiega niðurstaða, að meirihluti fólks er mótfallinn breytingunni, 54% voru á móti, en aðeins 31% með, en 15% óákveðnir. Ef aöeins er tekiö tillit til þeirra sem hafa ákveðna afstöðu til málsins, voru 35% hlynntir breyt- ingunni, en hvorki meira né minna en 65% á móti. Þessar niðurstöður eru harla athyglisverðar, þar sem þær leiða í ljós, að andstæðingum breyting arinnar fjölgar, og fylgismenn henn ar eru sem óðast að hverfa frá fyrri afstöðu sinni. í Svíþjóð gengu mál in ekki svona fyrir sig, heldur var mikill meirihluti fólks þar hlynnt ur brevtingunni þegar þeirra H-dag ur rann upp. Einhvers staðar hlýtur að vera pottur brotinn hjá okkur, því að H-áróöurinn hefur lítil áhrif eða jafnvel þveröfug við það, sem til er ætlazt. Hefur fé verið varið til einskis? Á bls. 9 í dag er skýrt nánar frá skoðanakönnuninni um hægri breytinguna, en hún á tvimæla- laust etfir að vekja mikla athygli. VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.