Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						\
VISIR . Föstudagur 31. maí 1968.
Krakkar á traktor
\
IJ
Orfirisey
„"CXeyröu manni! Hvenær för-
um við út í eyju á traktor-
ana?"
Fjöldi barnsandlita horfði
spurnaraugum á Jón Pálsson
frá ÆskulýðsráÖi, sem allir
krakkar þekkja úr Tómstunda-
tíma barna í útvarpinu.
Hann stóð inni í miðri þvögu
barna í húsi Slysavarnafélags-
ins vestur á Grandagaröi og
streittist við að hafa hemil á
allri kösinni, sem ólm og upp-
væg vildi byrja strax á trakt-
orunum.
„Fyrst skulum við horfa á
bíómynd, krakkar. Langar ykk
ur ekki til þess?" sagði þá Sig
urður Ágústsson, framkvæmda
stjóri Varúöar á vegum, sem
þarna var kominn Jóni til hjálp
ar.
Jú, þau tóku vel í það og
allur skarinn hélt inn í sýning
arsaiinn, þar sem þeim var
sýnd áhrifamikil kvikmynd um
hjálp í viðlögum og kona ut-
skýrði fyrir þeim munn-við-
munn blástursaöferðina.
Myndsjáin skrapp út á
Grandagarð f fyrradag, þar
sem Sigurður og Jón, ásamt
Jóhannesi Eiríkssyni, ráðu-
naut frá Búnaðarfélagi íslands,
og nokkrum félögum úr Slysa
varnafélaginu, voru með hóp
barna á Búvinnunámskeiði, sem
haldið er á vegum Æskulýðs-
ráðs borgarinnar og Búnaöarfé
lags íslands.
Náskeiðið hafði byrjað á
mánudag í Gamla, bíói, þar sem
börnunum voru sýndar kvik-
myndir Ur sveitinni, en þennan
miðvikudag var á dagskránni
hjá þeim öryggi í akstri drátt-
arvéla, slysahjálp og öryggi viö
sjó og vötn.
„Það var svo mikil aðsókn
að þessu hjá börnunum, að viö
erum bara í vandræðum. Þau
eru 200 núna og höfum viö
þó sleppt einum árgangi, sem
við höfðum í fyrra", sagði
Jón Pálsson Myndsjánni. „Já
og gátum ekki tekiö önnur
börn, en úr Reykjavík."
Þetta voru börn á aldrinum
11 til 14 ára, sem komu í flokk
um þennan dag. 11 ára kl. 9
um morguninn, 10 ára kl. 10
o. s.frv.
Það voru 13 ára börn, sem
við horfðum á eftir inn í sýning
arsalinn. Meðan þau horfðu á
myndir af barni, sem fallið hafði
í sundlaug, en var bjargað á
síðustu stundu með munn-viö-
míinnaðf.eröinni ,og á mynd af
kappsiglingu hraðbáta, skýrði
Jón Myndsjánni undan og ofan
af námskeiöinu.
Á þriðjudag höfðu þau heifn
sótt Skógræktarstöðina í Foss
vogi og á fimmtudag (í gær)
skyldu þau hlýða á fyrirlestra
og sjá myndir um garðyrkju
og þeim skyldi sýnd hún verk-
lega. En í dag ætluðu þau á
skeiðvöll Fáks til þess aö bregða
sér á bak.
Þegar börnin komu út af
sýningunni og eftir að þeim
höfðu verið sýnd bjargtæki
Slysavarnafélagsmanna, hélt
alíur skarinn út i eyju. Hver
og einn fékk að" reyna sig á
traktor — stelpurnar líka, sem
voru í engu áhugarhinni, en
strákarnir.
„Hvernig finnst þér?" spurði
Myndsjáin einn, sem sagðist
heita Ásgeir Gunnarsson, 11
ára, og átti heima í Sólheim-
um 27.
„Það var ágætt."
„Gaman?"
Já, já. Þetta var í fyrsta
skipti, sem ég key'rði traktor."
Hann lét vel yfir tegundinni
Úti í Örfirisey, þar sem börnin reyndu traktorana, höfðu Slysavarnafélagsmenn komið upp
bjarglínu með bjargstól, nokkuð, sem vakti mikla forvitni strákanna.
og sagðist kunna prýðilega við
gripinn. Honum hafði líka fund
izt gaman að bíómyndunum og
hinum þáttum námskeiðsins,
og var alveg sannfærður um
það, að hann kynni núna munn-
við munn-aðferðina.
- Myndsjáin skildi við þau, þar
sem þau „bökkuðu" og beygðu
framhjá þúfum og torfærum á
splunkunýjum vélum frá „Þór
hf.", „Glóbusi" og SÍS.
m

stmnmzssmm M^m
Nú er aS bakka inn og á meðan horfa hin á, sem bíða í röðinni.
ÍÍjjji     Ásgeir Gunnarscon,  11  ára, fær hér leiðsögn hjá Sigurði
Ágústssyni.
OGREIDDIR l
REIKNINGAR-
LÁTIÐ OKXUR INNHEIMTA...
Það sparar yður tíma og óþægindi
INNHEIMTUSKRIFSTOFAN
Tjarnargötu 10 — III hæd-Vonarstrætismegin — Simi 13175 (31'inur)
\
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16