Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR . Föstudagur 31. maí 1968.
iilpíjpgiun
iifeLÖnd í morgun
¦&tlönd í. í^örguri
iítiönd í raorgun
íítlönd
]e Gaulle ávarpaii þjóðina í gær og kvaist
ekki biBjast lausnar
Forsetinn rauf pjóbþingib og boóabi nýjar kosn-
ingar — Pompidou áfram forsætisráðherra
¦ De Gaulle Frakklandsforseti
setti stjórnarfundinn, sem boð-
aður hafði verið í gær, á stund-
inni klukkan 2 eftir ísl. tíma.
Hálfri klukkustundu áður veitti
hann Pompidou forsætisráð-
herra áheyrn.
1 framhaldsfrétt var sagt, að
forsetinn hefði tilkynnt í út-
varpsræðu til þjóðarinnar, að
hann ætlaði sér ekki að biðjast
lausnar sem ríkisforseti og rauf
þjóðþingið og boðaði nýjar kosn
ingar. Þingið er rofið frá og með
deginum í gær að telja.
Forsetinn lýsti yfir, að Pompi-
dou héldi áfram að gegna emb-
ætti forsætisráðherra, en þjóð-
aratkvæðinu sem búið var að
boða 16. júní væri frestað, en
sagði ekkert um hvenær það
jrrði látið fara fram.
De Gaulle kvað Frakklandi ógn
að með algeru, kommúnistisku
einræði, og meðan núverandi
„ofbeldisástand" ríkti myndi
hann grípa til annarra ráða en
þjóðaratkvæðis til þess að halda
uppi lögum og reglu í landinu.
Lokaorð hans voru:
Lýðveldið heldur velli. Fólkið
mun átta sig og sameinast á ný
til átaka. Framfarir, sjálfstæði,
friður og frelsi  —  er markið,
'sem stefnt verður að og sigur
mun vinnast.
Á stjórnarfundinum var rætt um
hvað gera skyldi vegna þess öng-
þvcitisástands, sem ríkt hefur í
landinu um þriggja vikna skeiö, en
9 milljónir manna eru nú í verk-
falli, og háværar kröfUr hafa verið
hornar fram um, að de Gaulle fari
frá og stjórn hans.
í útvarpsræðu sinni lauk hann
miklu lofsorði á Pompidou, forsæt-
isrúðherra, sem hann kvað eiga við-
urkenningu allra skilið, fyrir dugn-
að sinn, hollustu og hæfileika. —
„Hann mun gera þær breytingar,
sem hann telur nauðsynlegar á
stjórninni."
Forsetinn minnti á, að hann heföi
lagt til, að þjóöaratkvæði yrði lát-
ið fara fram, svo að þjóðin gæti
tekiö afstöðu til víötækra umþóta
á efnahags- og atvinnusviðinu og
ú háskólafyrirkomulaginu, en sam-
tímis hefðu menn átt þess kost að
geta látið í ljós hvort þeir treystu
áfram forseta sínum.
De Gaulle kvaö þingkosningarn-
ar verða látnar fara fram f sam-
ræmi við ákvæöi stjórnarskrárinn-
ar um þingrof og nýjar kosningar
— „nema búið verði að kefla
frönsku þjóðina svo rækilega, að
hún fái  ekki  að  segja meiningu
Táknmerkin ekki frá Scorpion
Bandarikjaflotinn tilkynnir, ai* athuganir hafi leitt í ljós, að ekkert
bendi til að táknmerkin sem heyrðust og í fyrstu voru talin frá
Scorpion, geti verið frá honum. Leitinni að kafbátnum er haldið
áfram.
sína" — og beitt til þess sömu
aðferðum og beitt er til 'þess að
stúdentar geti stundað nám sitt,
kennararnir kennt og verkamenn
unnið, en í þessu skyni væri beitt
ógnunar- og kúgunaraðferðum' af
flokki manna, sem fyrir löngu hefði
verið skipulagður í þeim tilgangi,
og stjórnmálaflokki, sem hneigðist
að einræði, en hann heföi að vísu
þegar keppinauta & þessu sviði.
Leiðtogi Vinstri samfylkingarinn-
ar, Francois Mitterand flutti ræðu
nokkru síðar og sakaði de Gaulle
um að hafa hvatt til horgarastyrj;-
aldar. Rödd hans hafi verið rödd
einræöisins — og fólkið myndi
þagga niður í þessari rödd.
Jacques Chahan-Delmas forseti
þjóðþingsins sleit fundi í samræmi
við þingrofsboðskap forsetans. —
Gaullistar ráku upp fagnaöaróp en
stjórnarandstæðingar sátu sem fast
ast á meðan og sungu þar næst
franska þjóðsönginn og áður en
þeir fóru æptu þeir, að de Gaulle
yrði að fara frá og „lifi lýðveldið".
Yfir 100.000 manns söfnuðust
saman á Concorde-torgi til stuön-
ings við forsetann. Öllum búöum
var lokað frá Concorde-torgi við
Rue Royale til Madeleinekirkjunn-
ar. Öll bílaumferð var stöðvuð og
hliðið að hinum frægu Tuileries-
görðum var skreytt með rauðum,
hvítum og bláum fána með Lorr-
aine-krossinum. Varpað var niöur
flugmiðum úr lítilli flugvél og fólk
hvatt ti'I að verja lýðveldið og
hafna stjórnleysinu.
Við Elysée-höll var allt með kyrr-
um kjörum og vörður hafði ekki
verið aukinn.
Ræða de Gaulle er skilin svo af
sumum, að hann kunni að heita
undanþáguákvæðum stjórnarskrár-
innar, ef þörf krefur, en þaö getur
forsetinn gert, eftir að hafa ráðg-
azt við forsætisráðherra um slíkt
skref.
Samkvæmt stjórnarskránni skulu
De Gaulle.
nýjar kosningar fara fram 20 — 40
dögum eftir að þing hefur verið
rofiö.
Þingleiötogi kommúnista Robert
Ballanger sakaði de GauIIe um að
hafa sagt frönsku þjóðinni stríð á
hendur og sagði aö verkföllunum
yrði haldið áfram.
Að áliti hankamanna mun ákvörð
un de Gaulle um aö segja ekki af
sér verða til þess að endurvekja
traustið á frankanum, en ýmsir
ætla þó, aö það muni taka tíma að
endurvekja það traust. og þaö þótt
það tækist aö fá verkamerm til
þess aö hefja vínnu á ný.
SÍÐARI FRÉTTIR:
Allt að hálf milljón manna í Par-
ís vottuöu í gær de Gaúlle forseta
samúð með göngu um borgina og
hétu honum stuðningi.
Menn  báru  áróðursspjöMd  og
Kanada ætlar oð viburkenna
kínverska alþýðulýðveldið
Frétt frá Ottawa hermir, a6
Kanada ætli svo fljótt sem verða
má, viðurkenna kínverska alþýðu-
lýöveldiö og "inna að því, að Kína
fái aðild að Sameinuðu þjóðunum.
Pierre Elliot Trudeau forsætis-
ráð'herra skýrði frá þessu í stefnu-
ræðu á þingi. Hann bætti því við,
að Kanada mundi ekki gleyma, að
Taiwan (Formósa) hefði greinilcga
sjálfstæða stjórn.
Trudeau gaf. 1 skyn, að utanrík-
isstefna Kanada yði tekin til gagn-
gerðrar endurskoðunar, svo og efn-
hagsstefnan, hjálpar- og landvarna
stefnan. Hann vék og að endurskoð
un á afstöðu Kanada til Norður-
Atlantshafsbandalagsins, og sagði
skuldbindingar NATO yrði að at-
huga með hliðsjón af ástandinu í
Evrópu.
Novotny og sex öðrum vikið úr mið-
stiórn tékkneska kommúnistaflokksins
Alexander Dubcek, tékkneski
kommúnistaleiðtoginn, hefur stung
ið upp á, að haldinn verði auka-
landsfundur kommúnista í septem-
ber í haust, í þeim tilgangi að
„gera l'lokknum kleift að fram-
kvæma hina nýju stefnu".
Er litið svo á í Prag af þeim,
sem fylgjast bezt með gangi mála,
að tilgangurinn sé að losa sig við
þá sem eftir eru af hinum „harð-
soðnu, afturhaldssömu forsprökk-
un\, sem enn eiga sæti í miðstjórn-
inni". Tillagan var borin fram
á miðstjórnarfundi, sem aHir mið-
stjórnarmennn sátu. Dubcek sagði,
að geta flokksins tH þess að taka
——————ai i iimii—
ákvarðanir og framkvæma væri
lömuð vegna afstöðu hinna aftur-
haldssömu meðlima, sem reyndu að
ala á ókyrrð og vantrausti um leið
og lofsoröin um hina nýju stefnu
streymdu af vörum þeirra.
Síðari fregn hermir, að Novotny
fyrrv. forseta hafi verið vikið úr
miðstjórninni og sex forsprökkum
öðrum, sem allir voru viðriðnir
málaferlin gegn Slansky 1952, en
hann og níu menn aðrir voru þá
dæmdir til lífláts og teknir af lífi
fyrir landráð, njósnir og skemmd-
arverk. Meöal hinna, sem vikið var
úr miðstjórninni eru Karol Cacilek
fyrrv. öryggismálaráðherra og Vili-
am Siroky fyrrv. forsætisráSherra.
franska fána, mynduðu keðjur á
göngunni og sungu franska tojóð-
sönginn við raust. Ekki kom til
neinna átaka.
Þaö er nú staöfest, að forsetinn
ræddi við æðstu hershöföingja á
leið til landseturs síns í fyrradag.
Þá er það staðfest, að fylkis-
stjórar Frakklands fá herlið, ef þarf
til þess að halda atvinnu og efna-
hagslífi í gangi. Parísarfréttaritari
brezka útvarpsins símar, að þar
með séu þeir í reynd orðnir hern-1-
aðarlegir fylkisstjórar.
Því er neitaö, að franskt herlið
staðsett í Vestur-Þýzkalandi verði
flutt heim.
Pompidou forsætisráðherra býst
við að hafa lokið endurskipan
stjórnar sinnar í dag.
Frakklandsbanki baö í gær Al-
þjóða gjaldeyrisþankann í Basel,
Sviss, aö hætta stuðningum við
frankann, sem hafinn var.
Þúsundir hanka um gervalla Evr-
ópu neituðu í gær að skipta frönk-
um og mikiö er rætt um aö frank-
inn verði felldur eða tekin upp ný
skipan.
I Frakklandi hafa öll viðskipti
með gjaldeyri verið bönnuð nema
opinber leyfi sé fyrir.
Sambönd kennara og stúdenta
segjast halda áfram baráttu sinni
gegn stjórninni.
Heimshorna milli
RHODESÍA: Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna hefir einróma sam-
þykkt bann á nærri öll viðskipt.i
við Rhodesiu og er bannið bindandi
fyrir allar þjóðir í samtökunum.
KENNEDY: Robert Kennedy öld-
ungadeildarþingmaður hefir til-
kynnt aö hann muni hlíta þeim úr-
skurði sem felist í úrslitum for-
kosninganna, sem fram fara í Kali-
forníu í næsta mánuði. Er hann
var spuröur i.vort af því mætti á-
lykta, að hann drægi sig í hlé, ef
hann biði ósigur í forkosningunum
svarnði hann, að það, sem hann
hefði sagt þyrfti ekki skýringa við.
KYRRSETNING: í Kína hefvr
brezkur maður, David Crook, koía
hans, sem or fædd í Kanada, og
þrír synir þeirra, verið kyrrsett.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16