Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR . Föstudagur 31. maí 1968.
VISIR
spjallað vm mmRómma
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri:  Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétv.rsson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri . Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar  15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakiö
Prentsmiðja Vísis  -   Edda  hf.
Ottó Schopka:
Mannslífið et dýrt
í velferðarþjóðfélagi, eins og er hér á landi, hefur
þjóðfélagið mikinn kostnað af uppvexti og menntun
hvers einstaklings. En fáir vita, hve mikill þessi kostn-
aður er í raun og veru. Dr. Jón Sigurðsson borgar-
læknir skýrði nýlega frá því í viðtali við Vísi, að hver
18 ára unglingur hafi kostað þjóðfélagið nálægt þrem-
ur milljónum króna að meðaltali.
Þrjár milljónir króna á hvern ungling er geysileg
fjárfesting. Og stundum er jafnvel talað um, að þessi
fjárfesting nægi ekki til að halda hér við nútíma
tækni- og menningarþjóðfélagi. Alla vega er nauðsyn-
legt að gera sér grein fyrir þessu fjárhagslega dæmi,
því að við það sjást ýmsir aðrir hlutir í nýju ljósL
Það kemur t. d. í ljós, hve dýrt það er fyrir íslenzka
þjóðfélagið, ef það missir unga menn úr landi, ekki
sízt ef það eru langskólagengnir menn. Maður með
háskólapróf hefur kostað þjóðfélagið mun meira fé
en meðaltalstalan þrjár milljónir gefur til kynna. Þetta
bendir til þess, að þjóðfélagið verði að gera meira til
að halda þessum verðmætu mönnum heima.
En borgarlæknir var að ræða um mikilvægi heil-
brigðismálanna, þegar hann nefndi þessar þrjár millj-
ónir króna. Hann sagði: „Okkur hættir til að líta á
heilbrigðismál eingöngu sem mannúðarmál og sem
öryggismál fyrir ástvini okkar og sjálfa okkur, en
það er eins og sjá má mjög mikilvægt fyrir efnahag
þjóðarinnar, að þeim mannslífum sé þyrmt, sem bjarg-
að verður, og að vinnufærir menn þurfi ekki að sitja
auðum höndum vegna veikinda, ef komizt verður hjá
bví. í því skyni má fórna talsverðu fé, þannig að það
komi aftur með fullum vöxtum."
Þessara staðreynda verða menn að minnast, þegar
þeim vex í augum hinn mikli kostnaður við sjúkrahús
og læknaþjónustu hér á landi. Undanfarin ár hefur
óhemju fé verið varið til byggingar og útbúnaðar
sjúkrahúsa og til að bæta aðstöðu lækna. Þessi þróun
mun vafalaust halda áfram á næstu árum, eftir því
sem fjárhagsgeta þjóðarinnar leyfir. Það má líta á
þetta sem hagkvæma fjáffestingu.
En þessi mikli kostnaður beinir athyglinni að nauð-
syn þess að gæta lieilsu manna, áður en hún bilar, og
verjast slysum, áður en þau gerast. Um þetta sagði
borgarlæknir, að það yrði að „kenna landsmönnum
að ganga gegnum lífið, temja sér hollar lífsvenjur,
þannig að þeir búi við góða heilsu í víðtækasta og
bezta skilningi þess orðs."
Er ekki of litlu fé varið til að hindra sjúkdóma og
slys, koma fyrirfram í veg fyrir krabbamein, hjarta-
og æðasjúkdóma og aðra nútímasjúkdóma, til um-
ferðarfræðslu og almennrar fræðslu um slysahættu?
Áhugamannafélög hafa' unnið stórvirki á mörgum
þessum sviðum. Það starf þarf að efla sem mest.
Rannsóknir fyrir
iðnaðinn
"pMn meginforsendan fyrir aí-
vaxandi þjóðarframleiðslu í
iðnaöarþjóðfélögum nútímans er,
að nægilegu fjármagni sé varið
til rannsókna. Stórfelldar tækni-
framfarir, sem byggjast á rann-
sóknum, hafa í för með sér si-
batnandi lífskjör alls almenn-
ings.
Hér á landi hafa verið byggð-
ar upp tvær stofnanir, sem eiga
að annast rannsóknir í þágu
iðnaöarins. Þær eru Rannsóknar-
stofnun iönaðarins og Rannsókn
arstofnun byggingariönaðarins.
Hlutverk Rannsóknarstofnunar
iðnaðarins eru rannsóknir til efl-
ingar íslenzkum iðnaði og vegna
nýjunga á sviði iðnaðar og rann-
sóknir á nýtingu náttúruauð-
linda landsins í þágu iðnaðar,
en verkefni Rannsóknarstofn-
unar byggingariðnaöarins eru
rannsóknir í byggingatækni,
prófanir á byggingarefnum og
fleira þess háttar.
Til þessara tveggja rannsókna-
stofnana er varið nokkru fé,
um 9 millj. kr. á fjárlögum yfir-
standandi árs. Þaö liggur í aug-
um uppi að starfsemi rannsókna
stofnana á Islandi hljóta að
vera þröng takmörk sett, bæöi
vegna takmarkaðs fjármagns og
vegna skorts á nægum lærðum
sérfræðingum. Þegar það bæt-
ist við, að launakjör háskóla-
menntaðra sérfræðinga hjá op-
inberum    stofnunum    standast
alls eggi samanburð við það,
sem einkaaöilar bjóða, að ekki
sé minnzt á það sem greitt er
erlendis, er engin furöa þótt
þessum stofnunum standi ekki
margir færir starfskraftar til
boða. Stofnanirnar hafa því orð-
ið að sérhæfa sig að fáum verk-
efnum og því ber ekki að neita
að ýmis þýðingarmikil sviö hafa
orðið útundan. En von er þó til,
að með vaxandi fjármagni, tak-
ist þeim aö færa út starfsemi
sína.
Þegar rætt er um rannsóknir
í þágu iðnaöarins á Islandi, er
þó rétt að gera sér grein fyrir
því, að svo f jármagnssnautt þjóð
félag eins og Island getur aldrei
vænzt þess að verða sjálfu sér
nóg um allar slíkar rannsóknir.
Hér þarf að veita iðnfyrirtækj-
um greiðan aðgang að upplýs-
ingum um nýjustu hagnýtu vís-
inda- og tækniframfarir erlendis
og gera þeim kleift að færa sér
þær £ nyt. Víða erlendis eru
starfandi tæknilegar upplýsinga-
stofnanir, sem safna saman
margháttuöum fróðleik um
tækniframfarir 1 öllum greinum
iðnaðar og miðla þeim, sem þang
að leita. Slíka stofnun þyrfti að
setja upp hér á Iandi og í nánu
samstarfi við erlendar stofnan-
ir ætti hún að geta oröið íslenzk-
um iðnfyrirtækjum ómetanleg
stoð. Meö þessu fyrirkomulagi
mundi einnig f jármagn, sem ann
ars færi til frumrannsókna,
verða miklu betur nýtt og ár-
angurinn skilaði sér fyrr og bet-
ur. Hugsanlegt væri að nota ein
hverja af þeim stofnunum, sem
nú þegar eru til 1 landinu, til
þess að gegna þessu hlutverki
og kemur þá fyrst til greina Iðn-
aðarmálastofnun Islands, en hún
rekur m. a. tæknibókasafn þar
sem mikinn fróöleik er að finna
um nýjungar í iðnaðinum. Gera
þarf þeirri stofnun betur kleift
að dreifa þeim þekkingarforða,
sem hún býr yfir, til iðnfyrir-
tækja og jafnframt að hvetja
þau til þess að sækja þangað
aukna kunnáttu.
Leggja verður þó áherzlu á,
aö á ýmsum sviðum iönaðar
verður að stunda grundvallar-
rannsóknir hér á landi og verja
til þess verulegu fjármagni.
Þetta á einkum við um þau
sviö, þar sem sérstakar aðstæö-
ur ríkja hér á landi og erfitt er
fyrir Islendinga að sækja sér
hagnýtan fróðleik til annarra
landa. Þetta á t. d. við um bygg-
ingariðnaðinn, hér þarf að gera
rannsóknir í byggingartækni og
byggingaraðferðum, reyna þarf
hin margvíslegu byggingarefni,
veðurþol þeirra o. fl., þar sem
íslenzk veðrátta er ólík því sem
gerist annars staðar og þaö er
margreynt að þau efni, sem
kunna að vera góð og hagnýt til
bygginga erlendis, koma oft að
litlum notum hér á landi. Enn-
fremur væri eölilegt, að hin
mikla fiskveiðiþjóð stundaði
rannsóknir á sviði fiskveiða og
fiskiðnaðar og þá m. a. á
geymlsu matvæla, og einnig á
sviði fiskiskipasmíða og hins
margvfslega tæknibúnaöar, sem
til þeirra er notaður í dag.
Auknar iðnaðarrannsóknir
verða einn af hornsteinum vax-
andi velmegunar á Islandi 1
framtlöinni. Verja þarf auknu
f jármagni til rannsókna á næstu
árum og gera þarf rannsókna-
og tæknistofnunum iönaöarins
kleift aö hafa hina færustu sér-
fræðinga í sinni þjónustu. Með
því móti veröur framfarasókn
iðnaðarins í framtíðinni tryggð.
Úlfaþytur um starfsmanna-
félag í Straumsvík
Starfsmenn og forráðamenn ISAL vilja stofna
eitt stéttarfélag fyrir alla starfsmenn fyrir-
tækisins, en verkalýosfélögin eru />v/ andv'ig
Allt er nú að snúast á annan
endann suður í Straumsvík,
vegna þess að stungið hefur ver-
ið upp á því við starfsmenn
ÍSAL þar, að þeir stofnuðu
með sér starfsmannafélag, sem
kæmi fram sem eitt stéttarfélag
gagnvart forráðamönnum ISAL.
Frumkvæðið kom frá fram-
kvæmdastjóra íslenzka álfélags-
ins, Ragnari Halldórssyni en
starfsfólkiö hafði mikið rætt um
það. Hann kallaði starfsfólk fé-
lagsins á sinn fund fyrir
skömmu og bað það að hugleiða
hvort ráölagt væri fyrir það að
tryggja hagsmuni sína með stofn
un slíks starfsmannafélags til
þess að koma fram sem einn
samræmdur aðili gagnvart for-
ráðam. félagsins. — Nú er
starfsfólkið í einum 20 verkalýðs
félögum, sem gera almenna
kjarasamninga við vinnuveitend-
ur. íslenzka álfélagið er þó ekki
aöili að samtökum vinnuveit-
enda og eru því hvorki verka-
lýðsfélögin né félagið bundið
þeim samningum, sem gerðir
eru á þeim vettvangi.
T Tm 60 starfsstúlkur og hliðar-
verðir hafa boðað til verk-
falls, sem á að hefjast 6. júní
næstkomandi, hafi ekki samizt
fyrir þann tíma. Ákveðið mun
hafa veriö að boða til verkfalls-
ins áður en spursmálið um starfs
mannafélagið kom á daginn.
— Það þarf ekki að fara i
grafgötur með þaö, að uppá-
stunga mín gerir ráö fyrir stétt-
arfélagi allra starfsmanna ISAL,
sagði Ragnar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri ISAL, þegar Vísir
ræddi við hann í morgun. Við
höfum velt þessu lengi fyrir okk-
ur m. a. vegna þess að við er-
um ekki 1 Vinnuveitendasam-
bandi Islands. Það gerir það að
verkum, að eitthvert hinna 20
verkalýðsfélaga, sem starfsfólk-
ið er í, getur gert hjá okkur
verkfall hvenær sem er, þar sem
þau eru ekki bundin þeim heild-
arsamningum, sem samtök
verkalýðsfélaga og samtök
vinnuveitenda gera sín á milli.
Við viljum að starfsfólk at-
hugi það sjálft, hvaö þvi sjálfu
er fyrir beztu og bað ég það aö
hugleiða, hvort það hefði sjálft
hag af því aö stofna starfs-
mannafélag, sem væri stéttarfé-
lag allra starfsmanna félagsins.
Ef því litist ekki á tillöguna
væri þaö útrætt mál.
Ég á erfitt meö að skilja allt
þetta moldviðri um þetta mál,
þar sem það er yfirlýst stefna
forráðamanna verkalýðsfélag-
anna, að verkamenn semji sjálf-
ir um kjör sín og kaup.
Hermann Guðmundsson, for-.
maður Verkamannafélagsins
Hlífar, viðurkennir raunar sjálf-
ur, að sérstakar aöstæöur gildi
fyrir ISAL, þar sem hann hefur
látið boða til verkfalla til að
knýja fram aðra samninga en
gilda milli verkalýösf élaganna og
Vinnuveitendasambandsins. Með
því viðurkennir hann að semja
verði sérstaklega við ISAL fyrir
utan heildarsamningana.
— Þaö heitir, aö ISAL sé ekki
I Vinnuveitendasambandinu,
sagði Snorri Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambands
íslands. Hitt er svo annað mál,
hvaða samband er þar á milli.
m-* 10. síða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16