Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR . Föstudagur 31. maí 1968.
RAUÐI
DANNI
Tjegar þetta er skrifað, er enn
ekkert vitað með vissu,
hver veröur endanleg ákvörðun
de Gaulle forseta, en flestar lík-
ur benda til þess, að hann hafi
misst með öllu stjórnartökin.
Samkomulag um lausn verk-
fallanna hefur farið út um þúf
ur, stuðningsmenn hans viröast
líka hafa snúizt gegn honum
og tekið nú loksins af skarið
um það, að i aðferðum sínum
ætli hann sér að hrifsa meiri
völd úr höndum þjóðþingsins
en stjórnarskráin heimilar, til-
laga hans um aö efna til þjóð-
aratkvæöagreiöslu um lausn
vandamálanna sé ólögleg! Virö
ist sem þessi ákvörðun hafi
fengið mjög á de Gaulle, svo
hann flúði skyndilega Ur Parfs,
faldi sig um tima og hvarf
loks til hins gamla sveitaset-
urs síns i Colombey-les-deux-
Eglises. Ef til vill hefur hann
þar meö fariö að nýju í útlegö,
eða er það enn mögulegt, að
hann búi yfir slíkum krafti að
hann geti staðið sem klettur
móti straumi? Um það veröur
ekkd hægt að ræða hér og bíður
til næstu viku, þegar málin skýr-
ast.
En í stað þess Iangar mig
hér til aö rabba nokkuð um
annan foringja, sem risið hef-
ur upp með frönsku þjóöini, —
mann sem var með öllu óþekkt
ur fyrir nokkrum vikum, korn-
ungur maður, aðeins 23 ára gam
all, og hann jafnvel útlend-
ingur í landinu. AÖ visu er
vafasamt hvort hann sé þess
umkominn að veita nokkra for-
ustu f framtíðini, því að verk
hans hefur aöallega verið að
rífa niður. Hitt er þokukennd-
ara, hvernig á að vera hægt að
byggja upp að nýju eftir þau
reiðarslög sem yfir hafa geng-
ið.
TV|"aöur sá sem ég á hér við
er stúdentaforinginn Dani-
el Cohn-Bendit. En telja verð-
ur að hann eigi meiri þátt en
nokkur annar í aö koma af
stað þeirri ólgu og uppreisnar-
anda, sem nú ríkir í Frakklandi
svo að allt leikur á reiðiskjálfi.
Eftir að allt var komið I bál
skrapp hann að vísu burt frá
Frakklandi, skrapp austur til
Þýzkalands til þess að leita
samráða við uppreisnargjarna
þýzka stúdenta. Og nú í vik-
unni bárust fréttir um það, aö
hann ætlaði að snúa aftur til
Parísar, en franskir landamæra
verðir meinuðu honum för yfir
landamærin. Hann lét það þó
ekki á sig fá, heldur læddist
yfir marklinuna að næturþeli,
sem er víst ekki mikill vandi,
þar sem landamæragæzla milli
þessara tveggja samstarfsríkja
er að mestu afnumin, nema rétt
með aðalvegunum. Um miðja
vikuna var hann svo kominn
aftur til Parísar í miðjan hóp
stúdenta og hafði lögreglan
engin tök á því að grípa hann
þar, enda annaö meira ,sem
hún þarf að sinna.
"Thaniel Cohn Bendit er sem
fyrr segir 23 ára gamall,
kallaður Danni rauði vegna
þess, að hann er eld-rauðhærð-
ur. Hann er fæddur í Frakk- i
landi, sonur Gyðingahióna sem
flýðu Þýzkaland 1933. Hafði
faðir  hans  verið  málfærslu-
maður í Berlín, og taldi hann
ekki lífvænt þar eftir valda-
töku Hitlers. Ekki mun fjöl-
skyldan þó hafa orðið aö þola
neinar beinar Gyðingaofsóknir
og þó Þjóðverjar tækju síðar
Frakkland, létu þeir þessa
flóttafjölskyldu afskiptalausa.
Árið 1958 eða sama árið og
de Gaulle komst til valda þeg
ar Daniel var 13 ára fluttust
foreldrar hans aftur heim til
Þýzkalands og stundaði piltur
inn síðan nám í þýzkum mennta
skóla í sex ár. Hafði hagur
foreldranna batnað mjög við
það að þau fengu sér dæmdar
skaðab. fyrir eignamissi vegna
fyrri- eignaupptöku nasista.
Þegar Daniel hafði lokið mennta
skólanámi hlaut hannmjöggóða
námsstyrki, sem einnig byggð-
ust á þeim ákvöröunum Þjóð-
verja að bæta mönnum af Gyð
ingaættum tjón á fjármunum
og stöðu, sem þeir hefðu orðið
fyrir. Styrkir þeir sem hann
hefur notið, hafa verið svo ríf
legir, að hann hefur vafalaust
komizt betur af en flestir
franskir stúdentar.
"Ú'g hef áður rætt hér um
fyrsta tilefni stúdentaóeirð
anna í Nanterre-háskólahverf-
inu, sem var krafan um sam-
blöndun kynjanna á stúdenta-
görðunum. En sjálfur kallaöi
Danni rauði þetta vandamál —
„að kynferðismál stúdenta hafa
ekki veriö leyst." En hvað stúd
entagöröunum viövíkur, þá er
þetta vandamál þó enn flóknara
í augum hans og fylgismanna
hans. Það er sem sagt höfuö-
krafa þeirra, að stúdentagarö-
arnir séu ekki ætlaðir einungis
Daniel Cohn-Bcndit.
að þurfa  að vinna meira  en
tvo  til þrjá  daga í viku,  en
lifa likt og stúdentar eins og
þá lystir.
A ðalkjarninn í þessari hug-
mynd er að stúdentar og
verkamenn eigi að mynda sam
eiginlega alþýðuæsku, þannig
myndi um leið leysast stétta-
vandamálið, verkalýðurinn fá
greiðari aðgang að skólum og
kynblöndun verða meiri milli
hinna ólíku stétta.
Það merkilega er, að einmitt
í þessu efni veröur fyrsti hug
sjónaágreiningurinn milli stúd-
entahópsins og kommúnista.
Þetta kemur fram i þvi, að
kommúnistar eru algerlega
fjandsamlegir slíkri samblönd
un verkalýös og stúdenta.
Cohn-Bendit  og  félagar  hans
arfari í lýðræðisríkjunum vegna
þess að þar hafa loforöin verið
svikin. 1 lýöræöisríkjunum sé þó
enn ef til vill hægt að trúa
á loforöin, þó menn hafi 111
dæmi fyrir sér.
„Við þurfum að berjast á
tveimur vígstöðvum"; sagði
Danni rauði nýlega í samtali,
— „Við þurfum á eina hliðina
að berjast við de Gaulle, sem
reynir að verja ríki sitt, en á
hina hliðina þurfum við að
berjast við Kommúnistaflokk-
inn og kommúnísku verkalýös-
félögin, sem reyna aö verja yf-
irráð sín yfir verkalýösstétt-
inni."
Cohn-Bendit heldur því statt
og stöðugt fram að þorri verka
lýðsins sé f eöli sínu andvígur
flokkskrumlum kommúnista og
það hafi einmitt komið mjög
fyrir stúdenta, heldur skuli
ungir verkamenn einnig fá vist
þar. Það skiptir þessa ungu
byltingarmenn litlu máli þó
langt sé frá þvi að hægt sé að
fullnægja þörf námsmanna
fyrir stúdentagarða. Hitt telja
þeir mikilvægara að skapa
sem nánast samband milli
menntastéttanna og verka-
manna og hefur þeim að þessu
leyti verið líkt við kínverska
alþýðubyltingarmenn.
Þeir halda þvi fram, að þaö
sé ein stærsta þjóðfélagsbylting
in, hve námsmönnum hefur
fjölgað og hve almennur náms
tími hefur þannig lengzt. Þaö
eigi að skipa málum þannig, aö
ungir menn allt fram undir
þrítugsaldur eigi ekki að vinna
nema að mjög takmörkuðu leyti,
þetta aldursskeiö eigi að nota
til þess að hugsa og skapa sér
hugsjónagrundvöll í Hfinu.
Þetta sama segja þeir að eigi
einnig að gilda um hina tornæm
ari þjóðfélagsmeðlimi, sem gef
ast upp við langskólanám og
gerast verkamenn. Þeir neyðist
til að kasta sér út I fulla
vinnu til að glíma viö þann fjár
hagsvanda sem leiðir af fjöl-
skyldustofnun og húsnæöisút-
vegun. En í stað þess eigi þeir
kröfu til þjóðfélagsins um þaö
að mega búa á stúdentagörð-
um til þrítugsaldurs og eigi ekki
segja að það sé vegna þess aö
kommúnistarnir vilji aö verka
lýðurinn sé áfram nokkurs
kbnar þarfa-fénaður, sem
þeir geti beitt fyrir flokksstarf-
semi sína. Þeir vilja halda
verkalýðnum áfram niöurlægð
um og, kúguðum, því að á því
byggist vald flokksins.
Síöan má leiða þennan á-
greining lengra. Stúdentarnir
kringum Cohn-Bendit segjast
vera sósíalistar og þeir viöur-
kenna einnig gildi þeirrar
stéttabaráttu, sem kommúnist-
ar hafa beitt sér fyrir, — vegna
þess að stéttaskiptingin fyrir-
finnst í þjóðfélaginu. En síðan
greinir þá á, — að kommún-
istarnir vilja viðhalda stétta-
skiptingunni, hversu fögur sem
fyrirheit þeirra eru um afnám
hennar. Stúdentarnir kringum
Cohn-Bendit telja hins vegar,
að það sé aðalatriðiö að afnema
stéttaskiptinguna og skapa öll-
um jafna afstöðu.
Tjegar að því stigi kemur, að
Marxistísk bylting yröi
framkvæmd veröur ágreining-
urinn enn svæsnari. Hinir ungu
byltingarsinnuðu stúdentar for
dæma hugtakið „einræöi öreig
anna eða verkalýðsins." Þeir
segjast jafnvel hafa enn ríkari
fyrirlitningu á einræðinu í
kommúnistarikjunum en stjórn-
greinilega f ljós í siðustu á-
tökum, þar sem málgögn komm
únista sýndu það glöggt að þau
vildu ekki þessi uppþot núna.
Þau kölluðu stúdentana „fyrir
litlega arnarkista" og þáu létu
það i ljósi í samningaviðleitni,
að þeir vildU ekki steypa de
Gaulle. Ef til vill stafaði það
af því, að kommúnistar álitu
mótspyrnu de Gaulle gegn
Bandarikjunum mikilvæga, ef til
vill af þvl að kommúnistar ótt
uðust að yfirráðum þeirra yf-
ir verkalýðnum væri hætta
búin, þegar hin nýja byltingar
stefna kenndi að verkalýður og
stúdentar ættu að sameinast
og ryöja úr vegi stéttaskipt-
ingu.
En greinilegast kom þessi á-
greiningur t ljós, þegar bylt-
ingarstúdentar komu I fylk-
ingu að Renault-bilaverksmiðj-
unum og vildu sameinast verka
mönnum þar. Þeir fengu ekki
inngöngu, ekki vegna þess að
verkalýðurinn væri þeim and-
vígur, heldur af því að fulltrú-
ar Kommúnistaflokksins eöa
heil skipulögð klika þeirra í
stjórn verkalýösráðanna óttað-
ist aö missa vald í samtökun-
um. Allan timann síðan hefur
þessi barátta staðið, á að leyfa
samvinnu stúdenta og verka-
manna og kommúnistarnir hafa
»-»- 10. slða.
íins %m
AS þessu sinhi leitaði blaðið til
nokkurra Reykvíkinga og þóttí
tilhlýðilegt að spyrja einhvers
f sambandi við H-breytinguna
og var spurningin þannig:
Hvað flnnst yður erfið-
ast við hægri umf erðina?
Friðjón Friðjónsson,
skrifstofustjóri:
Það er ekkert erfitt við aö
breyta yfir. Þetta er allt saman
svo leikandi létt. Ég hef ekki
gert neina vitleysu ennþá, held
ég, og vonast til að það haldistj
•*<»i**S^^*r
^—^^^^^fcj-
Ingólfur Waage,
innheimtumaður:
Mér er alveg sama, þótt ég
aki hægra megin. Ég þekki bæ-
inn svo vel, að þaö er engin
hætta á að ruglast. Umferöin
úti á landi veröur eflaust mun
erf iðari og vil ég t. d. skilyrðis-
laust láta breikka „Kambana".
Þorbergur Skúlason,
vistmaður á Elliheimilinu Grund:
Ég verð nú aö segja, að það
er orðiö miklu erfiðara fyrir mig
að hjóla, eftir aö maður þarf að
vera á öörum kanti. Svo finnst
mér bílarnir taka allt of mikið
„pláss" og vera dálítið fyrir
manni. Annars finnst mér erfið-
ast að hjóla, þar sem sandur er
mikill og laus möl.
Sigríður Halblaub, húsmóðir:
Mér finnst þetta ekkert sér-
staklega erfitt. Ég hef nú frekar
Iftið ekið og ekki lent í neinum
óhöppum. Bjó lengi 1 Þýzkalandi
ogvarð þá mjög hægri sinnuö*
þvi þegar ég kom huigað, gekk
ég á alla þá sem voru hægra
megin á gangstéttum.
Guöbjörg Magnúsdóttir,
húsmóðir:
Þetta er ekkert erfitt. Ég hef
aöeins. ekiö einu sinni á móti
umferöinni og kom það þá ekki
að sök. Annars finnst mér að
umferðarmerki megi vera fleiri
og laga beri ljósin á gatnamót-
um Nóatúns og Laugavegar. Hef
ekið i 6 ár og aldrei neitt komið
fyrir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16