Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V í SIR . Laugardagur 1. júní 1968.

^nEHUii
Fiskimjöl til manneldis
— Gesfir á „íslendingar og hafíð" tá að
bragba á pylsum og kexi gerðu m.a. ór
fiskimjöli
IZytBringardagur Rannsókna-
stofnunar fiskiönaðarins á
sýningtmni „Islendingar og haf-
ið" var í gær og kynnti dr. Sig-
urðar Pétursson stofnunina á
fundi með fréttamönnum í
fyrrad. í Laugardalshöllinni Var
fréttamönnum boðið að bragða
á pylsum og, kexi sem gert
er meöal annars úr fiski
mjöli og fá gestir sýningarinnar
einnig að bragða á þessum sér-
kennilegu matvælum, sem hugs
anlega geta bætt mjög úr eggja
hvítuskortinum sem mikill hluti
mannkynsins þjáist af.
Á síðustu árum hefur mikill
áhugi á fiskimjölsframleiðslu til
manneldis vaknað I mörgum
löndum.
Hráefnið sem kemur til
greina hér á landi til slíkrar
framleiSslu er: 1. Ferskur heil
fiskur, svo sem síld og loðna.
2.  Fiskúrgangur frá flökum o.fl.
3.  Pressukökur úr síld, loðnu og
karfaúrgangi. 4. Fiskimjöl ýmiss
konar: Síidar- loðnu og karfa-
mjöl og þorskmjöl unnið án
slógs.
Gera verður ráð fyrir því
að til framleiðslu á fiskimjöli til
manneldis yrði eingöngu notað
ferskt hráefni eða pressukaka
eða mjöl unnið úr fersku hrá-
efni við skilyrði, sem hæfa mat-
vælaframleiðslu.
Aðalatriðin ið framleiðslu
manneldismjöls er að losna við
vatn og lýsi úr hráefninu. Ódýr
asta leiðin til þess er að sjóöa
fiskinn og pressa eins og gert
er í síldarverksmiðjunum. Pann
ig má losna við meginhluta
vatns og lýsis úr hráefninu.
Helmingur mannkyns þjáist
af éggjahvítuskorti. Fiskimjöl
til manneldis er nær eingöngu
eggjahvita. Það er talið munu
geta bætt úr éggjahvítuskorti
þróunarlandanna.
Með því aö blanda manneldis-
mjöli í ýmsar korntegundir, svo
sem hveiti og hrísgrjón, er bætt
í þær lífsnauðsynlegum eggja-
hvítuefnum úr dýraríkinu. Jurta
eggjahvita er hins vegar nær-
ingarfræðilega ekki fullkomin,
þar sem hana skortir ýmsar lífs
nauðsynlegar aminosýrur, sem
eggjahvituefnin eru byggð upp
af.
Tilraunir meö það, aö blanda
manneldismjöli í ýmsar fæðu-
tegundir, sem almennt er neytt
hafa sýnt, að auövelt er að baka
brauð og kökur og búa til
makkaroni og spaghetti úr
hveitiblönduðu manneldismjöli.
Ennfremur hafa súpur og ýmsir
drykkir þar sem manneldismjöl
kemur í stað mjólkurdufts eða
kjötkrafts veriö búnir til í sama
tilgangi.

Dr. Sigurður H. Pétursson skýrii út efnasamsetningu í hinu
ljuffenga kexi og fiskpylsum.
Uppskriftin af kexi því, sem
hér er gefin er tekin eftir Dr.
N.D. Sidwell, Bureau of Corrmi
ercial Fisheries, CoMege Park,
Maryland, með sniávægilegum
breytingum.
Kex með  10% manneldis-
mjöli.
Smjörlíki 110 grömm.
sykur 100 grömm.
1 egg 50 grömm
rúml % dl vatn S0 gr.
vanilla 4 gr.
(rúml. V2 tesk)
hveiti 200 gr.
+22 gr manneldismjöl
salt 1 gr.
(framan í tesk.)
lyftiduft 7 gr.
(rúml. y2 tesk.)
Hveiti, sykur, salt, lyftiduft
og manneldismjöl hrært vel
saman. Smjörlíkið mulið út i og
hnoðað saman við. Vætt í með
vatninu og egginu og hrært vel
saman og deigið hnoðað. Flatt
út og mótað i smáar kexkökur
Bakað við 200-225°C
Fiskpylsur
Aðalhráefnið í fiskpylsum er
afskurður og annað, sem til fell
ur við snyrtingu og pökkun á
fiskflökum I hraðfrystihúsun-
um. Gott er að nota reyktar, ð-
dýrar fisktegundir til bragð-
auka.
1 pylsurnar fer og nokkuð af
jurtaolíu svo og bindiefni og
krydd.
Hráefnið í fiskpylsur er all-
miklu ódýrara en i kjötpylsur
og má geta þess, að hæsti kostn
aðarliðurinn við framleiðslu
þeirra, fyrir utan vinnulaun, eru
langarnir utan um þær.
Lögtök
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtuiin-
ar f Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp-
kveðnum 1. þ.m. verða lögtök átin fara fram fyrir ó-
goldnum fyrirframgreiðslum opinberra gjaida, sam-
kvæmt gjaldheimtuseðli 1967, sem féllu í gjalddaga 1.
febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí, og 1, júní 1968. Gjöld-
in eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbóka-
gjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatrygginga-
gjald atvinnurekenda skv. 40 gr. alm. tryggingalaga,
lífeyristryggingagjald atvinnurekenda skv. 28. gr.
sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, alm. trygg-
ingasjóðsgjald, tekjuútsvar, eignaútsvar, aðstöðugjald,
sjúkrasamlagrgjald, iðnlánasjóðsgjald, launaskattur og
iðnaðargjald.
Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framan-
greindra gjalda, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði,
verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar
auglýsingar, verði tilskildar greiðslur ekki inntar af
hendi innan þess tíma.
Reykjavík, 1. júní 1968.
Borgarfógetaembættið.
Aðeins vika eftir
þar til óseld þyrlupóstumslög verða eyðilögð.
Hafið þér tryggt yður eintak? Umslögin fast
í Frímerkjaverzlunum borgarinnar.
Landssamband ísi. frímerkjasafnara.
Frá Samvinnuskólanum
Bifröst
Umsóknir um Samvinnuskólann skulu hafa
borizt fyrir 1. júní 1968. Inntökuskilyrði eru
gagnfræðapróf eða landspróf og fylgi afrit af
prófskírteini umsókninni. Umsóknir berist
skrif stofu skólans, Sambandshúsinu við Sölv-
hJlsgötu, Reykjavík, merktar: Samvinnuskól-
inn, Bifröst — Fræðsludeild.
Samvinnuskólinn Bifröst.
SÖNGSKEMMTUN I
HÁSKÓLABÍÓI
Finnski samkórinn HELSINGIN LAULU frá
Helsingfors heldur söngskemmtun í Háskóla
bíói laugardaginn 1. júní kl. 16.00.
Stjórnandi: Kauli Kallioniemi
Einscngvari: Enni Syrjála
Aðgöngumiðasala í bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar og bókab. Lárusar Blöndal
Skólavörðustíg og Vesturveri og við inngang-
inn.
Bónstöð,   blfreiðaþjónusfa
LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg).
Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif-
reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott,
hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum
(leðurlíki). Bónum og ryksugum.
SÍMI 21145.
M—amw
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16