Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Laugardagur 1/júní 1968.
20-30 þúsund kr.
afofið í spori-
merkjum
Brotist var í fyrrinótt í skrifstof-
ur Landhelgisgæzlunnar við Ána-
naust og stolið þaðan sparimerkj-
um að verðmæti fyrir 20 til 30 þiis-
und krónur.
Haföi þjófurinn, eða þjófarnir
komist inn í húsið með einhverjum
hætti og síðan brotizt inn á skrif
stofuna. Þar höfðu þeir gert tölu-
verðaieit, að því að staffsfólkinu
virtist, þegar það mætti til vinnu
•'aginn eftir. Hörðu þeir brotið og
skemmt nokkuð hýbýlin.
Enn hefur ekki hafzt upp á þjófn
um, en málið er í rannsókn.
swass

. iazhuí^tei
Gestirnir borðuðu
3000 fiskpylsur
Yfir 3000 fiskpylsur voru borð-
aðar í gærkvöldi í Laugardalshöll-
inni á sýningunni „íslendingar og
hafið" og kexið, sem inniheldur
fiskmjöl sem framleitt er í tilrauna-
skyni til manneldis, varð strax mjög
vinsælt.
Aðsókn a" sýningunni er allgóð,
— gestir eitthvað á annan tug þús-
unda. í kvöld og í dag er dagur
Heykjavfkur á sýningunni. Fóst-
bræður skemmta m. a. með söng
og á sýninguna kemur borgarstjðri
Edinborgar í heimsókn. Nánar er
sagt frá sýningunni í auglýsingu í
blaðinu í dag.
Hverjir eru þeir í grænu búningunumr
.  Bifreiðaeftirlitib í umferðarvörzlu
Margir í umferðinni hafa velt því fyrir sér, síð-
ustu daga, hverjir þeir voru þessir nýju íögreglu-
þjónar í grænu einkennisbúningunum, sem sums
staðar hafa sézt á hornum stjórnandi umferðinni.
„Þeir spyrja mann sumir,
hvort þeir eigi að ávarpa mann
á sænsku eöa íslenzku", sagði
PáH Kristjánsson frá Bifreiða-
eftirliti ríkisins, þegar við hitt-
um hann að máli á gatnamótum
Hringbrautar og Sóleyjargötu í
gær, rétt meðan hlé varð á um
ferðinni.
,,Já, spyrja menn um græna
búninginn?"
„Mikil ósköp! Einn spurði,
hvort ég væri frá Pósti og síma,
og annar sagðist hafa gizkað á
það við kunningja sinn, að viö
værum sérstök deild innan lög-
reglunnar."
Páll sagði okkur, að þeir
væru níu frá Bifreiðaeftirlitinu,
sem hefðu verið við umferðar-
vörzlu síðan á H-dag, en tveir
væru við eftirlit úti á landi. Á
n:eðan hefur eftirlitið ^ert hlé
á sinni árlegu aðalskoöun, en
nokkrir menn vinna inni í Borg-
artúni við skyndiskoöanir.
„Hvernig líkar þér nýja starf
ið, Páll? Þetta betra en að skríða
undir bílanna?'
„Nei! Þá vildi ég heldur gamla
starfiö — skríða undir bíla."
Eins og menn hafa sjálfsagt
þegar skilið, þá eru þetta engir
lögregluþjónar, þessir menn á
grænu einkennisbúningunum,
heldur starfsmenn bifreiðaeftir-
litsins.
„Hvernig taka menn leiðsögn
inni,  Páll?"
„Heldur vel, en sumir þó
illa."
Síðan urðum við aö kveðja
Pál Kristjánsson, bifreiðaeftir-
litsmann, því umferðin var far-
in að aukast aftur. Við gátum
vel skilið, að honum þætti verka
skiptin ekki góð. Það var áreið
anlega hálf einmanalegt að
standa þarna úti á miðri Hring-
brautinni með bílanna brunandi
í báöar áttir ,en fáa gangandi
vegfarendur. Vart nokkur, sem
kastaði á hann kveðju, eða gaf
sér tíma til skrafs.
Má aldrei vera of bjartsýnn
— segir Benedikt Gunnarsson listmálari,
sem opnar í dag sýningu / Bogasalnum
Benedikt Gunnarsson listmálari
opnar í dag kl. 4 sýningu á 30 mál-
verkum og 25 oliu- og vatnslita-
myndum í Bogasal Þjóðminjasafns-
ins. Benedikt hélt sýningu fyrir
réttu ári síðan, og var aðsókn að
þeirri sýningu mjög góð og seldust
flestar myndirnar. Myndirnar sem
eru á þessari sýningu eru málaðar
á s.I. og þessu ári. Benedikt er kenn
ari við Myndlistar- og handíðaskóla
íslands en hann stundaði listnám
hér í Reykjavík og á listaháskólum
í Kaupmannahöl'n, Frakklandi og
Spáni.
„Ég var nú ekki mjög vongóður
fyrir síðustu sýninguna mína", —
sagði Benedikt við blaðamann Vís-
is ,,— og satt að segja var ég alvcg
hissa á hvað hún gekk vel. Maöir
má aldrei vera of bjartsýnn, en ég
er nú samt öllu bjartsýnni nú en
þá".
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 2—10 fram að 9. júní.
Sýníng Juttu
Guðbergsson lýkur
o mánudog
AÖsókn að málverkasýningu
Juttu D. Guöbergsson í Hallveigar-
stöðum hefur verið góð og hafa
allmargar myndir selzt. Síöasti sýn-
Ingardagur er annar i hvítasunnu
og er sýningin opin frá kl. 2—10.
Bifreioaeftirlitsmennirnir hafa ekki verið síöur röggsamir við um-
ferðarstjórnina en lögreglan.
Ekkert oð marka Ijósin ennjbtí
— segir gatnamálastjóri
Enn gefst tími til að bæta f safnið, því fresturinn til að skila skotvopnum hefur verið framlengd-
ur til 15. júní. Bjarki Elíasson og Ásgeir Thoroddsen virða fyrir sér safnið.
Við vitum um fleiri
„Við þurfum að gera umferð-
artalningu, þegar umferðin er
aftur komin í eðlilegt horf, og
I stilla þá umferðarljósin sam-
j kvæmt þeirri talningu," sagði
gatnamálast}óri, Ingi Ú. Magnús
son, aðspurður um, hvort stilling
umferðarljósanna á Miklubraut-
inni yrði höfð óbreytt í fram-
tíðinni.
„Við erum svona að átta okkur
á þessu nánar. Hjá okkur hefur ver
iö enskur umferðarljósasérfræð-
ingur, sem viö höfum farið með
um bæinn, og hann hefur smám
saman stillt ljósin."
Margir hafa kvartað undan þvi,
hve seinlega gengi að komast yfir
á Ijósunum á Miklubraut á öllum
gatnamótum hennar, en þó verst
á gatnamótum Lönguhlíðar. Aki bif
reið austur Miklubraut og ætli norð
skammbyssur
— segir lögreglan — 125 skammbyssur
og 6 vélbyssum skilað
M „Vlð vitum af nokkrum, sem
hafa skammbyssur og ðskráðar
byssur í fðrum sínum, en hafa
ekki skilað þeim ennþá,"
sagði Bjarki Elíasson, yfirlög-
regluþjónn, við blaðamenn í
?.ær.
„Okkur hefur verið tilkynnt
um nokkrar slíkar án ]><•*?;, að
eigenduroir viti af þvt."
Til lögreglunnar í Reykjavík
hefur veríð skilað 112 skammbyss-
um og tvær vélbyssur hafa borizt
siðan gefin var út tilkynning um,
að refsiákvæðum yrði ekki beitt
gegn þeim, sem skiluðu ólöglegum
skotvopnum fyrir 1. júni -- í dag,
"eða letu skrá óskrásett skotvopn
áður en fres'túruin rynni út.
Á þessum sama tima er búið að
gefa út bysiiuleyfi fyrir 385 rifflum
, og haglabyssum, sem hvergi voru
á skrá áður.
Tvær vélbyssur hafði reynd-
ar verið komið með, áður en
tilkynningin  var  gefin út.
Þetta kom fram á fundi, sem
Bjarki Elíasson og Ásgeir Thor-
oddsen, fulltrúi í dómsmálaráöu-
neytinu, héldu með blaðamönnum
niður á lögreglustöð í gær, en þá
var þeim einnig sýnt það safn sem
birizt hafði að.
„Það hefur verið ákveðið að f'ram-
lengja frestinum til þess að skila
ólöglegum skotvopnum til 15. júní
og gefa |>eim tækifæri, sem enn
i iga eftii a."> skila Þaö hefur fjöldi
,:•'/   >   10  síðu
ur Lönguhlíð, getur það kostað
hana langa bið við Ijósin, áður en
hún kemst inn á Lönguhlíðina, því
að sjaldnast kemst nema ein bif-
reið í einu yfir á grænu Ijósi, sem
stendur aðeins i 4—5 sekúndur.
„Græna ljósbylgjan á ljósunum
frá Lönguhlíð að Kringlumýrar-
braut er stillt miðaö viö 45 km.
hraða á bílunum, eins og hann
var áður, en hámarkið er eins og
er 35 km. Svo að það er ekki bein-
línis að marka þetta ennþá, fyrr en
umferðin er orðin eðlileg aftur.
Við erum með 3 stillingar á ljós
unum eina fyrir tímabilið frá kl.
7 til 9.30 á morgnana, aðra frá
9.30 til 4, og þriðju frá kl. 4 til
7 um kvöldið. Við þurfum að bæta
þarna inn nýrri stillingu fyrir mat-
artímann."
Yfir 30 þús. manns hafa
séð Sound of AAusic
— Myndin kostabi eina milljón 'i innkaupi
tt Á aðeins einum mánuði hafa yfir 30 þúsund manns brugðið
sér vestur i Háskólabió og horft á kvikmyndina heimsfrægu „The
Sound of Music. Er langt siðan að' kvikmynd hefur gengið sve
lengi í þessu stærsta kvikmyndahúsi landsins. Virðist ekkert lát
vera á aðsókn og verður myndin sýnd eitthvað fram yfir hvíía-
sunnu, að því er Friðfinnur Ólafsson, forstjóri, tjáði blaðinu^.
Leiguverð myndarinnar er 1 millj
króna og er það jafnframt lang
hæsta upphæö, sem greidd hefur
verið fyrir kvikmynd af islenzkum
aðila. Meðalverð á kvikmyndum,
sem teknar eru :i leigu er um
100 þúsund krónur og er hér því
um tíl'alt verði að ræða. — Venju-
lega lækkar verð á kvikmyndum er
frá liður, en það virðist öfugt vera
meö þessa mynd. „Tónaflóð" hefur
farið mikla sigurför um heim ali
an og fengið frabæra dóma enda
mjög vandað til gerðar hennar og
ekkert til sparað.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16