Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 04.06.1968, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 4. júp>' 1968. 9 Skákmótið sett á hvítasunnu Taimanov er þungt hugsi. ■ Hið alþjóðiega skákmót, Fiske-mótið svokallaða, hófst í Tjarnarbúð á hvítasunnudag klukkan tvö. Formaður Taflfé- Iags Reykjavíkur bauð gesti velkomna. Þá talaði menntamála- ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, og að lokum flutti ambassa1- dor Bandaríkjanna, Carl Rolwaag, ávarp. Ræðumenn minnt- ust hins mikla velgjörðamanns skáklistar hér á landi, prófess- ors Daniel WiIIard Fiske, en mótið er helgað minningu hans. Að loknum ræðuhöldum opnaði Geir Hallgrímsson mótið formlega með því að leika fyrsta leik mótsins í skák þeirra stórmeistara Szabo og Vasjúkoffs. «-Mót þetta er hiö sterkasta, sem hér hefur verið haldiö, aö frátöldu heimsmeistaramóti stúd enda, er fram fór fyrir nokkrum Guðmundur Sigurjónsson og Byme eigast við. árum. Reikna má meö, að ein- hver hinna erlendu stórmeistara muni fara meö sigur afihólmi, t. d. annarhvor Rússanna, Taim- anov og Vasjúkoff, en einnig binda menn vonir við Friðrik Ólafsson. Hann hefur þó öröuga aðstöðu, þar sem hann hefur staðiö í erfiðum próflestri og prófum aö undanförnu og lítt sem ekki getað sinnt skáklist- inni. Það varpaði nokkmm skugga á fyrstu umferðina, að Friðrik var forfallaður, hafði orðið aö bregöa sér norður í land af fjöl- skylduástæðum. Skák hans og Benónýs Benediktssonar var þvl frestað. Einnig forfallaðist Frey- steinn Þorbergsson á siðustu stundu, en hann átti að tefla við Guðmund Sigurjónsson, upp- rennandi ungan mann. Það, er helzt kom á óvart i fyrstu umferð, var sigur Braga Kristjánssonar yfir Inga R. Jó- hannssyni. Ingi lék af sér drottn ingunni í timahraki. Stórmeist- ararnir Szabo og Vasjúkoff gerðu jafntefli, en biðskák var hjá Uhlmann og Ostojic i nokk- uð jafnri stööu. Uhlmann sótti á lengst af, en skákin jafnaöist undir lokin. Aðrar skákir fóru þannig: Addison vann Jón Krist- insson, Byme vann Jóhann Sig- urjónsson og Taimanov vann Andrés Fjeldsted. ÍSLENDINGAR SIGURSÆLIR Á EVRÓPU- MEISTARAMÓTISJÓSTANGAVEIÐIMANNA J \ \ S Veðurguðirnir og Ægir óhliðhollir — Hægt að laða erlenda sjóstangaveiðimenn til landsins @1 Veiðidögunum þremur á Evrópumeistaramóti sjó- stangaveiðimanna, sem hald- ið er hér á landi þessa dag- ana, lauk í gær. Veðurguð- irnir voru heldur óhliðhollir þátttakendum, nema í gær og Ægir konungur var ekki sér- lega gjöfull. Að minnsta kosti þótti íslenzkum þátttak- endum í mótinu veiðin held- ur treg. Erlendu veiðimennirn ir á mótinu, en þeir voru um 70, þóttust þó aldrei hafa komizt í betri veiði, að því er Bolli Gunnarsson, formaður Sjóstangaveiðimannafélags Reykiavíkur, sagði Vísi. Þeir voru hæslánægðir og nefndu það margir að koma hingað aftur til að veiða úr sjó. Mótið hófst á föstudaginn með viðhöfn á Hótel Loftleiö- um. Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra, sem er verndari mótsins, setti þaö. Róið var frá Keflavík á miðin á 22 bátum, laugardag, -sunnu- dag og mánudag. Þátttakendur eru 138. Keppt er um 115 verðlauna- bikara á mótinu, en úrslit móts- ins veröa ekki kunn að öðru leyti fyrr en á morgun. Orslit- in í veigamestu greinunum liggja þó þegar fyrir. Evrópumeistaratignin í sjó- stangaveiðum þessa árs fer eftir þeim afla, sem fékkst á hvíta- sunnudag. I karlaflokki var Matthias Einarsson, Akureyri efstur. Hann fékk 197,1 kg. Annar varö John Short, Englandi með 175 kg. Þriðji varð J. Wadham, Englandi með 162,1 kg. Evrópumeistari kvenna varð Erla Eiríksdóttir Keflavík. Hún fékk 44,9 kg. Önnur varð Jór- un Þórðardóttir, Keflavik, 38,1 kg. Þriðja Margrét A. Helga- dóttir, Keflavik, 34,7 kg. — Fjórar erlendar konur tóku þátt i keppninni. Á hvítasunnudag var einnig háð sveitakeppni, þar sem hvert land mátti senda tvær fjögurra manna sveitir. Þrjú lönd sendu tvær sveitir, ísland, England og Bandaríkin. Hin 10 löndin sendu öll eina sveit. B-sveit fslands vann sveita keppnina með samanlögðum 376 kg. afla. í henni voru Halldór Snorrason, Jóhann Gunnlaugs- son, Sigurður Herbertsson og Matthías Einarsson. B-sveit Eng lands varð önnur með 271 kg. og sveit V-Þýzkalands þriðja með 251 kg. í unglingakeppninni sigraði Einar K. Einarsson, Reykjavík með 38,7 kg. Annar varð M. Smith frá Englandi, 33,2 kg., en hann hefur orðið unglingameist- ari þrjú undanfarin ár. Þriöji varð L. Haigh frá Englandi meö 26,6 kg. Ég' er ekki frá því að hægt sé að laða erienda íerðamenn hingað til landr meðfram í þeim tilgangi að þeir stundi sjóstanga veiðar, sagði Bolli Gunnarsson, þegar Vísir ræddi við hann í gær. Það eru ekki mörg lönd, sem geta boöiö upp á jafn góð fiskimið. Erlendu þátttakendurn ir létu mjög vel af veiðinni. Belgiski prinsinn, H. D. Poul- ton, sem er forseti Evrópusam- bands sjóstangaveiðimanna og sem er bræðrungur belgíska konungsins, hefur til að mvnda aldrei lent I annarri eins veiði og við Eldey. Hann og félagar hans á Eldingunni, lentu þar í stórufsa, sem er ekki dónalegur fiskur að veiða á stöng. Frá sjóstangaveiðimótinu um helgina. (Ljósm. Þórður Sturlaugsson). i * * * \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.