Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1S IR . Fimmtudagur 6. júní 1968.

Bættu metið um hálfa mínútu!
F'fógur met sett á sundmótinu / gærkvöldi
¦ Nú byrja sundmetin fyrir alvöru að hrynja eitt af öðru.
Það gerir tvenrit, — gifurlegar framfarir margra beztu sund-
manna og kvenna okkar og að nú er keppt í 50 metra braut
og metin þar „ónumið land", ef svo mætti segja.
¦ I gærkvöldi v«ni 4 íslandsmet slegin í Laugardalslaug-
inni, þrátt fyrir allt of míkinn klór í lauginni, sem gerði mönn-
um erfitt fyrir, því að klórinn fer illa í augun, og að auki var
vatnið mjög skítugt, sem sundfólki finnst mjög bagalegt í
kappsundi.
Sigrún Siggeirsd. og Hrafnhildur Kristjánsd. á sundmótinu i gær
Ellen Ingvadóttir, aðeins 16
ára gömul stúlka úr Ármanni,
tók metið í 200 metra bringu-
sundinu af Hrafnhildi Guömunds
dóttur, synti á 3.01.6 og vann
öruggan sigur í sundinu, en
Hrafnhildur var ekki meö í
þessari grein. Hins vegar tókst
Leikni Jónss. ekki að bæta met
Harðar B. Finnssonar í þessu
sundi í karlaflokknum. Hann
fékk tímann 2.45.7, en metið er
2.42.1, sett 1964. Leiknir lenti
nýlega i bílslysi og hefur enn
ekki náð sér fyllilega, en metið
i þessu sundi ætti ekki að standa
lengi í veginum.
Hrafnhildur Kristjánsdóttir
setti ágætt met í 100 metra
flugsundinu, bætti eigið met um
2.1 sek, synti á 1.17.6. Hin met-
in voru sett í 4x100 metra
skriðsundunum. Armannssveitir
voru í bæði skiptin að verki.
Stúlkurnar (Hrafnhildur — Ellen
— Sigrún og Matthildur) syntu
á 4.48.0 sem er mjög góður tími,
og bættu met Selfossstúlknanna
um heila sekúndu. I karlasundi
setti Ármannssveitin glæsilegt
met, bætti fyrra metið frá i
fyrra um nærri hálfa mínútu,
eða úr 4.41.1 í 4.12.9 mín. Þrjár
fyrstu sveitirnar voru allar
undir gamla metinu, Ármann-b
á 4.30.5 og Ægir á 4.33.7 min.
Skemmtilegasta keppnin í
gærkvöldi var þó milli þeirra
Hrafnhildar Guömundsdóttur og
hinnar kornungu Sigrúnar Sig-
geirsdóttur í 100 metra <9ak-
sundinu. Að vísu mistókst met-
tilraun þeirra, en hnifjafnar
komu þær í markið á 1.18.6 sem
er 4 sekúndubrotum lakara en
met Sigrúnar. Eflaust eiga þær
báðar eftir að fara langt niöur
fyrir þann tíma á næstunni.
Sigrún var dæmd á undan i
þessu sundi.
Hrafnhildur varin hins vegar
100 metra skriösundiö á 1.06.0
en 200 metra skriðsund vann
Guðmundur Gíslason á 2.14.0
og 100 metra flugsund vann
Guðmundur, jafnaöi þar met
sitt, synti á 1.03.6. Loks vann
Gunnar Kristjánsson, Ármanni,
100 metra baksund á 1.15.4.
Guðmundi Gíslasyni var af-
hentur bikar í gærkvöldi í heið-
ursskyni fyrir það afrek að hafa
sett 100 Islandsmet i sundi. Voru
það Sundsamband íslands og
Sundráð Reykjavíkur, sem gáfu
bikarinn. Hrafnhildur Guðmunds
dóttir á án efa eftir að ná þess-
um áfanga, en met hennar eru
orðin 70 talsins, — þriðji í röð-
inni er lærifaðir þeirra Jónas
Halldórsson, hann setti 54 met
á sinum tima, og þótti talsvert
þá.
Námskeið í
frúarleikfimi
I dag hefst námskeið í rrúarleik-
fimi á vegum Judofélags Reykja-
víkur, á 5. hæð í liusi Júpiter &
Marz á Kirkjusandi og verða æf-
ingar á mánudögum og fimmtudög-
um kl. 8.30—9.30 á kvöldin.
Áherzla verður, lögð á alhliða
þjálfun, en einnig verða kennd
ýmiss brögð, sem komið geta að
notum í vörn gegn likamsárás. En
því ber ekki að neita, aö sá sem
.er þjálfaður og hefur lært sérstak-
lega sjálfsvarnaraðferðir, stendur
mun betur að vigi en þeir, sem
aldrei hafa reynt slíkt, ef til átaka
kemur.
Hátt gráðaður judoþjálfari mun
kenna á námskeiðinu.
Nú er einnig að hefjast judo-
námskeið fyrir skólafólk, drengi
frá 12 ára aldri, og eru æfingar
þeirra á sama stað og á sömu dög-
um kl. 6—8 á kvöldin.
Þjálfaranámskeið
í Danmörku
Borizt hefur boð frá danska
handknattleikssambandinu um að
senda 2 þjálfara á námskeið 1.
stigs, sem fram fara f Vejle á
tímabilinu 3.-7. júli eða 23.-27.
júlí. Geta þátttakendur valið um,
hvort tímabilið þeir kjósa fremur.
Þeir þjálfarar, sem hug hafa á
að sækja riámskeið þessi tilkynni
það stjórn H.S.Í. fyrir 11. júní n.k.
FENGU
GERÐU Þ0
s
HEIÐARLEGA TILRAUN
Vestmannaeyingar fengu „eldskírnina" í gærkvöldi
¦ Vestmannaeyingar
gerðu heiðarlegar tilraun-
ir til að halda uppi léttum
og skemmtilegum samleik
1 gærkvöldi í sínum fyrsta
„stórleik", þegar þeir léku
í Keflavík við atvinnu-
mennina frá Essen. Að vísu
lauk leiknum með léttum
sigri Þjóðverjanna 4:0, en
engu að siður voru tilraun-
ir Eyjamanna ekki sem
verstar oft á tíðum.
Framlinan hjá ÍBV-liðinu átti
sannarlega skilið að skora a.m.k.
eitt mark í leiknum, en það vantaði
þetta  afgerandi,  skotin,  það vai
Heimsmeistararnir
voru slegnir út
Italia og Júgoslavia leika til úrslita
'i Evrópukeppni landsliba
•  England,  heimsmeistararn-  var ekki skorað fyrr en á 43.
ir í knattspyrnu voru í gær  mínútu  í  siðari  hálfleik  af
slegnir út f undanúrslitunum í  Dzajic. -
Evrópubikarkeppni   landsliða.
Það voru Júgóslavar, sem unnu  #  ítalir og  Júgóslavar  leika
þá með 1:0 í Flörens á ítallu.     -  til úrslita í keppnlnni. Úr-
•  Leikurinn virðist hafa verið  slitin fara fram í Róm á laugar-
mjög jafn, því sigurmarkið  daginn.
engu líkara en framlínumenn
væru dauöfeimnir. Varnarmennirn-
ir voru hins vegar lítt feimnir og
í varnarmálunum var það Viktor
Helgason, sem hafði öll tök í
hðndum.
í byrjun leiks skoruðu Vest-
mannaeyingar að vísu mark, en
markið var réttilega dæmt af.
Hannes Þ. Sigurðsson sá það sjálf-
ur, enda þótt línuvarðar nyti ekki
við, þeir höfðu báðir tekið að sér
syöri helming vallarins í ógáti.-.
•  Eftir 18 mínútur skórar
Wirsching útherji 1:0 eftir iaglég'-
an leik Þjóðverjanna og g'óða serid-
ingu miðherjans.
•  2:0 7 min. siðar. Sumum
fannst ólöglega sótt að Páli mark-
verði, sem var á undan að ná i
bolt^nn, en Vollmer miðherji krækti
bolt.anum til sín og skoraði.
•  Á 38. mín. skorar Bauer-
kampfer með marki, sem allir vilja
sjá i kappleik, jafnvel frá and-
stæðingum, þrumuskot af 15 metra
færi, gjörsamlega óverjandi.
0 Þegar 2 mín. voru eftir skor-
ar varamaður, sem kom inn 4:0 upp
úr þvögu innan vitateigs.
Um 1000 áhorfendur komu til að
sjá þennan leik þrátt fyrir kulda-
gjóstur af norðri. Hálf er þaö nú
óviðkunnanlegt að heyra stálpaða
pilta og jafnvel fullorðna menn
I hrópa „heil Hitler" í háðungarskyni
eftir þessum þýzku gestum okkar.
Vestmannaeyingar sækja þarna að þýzka markinu, en án árangurs.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16