Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR . Miðvikudagur 12. júní 1968.
LITLI-OTTO!
Hann fer trá Siglufirdi til Alpe d'Huez
Otto Tschude, norski skíðakappinn sem sigraði
svo glæsilega á Skarðsmótinu á dögunum stoppaði
ekki lengi í Noregi eftir heimkomuna. Norskir
skíðamenn virðast hafa góðan tíma til að stunda
íþrótt sína, enda næst árangur á alþjóðamótum
ekki öðru vísi.
Otto, eða Litli-Ottó, eins og
hann er kallaður fór eftir heim-
komuna til Norefjell, þar sem
skíðaþing Norðmanna var hald-
ið, en að því búnu heldur hann
aftur til Osló oc þaðan fljúgandi
til Mið-Evrópu þar sem hann
verður í mánuð við skíðaiðkun,
m.a. í Alpe d'Huez. Undir lok
júlí verður Ottó heima, — og
þá koma skíðamenn Norðmanna
í alpagreinum saman í Stavern
til æfinga og síðan á Stryn. Loks
hefst skólinn, en reiknað er með
feröalögum til Mið-Evrópu bæði
fyrir og eftir jól.
Jon Terje Överland, félagi
Tshude, sem varö að þola tap
fyrir Tshude bæði í svigi
og stórsvigi á Skarðsmótinu
hélt til Bandaríkjanna, — hann
mun stunda stunda þar nám í
Denver í Colorado, sem reynd-
ar býður líka upp á stórkostleg
tækifæri til að stunda skíða-
sport. Tchude hyggur reyndar
einnig á nám í Denver að loknu
stúdentsprófi.
Tshude lét mjög vel af gest-
risni Islendinga. Honum fannst
mikið koma til áhugans hér á
landi fyrir skíðaíþróttinni og að
85 þátttakendur skyldu vera
með. Hann talaði um lengstu
stórsvigsbraut í heimi og var
undrandi á að ekki skyldi vera
Keppnin i 2. deild heldur á-
fram i kvöld á Hafnarfjarðarvelli.
Þar eigast við lið Hauka og Þrótt
ar. Leikurinn hefst kl. 20.30.
Litli-Ottó, 19 ára gamall og efnilegasti Norðmaðurinn í Alpa-
greinum f dag. - Hér /æðir hann við Helga Sveinsson,
íþróttaleiðtoga á Siglufirði (Mynd: Hafliði Guðmundsson).
þar skíðalyfta. Skíðamennirnir
þurftu að „klifra" ekki minna
en 3 kílómetra upp í brekkuna.
Siglfirðingar voru heppnir að
fá þessa tvo c. fræknustu alpa-
greinamönnum Noregs til sín og
satt að segja fór ferðalag þeirra
furðu hljótt Einhvern tima hefur
ómerkilegri fþróttamenn borið
að garði, og hærra heyrzt frá
fjölmiðlunartækjunum.
jbp.
18á>astúikastökk
1.87 í hástökki
ÁTJÁN ára gömul a-þýzk stúlka,
Rita Schmidt virðist vera líkleg til
að hnekkja meti rússnesku stúlk-
unnar Jolanda Balas í hástbkki.
Rita stökk á dögunum 1.87 m, sem
er landsmet. en heimsmet Balas
er 1.91 metri
Náði Rita Schmidt þessum ár-
angri í Sofía. Balas mun hætt að
æfa frjálsar íþróttir. Hún var á
tímabili ein þeirra sem grunuð var
um aö vera ekki rétt kynjuð, en
eins og menn muna reis mikið mál
út af læknisskoðunum á Evrópu-
meistaramótinu. Balas er hins veg
ar nýgift og hyggur ekki á frekari
keppni, enda méiddist hún illa á
fæti og hefur ekki náð sér að fullu.
jþróttablaðið meb yfirlitsgreinum:
Ekki ástæða til að geta
. um handboltann?
O IþróttablaðiS, fyrsta hefti þess
árgangs (nokkuð siðbúið), er nú
komið út. Reyndar er fremur hægt
að tala um bók cn blað, því að
hér er um að ræða 116 síðna rit-
verk, talsvert samanþjappað, þvl
að enda þótt margar myndir fylgi
eru þær fremur litlar og „ræna"
litlu plássi frá textanum.
• Eins og venjulega er fyrsta
biað ársins helgað yfirlitsgreinum
um íþróttastarf síðasta árs ásamt
afrekaskrám í frjálsum fþróttum
og sundi.
O Það hlýtur að vekja talsverða
athygli lesenda að af þesum 116
síðum er frjálsum íþróttum helg-
aðar a.m.k. 35 blaðsíður. Knatt-
spyrnuíþróttinni er úthlutað 10
síðum, en þjóðaríþróttinni, glímu,
er komið fyrir á einum 16 síðum.
O Enn meiri athygli vekur að á
handbolta, íþróttina, sem við stönd
um oggur skást í er ekki minnzt.
Hins végar gefur ritstjóri þá skýr-
ingu að svo mikið hafi verið skrif
að um handknattleik í Iþróttablaðið verði gerð grein fyrir handknattleik
fyrr í vetur að ekki ætti að þurfa ] síðari hluta síðasta vetrar í næsta
neinu þar við að bæta. Hins vegar ! blaði!
Skákkeppni UMFÍ
Hafin er sveitakeppni i skák á
vegum Ungmennafélags íslands og
taka 10 héraðssambönd þátt i
keppninni. Keppt er f fjögurra
manna sVeitum.
í forkeppni er kcppt í þremur
riðlum, og fer efsta sveitin úr hverj
um riðli i úrslitakeppniha, sem háð
verður að Eiðum um leið og lands
mót UMFÍ fer þar fram í næsta
mánuðli
Um siðustu helgi fór fram keppni
í tveimur ríðlum forkeppnínnar
Á Akureyri kepptu Ungmenna- og
FILMUR DGVELAR  S.F.
FRÁMKQLLUN
„KOPIERINC"
& LITFILMUR
FILMUR OG VELAR  S.F.
SKOLAVÖRUUSTÍG
íþróttasamband      Austurlands,
Héraðssamband Suður-Þingeyinga
og Ungmennasamband Eyjafjarðar
Fðru leikar þannig: UÍA vann HSÞ
3V&—'/2, UMSE vann UÍA 2y2—
\% og UMSE vann HSÞ 3»/2-
y2 .Ungmennasamband Eyjafjarðar
hlaut þvi samanlagt 6 vinninga,
UÍA 5 vinninga og HSÞ 1 vinning.
UMSE sá u;n mótiö*
Þá kepptu á sama tima i Kópa
vogi lið Héraðssambands Snæfells
ness- og Hnappadalssýslu, Héraðs-
sambandsins Skarphéðins og Ung-
mennasambands  Kjararnessþings.
Lcikar fóru þannig að UMSK
vann HSH 4—0, HSK og HSH
gerðu jafntefli 2—2 og UMSK vann
HSK 2V2—\y2- Samtals hlaut
UMSK þvi Ö>/2 vinning, HSK 3i/2
vinning og HSH 2vinnlnga. Skák-
stjóri var Gísli Pétursson. UMSK
sá um mótið.
í sigursveít Ungmennasambands
Eyjafjarðar voru þessir menn: Guö
mundur Eiðsson, Armann Búason,
Hjörleifur Halldórsson og Hreinn
Hrafnsson.
í sigursveit UMSK voru: Lárus
Johnsen, Jónas Þorvaldsson, Bjórg-
vin  GuðmundSson  og  Ari  Guð-
mundsson.
Keppni í þriðja riðlinum fer fram
á Blönduósi dngana 22. og 23. júnf.
Þar keppa: Ungmennasamband
Austur-Húnvetninga, Ungmenna-
samband Skagafjaröar, Ungménna-
samband Dalamanna og Héraðssam
band Strandamanna.
Vítaspyrnan þrítekin
en alltaf „brennt af"
— Vitaspyrnu„kómedia" i Kópavogi, þegar
Breiaablik og Selfoss gerbu jafntefli
Breiðablik í Kópavogi og Sel-
foss gerðu jafntefli um helgina i
2. deild i knattspyrnu. Lauk
leiknum með 1:1, en í hálfleik
hafði Selfoss eitt mark yfir.
Heldur voru Breiðabliksmenn
betri aðilinn, — en það er ekki
nóg að láta boltann ganga frá
manni til manns, það verður að
skora líka, það ætlaði að ganga
erfiðlega.
Um miðjan seinni hálfleik var
Breiðabliki dæmd vítaspyrna. Guð-
mundur Þórðarsun framkvæmdi
spyrnuna, en „brenndi af". Dómar-
inn lét endurtaka spyrnuna þar eð
markvörður hafði hreyft sig á lín-
unni. Enn gerst það sama þegar
Jón Ingi reynir sig. En markvörð-
urinn kemur enn til bjargar. Hins
vegar hreyfði markvörðurinn sig
ekki í þriðju tilraun, sem Jón Ingi,
hin mesta skytta, gerði. Þá fór
boltinn langt yfir markið!
Það er svo furðulegt, að Breiða-
biik jafnaði nokkru síðar, á vita-
spyrnu! Þá var það Daði Jónsson,
sem kom til skjalanna og skoraði
örugglega. En hvað gerist? Dómar
inn vill að spyrnan sé endurtekin.
Nú hafði' hann ekki verið búinn aö
flauta. Daði reynir enn, — og enn
liggur boltinn í netinu.
VÍKINGUR - FH
1:1 í 2. DEILD
Víkingar og FH léku í gærkvöldi
í 2. de. j í knattspyrnu á Mela-
vélli og fóru léikar svo að liðin
skoruðu sitt hvort markið f fyrri
hálfleik, og lauk leiknum svo að
jafntefli varð 1:1.
Kemur þétta nokkuð á óvart
því að FH kom úr 3. deild ,en
Víkingar hafa staðið sig vel til
þessa og í 2. deild unnu ?eir Þrótt
nýlega með 3:2 og telja margir
Víkinga líklega til að fara upp i
t. deild í sumar.
Auglýsið í Vísi
Benfica
fapaði enn
— nú heima 'i Portúgal
Það á ekki af Benfica að ganga.
Liðið tapaði í úrslitum Evrópu-
keppninnar iyrir Manchester Un-
ited, og um helgina tapaði liðið i
undanúrslitum í blkarkeppni Portú
gals fyrir Porto, méð 2:5 saman-
lagt, en séinni hálfleikinn vann
Porto 3:0 og mætir Setubal í úrslit
unum n.k. sunnudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16