Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSTR   M'SviknHamr ". '"""í "><«?.
morgun
útlönd í morgun
¦fttlönd í morgun
lítlorid í morgun
iltlönd
Þúsundir stúdenta berjast vid lögreglu í Purís og víður:
BARIZT MEÐ GRJÓTI, BAR-
EFLUM OG BENSÍNSPRENGJUM
Að minnsta kosti 1000 manns
vora handteknir fyrir mótmælaað-
gerðir í Parfs í nótt. Þrír menn slös-
uöust alvarlega í óeirðunum, og
slðkkviliöið átti í Köggi við um
3000 smábruna víösvegar um Par-
ís, og nú fyrir hádegið var verið
að slökkva eld í götuvirkjum, sem
hlaðin höfðu veriö í miðborginni.
Lögreglan barðist í nótt við þus-
undir stúdenta í París, og breið-
götum miðborgarinnar var breytt í
vígveHi og háðir voru harðir bard-
agar á a.m.k. fimm stööum báð-
um megin við Signu. Bardagarnir
hófust í gær eftir að mótmæla-
ganga hafði verið farin, vegna þess
að tveir menn höfðu fallið I viöur-
eign við lögregluna á mánudag og
þriðjudag. 17 ára gamall mennta-
skólanemi drukknaöi í Signu á
flótta undan lögreglunni, og verka-
maður við Peugeot-verksmiðjurn-
ar varð fyrir byssukúlu frá lögregl-
unni.
Stúdentarnir beittu grjóti, barefl
um, „MðWtov-kokteilum" og yfir-
leitt öHu lauslegu gegn lögreglunni.
Bflum var vett til og stólar og borð
dregín öt úr kaffihusum til að hlaða
götu^ðrki, en Idgreglan sötti á og
jafnaði þau viö jörð meö jaröýt-
um.
Miklar mótmælaaðgeröir voru
einnig í Toulouse, Saint Nazaire,
Perpignan og öðrum bæjum í nótt.
I Perpigan tóku  fleiri  hundruö,
bændur einnig þátt í mótmælunum
til að lýsa andúð sinni á innflutn-
ingi á grænmeti frá Marokkó og |
Spáni.
í Toulouse hófust bardagarnir,
eftir að stúdentar höfðu brotizt inn
í skrifstofu Gaulle-istaflokksins og
hlaöið götuvirki þar úti fyrir.
Jomes Earl Ray
flutfur í rantm-
gerðasta fangelsi
Bretlands
í gær var James Earl Ray ,
sem talinn er vera morðingi dr.
Martin Luthers Kings, fluttur í
eltt rammgerðasta fangelsi Bret-
lands. Það er í öryggisálmu
Wandsworth-fangelsis, en um
svipað leyti undirritaði fangelsis
stjórinn í Tennessee, Buford Ell-
ington, ýmis skjöl, sem nauðsyn-
leg eru til að fá hann framseld-
an.
Wandsworth-fangelsið  er  i
miðju stærsta negrahverfinu  í
London. Áður var Ray í Brixton
fangelsinu, þar sem tveir lög-
reglumenn héldu vörð um hann ¦
inni i klefanum dag og nótt, og ,
talsmaður innanríkisráðuneytis-
Ins  sagði,  að sömu öryggis-
ráðstafanirnar yrðu viðhafðar í I
Wandsworth-fangelsinu.
Þessi mynd var tekin síðast þegar stúdentaóeirðirnar urðu í Paris. Stúdentar verjast lögreglunni
með öllum tiltækum ráðum. Þeir hlaða götuvirki og velta bifreiðum til að tálma för Iögreglunnar.
William V/estmoreland leyst-
ur frá störfum
— Creighton er nú æðs// hershöfðingi 'i V'ietnam
0 William Westmoreland hers-
höfðingi yfirgaf Víetnam í gær eftir
að hafa veriö í fjögur ár æösti yf-
irmaður herliðsins þar. Skömmu
áður en hinn umdeildi hershöfðíngi
fór frá Víetnam viðurkenndi hann,
að ómöigulegt væri að vinna þar
„klassískan" hernaðarsigur, án þess
að hernaöaraðgerðirnar yröu veru-
lega auknar.
•   Westmoreland kom til Víet-
A-Þjóðverjar herða
á vegabréfaeftirliti
Austur-þýzka stjórnin kunngerði
í gær, að Vestur-Þjóðverjar og íbú-.
Blaiberg í hættu
1 gærkvöldi lá dr. Philip Blaiberg
enn á Groote Schuur sjúkrahúsinu
í Höfðaborg í Suöur-Afríku, en
læknar þar reyna að draga úr lifr-
arbólgu, sem hann þjáist af.
Dr Barnard, sem skipti um hjarta
í Blaiberg 2. janúar, er nú á leið
til Höfðaborgar til að reyna að
koma þessum fræga sjúklingi sínum
HI bjargar.
ar Vestur-Berlínar þurfi hér eftir
vegabréfsáritun til aö ferðast um
Austur-Þýzkaland. Til þessa hafa
þeir einungis þurft að sýha nafn-
stírteina til að fá að fara um
austur-þýzk yfirráðasvæði.
Austur-þýzki innanríkisráðherr-
an, Friedrich Dickel, sagði í aust-
ur-þýzka þjóðþinginu, að þessar
nýju ráðstafanlr væru nauösynleg
ar, vegna hinnar nýju lagasetning
ar í Vestur-Þýzkalandi, sem felur
stjórninni í Bonn alræðisvöld, sé
um^að.ræða ásælni erlends aðila
eða sérstaka spennu í innánríkis-
ástandinu.
¦W———————HK' »IWWI
nam í janúar 1964 og tók fimm
mánuöum síðar við yfirstjórn hinna
16000 hernaðarráðunauta, sem þá
voru í landinu. í gær tók Creighton
hershöfðingi við stjórninni yfir hin
um 525.000 hermönnum, sem eiga
í bardögum víðsvegar um Víetnam.
Sfðan Bandaríkin hófu þátttöku í
styrjöldinni áriö 1961 hafa falliö
yfir 24000 bandarískir hermenn, þar
af meira en fjórði hlutinn í ár.
Uppreisn í fangelsi
í Atl
íanta
— Fangarnir hafa 20 g'isla á valdi s'inu
Fjórir vopnaðir fangar í ríkisfangels
inu í Atlanta í Georgíufylki tóku í
gær 20 konur og karla sem gísla,
og lýstu yfir því, að þeim yrði ekki
sleppt, fyrr en „fangelsiskerfiö
hefði verið lagfært". Skothvellur
heyrðist skö,mmu eftir, aö fangarnir
höfðu lagt undir sig eina álmu
byggingarinnar, en fangelsisstjór-
inn Olin G. Blackwell sagði, að
enginn hefði særzt fram til þessa.
Fangarnir tóku fyrst 21 gísl meö-
al starfsfólks fangelsins, 15 karla
og 6 konur, en slepptu síðar einni
konunni íir haldi, þegar hún veikt-
ist skyndilega.  '
.Blackwell fangelsisstjóri segir,
að fangarnir hafi fyrst haft í huga
áð-flýja, þar sem þeir höfSu ekki
neinar skipulegar kröfur f r'am að
færa, þegar hann reyndi að semja
við þá, heldur fóru aðeins fram á,
„að fangelsiö yrði lagfært". Hann
sagði að fangarnir hefðu undir hönd
um tvær skammbyssur og eitthvað
af skotfærum.-
Fangarnir vildu tala við blaða-
manninn William B. Williams frá
blaðinu „Atlanta Constitution",
sem nýlega skrifaði greinaflokk um
ástandið bak við múrana. William
fór einn inn í fangelsið, þar sem
eru 2700 fangar.
Þetta fangelsi hefir á sínum tíma
hýst slíka „glæpahöfðingja" sem
Al Capone og sovézka njósnarann
Rudolph Abel áöur en hann var
framseldur í skiptum fyrir Gary
Powérs, flugmanrtinn á U-2 vélinni,
sém Rússar náðu.
LONDON. Lautinant Leslie Willi-
ams, sem reynir nú að sigla um-
hverfis jörðina einn á báti sínum
„The Spirit of Cutty Sark", varð
fyrir einkennilegu áfalli um helg-
ina. Hann fann að báturinn rakst
á eitthvað, þar sem átti að vera
auður sjór, þegar hann gáði betur
að, kom í ljós, aö það var ekki
sker, sem báturinn steýtti á, held-
ur stórhveli.
AMMAN. Jórdanir ætla aö setja
upp sendiráð í Kaupmannahöfn til
þess aö gæta hagsmuna lands síns
á Noröurlöndum og i Niðurlöndum,
eftir því sem segir í fregnum frá
Amman í gær.
MOSKVA. Ungur Breti hefur verið
handtekinn í stórborginni Tasjkent
í Austurhluta Sovétríkjanna fyrir
að hafa smyglað með sér eitur-
lyfinu hashish. Þetta atvik minnir
á annan Breta, sem handtekinn var
á sömu forsendum og var dæmdur
í fjögurra ára fangelsi fyrir vikið.
KAUPMANNAHÖFN. Jozef Cyr-
ankiawicz er kominn í opinbera
heimsókn til Danmerkur. 'Tann
lenti á Kastrúp-flugvelli, þar sem
Hilmar Baunsgaard forsætisráð-
herra tók á móti honum. Þetta er
í fyrsta sinn, sem pólskur forsætis-
ráðherra heimsækir eitthvert Norð-
urlandanna.
MOSKVA. Aö undanförnu hafa sýn
ingar staðið yfir í Moskvu á leik-
riti Tsékovs „Þrjár systur". Verk-
ið hefur verið fært upp í mjög
breyttri og ádeilukenndri mynd.
Stjórnvöldin hafa samt bannað sýn-
ingarnar, því aö þau telja, að á-
deilan sé meiri en góöu hófi gegn-
ir, og leikstjórinn, Anatol Efros,
sætir nú harðri gagnrýni, en hann
hefur áður átt í útistöðum við yfir-
völdin fyrir svipað ágreiningsmál.
LONDON. Stóra-Bretland og upp-
reisnarríkið Biafra eru sammála
um að hefja leynilegar viðræður
til að reyna að finna lausn á hinni
blóðugu borgarastyrjöld í Nígeríu.
Aðalsamningamaður Biafra, Sir
Louis Mbanefo, hefur setiö á fundi
með brezka samveldismálaráðherr-
anum, Lord Shepherd. Þetta mun
vera í fyrsta skipti, sem meðlimur
brezku stjórnarinnar, sem ekki við-
urkennir Biafra, heldur fund með
sendimanni uppreisnarlandsins, síð
an borgarastyrjöldin hófst fyrir um
ári síðan.
Frá Lagos berast þær fréttir aö
herir sambandsstjórnarinnar í Níg-
eríu hafi byrjað nýia stórsókn suð-
ur af Enugu til aö reyna að her-
taka varnarlínur uppreisnarmanna
við fljótið Niger.
BRUSSEL. Belgíska utanríkis-
ráðuneytið bar til baka f gær sögu-
sagnir um, að í Brussel sé miðstöð.
þar sem leiguhermenn eru ráðnir
á mála hjá stjórnum ýmissa Afríku-
ríkja. Talsmaðurinn gaf f skyn, að
talað væri um, aö James Earl Ray
meintur morðingi dr. Martins
Luthers Kings, hefði verið á leið
til Brussel til þess að gerast mála-
liði, þegar hann var handtekinn á
Lundúnaflugvelli á laugardag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16