Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						3
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjðri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstrætl 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjðrn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 lfnur)
Askriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis  —  Edda hf._______________________
Hverjir blekkja?
Framsóknarmenn eru enn að sleikja sárin eftir von-
brigðin í alþingiskosningunum í fyrra. Þeir hafa æ
síðan reynt að telja mönnum trú um, að Sjálfstæðis-
menn hafi lofað einhverju fyrir kosningar, sem þeir
hafi síðan ekki efnt. Þeir hafi lýst efnahagsástandinu
allt öðru vísi f yrir kosningarnar en það haf i raunveru-
lega verið, þótt þeir hafi „vitað betur". Þannig hafi
kjósendur verið blekktir. Þess vegna hafi stjórnarlið-
ið unnið kosningarnar.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í lok
ræðu sinnar við setningu landsfundar Sjálfstæðis-
flokksins á sumardaginn fyrsta í fyrra: „Sækjum með
hækkandi sól og vaxandi birtu fram til sigurs fyrir
frelsi og framfarir, bjartsýni og batnandi hag!" En um
þetta segir Tíminn nú: „Forsætisráðherra lofaði mönn-
um, er hann setti landsfund Sjálfstæðisflokksins,
„frelsi og framförum, bjartsýni og batnandi hag", ef
þeir aðeins veittu ríkisstjórninni brautargengi áfram".
Enginn stafur er fyrir slíku loforði í ræðu forsætisráð-
herrans. En gripið er til blaðaskrif a af þessu tagi, þeg-
ar á að reyna að sannfæra sjálfa sig og aðra um, að
Framsókn hafi tapað kosningunum vegna „gyllinga"
og „blekkinga" stjórnarflokkanna.
Um landsfundarræðu Jóhanns Hafstein dómsmála-
ráðherra segir Tíminn, að hann hafi sagt, að „ríkis-
stjórnin væri búin að leysa efnahagsmálin svo full-
komlega, að næsta ríkisstjórn þyrfti ekkert um þau
að hugsa." Ekki er stafur fyrir þessu í ræðu dóms-
málaráðherra. Hins vegar sagði hann orðrétt, eins og
Tíminn reyndar vitnar til:
„Sú rfkisstjórn, sem með völdin fer að alþingiskosn-
ingunum loknum í júní í sumar, getur ekki haft það
verkefni að reisa við fjárhags- og efnahagslíf eða al~
menna þjóðfélagsþróun. Verkefni hennar verður að
byggja á þeim grundvelli, sem með viðreisnarstefn-
unni hefur verið lagður." Þetta sagði ráðherrann í
framhaldi af því, að verkefni viðreisnarstjórnarinnar
hefði fyrst og fremst verið að rétta við eftir gjaldþrot
og efnahagsöngþveiti vinstri stjórnarinnar. Því hlut-
verki væri lokið og það hefði örugglega lánazt.
Síðan sagði dómsmálaráðherra: „Auðvitað er fjarri
því, að aflt sé sem skyldi. Viðfangsefnin og verkefnin
eru ótæmandi í ört vaxandi þjóðfélagi til þess að bæta
aðstöðu einstaklinga og atvinnulífs og búa í hag-
inn fyrir framtíðina. — Aukin menning og mennt-
un og efling vísinda í samræmi við kröfur tímans og
hliðstæða framsókn nágrannaþjóða er þungamiðja
þessa verkefnis."
Sjálfstæðismenn gerðu fyrir kosningar grein fyrir
hagvexti þjóðarbúsins, árangri viðreisnarinnar.
Hversi var þar blekkingar að finna, en byggt á stað-
reyndum. Efnahagsáföllin síðan hafa svo óneitanlega
skapað ný viðhorf, en þeifn var auðveldara að mæta,
vegna góðs efnahags fyrir.
V í SIR . Miðvikudagur 12. júní 1968.
Humphrey og Nixon
líklegustu forseta-
frambjóðendur í
Bandaríkjunum
— Verður klofningur innan demókrata-
flokksins Humphrey crð falli?
• Eftir morSið á Robert Franc
is Kennedy öldungadeildarþing-
manni 'iafa viðhorfin í banda-
rískum stjórnmálum gerbreytzt.
Nú er varla hægt að efast um
lengur, að Hubert H. Humphrey
verður frambjóðandi demokrata
í væntanlegum kosningum.
O Meðal republikana fer fylgi
Richards Nixons vaxandi, og
þeir sem óttast óeirðir og of-
beldi 1 Bandarfkjunum bætast
gjarnan í hóp stuðningsmanna
hans.
Richard Mxon — næsti for-
seti Bandaríkjanna? Þolin-
mæði þrautir vinnur allar.
Það er erfitt að segja nokkuð
fyrir um framtíð Eugenes Mc-
Carthys öldungadeildarþing-
manns, því að hann viröist sjálf-
ur vera í mikilli óvissu um þess-
ar mundir og segir, að það sé
sem undangengnir atburðir hafi
dregiö úr sér allan mátt.
í þessari viku mun hann ræða
um ástandiö við varaforsetann,
og margir hafa komið fram með
þá hugmynd, aö McCarthy veröi
varaforsetaefni Humphreys í
kosningunum. Þegar öllu er á
botninn hvolft hefur hann mikið
fylgi.
Svo einkennilega vill þó til,
að þeir eru báðir frá sama fylki,
Minnesota, sem gerir þaö að
verkum, að McCarthy er ekki
jafnhagstætt varaforsetaefni fyr
ir Humprey og ella væri, því aö
varaforsetaefnin fá venjulega
mikið fylgi í heimaríki sínu, sem
er þá nokkurs konar heiman-
mundur.
önnur samkomulagsleiö fyrir
þá tvo væri, að Humphrey lof-
aði McCarthy góðri stöðu í
ráðuneyti sinu, ef hann nær
kosningu. Þess háttar samning-
ar hafa áður verið gerðir. En
það sem samningar milli þeirra
byggjast á er, hversu langt
Humphrey vill ganga i því að
segja skilið við hernaðarstefnu
Johnsons forseta í Víetnam.
Það var einmitt vegna andstööu
við hana, sem McCarthy lagði út
í kosningabaráttuna.
Aðstoðarmenn McCarthys
hafa gefið í skyn, að hann muni
hefja kosningabaráttuna aftur á
fimmtudaginn I New York. Þar
var Robert Kennedy nokkurn
veginn  öruggur  um   að  hljóta
tvo þriðju hluta atkvæða sendi-
nefndarinnar, sem fer þaðan á
flokksþing demókrata, svo aö
New York er eins og óplægöur
akur fyrir McCarthy, þótt
Humphrey sé óneitanlega sigur-
stranglegri.
Búizt er við þvi, að Humphrey
reyni að ná samkomulagi við
helztu aðstoðarmenn Kennedys.
Margir þeirra munu efalaust
draga sig í hlé, þvi að I þeirra
augum getur enginn komið I
hans stað. En nokkrir munu að
Iíkindum vera fúsir til samstarfs
við varaforsetann. Þetta er
nauösynlegt fyrir Humphrey, ef
nonum á að takast að ná ein-
ingu innan demókrataflokksins,
sem er hættulega klofinn. Sum-
ir hafa jafnvel stungið upp á
þvl, að Edward Kennedy yrði
varaforsetaefni Humphreys.
Þessi hugmynd átti reyndar
upptök sín í herbúðum Hump-
hreys löngu áðurenRobertKenn
edy var myrtur. Þessi hugmynd
er verð alvarlegrar yfirvegunar,
samt er Humphrey mjög hik-
andi, því að almenningur gæti
ltiið svo á, að hann væri að gera
tilraun til aö hagnast á þeirri
samúöartilfinningu, sem banda-
ríska þjóöin ber til Kennedy-fjöl
skyldunnar.
Hubert H. Humphrey - lík-
legur frambjóðandi, en ólík-
Iegur sem forseti.
En gildi Edwards Kennedys er
ekki fólgið í þessu, þaf er meira
í hann spunnið en svo. Til þessa
hefur hann lifaö eftir reglum
Kennedy-fjölskyldunnar. Hann
hefur staðið í skugga bræðra
sinna og forðazt að draga at-
hyglina frá þeim. Hann er harð-
ur baráttumaður og mun meiri
ræöuskörungur en Robert bróö-
ir hans var. Hann er einnig
miklu vinsælli meðal öldunga-
deildarþingmanna, heldur en
Robert.
Ef til vill er hann ekki ennþá
endanlega mótaöur sem stjórn-
málamaður, en menn af Kenn-
edy-ættinni hafa jafnan vaxið
með hverri raun. Ef þeir taka
höndum   saman   Kennedy   og
Edward Kennedy — getur
hann orðið aflið til að sam-
eina demókrataflokkinn?
Humphrey, kann þaö að leiða til
aukinnar samheldni innan demo-
krataflokksins, en fyrst þarf
Humphrey að sýna, að hann hafi
snúið baki við ýmsum af stefnu-
málum núverandi stjórnar, eink-
um viökomandi Víetnam.
Ef Humphrey mistekst að
sameina demókrataflokkinh, er
það einskis viröi aö vera út-
nefndur forsetaefni. Á næstu
vikum mun hann þess vegna
þurfa á öllum samningahæfileik-
um sínum að halda, til þess að
hann hljóti yfirgnæfandi fylgi á
flokksþinginu. Aö því er viövík-
ur þeim atkvæöum, sem Robert
Kennedy hafði tryggt sér, benda
allar líkur til að þau muni koma
í hlut Humphreys en ekki Mc-
Carthys.
Margir stuðningsmanna Kenn-
edys telja, að sigurlfkur Rocke-
fellers hafi aukizt mjög innan
republíkanaflokksins, en fleiri
eru þó þeirrar skoðunar, að
fylgi Nixons fari mjög vaxandi.
Ástæðan fyrir þessu er sú, að
Nixon virðist ákveðnari í að
kveöa niður uppþot og ofbeldis-
aögeröir, heldur en hinn „frjáls-
lyndi" Rockefeller.
Svo mikil andúS rfkir nú á
uppþotum og mótmælaaðgerö-
um, aö Johnson forseti sætir
haröri gagnrýni fyrir að hafa
verið' of linur við aö kæfa slíkt
í fæðingu. Ef meira verður um
æsingar i sumar, er líklegt að
republíkanar hagnist á því. Og
víst er um þaö, að frambjóðandi
demókrata, hver sem hann verð-
ur er engan veginn viss um að
geta setzt í sa#i Johnsons í
Hvíta húsinu.
m
Eugene McCarthy — lætuf
hann Humphrey kaupa sig
með ráðherrastöðu?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16