Vísir - 12.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 12.06.1968, Blaðsíða 12
72 V1 SIR . Miðvikudagur 12. júní 1968. CAROLjGAINE: Y 11 m ÍZ ii JU JD h íu 34 Nú vissi ég að öll von var úti. Þessi maöur var ekki að blekkja núna. BJÖRGUNIN. Þá gerðist það allt í einu. Ég heyrði aðra rödd, rólega, ávítandi — Peters! — Ég mundi ráða yður frá þvi að gera þetta senor! Ég leit til dyranna. Peter hallaði sér upp að dyrastafnum. Birtan féll á skammbyssuna, sem hann hélt á í hendinni og miðaði á Rod eriquez. Gleðin yfir því að hann var kominn til aö bjarga mér, gagntók mig. Ekkert annað skipti máli. Hann elskaði mig. Ég sleppti hönd Johns og hljóp upp um hálsinn á Peter. Þetta var ógætilegt af mér, því að nú var ég á milli hans og þorp arans. Á næsta augnablik haföi hann þrifið í mig og sneri hand- leggina á mér aftur fyrir bak og hélt mér eins og skildi milli skamm byssu Peters og sjálfs sín. Hann sagði, rétt viö eyrað á mér: — Gerið svo vel og sleppið skamm byssunni, senor. Ég hef skamm- byssu í vasanum líka, og með hanni er hægur vandi að skjóta senorit- una. Og svo er tækifæri til að skjóta sjálfan yður á eftir. Peter svaraði rólega: — Jæja, þér vinnið — í augnablikinu. Hann fleygði skammbyssunni á gólfið. — Nú ætlið þér kannski að gera svo vel að segja mér, hvar ég get fundið Rocha prófessor? spurði Roderiquez lymskulega. Svo varð dálítil þögn. Svo sagöi Peter kaldranalega: — Þér hefðuð gaman af að vita það! Roderiquez sleppti mér svo snöggt, að ég var rétt að segja dottin. — Þér eruð þrár og heimsk- ur, herra Cobbold! En það er verst fyrir yður, að þér lifið ekki svo lengi að þér fáiö ráðrúm til að iðr- ast þess. Ég eyði ekki meiri tíma í þetta. Það er jafn auðvelt fyrir þrjá túrista að lenda í slysi, eins og fyrir tvo, Pedro! Ég hörfaði upp að þilinu þegar Pedro kom nær. Nú gerðist allt í einni svipan, og í þetta skiptiö var það Roderiquez, sem hljóp á sig. Hann hafði fært sig nær sófanum, þar sem John lá, að þvi er sýndist ósjálfbjarga. En allt í einu spratt hann upp og þreif hendurnar á Roderiquez aftur fyr- ir bak og sneri á þær. Pedro hikaöi — og Peter hóf at- löguna. Hann réðst á Pedro meö- an John var að glíma viö Roderiqu- ÝMISLEGT ÝMISLEGT 30435 Tökum aö okkur hvers konaj múrbrot og sprengivinnu f húsgrunnum og ræs- um. Leigjum út loftpressux og víbra sleða. Vélaleiga Steindórs Sighvats sonai Álfabrekku viö Suðurlands braut, simi J0435. GlSLI JÓNSSON Akurgeröi 31 Slrni 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast ióðastandsetningar, gref hús- grunna, holræsi o. fl. ez. Loks var Pedro kominn í gólf- ið, og Peter hjálpaði John með Roderiquez og sló hann högg með skammbyssuskeftinu. Svo greip hann í höndina á mér og togaði mig út; John kom hlaupandi á eftir. Eftir fáeinar sekúndur vorum við komin í bílinn og ókum á fleygi- ferð niJur fjalllveginn áleiðis til Torremolinos. Ég sat hriðskjálfandi við hliöina á Peter en hann strauk mér handarbakið. John sat í aftursætinu og sagði: — Mér þætti gott að fá vindling, ef þér ættuð hann, Peter. Ég er bú- inn að reykja upp það sem ég átti. Peter hægði á bílnum augnablik og þreifaði í vasanum eftir hylkinu og rétti John. — Mig iangar í vindling líka, sagði ég. Ég var svo skjálfhent aö ég gat ekki kveikt i. John beygöi sig fram til þess að hjálpa mér, og ég sá fölt andlitið sem snöggvast, í bjarm anum frá loganum. Ég greip ósjálf- rátt um höndina á honum og þrýsti henni að kinninni á mér. — Það er kraftaverk að við skul- um vera á heimleiö til Torremolin- os, sagði ég óstyrk. — Það liggur við að ég trúi því ekki. — Ég verð að játa, að þó að ég hafi stundum komizt í krappan dans um ævina, þá er þetta það krappasta, sagði Peter. — Mér datt ekki í hug aö við mundum sleppa, sagði John. — Þér dugðuð vel við Roderiqu- ez! sagði Peter og það var auðheyrt að hann dáðist að John, þó hann vildi láta sem minnst á því bera. — Ef yðar hefði ekki notið við, værum við kannski þarna enn. — Mér er ómögulegt að skilja hvernig þú gazt komizt hingað, Pet- er, sagði ég. Hann hló lágt. John hallaöi sér fram. — Ég hefði líka gaman af að vita það. Síðast þegar ég sá yður, sögðust þér ætla að halda velli í Torremolinos, mun- ið þér það? — Já, ég var hrifinn af því að þér skylduð trúa því sem ég sagði. — Var yður þá ekki alvara? Hvað gerðuð þér? — Fyrst og fremst hugsaði ég mig vel um. Síðan leigði ég bíl, ólj þarna á vegamótin og lét hann svo snúa við. Ég.fann kjarr við veginn og faldi mig bak við það og beið eftir að þér kæmuð. — Þér hafið þá notað mig sem beitu? Afsakið þér, ég komst ekki hjá því. Ég var heppinn, þegar ég sá að bófarnir réðust á yður og bíl- stjórinn kom út til að hjálpa þeim. Ég læddist að bílnum og boraði gat á bensíngeyminn meðan þér voruö að fljúgast á við bófana. Mig hefði langað til að hjálpa yöur, en það var ekki hægt að koma því viö þá. — Ég hefði gaman af að gefa yður á hann fyrir þetta, sagði John gramur. Ég leit fljótt við. John hafði barizt eins og hetja við Ro- deriquez, en mig langaði ekki til að sjá hann í áflogum við Peter. — Þaö finnst mér ekkert heilla- ráð, sagði ég. Undir eins og hættan var liðin hjá, var úti um samkomu lagið milli Johns og Peters. — Ti'l hvers var að bora gat á bensingeyminn? spurði hann. — Lekadropamir I rykinu á veg- inum voru mér ágætur leiðarvísir um hvert þið færuð, sagði Peter ánægður. — Mikill snillingur ertu, muldr- aði ég hrifin. — Það hefði lítið stoðað, ef hús- ið hefði veriö í þriggja mílna fjar- lægö, sagði John. — Hefði það verið svo langt und- an mundi ég hafa fundið annað ráð til að finna það, sagði Peter. — En þú vissir ekki hve langt var þangað? sagði ég. — Ég þóttist viss um, að ekki væri meira en mila þangað. Rod- eriquez kunningja okkar varð nefni lega dálitil skyssa á. Þegar hann sagði i símanum, að hann skyldi skila þér við vegamötin hálftíma eftir að hann heföi tekið við pró- fessornum, gat ég ráöið að þetta væri ekki nema stundarfjóröungs akstur. — Hvar er prófessorinn eigin- lega? spurði ég. — Hann er i Englandi. Ég kom honum þangað í vikunni sem leið. Manstu ekki að ég var burtu heil- an dag? Ég mundi það. Ég mundi líka hvað mér fannst sá dagur vera langur. Ég fikraði mig nær honum. Það var margt, sem ég þurfti að spyrja hann um — en það gat beöiö. í augnablikinu var mér nóg að við vorum saman — og að við vorum ástfangin. — — Marcia kom hlaupandi út á hlað þegar við ókum heim aö „Loretta". — Æ, Joyce, ég hef verið svo hrædd um þig! sagði hún. — Og Carlos líka. TtKUR'ALÚS KONy,R'KLÆÖ'MJNGAR . , , FLJÓT.OG VONDjjÐ VIn'na’ .ÚRVAL A.F ÁKLJfcByM .' • LAUGAVEG 62 - SlMI 1082'5' ’HEltöASlMI 83634 BOLSTRUN BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIB! Bónsföð, bifreiðnþjónusta LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum, SÍMI 21145. OIIHURÐIR SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HURDAIÐJAN SF. AUÐBREKKU 32 KÓPAV. SÍMI 41425 . mmm RAUOARÁRSTfG 31 BELTIog BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR BERCO , \ KeSjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæSavara á hagstæSu verSi EINKAUMBOÐ MMMk , VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 — SÍMI 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.