Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 14.06.1968, Blaðsíða 2
o n □ n Vestmannaeyjar — □ □ n □ Fram 2:4 (1:1) Elmar einlék írá miðju i gegnum alla vörnina til að ná forystunni □ Langþráðir gestir komu fljúgandi til Vestmanna- eyja. Það var loksins „grænt ljós“ fyrir Framara til að skora. Stundum virtist harkan ætla að keyra um þverbak og virt’- ist Guðmundur Haraldsson annars ágætur dómari í þessum leik, leyfa full mikið. — alexander — Staðan í 1. deild í knattspyrnu • Vestm.—Fram 2:4 • KR—Valur 2:2 Akureyri Fram Valur Vestm.eyjar KR Keflavík Markhæstu menn f 1. deild. Kári Amason, Akureyri 3 Hermann Gunnarsson, Val 3 Helgi Númason, Fram 3 Sigmar Pálmason, Vestm. 2 Reynlr Jónsson, Val 2 Hallgrímur Júlíusson, Vestm. 2 Ásgeir Elíasson Fram 2 NjarBvík vann Hrönn í 3. deild Njarðvík vann Ungtemplarafé- lagið Hrönn, eða öllu heldur fþrðtta deild félagsins í gærkvöldi í leik lið anna í 3. deild f knattspymu. Leik urinn fór fram í roki og kulda í Njarðvík og var spennandi og jafn. Lauk leiknum með sigri Njarðvík ur, sem fyrir greinir, — úrslita- tölurnar gefa vömunum lélegan vitnisburð, 5:4. 2 2 0 0 4 4:0 2 1 1 0 3 6:4 3 1 1 1 3 6:5 2 1 0 1 2 5:5 3 0 2 1 2 4:7 2 0 0 2 0 0:4 Eyja, en það hefur valdið bæði þeim og forráðamönn- um mótanefndar KSÍ talsverðum heilabrotum að koma □ □/(/?_□□ VALUR 2:2 (1:1) á leiknum í Eyjum, sem upphaflega átti að fara fram á laugardaginn var. Um 3-leytið komu Frr.marar, vildu hafa vaðið fyrir ncðan sig, en kl. 7.30 hófst leikurinn. □ Þeir komu, sáu og sigruðu Framararnir í hörðum og skemmtilegum leik, sem bauð um 400 áhorfendum upp á talsvert margt skemmtilegt í knattspyrnunni. Fram vann í heldur jafnteflislegum leik með 4:2. Leikurinn var allan timann merki mikillar baráttu liðana, en þó fengu góðar leiktilraunir og leik ur að njóta sín. Það kom nú í ljós að vörn Vestmannaeyjoliðsins átti í erfiðleikum, einkum bakverðir liðs ins, sem áttu í höggi við eldfljóta og snögga útherja Fram, þá Elm- ar Geirsson og Einar Árnason, sem þeir réðu ekki við. Sóknin var betri hluti liðsins með Sigmar Pálmason og Hallgrím Júlíusson sem beztu menn. • Á 35. mín. skorar Helgi Núma- son fyrsta mark leiksins, skallar laglega í netið eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum. 0 Þessu var svarað á 43. mínútu með skalla Hallgríms Júlíussonar. Sigmar Pálmason tók aukaspyrnu úti við hornfánann hægra megin, en Hallgrímur, sem lék nú mið- herja, kom á móti og skallaði glæsi lega í markið. Þannig var staöan i hálfleik, 1:1. ® ^sseir Elísson, miðherji Fram náði forystunni aftur til gestaliðs- ins á 8. min í seinni hálfleik. Hann átti hreint og fallegt skot af víta- teigslínu, laglegt mark og óverj- andi, 2:1. • Vestmannaeyjar áttu eftir aö jafna 13 mín. síðar. Þá kom svipað mark, þ.e. Sigmar gaf fyrir og H^llgrímur kom aðvífandi og skall- aði í netið. 0 Á 29. mín gerðist það sem flesta j knattspyrnumenn dreymir að fá að j gera einhvern tíma á knattspyrnu- j ferlinum, — og sumir virðast raun I ar alltaf vera að reyna. Elmar! Geirsson fékk boltann á miðjunni. ; Hann einlék beina linu upp að j markinu, losaði sig við hvern varn armanninn á fætur öðrum, — og síðast lék hann á Pál markvörö, og skoraði í tómt markið. Áhorfend- ur og leikmenn stóðu klumsa, en félagar Elmars fögnuðu honum inni lega. O I.oks kom 4:2. Það var Ásgeir F.liasson, sem skoraöi meö þrumu- skoti af 30 metra færi, gjörsamlegá óverjapdi. Sannarlega óvenjulega gott skot hjá bessum unga leik- manni. Eftir þetta skiptust upphlaupin nókkuð jafnt án þess að tækist KR var nær sigri — en liðið er langt frá eðlilegri getu □ Það er oft að maður hefur það á tilfinning- unni að KR-liðið eða ein- staklingamir í því hafi ekki hitzt fyrr en í leikn um, sem leikinn er hverju sinni. Þetta var þannig í gærkvöldi. Ein- staklingarnir í liðinu börðust skínandi vel, en það er eins og liðið „finni sig“ ekki enn þá, hverju sem um er að kenna. KR var nær sigri í þessum þófkennda og óskaplega ömurlega 1. deildarleik í Laugardal í gærkvöldi, sem skemmti víst engum. Þó máttu KR-ingar hrósa happi að ganga frá leik með ann- að stigið, því þeii jöfn- uðu úr vítaspyrnu á 43. mín. síðari hálfleiks. Ekki var þessi leikur nema rétt mínútu gamall þegar Ólafur Lárusson, hinn efnilegi miðherji KR, skorar. Sigurður Dagsson verður að teljast ábyrgur fyrir þessu marki, sem hreinlega lak inn í gegnum hornið og hefði Sigurður átt að hafa vald á knettinum. Nokkru síðar missti Sigurður boltann og. skapaðist hætta, en eftir það stóð hann sig mjög vel, enda ekki vafi á að hann er mjög traustur markvörður í hvívetna. KR skoraði enn á 20. mín. en rangstaða var dæmd. Valur jafnaði ekki fyrr en á 43. mín. í fyrri hálfleik. Þaö var Hermann sem skaut föstu og hnitmiðuðu skoti eftir jörð- inni af vítateigslínu, boltinn -snerti KR-ing breytti stefnu og ruglaði markvörðinn og fór bak við hann í netið. Á 21. mín í seinni hálfleik kom óvænt mark. Hermann kom boltanum fyrir heppni tii Reynis, sem gaf aftur á Her- mann, en af honum hálfpart- inn hrökk boltinn í háum boga inn í vítateiginn, markvörður- inn allt of langt út úr mark- inu, og yfir hann sveif boltinn og niður í markið, 2:1 fyrir Val. Talsverð harka færðist í leik- inn og a.m.k. tveir Valsmenn voru „bókaðir" í minnisbók Magnúsar V. Péturssonar, dóm- ara. Enn skoraði KR á 25. mín en aftur var rangstaða dæmd. Þá fékk Gunnar Felixsson stórt tækifæri á 36. min, teygði sig um of } boltann og spyrntn him inhátt yfir markið. Eyleifur átti góðan skaila 4 mín síðar en tókst ekki að stýra boltanum rétt og fór hann fram hjá mark inu. Loksins á 43. mín. var brotiö harkalega á Gunnari Felixsyni innan vítateigs. Magnús dómari var ekki á því að færa brotið út fyrir til að losna við reiða leik menn o'g leiðtoga liðsins sem fyr ir þessu varð. Hann dæmdi víta 10. síða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.