Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Laugardagur 13. joní 1968.
V
Dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor:
Morgunblaðið og ráðherra-
fundurinn í Háskólanum
Tjann 8. og 9. júní s.l. birti
Mbl. mjög undarlegar at-
hugasemdir um afstöðu háskóla
stúdenta til fyrirhugaös ráö-
herrafundar Atlantshafsbanda-
lagsins.
Vil ég ekki láta hjá líða að
birta eftirfarandi.
I leiðara blaðsins þ. 8. júní
5.1. er því vísað á bug sem firru,
að meirihluti stjórnar Stúdenta-
félags Háskólans hefur amazt
við œnræddum fundi einungis
vegna hinna víðtæku ráðstafana
sem gerðar verða og meina stúd-
entum aðgang að lestrarsölum
þessa daga, rúmlega um einnar
viku skeið, og er þeim rökum
beitt, „að Háskóli íslands yrði
ekki sérlega Iífræn stofnun, ef
þar ætti einungis að stunda lær-
dómsstörf fyrir luktum dyrum.
Háskóli okkar .. á að vera
vettvangur fyrir umræður ... og
um hann eiga að leika innlend-
ir og erlendir menningarstraum-
ar."
. Leiðarahöfundur Mbl. virðist
harla ókunnugur stúdentum Há-
skóla íslands. Kjarninn í hinni
ágætu og jákvæðu gagnrýni,
sem stúdentarnir hafa beint aö
okkur, starfsmönnum Háskól-
ans, er einmitt þessi: að starf
Haskólans sé ekki nægilega líf-
rænt, aö þar sé ekki vettvangur
fyrir umræöur 1 nógu ríkum
mæli, að um Háskólann leiki
ekki innlendir og erlendir menn
ingarstraumar.
Þessar sömu ábendingar telur
leiðarahöfundur rrýlundu, nýtt
sjónarmið, sem réttlætt geti
andmæli hans gegn sjonarmið-
um stúdentanna!!
Stúdentarnir sem og starfs-
menn Háskólans hafa gert það
að baráttumáli sínu, að kennslu
hættir breytist til nýs horfs (en
það kostar peninga m. a. til vél-
ritunarþjónustu), að starf Há-
skólans verði lífrænna, tengsl
hans við erlenda visinda- og
menningarstrauma nánari og
þýöing Háskólans meiri fyrir at-
vinnulíf og menningarlíf þjóð-
arinnar.
Við háskólamenn, sem erum
eindregnir fylgjendur þeirra sam
taka, sem ráðherrarnir eru full-
trúar fyrir, o.; viljum styðja
þau, höfum ýmislegt til mál-
anna að leggja um starf sam-
takanna, t. d. starf vísindadeild-
ar Atlantshafsbandalagsins.
Æskilegt hefði verið, að ráð-
herrafundurinn hefði verið hugs
aður aö einhverju leyti f sam-
ræmi við orð leiðarahöf., séu þau
skilin í bókstaflegum skilningi,
þ.e. verið ætlaður sem „vettvang
ur (fyrir Háskóla íslands) fyrir
umræður um hræringar f þióð-
lífinu" og um þátt okkar Is- •
lendinga  i  þessum  samtökum
nágrannaþjóða okkar.
Leiðarahöf. hrósar formanni
Stúdentafélags Háskólans fyrir
umburðarlyndi og góðan skiln-
ing á vanda málsins, og er for-
maður þess maklegur. Tel ég
raunar auðsætt að allir þeir
stúdentar, sem nám stunda nú
í sumar, sýni f verki skilning
sinn á þeim aðstæðum, sem orð-
ið hafa vegna misskilnings, enda
þótt þeir séu heldur óglaðir yf-
ir röskun á högum sfnum I próf-
lestri, þegar allar taugar eru
spenntar til hins' ýtrasta. (Um
misskilning þann, sem er kjarni
málsins, mun ég ræða síðar).
Eins og flestum er kunnugt,
sem með breyttum starfsháttum
Háskólans fylgjast, hefst haust-
misseri oftast á prófum, og
starfar því Háskólinn allt sum-
arið, þ. e. a. s. allmargir nem-
endur og allir fastir kennarar f
einhverri mynd.
Ég vil einnig taka undir þau
orð leiðarahöf. Mbl. áð samtök
þjóða við noröanvert Atlantshaf
hafa komið á valdajafnvægi í
álfunni, sem hefur gert hana
eitt af þeim fáu landsvæðum
hnattarins, þar sem styrjöld hef-
ur ekki geisað undanfarna ára-
tugi. Sýndi fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Dana, Per Hækk-
erup fram á þetta í merkri grein
um NATO, sem birtist nýlega í
Mbl.
Einnig er vísindasamstarf ná-
grannaþjóða okkar innan banda-
lagsins mjög víðtækt, en því
ættum við háskólamenn að gefa
meiri gaum en áður. Hefur þaö
aðallega verið á sviði raunvfs-
inda, en nú er fyrirhugað að gera
stórt átak um hugvisindi einn-
ig-
Um gildi bandalags nágranna-
þjóða okkar ræðir höfundur
Reykjavíkurbréfa f Mbl. þann
9. júní 8.1., og er þar flest vel
sagt. En einhvern veginn finnst
mér lesa megi milli lfnanna mis-
skilning á afstöðu stúdentanna
, til ráðherrafundarins. Finnst
mér ómakleg sú ádrepa, sem
stúdentar fá fyrir óánægju sína
með röskun á hðgum, þótt hún
sé óveruleg, er hún ekki til
þæginda.
Amælin eru ekki borin fram
beinum orðum, en sá er andi
síðustu kaflanna f Reykjavfkur-
bréfum umræddan dág,' að þár
er blandað saman tveim gjðr-
óskyldum málurh: ánnars yegar
skiljánlegumfaugápirringi 'stúd-
enta vegna röskunar á högum
og hins vegar afstöðu studenta
og  starfsmanna  Háskolans  til
Húsgögn — Útsala
Seljum í dag og næstu daga lítið gölluð hús-
gögn, hjónarúm, komm'óður, sófaborð og
fleira. — Opið á sunnudag.
B.-Á.-HÚSGÖGN h/f
Símar 10028 og 38555
Brautarholti 6
bandalags þjóða við norðanvert
Atlantshaf.
Mér finnst raunar þessi mál-
flutningur hættulegur málstaö
þeirra, sem eru eindregnir fylgj-
endur hluttöku fslands < sam-
tökum nágrannaþjóðanna, jafn
ósanngjarnt og það væri, ef
stúdentar yröu bornir sökum um
slíka hugsanavillu. Þeir amast
ekki við NATO-fundi heldur
hverjum þeim fundi, sem
krefst lokunar aðalbyggingar-
innar vegna „(starfa) fyrir lukt-
um dyrum" sbr. orð leiðarahöf
8. juní s.l. í Mbl.
Háskólamenn, jafnt hinir
yngri, stúdentarnir, sem hinir
eldri, kennararniri eru allir
fylgjandi því, að starfið innan
veggja Háskólans verði lífrænna
og standi í nánari tengslum við
fslénzkt þjóðfelag og menningar
strauma umheimsins (sbr. leið-
ara Mbl. 8. júní), en það ætti
öllum að vera ljóst, að sú skoð
un er jafnútbreidd og hún er
röng, að prófessorar Háskólans
eigi „sumarfrí" þann tíma árs.
sem kennsla fer ekki fram.
Þótt Háskólinn óski þess aö
sýna umræddum samtökum
gistivináttu fer þaö ekki á
milli mála, að algjör lokun aðal-
byggingarinnar hefði nokkur ð-
þægindi í för með sér fyrir all
marga.
Það er að þakka frumkvæði
rektors og velvilja yfirvalda
að vinnuherbergi á éfstu hæð
noröurálmu verða mönnum op-
in, og stúdentum verður séð
fyrir hinni beztu lestraraðstöðu
annars staðar. Ættu þvf allir
að vera ánægðir. Og þekki ég
háskólastúdenta illa, ef þeir
bregðast ekki vel við og sýna
samstarfsvilja sinn. En jafn 6-
sanngjarnar eru allan hneyksl-
anir í þeirra garð. Næriværi
sanni, að íslenzkum yfivöldum
hafi ekki verið til hlítar Ijóst,
hvað það hefði í för með sér, aö
ráðherrafundur væri hér hald-
inn.
Hefur þessi leiði misskilning-
ur komið róti á hugi manna
innan sem utan Háskólans, eins
og m.a. skrif Mbl. bera með sér.
Færi bezt á því, að menn
tækju þessum misskilningi sem
orðnum hlut og sættust á það á
báða bóga, að á móti hinum er-
lendu gestum verði tekið eins
og okkur íslendingum sæmir,
endá hefur fyrr verið gengið úr
rúmum 'á íslenzkum bæjum.
Er ég þess fullviss, að stúi
entár munu ekki láta sitt eft-
ir liggja, og mættu þeir fremur
vænta sér hróss en hnútu frá
aðstandendum Morgunblaðsins.
Modelmyndir —
Eklca Igósmyndir
Fallcgar og smckklegar úrvals
modelmyndir,  teknar  sérstab-'
lega fyrir MODELMYNDrB.   .
Mánaðarmodel Úrvals modelinyndlr
^VIodelmyndlr 111 Modelmyndlr 12
Origlnal
AUar handnnnar af sérfræSingnm
Sýnishorn o. fl. Kr. 25,oo.
MOÐELMVNDIR. \.
T;O.Box 02, Hafjiarfjörðjir.
í\
Bhgðavörbur
Eldri reglusamur maður óskast til birgða-
starfa nú þegar. Uppl. ekki gefnar í síma.
HÓTEL HOLT
Auglýsing
UM UMFERÐ í REYKJAVÍK 17. JÚNÍ 1968.
I.  Leiðir að hátíðarsvæði í Laugardal.
Ökumönnum er bent á að aka einhverja
af þremur eftirtöldum leiðum að hátíðar-
svæðinu:
1.  Frá Suðurlandsbraut'norður Reykjaveg.
2.  Frá Sundlaugavegi um Gullteig, Sigtún og
inn á Reykjaveg.
3.  Frá Laugarnesvegi um Sigtún inn á
Reykjaveg.
II. Bifreiðastæði.
Ökumönnum er bent á eftirtalin bifreiða-
stæði:
1.  Bifreiðastæði milli íþróttaleikvangsins í
Laugardal og nýju sundlaugarinnar. Ekið
umstæðið frá Reykjavegi við Austurhlíð.
2.  Bifreiðastæði við nýju sundlaugina. Ekið
inn frá Sundlaugavegi.
3.  Bifreiðastæði við Laugarnesskóla. Ekið
inn frá Gullteig.
4.  Bifreiðastæði við Laugalækjarskóla. Ekið
Inn frá Sundlaugavegi.
Er skorað á ökumenn að leggja bifreiðum-
vel og skipulega og gæta þess, að þær
valdi ekki hættu eða óþægindum.
III. Einstefnuakstursgötur, meðan hátíðarhöld
í Laugardal standa yfir:
1.  Reykjavegur til norðurs, frá Sigtúni að
Sundlaugavegi.
2.  Gullteigur til suðurs. •
3.  Hraunteigur, Kirkjuteigur, Hofteigur og
Laugateigar til vesturs frá Reykjavegi.
IV. Vinstri beygja er bönnuð af Reykjavegi
inn á Suðurlandsbraut.
V. Götum, er liggja að hátíðarsvæði í mið-
borginni verður lokað frá kl. 21.00 til kl.
01.00.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. júní 1968.
Sigurjón Sigurðsson.
FILMUR OG VELAR  S.F.
FRAMKÖLLUN
.KOPIERIN
5TÆIKUN
r
FILMUR OG VELAR  S.F
11111111
SK0LAV0RÐUSTÍG 41   SIMI20235
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16