Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						s
VlSIR . Laugardagur 15. júní 1968.
VISIR
Útgeíandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjöri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjðri: Bergþör Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstrœti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Simi 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakiö
Prentsmiöja Vísis — Edda hf.
mammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmiimimm
Þjóðhátíö
Á mánudaginn halda íslendingar þjóðhátíð. Vjð
minnumst 24 ára afmælis lýðyeldisins og fæðingar-
dags frelsishetjunnar, Jóns Sigurðssonar, sem við eig-
um það öllum öðrum fremur að þakka, að við erum
fullvalda þjóð. í endurminningu þeirra, sem muna
hinn 17. júní 1944, er sá dagur bjartur og fagur, þótt
nokkuð rigndi á Þingvelli. Þá voru íslendingar ein-
huga þjóð, sem fagnaði langþráðum sigri og strengdi
þess heit, að standa tryggan vörð um fengið frelsi og
sjálfstæði.
Við höfum oft verið á það minnt, að sjálfstæðis-
baráttu smáþjóða er aldrei að fullu lokið. Þær eru
alltaf meira eða minna í vörn gegn ásókn sterkra af la,
sem bæði beint og óbeint herja á þjóðerni þeirra,
tungu og menningu. Um þetta höfum við dæmin deg-
inum ljósari víðs vegar um heiminn. Gegn þeim áhrif-
um þarf smáþjóðin alltaf að vera vel á verði og „eiga
eina sál, þegar bíður þjóðarsómi". En hér verður vita-
skuld að greina skynsamlega á milli þeirra erlendu
áhrifa, sem hættuleg eru og hinna, sem holl eru og
hagnýt. íslendingar verða að gera sér grein fyrir því,
að einangrun landsins er úr sögunni. Við erum komnir
í þjóðbraut þar sem til okkar berast margir og mis-
jafnir straumar úr mörgum áttum. Við getum ekki
staðið utan við hugsjónaátökin í heiminum, og raunar
er engri menningarþjóð samboðið að taka þar ekki
afstöðu.
Eins og eðlilegt er skipum við okkur í sveit með
þeim þjóðum, sem eru okkur skyldastar og líkastar
í hugsunarhætti, menningu og stjórnskipan. Og þetta
á að vera hægt án þess að glata þjóðlegum sérkenn-
um, tungu og menningararfi, ef þjóðin stendur ein-
huga saman um gæzlu þeirra verðmæta.
Nú standa fyrir dyrum forsetakosningar. Embætti
forseta Islands er sigurtákn þeirrar frelsisbaráttu, sem
lauk á Þingvöllum 17. júní 1944. Forsetinn er umheim-
inum tákn þess og sönnun, að ísland sé frjálst og full-
valda ríki; og þótt nú séu farnar að heyrast raddir um
að leggja embættið niður, fá þær vonandi lítinn
hljómgrunn með þjóðinni. Ekkert hefur minnt um-
heiminn betur á sjálfstæðan tilverurétt þessarar litlu
þjóðar en landkynning þeirra tveggja mætu manna,
sem hafa verið forsetar hennar. Það er því leitt til þess
að vita, að til skuli vera svo skammsýnir og smásál-
arlegir fslendingar, að þeir telji eftir þann hlutfalls-
lega litia kostnað, sem forsetaembættinu fylgir. Slíkt
er engum þjóðhollum manni sæmandi.
Við skulum öll vona að hér ef tir sem hingað til verði
haldið uppi á forsetaheimilinu þeirri reisn, sem sam-
boðin er virðingu sjálfstæðrar menningarþjóðar, og
að þeir ráði þar alltaf húsum, sem vita til hlítar, hvaða
skyldur embættið leggur þeim á herðar.
GtEöILEGA ÞJÓÐHÁ TIO
inorgun
útlönd I morguxi
útlo'nd í raorgun
•itlc
Aðeins 6 norskir pingmenn
mæltu með, að Noregur
segði sig úr Nato
Mikill meirihluti með áframhaldandi abild
U í gær voru umræður og atkvæðagreiðsla á
norska stórþinginu, um hvort Norðmenn skyldu
segja sig úr NATO. Aðeins sex þingmenn greiddu
þeirri tillögu atkvæði, svo að hún var felld með
miklum meirihluta. Flutningsmaður tillögunnar
var Sverre Löberg frá Þelamörk, og mæltist hann
til þess, að Norðmenn segðu sig úr NATO við fyrsta
tækifæri eftir 24. ágúst 1970. Skylt er að vara við
úrsögninni með eins árs fyrirvara, og það er fyrst
hægt að gera 24. ágúst 1969, þegar samningurinn
hefur verið í gildi í 20 ár frá því að Noregur gekk
í Atlantshafsbandalagið.
Miklar umræöur voru um
þetta mál á þinginu, og var Lö-
berg forvfgismaður úrsagnarinn-
ar. Þingmaðurinn Gustavsen
lagðist gegn því, að stórþingið
skseri úr um málið, og lagði til
að það yrði gert að aðalmálinu
í næstu þingkosningum, þannig
að þjóðin gæti iátið vilia sinn í
ljósi.
Undir lok umræönanna lýsti
Peter Kjeldseth þvf yfir, að hann
hefði'f huga að greiða úrsagnar-
frumvarpinu atkvæði sitt. Hann
sagði, að ástæðan væri sú, að
sér félli ekki stefna Atlantshafs-
bandalagsins gagnvart ríkjum á
borð við Grikkland og Porrúgal,
sem bæði eru aðilar að samtök-
unuin. Tryggve Bratteli sagði um
þetta, að aðild Noregs stuðlaöi
engan veginn að því að treysta
stjóroir þessara landa í sessi.
SKÁK^WU
f 4. umferð Fiskemótsins vann
Byrne landa sinn Addison
létt. Addison sem hefur nokk-
uð jafna útkomu gegn Fischer
og hagstæðari' vinningstölu
gegn Benkö segir sjálfur að
gegn Byrne sé tilgangslaust fyr
ir sig að stilla upp taflinu, Jón
Krlstinsson veitti Vasjúkov
harða keppni, en biðskákina
vann Vasjúkov eftir hróksenda-
tafl. Uhlmann virtist fá mun
betra út úr byrjuninni gegn
Freysteini .eniFreysteinn varð-
ist af hörku og tókst að halda
jöfnu. Jóhann og Szabo gerðu
jafntefli eftir jafna baráttu.
í 5. umferð sýndi Uhlmann
loks styrkleika sinn og vann
Byrne sannfærandi. Tefldi Uhl-
mann uppáhaldsbyrjun sína,
frönsku vörnina og fékk strax
unnið f byrjuninni. Bragi gerði
jafntefli gegfT Ostojic, en Bragi
hafði haft mun betri stöðu allan
tímann. Hlutur Benðnýs hafði
verið fremur rýr fram að þess-
ari umferð. Hafði Benóný kvart
að mjög undan ónðgri lýsingu
í salnum. Birtist Benóný nú með
tveer 200 kerta perur sem hann
fegti sjálfur upp með fagmanns-
legu öryggi, Ekki lét árangurinn
ft sér standa. Benóný tefldi góða
sóknarskák gegn .Tóhanni og
vann faljega. Óvæntustu úrslit-
in urðu í skák Szabos og Guö-
mundar, Tefldi Guðmundur
skakina sérlega vel og gerði út
um hana með glæsilegri fórn.
6. umferð. Szabo náöi sér
aldrei á strik gegn' Ostojic og
hafði lagt út i vanhugsaðar sókn
neitt af sínum gamla sóknar-
krafti, Þá vann Bragi Addison
eftir að Bandan'kjamaðurinn
hafði laft út í vanhugsaðar sókn
araðgeröir. Virðist Bragi njóta
sfn sérlega vcl gegn alþjóðlegu
meisturunum, en gegn þeim hef-
ur  hann  hlotið  2!/^  vinning
gegn y2. Freysteinn tefldi Sae-
mish árásina gegn kóngsind-
verskri vörn Byrnes. Fórnaöi
Freysteinn manni, og vann við
það peö, en varð sfðan að sætta
sig við jafntefli.
7. umferð. Bragi tefldi d3 í 2.
leik gegn franskri vörn Uhl-
manns, Sótti Bragi kóngsmegin
en Uhlmann drottningarmegin.
Sókn Þjóðverjans reyndist þó
hættulegri og gafst Bragi upp
skömmu fyrir biö Benóný tefldi
stífa sókn gegn Ostojic sem
varðist af rósemi. Reyndist sókn
Benónýs ekki nægilega vel und-
irbúin og Ostojic innbyrti einn
vinninginn enn. Benóný bregzt
ekki því áliti að tefla manna
frumlegast, en þessi skákstíll
virðist ekki gefa Benóný sama
árangur og oft áður.
8. umferð. Guðmundur Sigur-
jónsson geröi jafntefli við Vasjú
kov f vel uppbyggðri skák.
Tefldi Vasjúkov e6 afbrigöið í
Sikileyjarvðrn en var ekki á-
nægður með þá stöðu sem byrj
unin veitti honum. Bauð hann
þvi jafntefli sem Guðmundur
þáði. Bandarfkjamennirnir voru
f vfgaham í þessari umferð.
Addison náði strax hörkusókn
gegn Benóný sem fékk aldrei
færi á að hróka. Flæktist kóng-
ur Benónýs vfða um borðið þar
til hann varð mát. Andrés tefldi
of hægfara gegn Byrne sem fórn
aði biskup é kóngsstööu Andrés
ar og vann létt. Aðalskákin f
þessari umferö var Ostojic: Frið
rik. Tefldi Friðrik drekaafbrigð-
iö f Sikileyjarv8rninni,/sem Júgó
slavarnir þekkja flestum betur.
Friðrik brá þó snemma út af
bekktum leiðum og varð skákin
mjög flókin. í ]okin lentu kepp-
endur í miklu tímahraki og er
hamagangnum lauk virtist staða
Ostojic unnin. Hafa biðskákir
hlaðizt mjðg á Friðrik sem á
þessu stigi málsins átti þriár
erfiðar biðskákir. I 6, uniferð
vann Friðrik lærdómsrfkt tafl
gegn Jóhanni.
Hvítt: Jóhann Sigurjðnsson.
Svart: Friðrik Ólafssqn___Sik-
ileyjarvörn.
I. e4, c5, 2. Rf3, Rc6, 3. d4,
cxd, 4. Rxd, e6, 5. RxR, bxR,
6. Bd3.
Ég hafði í huga líka uppbygg.
ingu og Smyslov tefldigegnTalí
Kandidatamótinu í Zagreb 1959.
6.....Rf6. 7. o-o, d5. 8. Rd2,
Be7, 9. b3, a5, 10. De2, a4,
Eftir skákina áleit Friðrik
þennan leik hafa komiö of fljótt.
Betra hefði verið að leika 10 ...
Db6 og skipta biskupunum á c8
ogd3.
II.  a3, axb, 12. cxb, Db6,
13. b4, Ba6.
Ekki 13... Bxfo 14, Hbl og
svartur tapar manni.
14. BxB, DxB, 15, DxD, HxD,
16. exd, Rxd, 17. Bb2, f6, 18.
Rb3.
Ég var allánægður með stöð-
una á þessu stigi málsins. C peö
svarts virðist all veikt og ekkert
annað fyrir hvftan en að sækja
aö því f rólegheitum. Næsti leik-
ur svarts kom mér algjBrlega á
óvart.
18. ... c5! 19. Rxc, BxR.
20. bxB, Kd7, 21. Hfdl, Hb8, 22
Bd4. Kc6, 23. g3.
Nauðsvnlegur leikur. Ef t.d.
Hd3 Rf4, 24. Hd2 Hxa!
Tapleikurmn, Hér var eini mögu
23. ... Hb3, 24. f4, h6, 25.
Hel, Kd7, 26. Hebl?
leiki hvíts 26. Hedl og hótunin
f5! verður svörtum mjög óþægi-
leg.
26.....Hd3, 27. Bf2, g5, 28.
fxg, hxg, 29. Hb7t Kc6, 30.
Habl?
Þessi leikur gerir illt verra.
Hvítur varö aö reyna Hb8 og
halda niðri framrás e peðsins.
30.....Haxa, 31. Hlb2. e5.
32. Hb8, e4, 33. Hc8t Kd7, 34.
Hg8, Halt, 35. Kg2, e3. Hvítur
gefur.
Eftir 36. Bgl H3dl og bisk-
upinn fellur.
Jóhann Sigurjónsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16