Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						10
V1SIR . Laugardagur 15. júní 1968.
Nýjting í banka-
málum vel tekið
Aimenningur og opinberir aöii-
ar virðast ætla að taka mjóg vel i
pær rvaer nýjungar í bankamálum
sem Útvegsbankinn hefur nú brydd
að upp á b.e. ferðatékka og gíró-
bjónustu, að því er Reynir Jónass.
ikrifstofustjóri     Útvegsbankans
lagði blaðinu.
Menn eru mikið aö spyrjast fyrir
um gíróþjónustuna og allmargir
hafa þegar notfært sér hana. Mörg
'iúsfélög hafa opnað gíróreikning,
an bankinn mun taka að sér að sjá
um állar sameiginlegar greiðslur.
Þá hefur Landssiminn opnað gíró
reikning ( bankanum, þannig að
bankinn sér um afnotagjöld símans
sf viðskiptavinir óska þess. Opin-
;oerir aðilar í Kópavogi hafa einnig
opnað gíróreikning í útibúi bankans
I Kðpavogi.
Það er engin forsenda þess
að við sjáum um greiðslu fyrir al-
menning í ýmsum stofnunum, að
þær opni hjá okkur reikning, sagði
Reynir. Það er nóg að sá, sem
greiða á reikninginn opni hjá ohkur
gíró. Það hefur t.d. borið nokkuö
á því að almennir heimilisfeður
komi til okkar meö áætlanir fyrir
öllu því, sem greiða á út um lang
an tíma, eins og síma, rafmagn,
skatta, víxla o.s. frv. Þetta tryggir
þá fyrir því að lokað verði fyrir
þjónustu þessara aöila og að víxl
ar verði afsagólr af misgáningi.
Sala ferðatékka hefur gengið
prýðilega sagði Reynir. Enn sem
komiö er virðast það aðallega vera
sölumenn á vegum fyrirtækja, sem
hafa keypt tékkana, en meö aukn-
um ferðamannastraumi bæði irin-
lendum og erlendum er btiizt við
mikilli söluaukningu. Það er mik
ið öryggi í þessum tékkum. Ef þeir
týnast og hafa sannanlega ekki ver
ið seldir, verða þeir endurgreiddir.
Það er raunar furðulegt að þetta
skuli aldrei hafa verið reynt fyrr
hér á landi, sagði Reynir.
Faðir okkar,
STURLAUGUR JÓNSSON, stórkaupmaður,
lézt að Hvítabandinu hinn 13. júnf jl968 eftin skamma
legu. Jarðarförin verður ákveðin sfðar.
Jón Sturlaugsson
Þörður Sturlaugsson
Sölufólk
Sölufólk óskast til að selja merki þjóðhátíð-
ardagsins 17. júní. Há sölulaun eru greidd.
Merkin eru afgreidd í Vonarstræti 8 sunnu-
daginn 16. júní og mánudaginn 17. júní kl. 9—
12 f. h. og í íþróttamiðstöðinni í Laugardal
eftir hádegi 17. júní.
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND
íslondsmótið
I. DEILD
í dag kl. 16 leika í Vestmannaeyjum
Í.B.V. - Í.B.K.
Dómari: Steinn Guðmundsson.
Motanefnd
Rauða skikkjan -  Kirkjusíða  —
»>--> 16 siöu
þess ei'nis, að kaþólikkum þar
vestra sé fráráðið að sjá þessa
kvikmynd, og er ástæðan til-
greind nánar. Gitte Hænning,
sem annars er jafnan fullklædd
í myndinni, sést einu sinni
striplast nakin, og hefur sú
sena verið notuð í auglýsinga-
skyni fyrir myndina þar vestra.
Telja kaþólikkarnir að hér sé
um ósiðsemi að ræða og ráð-
leggja öllum góðum kaþólikk-
um að sitja heima.
Hreinsunarstöð —
•H> 1. síðu.
Bezti þjóðvegur landsins liggur
þarna í gegn og tengir allt þéttbýli
höfuðborgarsvæðisins og Suður-
nesin. Auðvelt er að leggja leiðslur
frá víkinni til Keflavíkur og Kefla-
víkurkaupstaðar, sem myndi mjög
minnka dreifingarkostnaðinn, en
einnig mætti leggja leiðslur suður
á Álftanes, ef til þess kemur að
flugvölllur • verður gerður þar og
sömuleiðis til Reykjavíkur. Fjar-
lægðin frá Straumsvík til miöborg-
ar Reykjavíkur er ekki meiri en frá
Geldinganesi, en landið allt miklu
sléttara frá víkinni en frá hinum
staðnum. Mjög hæpið er að hægt
yrði að leggja leiðslur þaðan.
Þá er það kostur að hæð verk-
smiðjustæðisins er tiltölulega lítil
frá yfirborði sjávar og því auövelt
að dæla olíunni upp í verksmiðj-
una. 1 Geldinganesi þyrfi aö dæla
olíunni þó nokkuð hátt upp, sem
mun vera kostnaðarsamt.
Þrjár háspennulínur munu liggja
framhjá svæðinu, þ. e. háspennu-
línan frá Búrfelli til Straumsvíkur,
háspennulína, sem Hafnarfjarðar-
kaupstaður hefur látiö leggja
þangað suðureftir og loks lína, sem
Rafmagnsveitur ríkisins hafa suð-
ur á Reykjanes.
Loks má telja það til að ódýrt
og auðvelt er að afla vatns við
Straumsvík með borunum.
Sílcð —
»-> 1. siðu.
Verður þetta væntanlega til mik
ils hagræðis fyrir söltun um
borð í skipum í sumar.
Vísir fékk í gær eftirfarandi
upplýsingar hjá Síldarútvegs-
nefnd: Undanfarið hafa staðið
yfir samningaviðræður um fyrir
framsölu á saltaðri norður- og
austurlandssíld framleiddri árið
1968. Samningar hafa þegar tek-
izt við síldarkaupendur í Sví-
þjóð, Bandaríkjunum, Finnlandi
og Vestur-Þýzkalandi. Kaup-
endur hafa eins og á undanförn
um árum frest til að ákveöa
endanlegt samningsmagn, en
samið hefur verið um öll önn
ur atriði. Söluverð til þessara
landa hækkar lítils háttar frá
því sem það var á sl. ári. Auk
þess hafa kaupendur í Finnlandi
og Vestur-Þýzkalandi fallizt
á tð hækka verðiö frá
fyrra ári, sem svarar
gengisfellingu sterlingspunds
gagnvart Bandaríkjadollar, en á
undanförrium árum hefur síld-
in til þessara landa verið seld í
sterlingspundum.
Samningaumleitanir standa
enn yfir varðandi sölu saltsíldar
til annarra markaðslanda m.a.
til Sovétríkjanna.
m~> 7 síöu.
líkaminn er út frá honum, (þ.
e. söfnuðurinn út frá Kristi,
sameinaður í kristinni trú) sam-
anfelldur og samantengdur, og
sérhver taug innir sína þjónustu
af hendi meö starfskrafti, er
samsvarar því, sem hverjum ein-
stökum er gefinn, þá verður
það til þess, að líkaminn vex
og uppbyggist í kærleika."
(Efesusbréfið, 4, 16).
Er hægt að leggja á snjallari
hátt aðallínur um sameiginlega
uppbyggingu hins kristna ríkis
í fáum orðum en hér er gert?
Já, starfið er margt, en eitt er
bræðrabandið. Hver taug og
vöövi er skapaður fyrir starf og
samstarf. Ahugi og starfskraft-
ur er öllum' lifverum lífsnauö-
syn. Allir þjóna heildinni, en
það er skilyrði þess, að heildin
geti þjónað öllum. Tekið er
fram í þessUm tilvitnaða texta,
að ekki skal of mikils krafizt af
neinum, en af ollum nokkurs,
sem einhvern starfskraft eiga.
Allar óskir kristinna manna
hins íslenzka Iýöveldis hljóta að'
vera af kristnum rótum runnar,
tengdar kristinni kenningu,
kristnu lífi og starfi, tengdarbæn
til gjafarans allra góðra hluta
um vernd og handleiðslu, um
það að mega bera gæfu til að
leita fyrst og fremst Guðs ríkis
og hans rættlætis, því að þá
mun allt annað gott veitast að
auki.
Bridge —
m—> 6. síðu.
Austur  Suður  Vestur  Norður
P     P     1*     P
1G     P    2G     P
3G     P     P     P
Suður spilaöi út hjartadrottn-
ingu, drepin á ásinn í borði, síð
an kom laufaás og lauf ágosann.
Suður drap á drottningu og spil
aði spaða. Þetta var Ásmundi
nægilegt, því að nú tók hann
þrjá slagi á spaða og þrjá slagi
á tígul og síðan laufaslagina.
Endastaðan varð þá þessi:
4 enginn
V 9-8
? 9
4> ekkert
? 9            6 enginn
¥ 2            ¥ K-7 .
? enginn        ? 8
*3             * ekkert
6 10
V D-G
? enginn
4» ekkert
Þegar laufinu er spilað úr
borði, neyddist norður til þess
að kasta hjarta, því tígulinn
varð hann að geyma. Þá kast-
aöi Ásmundur tíglinum sínum,
en nú var suður í vandræðum.
Hann mátti ekki kasta spaðatí-
unni, svo að hann varð einnig
að henda hjarta. Ásmundur átti
því tvo síðustu slagina á hjarta
Þetta er kölhið tvöföld kast-
þröng og hún kemur oftar fyr
ir í bridge en marga grunar. .
1 lokaða salnum sátum .við
Eggert n-s, en Vitiadis og Soult-
anakis a-v. Hjá okkur gengu
sagnir þannig:
Austur Suður Vestur Norður
1*    P    2G      P
3$   P    6 G   Allir pass.
Norðurhendin ei heldur ó-
glæsileg til útspils" og ég var
lengi að .velta fyrir mér útspil-
EDJSE
TILKYNNINGAR
Bókasafn Sálarrannsóknarfé
lags Islands . afgreiðsla tíma-
ritsins „MORGUNN" Garðastræti
8 (sími 18130) e opin alla virka
daga nema laugardaga frá kl
17.30 tii 19. Skrifstofa S. R. F. I
er á sama stað
Orlofsnefnd húsmæðra i Kópa-
vogi, efnir til skemmtiferðar að
Búöum, Snæfellsnesi 22. til 23.
þ.m. Upplýsingar f símum 40511
og 40168 milli kl. 11 o'g 12.
Skemmtiferð Kvennad. Slysa-
varnafél. í Reykjavík verður far-
in fimmtudaginn 20. júní fcl. 8
f.h. Farið verður austur í Þjórsár
dal. Uppl. í síma 14374.
Langholtsprestakall: — Munið
fundinn   í   Safnaðarheimilinu,
fimmtudaginn 20. júní kl. 20.30.
Safnaðarstjórn.
inu. Að lokum komst ég að
þeirri niðurstööu að valið stæði
milli hálitanna og eftir það var
hjartaútspilið sjálfsagt. Fyrstu
þrír slagirnir voru eins, en þeg-
ar Eggert komst inn á laufa-
drottningu, spilaði hann hjarta
og þar með voru dagar sagn-
hafa taldir. Nú vantaði sam-
ganginn milli handanna í hjart-
anu og kastþröngin var úr sög-
unni.
ÍSLAND í TÍUNDA SÆTI
íslendingar munu hafa tapað
fyrir Bandaríkjunum í gær með
2 stigum gegn 18. I'eir töpuðu
einnig fyrir Thailandi 10:11.
Eftir það munu efstu sveitir vera
ftalia, Kanada, Ástralía, Banda-
ríkin og Holland, en ísíand mun
vera i tfunda sæti.
Skák —
^—> 1  sfðu.
Staðan er þessi:
Taimanov 8y2, Vasjúkov 8, Byrne
7y2 og biðsk., Ostojic 7% Uhl-
mann 7, Friðrik 6y2 og 2 bið-
skákir, Szabo 6%, Guðmundur 6,
Freysteinn 6, Bragi 514, Addison 5,
Ingi 41/2, Benóný 3, Jóhann 2 og
Andrés y2. Guðmundur Sigurjóns-
son sat hjá í gær.
Roy Orbinson —
->- 2. síðu.
heldur einhverjum hæfileikum.
Ef ég held áfram aö semja fall-
eg lög. þá tel ég, að vinsældirn-
ar dvíni ekki. Ef ég hins vegar
hrapa af stjörnuhimninum, verð
ur það ekki sökum lélegrar aug-
lýsingastarfsemi, heldur hæfi-
leikaskorts. Það verður ekki pen
ingalegt tap, því að ég hef lagt
peningana í fasteignir. Hrapið
yrði leiðinlegt, — það er allt og
sumt."
Ef lög Roy Orbinsons hverfa
af vinsældalistanum, verður það
enn dularfyllra en hinar skjótu
vinsældir hans. Það er sagt, að
dægurlagasöngvarar þurfi að
hafa aðlaðandi framkomu, helzt
að vera piparsveinar, og ekki
má sveifluna vanta. Roy hefur
ekkert af þessu.
En eins og segir í einhverju
laginu: „Hinir furðulegustu hlut-
ir gerast á hverjum degi".
Stuðningskonur GUNNARS THORODDSENS
boða til eftirmiðdagsfundar í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 19. þ. m. kl. 3.30. — Dagskrá auglýst síðar.
Konur, fjölmennið!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16