Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 15.06.1968, Blaðsíða 16
 ■ ■ ■ w A£ &*f K L-* ' t.^r?, M0VI* fi t*mwmoIt söftAriowAL M rferoARtoröLOVfc mi ■ im wOMAN. PÍ.SíSWjE WOMiN Laugardagur 15. júní 1968. 22S5S3BS5 Slökkviliðið ekki oftar gabbað með brunaboðum Lagdir niður fyrir fullt og allt. — Slysa- og brunautkall: simi 11100 ■ Þá loks er þolinmæði slökkviliðsins þrotin, sem í fjölda mörg ár hefur mátt þola það að verða gabbaö stundum oft á dag í brunaútköll, þar sem enginn eldur hefur verið. ■ Brunaboðarnir hafa nú verið lagðir niður, enda reynslan sýnt það, að langflestar eldkvaðningar með brunaboðum hafa aðeins verið gabb eitt á síðustu árum. Nú verða menn að kalla á slökkviliðiö í gegnum síma, eða talstöðvar leigu-, sjúkra- og sendibifreiða, eða hvar sem þeir komast í talsam- band við s’ökkviliðið. ívar Guömundsson, hinn nýi fréttastjóri útvarpsins ásamt syni. Kvnr Guðmunds- son skipnður frétfnstjóri • Samkvæmt tilkynninsu frá | menntamálaráðuneytinu hefur tvar Guðmundsson, blaðafulltrúi ' verið skinaður fréttastjóri Ríkis útvarpsins frá 1. janúar 1969 að | telja. 9 Staða fréttastióra var auR- lýst laus til umsóknar í Lög- birtingarblaöinu, og rann um- sóknarfresturinn út hinn 15. arpfl sl. Tvær umsóknir bárust, frá ívari Guðmundssyni oc Mar- gréti Indriðadóttur varafrétta- ~tjóra Rikisútvarpsins. Þessi ákvölöun Var tekin á fundi Borgarráðs Reykjavíkur nýlega að fenginni tillögu slökkviliösstjóra, en leitað hafði verið umsagnar Sambands brunatryggjénda, sem lagðist ekki gegn þvf. „Vissulega teljum við útsvör- um borgaranna betur varið til annarra þarfa, en til þess að standa straum af kostnaði þess- ara narrútkalla.“ sagði Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, á fundi með fréttamönnum í gær, þar sem hann tilkynnti þeim þessa ákvörðun. Hann kvað kostnaðinn af einu slíku gabbi geta orðið allt aö því 5000 krón- ur, en sá, sem fyrir gabbinu stæði væri eðlilega krafinn keikningsskila á því, þegar til hans næðist. Fyrstu fimm árin, sem stöðin í Tjarnargötu var í notkun, 1913 — 1917, voru eldkvaðningar með brunaboðum 82, en aðeins níu með síma eða sendiboða. Núna, 50 árum síðar, hafa eld kvaðningar með brunaboðum eingöngu undanfarin 5 ár, 1963 —1967, verið samtals 14, en t.d. árið 1967 voru alls 2327 útköll. Það sem af er þessu ári hefur engin eldkvaöning borizt með brunaboða, án þess að hringt væri í síma um leið. Hins vegar hefur slökkviliðið verið narrað með brunaboðum 30 sinnum á þessu ári. „Þetta hefur sem sagt alveg snúizt við. Eldkvaðningar berast ekki lengur með brunaboöum, heldur með sínium, enda er talið að símar séu nú á rúmlega 90% af öllum heimilum í borglnni.” sagði slökkviliösstjóri. Það ætti því að vera mÖnnuM hægur vandi að komast í sfma en ef svo viidi til, að menn kæmust ekki í síma (almennings síma, síma á vinnustað, eða í næsta húsi), þá eru nú um 1000 bifreiöar útbúnar talstöðvum á brunavarnarsvæði slökkviliðs- ins,' sem oft eru nærstaddar og geta komiö boðum áleiðis. Hvort sem um er að ræða slysa- eða brunaútkall, þá hringja menn bara í númer 11100, sem er eitthvert auðveld asta símanúmer til minnis, eöa til þess að hringja í hvort sem er í myrkri eða björtu. Brunaboðinn á myndinni varð oft fyrir árásum f vetur og slökkviliöið gabbað á staðinn, nú fær hann frí. R.K.Í. safnar fé fyrir Biafra iandarískir kaþólikkor telja „áauða skikkj- una/# ósiðlega! gleymist ■ Rauði kross íslands hefur i um i Biafra, en þar ríkir nú al- eftir helgina söfnun hér á landi gert neyðarástand vegna styrj- til aðstoðar almennum borgur-' aldar. Allsherjarskipulag yfir bensmsölur í borginni Seint gleymist vist ævin-'. i týrið um Rauðu skikkjuna, en ’ ‘ sú umdeilda kvikmynd var tek- ^ in hér á landi og léku m. a. I Ínokkrir íslenzkir leikarar í i myndinni. Nú hafa bandarískir kaþólikkar sent frá sér phtgg' ^ 10. sföa. • Skipulagsstofa borgarinnar vinnur nú aö ailsherjaráætlunar- gerð fyrir alla bensínsölu í Reykja- vík og verða drög að þessu nýja skipulagi lögð fyrir borgarráð væntanlega á næstunni. • Búi/.t er við að nokkrar ben- sínstöðvar í gainla bænum verði að víkja. Til dæmis er gert ráð íyrir að stöðin á mótum Nóatúns og Laugavegar verði að víkja mjög fljótlega, en BP hefur fengið lóð inn við Iláleitisbraut, þar sem framkvæntdir eru hafnar við nýja stöö. Söfnun þessi er hafin hér á jandi fyrir beiðni Alþjóöarauðakrossins. Ráðgerir Rauði krossinn að verja söfnunarfé þessu til kaupa á skreið eða öðrum íslenzkum afurðum, sem sendar yrðu á vegum Alþjóðarauða krossins ti! hjálparsveita þeirra þar. Nánar verður skýrt frá tilhög- un söfnunarinnar eftir helgina. Vér morð- ingjar í 10. sinn N.k. laugardag verður leikrit Kambans, Vér moröingjar, sýnt í 10. sinn í Þjóöleikhúsinu. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góö og hafa bæði leikarar og leikstjóri hlotið mjög lofsamlega dóma fyrir listræna túlkun á þessu öndvegis verki Kambans. Leikritið verður aðeins sýnt tvisvar í Þjóðleikhúsinu ennþá, en að þeim sýningum loknum verður farið í lelkför með leikinn út á land á vegum Þjóöleikhússins, Gamlu slökkvistöð- in gegnir ófrant hlutverkinu ■ Enn uni sinn mun gamla slökkvisttíðin viö Tjamargötu gegna sinu gamla hlutverki og hýsa brunavarnarmenn borgar- innar, því ákveðið hefur verið að þar verði í framtíðinni einn slökkvibíll til táks með tveim slökkviliðsmtínnum. Fyrirhugað er í framtíðinni, að komið verði upp hverfisstöðvum fyrir slökkviliðiö á fleiri stööum í borginni, þar sem verða til taks slökkviliðsmenn og bílar til þess að stytta vegalengdirnar frá nýju slökkviliðsstööinni við Öskjuhlið til yztu borgarhlutanna. Gamli bærinn og í kringum höfn- ina veröur aðalvarðstæði þeirra sem verða í gömlu slökkvistöðinni, en þeir munu einnig gegna öðrurn útköllum, ef nauðsyn krefur. Gamla slökkvistöðin hefur, siðan nýja slökkvistööin reis upp, einkum gegnt einu hlutverki — nefnilega tekið við eldkvaöningum brunaboð- anna, en núna, þegar brunaboðarn ir hafa verið lagöir niður, verður viðvörunarkerfið þar einnig lagt niöur. Fréttamaður Vísis í New York, Grétar Norðfjörð, tók þcssa niynd i 42. stræti á dögunum af Riaito-kvik- myndaiiúsinu þar sem hin forboðna mynd er sýnd, — or í úlstillingarkassa má m. a. sjá Flosa Ólafsson or aðra íslenzka leikara. „Allir Islendingar boðnir": * A 6. þúsund manns hafa séð sýninguna ■ Málverkasýning Jóhannesar Kjarval hefur nú verið opin 1 almenningi í tæpa viku i Listamannaskálanum. Á sjötta þús-, und manns hafa sótt sýninguna, sem er opin daglega frá kl.' 10 — 22. Sýningin verður opin til mánaðamóta og er óh£&*t, að hvetja fólk til að líta 'ið. Sérhver sýningarskrá gildir sem 1 happdrættismiði og er vinningurinn málverk eftir Kjarval af, Þingvöllum og er myndin frá árinu 1935. Málverkin sem eru< á sýningunni eru fiest fengin að láni hjá ýmsum einkaaðilum, og getur þar að líta mörg frægustn verka meistaraos. S >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.