Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR. Miðvikudagur 19. júní 1968.
„UNGLINGARNIR I DAG
ERU RAUNSÆRRIEN ÁÐUR"
—  segir Reynir Karlsson framkvæmdastjóri Æskulýðsrábs
í'\it hefur verið rætt og ritað um vandamál unglinga. Eru
menn ekki á eitt sáttir hvað gera þurfi í þeim efnum,
þannig að viðunandi úrlaiisn fáist. Þessi nýja kynslóð fær
síaukna gagnrýni, ýmist fyrir aukinn drykkjuskap, afbrot
eða ístöðuleysi. Er þessi gagnrýni réttlát eða mætir æskan
í dag nægilega miklum skilningi, sem nauðsynlegur er ungu
fólki? Ekki verður dæmt um þáð, að þessu sinni, en við hitt-
um að máli Reyni Karlsson, framkvæmdastjóra Æskulýðs-
ráðs, og spurðum hann um æskulýðsmál.
'p'r æskan í dag, verri en hún
var hér áður fyrr, Reynir?
Nei, mér finnst það ekki.
Hún er ákveðnari og á margan
hátt raunsærri en áður. Hins
vegar hefur allt los í okkar
þjóðfélagi að sjálfsögðu sett
sinn svip á æskuna.
Hver eru helztu unglingá-
vandamálin?
Sem betur fer eigum við, að
mínum dómi, ekki við jafn
alvarleg unglingavandamál að
etja eins og nágrannaþjóðir
okkar. Hins vegar verðum við
að vera vel á verði, þegar fólks-
fjölgun i þéttbýli er eins mikil
og raun ber vitni. Þvi er ekki
að leyna, að fleiri ungmenni
neyta nú áfengis en áður.
Reynir    Karlsson    fram-
kvæmdastjóri Æskulýðsráðs.
Hvaða leið væri til úrbóta
varðandi áfengisneyzlu ungl-
inga?
Til þess að úrbóta sé að
vænta.  verður  að  nást mjög
víðtæk samvinna meðal opin-
berra aðila, félaga og einstakl-
inga í þessum efnum. Eins og
málum er komið í dag er 6-
framkvæmanlegt að framfylgja
lögum og reglum og þykir mér
sýnt, að ekki verði komizt hjá
verulegum breytingum á áfeng-
islöggjöfinni, t. d. með þvi að
lækka aldursmark það er gildir
um neyzlu áfengis í 18 ár. Jafn-
framt þarf að hækka aldurs-
mark það, er heimilar ungling-
um aðgang að vfnveitingahús-
um að sama skapi. Ef slfk breyt-
ing yrði framkvæmd myndu
opinberir aðilar^ vafalaust geta
og reyndar telja sér skylt, að
sjá þeim yngri fyrir sómasam-
legri aðstöðu til dansleikja og
skemmtana.
Oft hefur verið rætt um, að
eldra fólkið skilji ekki ungl-
ingana í dag vegna peninga-
leysis hér áður fyrr. Hvert er
álit þitt á því?
Það er sennilega rétt, því
breytingar síðustu áratuga hafa
orðið svo geysilegar, að margt
fullorðið fólk hefur ekki getað
áttaö sig á þeim. En þetta mikla
peningaflóð og vinna eru áreið-
anlega meginorsakir þeirrar
upplausnar sem orðið hefur í
þjóðfélaginu.
Reynir, ef við vendum nú
okkar kvæði 1 kross, hvert er
markmiðið með Saltvík?
Æskulýðsráð hefur ákveðið
mjög fjölþætt starf f Saltvík.
Staðurinn á fyrst og fremst að
verða útivistar- og skemmti-
staður fyrir borgarbúa. Einn
þáttur þessa starfs hefur þegar
veriö kynntur nokkuð, en það
eru ákveðin verkefni sem ungt
fólk vinnur að og undjrbýr nú
stofnun sérstaks klúbbs eða
samtaka um áhugamál sin.
Umsjón með starfi þessu hefur
Baldvin Jónsson. Vinnuskóli
Reykjavfkur og unga fólkið
vinna nú af miklum dugnaði að
undirbúa tjaldsvæði,. ^eikvelli pg-
ýmislegt fléira. Ætíunin, er, 'áQ.
tjaldsvæði.þeitaverði opið* allar
helgar að sumárlagi fyrir al-
Unglingarnir vinna nú af krafti við að undirbúa Saltvík.
menning. Auk þessa verður
æskulýðsfélögum veitt aðstaða
til að halda mót, námskeið eöa
ráðstefnur. Unnið veröur aö
ræktunarstörfum og ýmsu
fleiru.
Mætir Æskulýðsráð nægilega
miklum skilningi yfirvalda, t.d.
fjárhagslega?
Já, ég verð að segja það. Að
undanförnu hefur almennur á-
hugi & æskulýösmálum aukizt
greinilega og hefur Borgar-
stjórn Reykjavfkur aukið veru-
lega stuðning sinn viö Æsku-
lýðsráð.
'Hvað er að segja um sumar-
starf  Æskulýðsráðs?
Eins og fram hefur komið í
blööum og útvarpi mun Æsku-
lýðsráð leitast við að auka
starfsemi sína eftir föngum.
Nýmæli í starfseminni eru auk
Saltvík, siglinga og róðraað-
staöa viö Fossvog, sem er nú
senn að verða fullbúin. Auk
þess eru fyrirhugaðar ýmsar
hðþferöir til náttúruskoöunar
og margt fleira er á döfinni.
Viltu ekki segja eitthvað að
lokum, Reynir?
Starfsemi Æskulýðsráðs stend
ur nú á tfmamótum. Unnið er
aö tillögum að heildarskipulagi
æskulýðsmála í borginni. Einnig
er unnið að undirbúningi að
byggingu æskulýðsheimilis við
Tjarnargötu og endurskoöun á
starfseminni í heild.
Viö þökkuöum Reyni Karlss.
fyrir spjallið og gengum út á
Fríkirkíuveginn, en Æskulýös-
ráöið hefur aöstöðu við þann
veg í húsi nr. 11. Við létum hug-
ann reika og hugsuðum, að mik
ill er áhuginn hjá Æskulýðs-
ráði á að útvega unglingunum
nægileg verkefni og nú er kom-
ið að æskunni sjálfri að hag-
nýta sér aöstöðuna og sýna og
sanna, sem hún hæglega getur,
að fslenzka æskan er ekki síðri
en hún var fyrir 20 árum. „Rís
þú unga Islands merki" og skip-
ið skjaldborg um velferð og
menningu komandi kynslóðar.
— Hg.
visss ssw
Spurningin að þessu sinni er:
Teljflð þér aS það sé sert næei-
lega mikiö fyrir æskuna f dag?
Halldór Guðmundsson, 11 ára.
Já, já. Ég hef ekki yfir neinu
að kvarta. Þetta er allt mjög
gott og allir viröast vera ánægð-
ir með þetta sem gert er.
Hermann Björgvinsson, 13 ára.
Mér finnst vanta meira
af íþróttavöllum fyrir yngri
kynslóðina. Iþróttasvæöin eru
alltaf yfirfull af stórum strákum
og þá fær maður ekki að vera
meö. Annars er það furöulegt
að ég get hvergi fengið vinnu
og sömu sögu er að segjá'' af
kunriingjum mínum.

Kristfn Soffía Baldursdóttir. 12
ára.
Já, þaö er mikið gert fyrir æsk
una og ég er mjög ánægð. Nóg
hægt aö hafa fyrir stafni og allir
virðast ánægöir.
Jraumastaóur unga fólksins, Saltvík á Kjalarnesi.
Magnús Guðmundsson. 16 árs
Á síðari árum hefur auki:"
mjðg skilningur opinberra aðiia
á æskulýðsmálum oe mikið ver
ið gert. Ég er mjög anægðut
og tel mjög mikið vera geri
fyrir æskuna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16