Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 13
VÍSIR. Miövikudagur 19. júní 1968. 13 Minning: Lúðvík M. Jóhannsson skipamiðlari gkki kom mér það 1 hug er ég kvaddi vin minn á sunnudags- kvöld að það yrðu okkar síðustu handtök. Að vísu var hann ný- kominn heim af sjúkrahúsi þar sem hann hafði verið til rannsóknar og hressingar nokkum tímd. Og töld- um við vist að hann yrði kominn til sinna starfa aftur glaðin- og hress eftir nokkra daga. Og svo er það tveimur dægr- um seinna að hann er allur. En líklega er það bezt að vita svona lítið. Hann andaðist að heimili sínu aðfaranótt miövikudags 12. þ.m. Lúðvfk var fæddur á Hellissandi 7. apríl 1912 sonur hjónanna Láru Lárusdóttur og Jóhanns Jónssonar útgerðarmanns og dvaldist hann í foreldrahúsum þar til hann hafði lokið skólanámi. Einnig mun hann á unglingsárunum oft hafa verið heimagangur hjá afa sinum Jóni á Munaðarhóli. Faðir hans og afi voru báðir kunnir dugnaðar for- menn og útgerðarmenn þar vestra og mun hann því kornungur hafa, farið að fara á sjóinn með þeim, þótt það ætti ekki fyrir honum að liggja að feta í fótspor þeirra með formennsku og útgerð. Hins vegar minntist hann oft þeirra stupda er ..ann var með þeim á sjón- um, og þótt hann hlyti staðgóða skólamenntun á sínum ungdómsár um sem svo varð auðvitað undir staðan í hans lífsstarfi, þá fór hann ekkert dult með það, að sjó- volkið með föður og afa hefðu fært honum kjarkinn og karl- mennskuna til að takast á við lff- ið og verkefnin. Lúðvfk gekk i i Verzlunar Lúðvik M. Jóhannsson. skóla íslands og lauk þaðan námi 18 ára gamall. Meðan hann var við nám f Verzlunarskólanum mun hann hafa notið stuðnings móðurafa sfns Lárusar Lárussonar skrifstofustjóra hjá Rafveitu Reykjavíkur. Þannig munu báðir afarnir, hver á sina vísu hafa lagt sitt lóð fram til að móta þennan unga mann. Enda minntist hann þeirra oft með virðingu og aðdáun. Að loknu skólanámi stundaði hann skrifstófustörf hér í bæ i all- mörg ár. Árið 1947 stofnar hann fyrirtækið Skipamiðlun Lúðvíks M. Jóhannssonar & Co, sem hann veitti forstöðu alla tíð og vann þar lengst af einn öll störf. Og var það orðið mjög traust fvrirtæki, með góð sambönd víða erlendis. Árið 1945 giftist hann eftirlifandi konu sinni Sigríði Magnúsdóttur og bjó hún honum traust og gott heimili, sem gott var að koma til eftir langan og strangan vinnudag, því að þar sem hann vann lengst-af einn við sitt fyrirtæki urðu vinnu- dagarnir oft ærið langir. Þau eign- uðust eina dóttur Bryndísi sem nú er uppkomin og vmnur í banka. Við vinir hans minnumst margra ánægjustunda á hinu elskulega heimili þeirra hjóna, og í öðrum vinahópi með þeim. Nú mætir maður ekki oftar þess um hlýja heimilisföður, þar sem hann tók á móti gestum sínum í forstofunni með sínu fasta hand- taki, og sagði: „Komið þið blessuð og sæl og verið þið hjartanlega vel- komin". En þótt Lúðvík væri hversdags- lega glaður og léttur i lund þá var hann líka maður alvörunnar. Hann var í eðli sínu dulur maður, og flíkaði ekki tilfinningum sínum við hvern sem var. En þeir sem kom- ust inn úr skelinni fundu þar traustar og ákveðnar skoöanir á þeim málum er honum voru hug- leiknust. Góður drengur er genginn. Við söknum hans öll. En mestur er þó söknuðurinn hjá öldruðum föður, eiginkonu og dóttur. Megi guð gefa ykkur styrk og ró. Oddur Kristjánsson. VAL UNGA FÓLKSINS „MEÐ UNGU FOLKI María Þórir Fimmtudaginn 20. júní n. k. efnir ungt stuðningsfólk GUNNARS THORODDSENS til glæsi- legrar kynningarsamkomu í Háskólabíói með ungu fólki. Samkoman hefst kl. 8.30. ALLT UNGT FÓLK VELKOMIÐ, DAGSKRÁ: 1. Ámi Gunnarsson, fréttamaður, setur samkomuna. 2. Skemmtiþáttur: Bessi Bjarnason, Hermann Gunnars- son, Ómar Ragnarsson o. fl. 3. Helga Bachmann les ljóð eftir Matthias Johannes- sen og Tómas Guðmundsson. 4. „Hljómar“ flytja lag eftir Áma Johnsen við ljóð Matthíasar. 5. Erindi: Jónas Kristjánsson, ritstjóri flytur erindi um forsetaembættiö og kosningamar og verða sýndar myndir (slides-myndir) með erindinu. 6. Ólafur Þ. Jónsson, óperusöngvari, syngur við undir- leik Ólafs Vignis Albertssonar. 7. Ávarp: Kolbeinn Pálsson og Emilia Kofoed-Han- sen. 8. „Hljómar" leika immsamin lög. 9. Systkinin Maria og Þórir Baldursson, leika og syngja með aðstoð „Heiðursmanna“. 10. Dr. GUNNAR THORODDSEN flytur ávarp. I Kolbeinn UNGA FÓLKIÐ P

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.