Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 4
Barbara hjálpar nú aftur til að mat- reiða heima hjá sér Fyrir stúlku sem veriö hefur hættulega veik, er það mjög upp örvandi að geta hjálpað aftur til við heimilisstörf. Hin 18 ára gamla enska stúlka Barbara Bush ell er nú aftur komin heim til sín og hjálpar nú mömmu sinni af miklum krafti á nýjan leik. Hún hefur iegiö þunga og erfiða legu á sjúkrahúsi Hammersmith í London. Barbara fæddist með aðeins eitt nýra og síðan hefur það smám saman verið að skemm ast, þannig að líf ungu stúlkunn ar hefur hangið á bláþræöi í lang an tíma. Fyrir sex vikum var svo gerð tilraun til aö bjarga lífi stúlk unnar og ákveðið að skipta um nýra. Barbara fékk nýra úr „hjartagjafanum" Patrick Ryan og tókst aðgerðin ágætlega. Fyrir tveimur dögum kom Barbara svo heim af sjúkrahúsinu og eru lækn ar mjög bjartsýnir á að hún nái fullum bata. Mér líður hræðilega segir þessi unga stúlka, en miklu betur en áður en ég fór á sjúkra húsið. Áður fyrr mátti Barbara aðeins borða ákveðnar fæöuteg- undir, en nú segist hún ætla að bæta sér þann missi að fullu. Móðir hennar segir að hún borði á við heila fjölskyldu og nú séu allir ánægðir. Jafnskjótt og heilsan kemst í lag ætlar hún að hefja störf hjá tryggingarfélagi og stefna mark- visst aö því að gifta sig en hún er hálf trúlofuð 19 ára námsmanni. -<9 ffpphrr ’i"1; Fyrir skömínu birtist á Heath-»J row flugvelli í London þokkagyöjij an ítalska Virna Lisi ,en hún var% á leið til hinna konunglegu Ascot.J veðreiða. Vima sem nú er 29"« ára gömul og talin feta 1 fót-»í spor leikkonunnar Marilyn Monr.J oe hefur gengið með það í maganj. um í mörg ár aö fá tækifæri til«" að.verða viðstödd þessar veðreiðl* ar. Upphaf þessa var að hún sagðijl kvikmyndaframleiðandanum Dimi.J tri de Grunwald frá draum sfn-J. um og varð ekki svo lítið undr-«J andi er hann svaraði henni með,» þvf að bjóða henni til Englands*! á veðreiðarnar. Með glöðu geði.“ býð ég þér að koma og sitja íi» minni stúku á leikvanginum.j! sagði hann. Grunwald þessi er.J stjórnandi nýjustu mvndar Virnu"« Lisi, sem heitir „Runaround". ■! Hinn heimsfrægi spánski nautabani h.. Cordobes sést hér gera sína 15. misheppnuðu tilraun til að drepa þetta naut. Eftir þessa tilraun gafst hann upp og var fenginn hundur til að reka nautið af leikvangnum. Eins og flestum er kiHjpugt er nú mikið hitamál á Spáni, en því er haldiö fram að nautin sem nautabanarn ir eiga að drepa séu ekki mannýg. Þetta sannaðist fyrir skömmu er nokkuð þekktur nautabani stökk inn á völlinn, er Cordobes var að kljást við eitt nautið og gekk nautabani þessi að nautinu og klappaði þvf og reyndist þaö hættulaust með öllu! Versnandi sjónvarpsdagskrá. Það fer ekki á milli mála, að allflestum þykir, sem dagskrá sjónvarpsins hafi veriö að hraka smátt og smátt, og nú er svo komið, að þær raddir eru almennar, að það sé rétt ein- staka sinnum, sem gaman er aö sjónvarpinu. Það var öllum ljóst, að áhuginn á sjónvarpinu yrði mestur fyrst en mundi svo dvína, en cigi að síöur er hitt staðreynd, að gæðum dagskrár- innar hefur stórhrakað. Það þarf ekki r.ð vera eingöngu sök starfsmanna sjónvarpsins að svona er komlð, því fjárreiöur stofnunarinnar geta og ráðið nokkru, án þess að um það sé kunnugt. En dagskráin hefur stundum furðuiegustu dagskrár- liði fram að sýna, og alltof mik- ið um endurtekningar á mynd- um án þess að gæðin virðist ráða þeim endurtekningum ein- göngu. Mörgum þótti þunn þjóðhátíð- aö þvi Ieyti, aö hann kynnlr skólann og starfsemi hans. Slík- ir þættir eru yflrleitt vinsælir. af fólki og þurfa ekki að vera veriö meiri hátíðarbragur á þess um degi. Ef framkvæmdanefnd H-umferðar hefur verið svo fjáð að geta stuðiað að skemmtidag- ardagskrá sjónvarpsins ,og að ekki skyldi vera hægt að tjalda tii innlendri dagskrá, svipað og á H-daginn. Hins vegar varð að grípa til skemmtidagskrár frá norska sjónvarpinu, og svo iauk dagskránni meö mynd um tónskáldið Jósef 3ritten, hvaða erindi sem slíkur þáttur átti tii íslendinga á sjáifan þjóð- hátíðardaginn. Hins vegar þótti mörgum þátturinn um Mennta skóiann á Laugarvatni ágætur langir hverju sinni. Mætti gjarn- an koma með fleiri slíkar svip- myndir úr stofnunum og at- vinnuvegunum, því aö það er að heyra, að fólki falli slíkir þættir I geð. Ólíkt skemmtilegra hefði ver ið að fá til dæmis eitthvað af hinum ágætu íslenzku lcikrit- um, sem leikhúsin hafa haft til sýningar í vetur og hætt er að sýna, en kannski er slíkt of kostnaðarsamt. Á því hefði þó skrá kvöldið fyrir H-dag, þá hlýtur að vera hægt að stuðla að sæmilegri dagskrá á þjóð- hátíöardaginn, því að allt er fé þetta af sama uppruna, þó að ýmsum nöfnum séu sjóðirnir ncfndir, sem Iátnir eru borga. Þegar sjónvarpsdagskráin var lengd á sfnum tíma og útsend- ingardögum fjölgað, voru æði margir mótfallnir því vegna þess, að þeir töldu, að slíkt yæri okkur ofviða. Því miður virðast rök þessara aöila ætla að reynast sönn, ef svo verð- ur sem nú stefnir. Af því að hér hefur nú verlð deilt á dagskrá sjónvarpsins, þá vil ég geta þess að yfirleitt eru fréttirnar vinsælar og allir þættir sem fialla um málefni líðandi stundar, eins og til datím is þátturinn „Erlend málefni”. Ennfremur þættir eins og „I brennidepli" og „Á öndveröum meiði“. Það sem fólki finnst hafa versnað, er val kvikmynda til fróðleiks og skemmtunsr. Þó hafa þættir eins og „Denni dæmalausi“ haidið vinsældum sínum, en sins vegar sakna margir Fred Flintone með sitt góðiátlega gaman og þátta eins og um hana Jóu Jóns, svo eitt- hvað sé nefnt. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.