Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 20.06.1968, Blaðsíða 12
12 V1 S IR . Fimmtudagur 20. júní 1968. i ANNE LORRAINE: GENCI — Hvers vegna? hváði Mary. — í fyrsta lagi hef ég ekkert gaman af að dansa, og í öðru lagi hef ég engan tíma til þess. Ég verð svo þreytt ef ég vaki fram eftir á kvöldin, og þá mundi ég ekki geta unnið fulla vinnu daginn eftir. Frú Manson varp öndinni aftur. — Þú ert flón, sagði hún ofur blátt áfram. —Ég ræö þér til að hætta að taka sjálfa þig svona hátíðlega væna mín. Ef þú værir dóttir mín mundi ég segja þér berum orðum, að þú getir aldrei orðið duglegur læknir ef þú lærir ekki að hvíla þig og njóta lífsins. Læknirinn verð ur að vera afar þolinmóður, og það ert þú. En hann verður líka að vera hjartahlýr og nærgætinn og umburðarlyndur — hvemig ætti hann annars að geta hjálpað sjúkl- ingum í þrengingum þeirra? Þið læknamir eruð sífellt að uppgötva, að fleiri og fleiri sjúkdómar eigi rætur sínar að rekja til sálarinnar. Hvernig ættir þú að hjálpa og ráð- leggja sjúklingum, ef þú hefur aldr- ei lifað eðlilegu lífi sjálf? Mary brosti vingjarnlega. — Nú ertu að bulla, sagði hún. — Og þú veizt það sjálf. Hugsa þú um bækumar þlnar og láttu mig um mitt! Og þú skalt hætta að hafa áhyggjur af mér. Ég er fullkomlega ánægð og hamingjusöm. Ég geri það sem ég hef alltaf óskað mér að fá að gera, og ég starfa í sjúkra húsinu, sem ég vildi helzt komast í. Er hægt að krefjast meira? Frú Manson stóð upp og nú wr hún reið? — Jæja, þá er ég t að bulla, sagði hún stutt. — Faðir minn var vanur að segja: „Það er oft vitglóra í mikilli vitleysu." — Ætli hann hafi ekki haft rétt fyr- ir sér. Þér finnst ég vera nöldur- kind og sletti mér fram í það sem mér kemur ekki við, og það er ég lika. En ég er hissa á, að þú sem ert svo hyggin skulir ekki skilja, að það felst meira en lær- dómurinn einn í læknisstarfinu. Ef ég þyrfti á huggun og skilningi aö halda mundi mér aldrei detta í hug að fara að leita í kennslubók í' læknisfræði. Mundu þaö, doktor Marland! — Vertu læknir — fyrir alla muni — en vertu manneskju legur læknir! Mary brá í brún og sárnaði þessi ádrepa og var í þann veginn aö standa upp frá borðinu. En frú Mason strunzaði framhjá henni og út úr dyrunum. Mary sat ein eft- ir við borðið og varð hissa er hún tók eftir að hún var skjálfhent og máttlaus f hnjánum. Skringilegt at- vik, hugsaði hún með sér. Hvað gekk að frú Manson? Hún hafði alltaf verið svo róleg og stöðug ÝMISLEGT ÝMISLEGT i Tökum aö okkur hvers konaj múrbro' og sprengivinnu l húsgrunnum og ræs am Leigjum út loftpiessur og vfbrs sleöa Vélaleiga Steindórs Sighvats ionar Alfabrekku við Suðurlands- braut slmt 10435 GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Simi 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast lóöastandsetningar, gref hús- grunna. holræsi o. fl. jSántiK n BOLSTRUN Tt'kUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR VLJÓT ,OG VÖNÐUO VINNA ÓRVAL AF ÁKLÆOUM LAUGAVEG 62 - SlMI 10825 HEIMASlMI 83634 í rásinni, en nú varð hún fjúk- andi vond, út af því einu að Mary vildi ekki fara á skemmtun! Hún hló og einsetti sér aö glevma þessu. Þegar Kenning læknir kom að borðinu hennar, heilsaði hún honum vingjarnlega. — Mætti ég tefja yður í fimm mínútur, læknir, byrjaði hún. — Ég var að þrátta um sjúkdómstil- felli við frú Manson, og mér datt í hug hvort... Gamli maðurinn leit framan í hana og sá að hún var rjóð. — Þér verðið að afsaka mig, ef yöur finnst ég ekki vera hjálpsamur, sagði hann. — Ég er gamall mað- ur og fyrir löngu kominn að þeirri niðurstöðu, að maður á að greina hvíldina frá starfinu. Þegar ég er að vinna þá hef ég allan hugann við það. En ég vinn aldrei meðan ég er að drekka te, og þá hugsa ég eingöngu um magann, rabb viö kunningjana eða reyfaralestur. Hann hló. — Þér megið ekki stökkva upp á nef yður, góða mín — það fer yður ekki vel! Mary sat grafkyrr og starði á þennan gamla vin sinn. Hún var bæði hissa og reið og langaði mest til að gráta. — Þér verðið að afsaka, að ég er yður til leiðinda, læknir, byrjaði hún. — Það er svo að sjá, að ég sé flestum til leiðinda. Hún horfði ekki á hann meðan hún var að segja þetta, annars mundi hún hafa séð votta fyrir meðaumkun í augunum á honum. Hann sagði lágt: — Þá mundi ég reyna aö bæta úr því! Og svo fór hann. Mary sat eftir með tárin í aug- unum. Kenning læknir — maður- inn sem hafði orðið fyrstur til að dást að henni fvrir dugnað hennar, — maðurinn ,sem hafði kennt henni svo að segja allt, sem hún kunni f læknisfræði — hafði talað við hana eins og maður mundi tala við erfitt vandræðabarn. Hún hafði gert ráð fyrir, að hún hefði eigi aðeins áunniö sér velvild hans heldur einnig álit hans. En nú var svo að sjá, sem hann væri leiður á henni. Hún var orðin vön því, aö hinir læknarnir yrðu gramir þeg ar hún bar eitthvað undir þá, en þetta var öbærilegt! Hvernig átti hún að geta lifað hérna, ef eng- inn vildi umgangast hana? Mary stóð upp í hálfgerðu flaustri og gekk fram að dyrunum. Þar munaði minnstu að hún ræk- ist á unga, granna stúlku með dökk. augu og úfið hár. Hún brosti! til Mary og nefndi hana skírnar-1 nafni, en slíkt þótti ekki viðeigandi J i sjúkrahúsinu. — Halló, Mary | sagöi hún. — Hvernig gengur það? Ég vonaði að ég gæti fundið þig héma, því að það er sjúklingur í Charlesdeildinni... — Það eru margir sjúklingar í þeirri deild, sagði Mary stutt í spuna. — En ég á frí í dag, og þú líka. Afsakaðu mig! Hún fór út, og Melanie John sjúkraleikfimikennarinn góndi hissa á eftir henni. Einhver kallaði til hennar úr hinum enda salarins, og hún gekk að borði, sem margir stúdentar sátu við, og settist hjá þeim. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef séð Mary reiða, sagði hún. — Hvað gengur að henni? Ég ætlaði bara að spyrja hana um sjúkling, en hún svaraði mér út af. Kenning gamli var að tala við hana, sagði einn stúdentinn. — Hann hefur kannski skammað hana þú veizt hvað hann getur verið ó- notalegur. Mary var þreytt og döpur þeg- ar hún fór upp í herbergið sitt i læknabústaðnum. Hún hugsaði til föður síns, eins og alltaf þegar illa lá á henni. Hann var eini mað urinn sem skildi hana. Uppi f herberginu var útsýni yf- ir garðinn kringum sjúkrahúsið, og nú settist hún og fór aö skrifa föður sínum. En hún var ekki í skapi tií að skrifa og tók því símánn í staðinn. Þegar hún heyrði málróm föður síns rétti hún ósjálfrátt úr sér. — Pabbi, mig Iangaði bara til að tala viö þig. Nei, það var ekki neitt sérstakt. Ég — var bara svo þreytt, og fannst ég vera svo einmana. Hún heyrði rödd hans, rólega og skýra. — Það er ekki þér líkt, Mary. Það gengur vonandi ekkert að þér? Þú hefur ekki áhyggjur af neinum sjúklingum? — Nei, það er ekkert þess konar. BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Bónsföð, blfreiðaþjónusta LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstig). Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif- reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott, hreinsun á sætum, toppum, hurðarspjöldum (leðurlíki). Bónum og ryksugum. SÍMI 21145. .Þetta er Basilosaurus, nokkurs kon- ar fomaldarhvalur. — Hvar er ég eigin- lega? Hún reyndi að hlæja. — Ég fékk bara svoddan heimþrá allt í einu. Ég hef séð nokkur einkennileg til felli í dag, og datt í hug að þú vildir heyra um þau. Hún hélt áfram að segja honum frá og reyndi að láta ekki á því bera, að hún hafði ekkert gaman af því, en smám saman hvarf þreytan og áhuginn óx og gamli ákafinn kom upp í henni. Þau töluðu lengi saman og loks bauð hún góða nótt. Hann bauð líka góða nótt og bætti við með hægð: — Mary, hvað gengur eiginlega að þér? Þú iðrast vonandi ekki eftir að pú valdir St. Péturs-spítalann? Hún reyndi að hlæja. — Að þú skulir geta spurt svona, pabbi! Ég kann vel við mig héma, það veiztu. Ég er ánægð og líöur vel. Góða nótt, og guð blessi þig! 5TOOHI«gs,''Í^qsOD05EU tK • ,- SÍMl ^ BELTI og BELTAHLIJTIR á BELTAVÉLAR Keðjur Spyrnur Frambjól Bofnrúílur TopprúIIur Drifhjól Bolfar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæSavara á hagsfæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA x VERZLUNARFÉLAGIÐe SKIPHOLT 15 —SÍMI 10199 FÉLAGSLÍF Knattspymudefld Vikings. Æfingatafla frá 20. mai til 30. sept. 1968: 1 fL og meistaraflokkur: Mánud. og þriðjud. kl. 7,30—9. miðvikud og fimmtud. 9—10,15. 2. Hokkur: Mánud. og briðjud. 9—10,15. Miðvikud op fimmtud. 7,30—9. 3. flokkun ‘ Mánud. 9,-10,15, þriðjud. 7,30- 9 og fimmtud. 9—10,15. 4. flokkur: Mánud og priðjud 7—8. Mið vikud. op fimmtud. 8—9- 5. flokkur A. og B.: Mánud op þriðjud 6—7. Miö vikud. og fimmtud. 6,15—7.15. 5. flokkur C. og D.: Þriðjud. og fimmtud. 5.30—6.30 Stjómin. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.