Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 21.06.1968, Blaðsíða 7
7 VÍSIR. Föstudagur 21. júní 1968. morgun útlönd í morgun útlönd raorgun útíönd í raorgun útlönd Dularfullt mál í London: Frægur lögfræðingur skýtur upp kollinum og kveðst kominn til að verja Ray Borgar Ku Klux Klan vörnina? ■ Bandarískur lögfræðing- ur kom í gær til London, og kvaðst eiga að vera verjandi LONDON. Wilson forsætisráðherra Bretlands lýsti því yfir í neðri mál stofu brezka þingsins í gær, aö Verkamannaflokkurinn hafi nú 1 huga aö skera allverulega niöur völd lávaröadeildarinnar, eftir aö hún felldi frumvarp um auknar refsiaðgeröir gegn Ródesíu. Wilson sagði, að sú afstaða lýsti fyrir- litningu á lýðræöishugsjóninni og væri ófyrirgefanlegt hjá mönnum, sem ekki eru kjömir á þing, heldur sitja þar aðeins vegna þess aö þeir hafa erft aöalstign frá meira og minna fjarskyldum ættingjum. AÞENA. Papadoupoulos forsætis- ráðherra í herforingjastjórninni grísku rak í gær sex af ráöherrum sínum og setti í þeirra stað sérfræð- nga, sem þekktir eru fyrir þekk- ingu sína, hver á sfnu sviði. Þetta er fyrsta mikilvæga breytingin, sem orðið hefur á grísku stjórninni, síð an byltingin var gerð í Grikklandi í'yrir 14 mánuðum. Talið er aö þess ar breytingar á stjórninni hafi ekki mikla stjómmálaþýðingu, en nú virðist sú stefna ráða í Grikklandi, að fela þeim mönnum stjóm, sem mesta þekkingu hafa á hverju sviöi. HAVANA. Ungur maöur meö hand- sprengju aö vopni neyddi í gær flug vél frá Venezúela til aö lenda á Kúbu. Hann kom inn í flugstjómar klefann og ógnaði flugstjóranum með sprengjunni, svo að þeir áttu ekki annars úrkosti en lenda vél inni þar sem hann skipaði. Vélin var á leið frá Santo Domingo til Curacao. 73 farþegar voru í vélinni, sem er af gerðinni DC-9. Þegar vél- in var lent fóru kúbanskir em- bættismenn á burt með ofbeldis- manninn og neituðu að segja nokk- uð um málið. SAIGON. Fjöldi bandarískra her manna, sem fallið hafa í Víetnam síðan 1. janúar 1961, er nú komin upp fyrir 25.000, að því er talsmað ur Bandaríkjahers í Saigon sagði í gær. í síöustu viku féllu 324 her- menn. Á sama tíma misstu Víet- cong og Norður-Víetnamar 1613 fallna og særða, og af þeim aðilum hafa fallið síðan 1. jan. ’61 samtals 365.935 manns, sagði sama heimild. James Earl Ray eða Raymond George Sneyd, sem situr í haldi í Lundúnum grunaður um að hafa myrt dr. Martin Luther King. Lögfræðingur- inn sagðist eiga að verja Ray, ef hann yrði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðingurinn, Arthur J. Hanes, sem áður var í Birming- ham, Alabama, sagðist vera kominn til að setja sig inn í sakargiftir í máli Rays, sem situr í haldi í London fyrir að hafa borið skotvopn án leyfis og fyrir að vera handhafi falsaös vegabréfs. Sneyd — eða Ray — hefur verið leiddur tvisvar fyrir rétt síðan hann var handtekinn, 8. júní. Næst þegar hann kemur fyrir rétt er gert ráð fyrir, að mættir veröi bandarískir fingra- farasérfræðingar, sem fái endan lega úr þvf skorið, hver maður- inn er í raun og veru. Hanes lögfræðingur sagði á blaðamannafundi, að hann hefði ekki í hyggju aö vera viðstaddur 10. síðu Frakkar gera til- raunir með ki ova jsí i somar Þá munu þeir sprengja fyrstu vetnissprengju sina 9 Vetnissprengjutilraun- ir Frakka á Suður-Kyrra- hafi, sem standa fyrir dyr- um, koma til með að valda einhverri geislun á and- rúmsloftinu, þótt hún sé ekki talin hættuleg. Þessi geislun verður einkum við Kyrrahafsströnd Suður- Ameríku, sagði heimildar- maður í Chile í gær. Frakkland á ekki þátt f samn- ingunum um bann við frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna og kjarn- orkusprenginga, og Frakkar hafa f huga, að haida kjarnorkutilraunum sínum áfram í Pólinesíu í sumar þrátt fyrir mótmæli margra aðila. Flugvélamóðurskipið, „Clem- enceau“, og önnur skip franska flotans, eru þegar komin inn á til- raunasvæðið, en undirbúningurinn að tilraununum sjálfum hefur stað- ið lengi. Fyrsta vetnissprengja Frakka er liður í tilraunaáætlun sumarsins. Hún hefur á aö gizka 50 sinnum meiri sprengikraft, en bandaríska sprengjan, sem kastað var á Hir- oshima árið 1945 haföi. Innanlandsfriður" er helzta kosningamál Humphreys // Hubert H. Humphrey varaforseti Bandaríkjanna sagöi í ræðu í gær f félagi bandarískra fréttamanna, að nauðsynlegt væri aö bæla ákveö- ið niður öll merki um óeiröir og uppreisnir í bandarískum borgum. í baráttu sinni hefur Humphrey einna efst á blaði aö berjast gegn óróa og æsingum, og hann mun byggja mikinn hluta kosningabar- áttu sinnar einmitt á þessu atriði, en hann er nú aftur byrjaður af fullum krafti kosningaundirbúning sinn eftir dauða Kennedys öldunga- deildarþingmanns. Hann lagið áherzlu á þaö í ræðu sirtni, að bandaríska þjóðin standi nú andspænis tveimur meginv^nda- málurn, sem veröi að leysa, það er að ségja. hVernig hægt er'að halda uppi friði og ró í þjóðfélaginu og r«aggHgg*B-g’T? i sjá mönnum fyrir þjóðfélagslegu ' réttlæti. j Humphrey hyggst einnig berjast j fyrir strangara eftirliti með skot- j vopnum, og vinna að því að hert • veröi á þeim lögum hinna ein- stöku ríkja, sem miða aö því aö berjast gegn ofbeldisverkum. Humphrey berst fyrir því, aö allar uppreisnir fátækra í borgum Bandaríkjanna verði bældar niöur, því að þær bitna jafnan harðast á fátæklingunum sjálfum, sagði hann. Ennfremur hyggst Humphrey stuðla aö innanlandsfriði eftir öðr- um leiðum. Hann vill láta herða eftirlit með eiturlyfjasölur Hann vill aukiö eftirlit .með “skaðlegu sjónvarpsefni, án þess þó að koma á ríkiseftirliti með sjónvarni. rffeá.iwi. Karlmannaskór fjölbreytt úrval verö kr. 440,— 427,— 439,— 483,— 510,— ódýrir sandalar. SKÖVEHZLUN tfMwts /fndfo&S'S&MOA, Laugavegi 96, við hliðina á Stjörnubíói. Vörukaup Viljum kaupa nærfatnað, ýmsar gerðir. Til- búinri barna- og unglingafatnað svo sem skyrtur, peysur, blúsur, buxur og fleiri teg- undir. Sími 11670. UÐUN TRJAGARÐA Viðvörun Að gefnu tilefni skal þetta tekið fram: í aug- lýsingu heilbrigðismálaráðuneytisins nr. 97/18. júní 1962 um sérstakar varúðarráðstaf- anir í sambandi við notkun eiturefna við úðun trjágarða segir í 1. gr.: „Allir þeir, er nota eitur til úðunar á trjá- görðum, skulu gæta fyllstu varúðar í með- ferð slíkra efna. Skal þeim skylt að festa upp á áberandi stað við hvern garð, sem úðað- ur er prentaðar leiðbeiningar með nauðsyn- legum varúðarreglum. Jafnframt skal öllum íbúum viðkomandi húss gert viðvart áður en úðun hefst, svo og íbúum aðliggjandi húsa. Um brot gegn ákvæðum auglýsingar þess- arar fer eftir 11. grein laga nr. 21/1. febrúar 1936. Jafnframt eru borgarbúar varaðir við að láta börn vera nærri, þar sem úðun fer fram, láta glugga standa opna þar sem úðað er, eða láta úða berast á þvott, húsgögn o.þ.h. Borgarlæknir. ní«l* I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.