Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						lí
V1SIR. Föstudagur 21. júní 1968%
ANNE LORRAINE
Þegar faún hafði lokiö samtalinu
gekk hún út að glugganum og
horfði yfir garðinn. Hún var eirðar-
laus. Jafnvel faðir hennar hafði
ekki getað gefið henni þá sálarró,
sem foún þráöi meir en nokkuð ann-
að. Hvaö hafði eiginlega komið fyr-
ir í dag — annað en þessi óþægi-
legu orðaskipti við Kenning lækni
— sem hafði gert hana svona ó-
ánægða og óvissa um allt það, sem
henni hafði áöur fundizt vera svo
öruggt og óum'breytanlegt?
Mary gekk að starfi sínu með al-
vöru, hingaö til haföi það verið þaö
eina sem hún óskaði og þurfti. En
nú hafði efinn fest rætur í henni
og gróf undan öllum hennar áform-
um og hugsjónum. Hún hafði helg-
að l£f sitt þessu, og henni fannst
eölilegt 'að afsala sér öllu þvi, sem
gat' tafið fyrir henni að ná þvl
marki, sem hún hafði sett sér. Hún
hafði engan tima haft til ástar-
ævintýra og skemmtana.
AHa æsku sina haföi hún verið
önnum kafin við námið, og fannst
það vera fullt endurgjald fyrir gam-
anið, sem hún fór á mis við. Hún
og faðir hennar höfðu unnið saman.
Hún hafði hrifizt af starfi hans og
afráðið að feta í fótspor hans. Hann
¦war starfandi sem læknir í smábæ
uppi í sveit, og Mary haföi fund-
izt hann vera öllum sjúklingum
sínum eins og faðir. Þeir komu
til hans meö vandamál sin og sjúk-
dóma. Hún hafði þráö aö verða lík
honum, með þeim mismun, aö hún
vildi veröa „móöir" sjúklinga sinna.
Hún hafði sagt honum frá þess-
um óskum sínum þegar hún var
barn, og hann hafði tekið hana
á hné sér og strokið henni um
hárið. —- Ég efast um að þú vit-
ir hvers þú ert að óska, hafði hann
sagt. — Ég held að ég mundi deyja
sæll, ef ég vissi að barnið mitt
fetaði í fótspor mín. Nei — fet-
aðu ekki í fótspor mín, Mary, ég
vil ekki aö þú gerir það. Þú veröur
að komast lengra — komast miklu
lengra en ég hef komizt! Ég ætl-
aði mér að komast langt, en örlög-
in voru mér erfið. Ég var væng-
stýfður. Þú ert of lítil til að skilja
það, en þú verður aö helga þig alla
þessu stafi, ef þú tekur það fyrir
á annað borð. Mary — viltu lofa
mér því? Allt eða ekkert — lækn-
islistin krefst þess af öllum, sem
vilja ganga þá leiðina. Ég átti svo
stór áform og hugsjónir.
Hann hikaði um stund. Svo
bætti hann við með beiskju: —
Það fór eins og ég hélt, Mary.
Hefði ég veriö frjáls ...
Hún haföi ekki skilið hvaðtljana
átti við, en orðin höfðu fest sig í
minni hennar. Þaö var móðir henn-
ar sem' haföi orðiö þrándur f götu"
hans og hindrað að hann gæti gefið
sig allan aö verkefninu sem honum
var svo kært. Móöir hennar dó þeg
ar Mary var fjórtán ára, en Mary
hafi verið nógu þroskuð til þess
YMIS li Ö t   Y MiSlM G f
Tökum aO okkui hvers konai tnúrbríii
og sprengivtnnu i húsgrunnum og ræs-
um. Leigjum út toftpressur og vfbra
sleða Vélaleiga Steindórs Sighvats-
sonar ÁJfabrekku viö Suðurlands-
braut.  sími  10435
GlSLl
JÓNSSON
AkurgerBi 31    ,
Slmi 35199
Fjölhæf jarðvinnsluvél, annast
lóðastandsetningar, gref bús-
grunna, holræsi o.fl.
ÆÉntiK
rÍBo
TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR
FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA
ORVAL AF ÁKLÆÐUM
t-AUGAVEG 62 - SÍMI10B25   'f HEIMASIMI 83634
BOLSTRUN
að hafa samúð með föður sinum.
Hún skildi að hjónabandið haföi
orðið orsök þess aö líf f öður hennar
náði ekki tilgangi, sínum. ^Henni
hafði þótt vænt um móður' síha.
en hún hafði andúð á léttúðinni,
sem hafði spillt svo mörgum tæki-
færum fyrir föður hennar.
— Þú verður að halda áfram
þar sem ég hætti, góða mín, sagði
hann, þegar hún var oröin svo göm
ul, að hún vissi hvað hún vildi. —
Ef ég hefði átt son ...
Mary hafði aldrei gleymt þessum
orðum. Faðir hennar hafði ekki
eignazt góða konu, og honum haf öi
ekki heldur orðið að þeirri ósk sinni
aö eignast son, sem hefði fetað í
fótspor hans og lokið því, sem hon-
um hafði ekki tekizt. En hann átti
aðeins dóttur, sem honum þótti
innilega vænt um. Það var þá, sem
hún hafði strengt þess heit að faðir
hennar skyldi einhvern tíma hafa
ástæðu til að þakka guði fyrir þessa
dóttur og hætta að harma það, að
hann haföi ekki eignazt son.
Hún hafði sökkt sér niður í það
sem hann lagði fyrir hana, og
aldrei hefur nokkur kennari haft
áhugasamari nemanda. Allt gekk
vonum framar, og nú var hún
hér — ein af yngstu læknunum á
St. Pétursspítalanum og með bjarta
framtíð í vændum. Hvers gat hún
óskaö frekar? Faöir hennar dáöi
hana og virti — hvað eftir annað
hafði hann sagt henni, hve glaður
hann væri yfir því hve vel henni
vegnaði. Nú gæti hann dáið sæil...
Loks fór hUn að hátta, en hún
svaf ekki vært.
TRUFLANDI ATRIÐI.
Mary vaknaði snemma morgun-
inn eftir og fékk sér kalda steypu,
í þeirri von að geta hrist af sér
depruna. Síöan fór hún út í garð-
innAÍ gráum bómullarkjól og meö
breiöan hvítan kraga, sem setti á
hana : eins konar nunnusyip. Hún
gekk hægt um garðinn og vonaði
að morgunloftiö mundi hafa góð
áhrif á sig. — Læknir að lækna
sjálfan sig, muldraði hún í hálfum
hljóðum án þess aö vita að orö-
in komu yfir varirnar.
— Afsakið þér — voruð þér að
tala við mig?
Hún leit við og sá ungan mann
með dökkt hár og dimm augu sitja
á einum bekknum. Hann horfði á
hana með auðsærri aðdáun, og hún
fann að hún roönaði.
— Afsakið þér, sagöi hann og
brosti eins og krakki. — Ég hef
líklega gert yður hverft við. En ég
fullvissa yður um að yöur hefur
ekki brugðið nærri eins mikið og
mér. Mér, datt sem snöggvast;í
hug aö'-þárna væri kvelíarastúíkk
að koma á móti mér — beina leið
inn í tilveruna mína! Ég hafði ekki
hugmynd um að svona fallegar
hjúkrunarkonur væru hérna I
sjúkrahúsinu — annars hefði ég
komið hingað miklu oftar.
Hún opnaði munninn og ætlaði
að fara að skýra honum frá hver
hún væri, en einhverra hluta vegna
sem híin skildi ekki sjálf hætti hun
við það.
— Hvað eruð þér að gera hérna?
spuröi hún forvitin og tók nú eft-
ir hvé hörundslitur hans var bjart-
ur og augun skær. — Þér mun-
uð ekki vera sjúklingur, sem hefur
brotið reglurnar og farið út í garð
inn fyrír morgunverð?
Hann stóö upp og hló. — Nei,
ég er bara vesæll læknissonur,
sem bíð eftir aö aka föður mínum
heim, sagöi hann glettnislega. —
Ég heiti Tony Specklan, ef þér
kannizt við það nafn.
Hún hrökk viö og nú ljómuðu
augun, er hún heyrði nafniö.
í þann svipinn var hún mjög lag-
leg, og ungi maöurinn virtist enn
hrifnari.
—  Ef Specklan læknir faðir yð-
ar? spurði hún forviða. — Það var
stórfenglegt!
—  Fyrir mig? spuröi hann. —
Eða fyrir hann föður minn? Nei —
þér skuluð ekki svara því. Svarið
mundi eflaust særa mig. Er til of
mikils mælzt að ég biðji yður að
setjast og rabba viö ungan ein-
stæðing, systir?
—Jú, geriö þér það! sagði hann
þegar hann sá að Mary hikaði. —
Ég er búinn að kynna mig, en þaö
er meira en þér hafið gert! Ég
lofaði að sækja pabba f dag —
hann hefur gert nokkra erfiða upp-
skuröi qg vill síður aka sjálfur,
þegar h|nn er þreyttur. Ég átti
lejð hérjpa framhjá og bauðst til
aö sækja gamla manninn.
Hún settist en þagði enn.
— Jæja? Hann sneri sér aö henni.
- Talið þér yfirleitt aldrei?
— Mér brá svo mikiö við, sagöi
hún afsakandi. — Einhverra hluta
yegna á maöur erfitt með að hugsa
sér að frægir menn eins og Speckl-
an læknir, lifi fjölskyldullfi eins
og fólk flest. Það kann að þykja
óviðeigandi að segja .það, en ég
meinti ekkert illt með þvi. Þetta
stafar af því, að maður sér aðeins
John Specklan einan ...
Hún þagnaði og roönaði. — Af-
BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ!
Bönstöð, bifreiðoþjónusto
LAUGAVEGI118 (ekið inn frá Rauðarárstíg).
Veitir yður aðstöðu til að þvo og bóna bif-
reið yðar, einnig tökum við að okkur þvott,
hreinsun á sætum, toppum, húrðarspjöldum
(leðurlíki). Bónum og ryksugum.  ,
SÍMI 21145.
sakið þér, ég get líklega ekki skyrt
það sem ég á við...
Hagstæðustu yerð.
Greiðsluskilmálar.
Verndið verkefni
íslenzkra nanða.
FJÖLID JAN HF.
Simi 21195
Ægisgötu 7 Rv&.
RóðiS
hitanum
SJDlf
meS
N&í
c<!*»
Me8  6RAUKMANN  hiiarfilK  ó
hverjum ofni gcliS þér siálf ókveB-
i8 hifastíg hvcrs horbergis —
BRAUKMANN sjplfvirkan hrtastiHi
er hójgt að setja faeint á ofnirin
eía hvar sem er á vegg f 2ja m.
(ÍarlægS frá ofni
SpariS hitakostnaS og aukiS vel-
Ií8an y8ar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hilaveitusvæði
SIGHVATUREINARSSON&CO
SÍMI24133   SKtPHOLT 15
FÉLAGSLiF
Knattspyrnudeild Víkings.
Æfingatafla frá 20. maitil 30.  |j
sept. 1968:
i
1. fl. og meistaraflokkun
Mánud. og þriðjud. kl. 7,30—9.
miðvikud  og fimmtud. 9—10,15.
2. rlokkur:                     , j
Mánud. op 'iriðjud. 9—10,15.
Miðvikud op fimmtud. 7,30—9.
3. flokkur:
Mánud. 9,—10,15, þriðjud. 7,30—
9 og fimmtud. 9—10,15.
4. flokktin
Mánud  og priðjud  7—8. Miö-
vikud. op fimmtud. 8—9.
5.  flokkur A. og B.:
Mánud  op þriöjud. 6—7.  Mið-  :
vikud. op fimmtud  6,15—7,15.
5 floltkur C. og D.:
Þriðiud pg fimmtud. 5,30—6,30  | -
Stjórnin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16