Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 25.06.1968, Blaðsíða 4
í Krefst 550 milljóna 1 skaðabætur Óeinkennisklæddur lögreglumaciur slasar kvikmyndastjórnu Læknar í Los Angeles fram- kvæmdu mikla skurðaðgerð á söngvaranum og kvikmyndaleikar anum Jimmie Rodgers nýlega. — Þurftu þeir að setja málmplötu í höfuðkúpuna og tók aðgerðin um fjóra og hálfa klukkustund. Þetta var þriðja heila-aðgerðin, sem gerð var á hinum 34 ára gamla Rodgers, síðan hann fannst á þjóð vegi nálægt Hollywood 1. desem- ber sL Var hann þá meðvitundar laus, höfuökúpubrotinn og meö brotinn úlnlið. Hann hefur kraf- izt í 11 milljón dala í skaöábætur eða 550 milljóna króna íslenzkra, af lögreglunni í Los Angeles vegna þess, að óeinkennisklæddur lögregluþjónn hefði stöðvað hann og ráðizt á hann með fyrrgreind um afleiðingum. Málmplatan sem sett var í hann, tekur yfir fjórö- ung höfuðkúpunnar og er til að minnka þrýstinginn til heilans. — Læknar segja hann nú á bata- vegi og úr allri hættu. Verður Melina Mercouri myrt? Gríska kvikmyndaleikkonan Melina Mercouri er meðal þeirra 14 landflótta Grikkja, sem her- stjórnin f Grrikklandi vill feiga Þetta sagði gríski stjórnmála- og blaðamaöurinn George Patsis á fundi með fréttamönnum í Bonn nýlega. Hann skýrði ennfremur frá að ætlunin væri að myrða þetta fólk og það gerðu menn sem kvnnu til þeirra verka. Nokkrir landflótta Grikkir hafa látizt að undanförnu og hefir verið álitið aö þeir hafi dáið eðlilegum dauð daga, en er eitthvað grunsam- Iegt við það, sagði Patsis örugg- lega. Verður Melina Mercouri myrt á næstunni? Hollywood stjörnur vilja takmarka vopnasölu Fimm frægir Hollywood leik-r arar lýstu andúð sinni fyrir skömmu á hinum fáránlegu lög- um, er gilda f Bandaríkjunum um vopnaleyfi. Það voru þeir Gregory Peck, Charlton Heston og Hugh O’Brien sem skýröu blaðamönn- um frá þessu, en einnig höfðu Kirk Douglas og James Stewart látið álit sitt í Ijósi. Þeir eru sérstaklega á móti þvf aö ungl- ingar og útlendingar geti pantaö ■vopn aðeins með einu bréfi og fengið síðan vopnin send. í yf- irlýsingunni kemur fram að á hverri mínútu getur maöur átt von á því að verða skotinn. segja hetjurnar. Við tölum ekki um þetta af þekkingarleysi. Við fimm erum meðal þeirra milljóna Bandaríkja manna sem erum meö þyí' að fólk geti átt skotfaéri í sambandi við dýraveiðar eða þess háttar, en við viljum betra og meira eft irlit með vopnasölu. Mótmæli þeirra komu einmitt á þeim tíma sem gerð var rann- sókn á misnotkun skotvopna í Bandaríkjunum. Rannsókn sú leiddi í ljós að ekki færri en 49 Bandaríkjamenn hafa týnt lífinu á einni viku vegna skotsára. í 29 tilfellum var m morð að ræða 16 sjálfsmorð og aðeins í 4 til- fellum létust menn vegna voöa- skota. Eftir morðið á öldungadeildar- þingmanninum Robert F. Kenn- edy þann 5. júní upplýsti John- son forseti að árlega væru 6500 morð í Bandaríkjunum og svipaö- ur fjöldi týndi lífi í sjálfsmorðum og voðaskotum. Einnig kom það fram aö fleiri Bandaríkjamenn hafa verið myrtir í landinu, en samtals í styrjöldum sem Banda- ríkjamenn hafa tekið þátt í. Kapp er bezt með forsjá Um fátt hefur verið meira rætt og ritað en væntanlegar for setakosningar og líkurnar á því, hvernig fara muni. Sjálf kosn- ingabaráttan hefur orðið miklu harðari og umfangsmeiri, en nokkurn gat órað fyrir. Kostn- aðurinn á báða bóga hlýtur að vera gifuriegur, því ekkert hef- ur verið til sparaö í blaðaút- gáfu og auglýsingastarfsemi. Landslýðurinn er nú óðum að dragast í tvo dilka, sem ekki er eftir flokkadrætti með gamla laginu. 1 fyrstu byrjaði baráttan með ótuktarlegum slúðursögum á báða bóga og sparðatíningi á ails konar óbverra, ef ske kynni að það gæti hiálpað öðrum á kostnað hins i baráttunni. Sem betur fór tóku góðir menn í báðum liðum af skarið og hættu slfkum vinnubrögðum, enda eru flestir sammála um, að i fram- boði séu tveir af ókkar ágæt- ustu mönnum, og jafnvel flestir sammála um, að ekki sé voðinn vís, þó sá sem þeir ekki halda með í baráttunni, eða þeir ekki óska sér, komist að og verði forseti. En hvað er það þá, sem knýr menn til slíkrar óhemju spennandi fyrir stafni til að karpa um og ræða i góðu eöa illu, eitthvað til aö keppa að eöa fylgjast meö af spenningi. Alveg á sama hátt og þeir, sem fyigjast með knattsnyrnu af ofurkappi. og æpa og öskra á kosningum er óneitanlega farin að bera keim af þeirri mann- legu áráttu að lifa og hrærast í spennu og hafa eitthvað til að keppa um. Ef veðmál á annað b'orð tífjkuðust hérlendis mýndu veðmál vera í fullum gangi, ekki baráttu í kosningastríði þessu. Nú er lítil hætta á að okkar gömiu lífsháttum eða kjörum verúi raskað, eða við á einn eða anna.i hátt glötum neinu af því góða, sem við höfum búið við að undanförnu. F.r ekki bessi kosningabarátta einungis farin að bera keim af bví, að við þurfum að hafa eitthvað úrslitaleiknum yfir tapi eða sigri, eins og þeir séu gjör- samlega búnir að vera ef úr- slitin verða ekki þeim í hag. Og auðvitað verður annað liðið að tapa, og þeir sem töpuðu bíða jafngóðir til næsta leiks, þegar beir geta hafið baráttuna af sama hita og fyrr. Baráttan í núverandi forseta vegna máiefna, heldur einungis vegna spennings. Ég held nefnilega, að á hvorn veginn, sem væntanlegt forseta kjör kann að fara, að þá munum við búa viö jafn mikla reisn og fyrr, og að við getum glaðzt og virt bióðhöfðinaia vorn á sama hátt og fyrr. Baráttan er því ekki af bví, að ótti sé fyrlr hendi um að stjórnarhættir okkar muni breytast til eða frá, heldur hitt, að fólkið virðist þurfa að hafa eitthvert kapps- mái tii upphitunar í umræðum'' og umhugsun. Auðvitað er þetta ágætt og svo dásamlega mannlegt. En hitt yrði til hins verra, ef slík barátta, sem af sumum stuðn- ingsmönnum beggja aðila, er rekin af þvílíku ofurkappi, að hætta gæti verið á, að eitthvað af hinum æskiiega virðuleika, sem skanazt hefur í kringum þjóðhöfðingja okkar, kynni að glatast í framtíðinni, þá er illa farið. Það er því kannski einmitt kominn tími til að ráðleggja meiri hógværð I kosningabarátt- unni, þó hætt sé við að þeir sem harðast berlast, telji sig vart burfa ráð'egginga við. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.