Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						s
VISIR
Fimmtudagur 27. júní 1968.
VISIR
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Simi 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands
í lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiði'a  Vísis   —   Edda  hf.
Forsetakosningarnar
|>jóðin gengur að kjörborðinu á sunnudaginn til að
velja sér nýjan forseta. Þjóðkjör um forseta íslands
hefur ekki farið fram síðan 1952, er Ásgeir Ásgeirs-
son, núverandi forseti, var kosinn. Þrisvar sinnum
síðan, eða á fjögurra ára fresti, hefur hann verið sjálf-
kjörinn, þar sem engin önnur framboð komu fram.
Að þessu sinni lýsti forsetinn yfir því í nýársræðu
sinni, að hann mundi nú draga sig í hlé og ekki gefa
kost á sér til framboðs.
Tveir ágætir frambjóðendur eru nú til forsetakjörs.
Kosningabaráttan er hörð. Stuðningsmenn beggja að-
ila gefa út kosningablöð og dreifirit. Stjórnmálaflokk-
arnir hafa að þessu sinni ekki tekið afstöðu til for-
setaefnanna sem slíkir. Hins vegar hafa fjölmargir,
stjórnmálamenn sem aðrir, látið uppi skoðanir sínar
í blöðum forsetaefnanna, á fundum þeirra og í kynn-
ingu Ríkisútvarpsins.
Dagblöðin Liafa sagt frá fundahöldum beggja og
ekki tekið sjálf afstöðu, nema Morguiiblaðið, sem
lýsti því yfir í forustugrein síðastliðinn sunnudag, að
það styddi Gunnar Thoroddsen til forsetakjörs. Af
öðrum blöðum hafa Frjáls þjóð og blað kommúnista á
Austurlandi lýst stuðningi við Kristján Eldjárn.
Ekki leynir sér, að miklum f jölda manna f innst hæf i-
leikar og reynsla Gunnars Thoroddsens falla mjög vel
að forsetaembættinu. Þrjú ár eru nú síðan hann sagði
af sér þingmennsku, hætti afskiptum af stjórnmálum
og tók við starfi sendiherra í Danmörku. Jafnframt
gaf hann sig þá að fræðistörfum á ný, eftir því sem
aðstæður leyfðu. Lauk hann við doktorsritgerð sína
í lögfræði. Gunnar var í tæp sjö ár prófessor í lögum
við Háskóla íslands og lagði sérstaka stund á stjórn-
lagafræði. Hann var í rúmlega 12 ár borgarstjóri í
Reykjavík, sem er eitt umsvifamesta embætti lands-
ins. Síðan var hann fjármálaráðherra í nærri sex ár
og hafði þá verið alþingismaður í alls 26 ár. Á stjórn-
málaferli sínum var Gunnar ætíð mjög frjálslyndur
og naut mikillar viðurkenningar út fyrir raðir flokks
síns, eins og oft kom fram í borgarstjóratíð hans.
Á vissan hátt má segja, að hann sé öðru fremur full-
trúi frjálslyndra afla í þjóðlífinu.
Kristján Eldjárn er einnig ágætur maður og þykir
mjög fær á sínu sviði, þar sem hann nýtur óskoraðs
trausts. Hann hefur verið farsæll þjóðminjavörður og
er kunnur af skrifum sínum og þáttum um þau efni.
Baráttusveitir hans í þessum kosningum eru einkum
skipaðar hinum róttækari í hópi vinstri manna. En um
leið er rétt að benda á, að báðir frambjóðendur njóta
stuðnings manna úr öllum stjórnmálaflokkum.
En á sunnudaginn er það fólkið, sem velur forset-
ann, og verður hver að fara eftir samvizku sinni og
sannfæringu. Vísir óskar þess, að farsæld fylgi for-
setakosningunum og að þjóðin eignist hæfan og góð-
an forseta.
Á þeim hálfa mánuði,
sem leið milli forkosn-
inganna í Kaliforníu og
forkosninganna í New
York fyrir viku síðan
hafa vinsældir Eugene
McCarthys öldunga-
deildarþingmanns farið
fram úr vinsældum
Richards Nixons og Nel-
sons Rockefellers, sam-
kvæmt niðurstöðum
Gallupskoðanakönnun-
ar.
"Oockefeller hefur einnig upp
á sfðkastið bætt aðstööu
sína, þótt McCarthy taki mikinn
stuðning frá honum, og nú er
hann að því er virðist vinsælla
forsetaefni heldur en Hubert H.
Humphrey varaforseti. Fylgi
Nixons er örlítið minna en demó
kratanna tveggja.
Tvö sérkenni núverandi á-
stands verður að hafa í huga,
þegar nýjustu tölur eru túlkað-
ar: (1) Sjaldan hafa stjórnmála-
skoöanir verið jafnóáreiðan-
legar eins og síðustu tvo til þrjá
mánuði, (2) sjaldan hafa jafn-
margir frambjóðendur tekið þátt
í svo tvísýnni keppni.
Keppnin hefur verið svo jöfn,
að munur á einu stigi eða tveim-
ur, sker úr hver hefur foryst-
una hverju sinni, en sá stigmun-
ur getur aftur á móti verið því
Gallup-könnunin:
McCarthy er sterkasta
forsetaefni demókrata
— Mundi sigra bæði Nixon og Rockefeller
að kenna, aö ekki er hægt að
hafa skoðanakönnunina nðgu ná
kvæma.
Stuöningsmenn Georges Wall-
ace, fyrrverandi fylkisstjóra í
Alabama, viröast vera frá 14 til
18% af heildarfjöldanum eftir
undanförnum rannsóknum að
dæma. Styrkleikahlutfall hans
hefur verið svo að segja óbreytt
síðustu tvo mánuði.
Tpftirfarandi spurning var
lögð fyrir 1.483 bandaríska
kjósendur, og var því lokiö rétt
fyrir forkosningarnar i New
York, þar sem McCarthy stóö
sig svo vel:
„Gerum ráð fyrir, að forseta-
kosningarnar væru í dag. Ef
Richard Nixon (Nelson Rocke-
feller) væri frambjóðandi repú-
blikana og Hubert Humphrey
(Eugene McCarthy) frambjóð-
andi demókrata og George Wall-
ace frá Alabama frambjóð-
andi þriðja flokksins, hverjum
þeirra munduð þér óska sigurs?"
Hér eru nýjustu niðurstöður
úr slfkri skoðanakönnun, en i
henni tðku þátt 1145 bandarfsk-
ir kjósendur. Könnunin var gerö
15.—16. júní. (Tölur í svigum
sýna þróunina frá því í apríl):
Wallace	17% (17) (16)
Óákveönir	6% ( 8) (11)
McCarthy -	- Nixon — Wallace
McCarthy	41% (38) (37) (38)
Nixon	39% (40) (39) (41)
Wallace	14% (13) (14) (10)
Óákveðnir	6% ( 9) (1.0) (11)
McCarthy -	- Rockef. — Wallace
McCarthy	39% (34) (31)
Rockefeller	38% (40) (40)
Wallace	16% (17) (17)
Óákveðnir	7 ( 9) (12)
Humphrey -	— Nixon — Wallace
Humphrey	42% (42) (36) (34)
Nixon	37% (36) (391 (13)
Wallace	14% (14) (14) ( 9)
Óákveðnir	7% ( 8) (11) (14)
Humphrey -	- Rockef. — Wallace
Rockefeller	39% (35) (40)
Humphrey	38% (40) (33)
Sigurinn í New York og
framtíð McCarthys
Það er auðvelt að sjá, hversu
mikilvægur sigur McCarthys í
forkosningunum í New York er
í rauninni. I fyrsta lagi kemur
það glðgglega í ljós, hve mikla
andúð bandarískir kjósendur
hafa á styrjöldum. Það hafði
reyndar komið greinilega fram
áður, eins og sjá má af því, að
samanlagt sigruðu McCarthy og
Robert Kennedy í forkosningun-
um í Indiana, Nebraska, Oregon
og Kaliforníu með yfir 80% af
atkvæðum demókrata.
Einnig kemur í ljós, að TVIc-
Carthy og hinir óánægðu menn
innan demókrataflokksins fá
engan veginn jafnmarga fulltrúa
kjörna á aðalflokksþingið og
þeir eiga skilið, begar fulltrúarn-
ir eru valdir af hinum föstu
flokksráöum fylkjanna, en ekki
af kjósendum sjálfum. Þetta
sannaðist f Montana um síðustu
helgi,    þegar    flokksráðið    þar
valdi 25 fulltrúa fyrir Humphrey
og einn fyrir McCarthy.
í þriöja lagi má sjá, að flokk-
urinn getur ekki haft að engu
óbeit manna á stríði, og gengið
í berhögg viö vilja hins almenna
kjósanda, þegar frambjóðandi er
valinn, án þess að eiga það á
hættu, að mikill hluti demókrata
sitji heima í kosningunum í
haust.
í fjórða lagi sýndu forkosning
arnar í New York, að þrátt fyrir
hið mikla fylgi Humphreys með-
al kjörmanna flokksins, er Mc-
Carthy ennþá keppinautur, sem
taka veröur tillit til. Þegar öllu
er á botninn hvolft var þetta í
fyrsta sinn f kosningabaráttunni,
sem augu margra stjórnmálasér-
fræðinga opnuðust fyrir þvf aö
f ramboð McCarthys er ékki nein
látalæti.
Þótt McCarthy eigi fyrir hönd
um þungan róður til að geta
orðið forsetaefni demókrata, eru
síður en svo öll sund lokuð fyr-
ir honum. Næsta skref hans f
kosningabaráttunni, er talið
verða að breyta um „taktik" á
framboðsfundum sínum. Til
þessa hefur hann í megindrátt-
um alls staðar flutt sömu ræð-
una. Hann byrjar á því, aö íit-
skýra, hvers vegna hann gekk
f berhögg við forsetann og segir
síðan frá því hvernig baráttan
hefur gengið. Ráðgjafar hans
telja, að nú veröi hann aö koma
fram meö eitthvað, sem fullviss-
ar kjósendur um, að hann sé
maður, sem eigi útnefningu skil-
ið — en ekki aðeins maður. sem
er óánægður með hina gömlu
pölitík flokks sfns.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16