Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						m
VÍSIR . Fimmtudagur 27. júni 1968.
»-> l.jsíðu.
Tataing ' atkvæða í Reykjavík
hefst strax að loknum kjörfundi,
eða kl. 23.00, en flokkun atkvæða
hefst fyrr, þannig að talningin á
að geta gengið fljótt fyrir sig og
ljúka um nóttina. Hið sama er að
segja í Reykjanesskjördæmi, taln-
ingu í alþingiskosningunum 1966
lauk þar um kl. 5 á mánudags-
morgun, og eftir því sem formaður
yfirkjörstjórnar í Reykjanesskjör-
dæmi, Guðjón Steingrímsson hrl.
í Hafnarfirði sagði í morgun má
gera ráð fyrir, að henni ljúki um
sama leyti nú.
1 Vesturlandskjördæmi verður
talið í Borgarnesi, en talning þar
mun hefjast kl. 8 um morguninn.
Jón Magnússon, formaður kjör-
stjórnar I kjördæminu sagðist bú-
ast við, að þeir fengju síðustu gögn-
in f hendur milli kl. 4 og 5 um
nóttina, en talning hæfist þrátt fyr-
ir það ekki fyrr en kl. 8 um morg-
uninn.
1 Vestfjarðakjördæmi verður not
uö flugvél til að safna saman kjör-
gögnum að loknum kjörfundi. Ef
allt gengur samkvæmt áætlun má
fastlega gera ráð fyrir, aö talning
geti hafizt milli kl. 5 og 6
um morguninn og úrslit orðið kunn
2—3 tímum síðar.
Eins og áður segir hefur ekki
verið ákveðin tilhögun talningar í
Norðurlandskjördæmi vestra, en
Elías Elíasson, formaður kjör
stjórnar sagði VÍSI í morgun, að
henni yröi hraðað eins og unnt
yröi, og tímar yrðu ákveðnir mjög
bráðlega.
í Norðurlandskjördæmi eystra
verða flugvélar notaðar við söfn-
un gagna að öllum líkindum. Má
þá gera ráð fyrir, að fyrstu tölur
þaðan berist um kl. 6 að morgni
mánudagsins.
Erlendur Björnsson, bæjarfógeti
á Seyöisfirði, sagði VÍSI í morgun,
að varla væri unnt að gera ráð
fyrir, að talning þar gæti hafizt
fyrr en kl. 9 um morguninn, og
þá gætu úrslit orðið kunn um kl
11  fyrir hádegi. Þá sagði Erlend-
ur, að ef vegir yröu góðir, eins og I
allt benti til nú, mætti gera ráð i
fyrir, að talning gæti hafizt öllu
fyrr.
Ytfirkjörstjórn Suöuriandskjör-
dæmis mun hefja talningu eins
fljótt og unnt verður. Gera má ráð
fyrir, að allir atkvæöakassar geti
verið komnir til Hvolsvallar ekki
síöar en kl. 3 um nóttina, en taln-
ing fer fram á Hvolsvelli. Ráðgert
er, að senda atkvæðakassa meö
skipi frá Vestmannaeyjum, og verði
veður slæmt, má gera ráö fyrir,
að talning geti dregizt eitthvað.
Öruggt er að fullyrða, að almenn
ingur er mjög ánægður með þau
vinnubrögö, sem kjörstjórnir munu
viðhafa vegna talningar at-
kvæða við þessar kosningar. Kjör-
stjórnirnar eru fullar áhuga um,
að talningu geti lokið sem fyrst,
og það vill allur almenningur líka.
Islond  —
W?—>  1  siðu
HoIIand: Blöðin De Telegraaf,
Nieuw Democratische Parij.
Sviss: Neue Zuercher Zeitung
(dagbiaö).
Tékkóslóvakía: Fréttastofnunin
CTK.
Tyrkland: Sjónvarp og útvarp
Tyrklands.
Sovétríkin: Blööin Izvestia og
Pravda og fréttastofnunin Tass.
Um 50 læknar eru á mæl-
endaskrá á þinginu, þar af all-
margir íslenzkir læknar.
istnri  —
•»—>  I  síðu
um árangri með þeim, en sjúkl-
ingar, ^em illa eru haldnir eru
teknir í eins konar rafeinda-
hjúkrun á þeim. Sjálfvirk raf-
eindatæki fylgjast með líöan
sjúklingsins, þannig að læknar
vita ávallt hvernig öll mikil-
vægasta líkamsstarfsemin er á
hverjum tíma. Rafeindatækin
fylgjast með hjartslættinum.
önduninni, blóðþrýstingnum,
miðtaugakerfinu o.s.frv.
önnur málefni veröa hóp'-
rannsóknir m. á. méð tilliti tíl-
þess að firina tíðni s'júkdóma
og hvernig hægt sé að finna
frumeinkenni sjúkdóma og
lækna þá á byrjunarstigi. Þetta
er mjög mikilvægt, enda er nú-
tíma læknisfræði ávallt meira aö
fara inn á fyrirbyggjandi að-
gerðir í stað þess að bíða eftir
því að sjúkdómurinn sé kominn
á alvárlegt stig.
m—> > síöu.
band við Póststofuna vegna fjöl-
margra kvartana, sem þeim höfðu
borizt vegna þess, að bréfin höfðu
ekki komizt til skila. Póststofan
skýrði svo frá, að bréfin heföu
verið stimpluð degi fyrir afhend-
inguna og bæri henni því að yfir-
stimpla þau. Voru bréfin yfirstimpl
uð 28. maí eftir 6 daga bið á Póst-
stofunni. En þann 10. júní frétti
Hagtrygging, að viðskiptavinir
þeirra væru að fá í hendur bréf
yfirstimpluð 6. júní. Gaf sú yfir-
stimplun mjög ranga hugmynd um
afhendingu Hagtryggingar á bréfun
um til útburðar. Er hér um aö ræða
mjög alvarlegt mál og er ekki til
bóta fyrir þá ýmsu aðila sem við-
skipti hafa við Póststofuna.
Blaöið sneri sér til Matthíasar
Guðmundssonar, póstmeistara, og
bað hann að skýra frá áliti sínu
varðandi þetta mál. Hann vildi lítiö
segja aö svo stöddu, en kvaðst
þó vilja taka það fram aö hann
hefði á sínum tíma beðiö Hagtrygg
ingu hf. afsökunar á þessum mis-
tökum. Sennilega hafa þessi mis-
tök orðiö vegna þess, að innanbæj-
arpósturinn hefur verið sendur í
Umferöarmiðstöðina og með utan-
bæjarpósti. Einnig var óvenju mikið
að gera á Póststofunni á þessum
tíma vegna H-dags. Ennfremur
kvaðst Matthías hafa beðiö Hag-
tryggingu um lista yfir þá menn
sem fyrir þessum óþægindum urðu
og ætlaði bann að biðja þá afsök-
unar, en Hagtrygging hefur ekki
getaö útvegað þennan lista. Það er
ekki siöur Póststofunnar aö biðjast
opinberlega afsökunar á mistökum
sínum, sagði Matthías að lokum.
IV.IUNG  t  rEPPAHREINSUN
Skyndihappdrætti
Sumardvalarheimilis Sjómannadagsráðs.
Dómsmálaráðuneytið hefur heimilað, að frestað verði
drætti í happdrættinu til 15. okt. næstk.
STJÓRNIN
Gufuketill óskast
Er kaupandi aö góðum gufukatli um 8 ferm að stærð.
Uppl. í síma 36292 og 19327 í dag og næstu daga.
2 stofur á 1. hæð
á góöum stað við miðbæinn til leigu. Tilvalið fyrir
skrifstofur eða léttan iðnað. Upplýsingar í síma 11873.
rryr'íit að tepp-
i ðhleypur ekki
Reynið viðskipt
Axminster, simi
30676. Helma-
in. (Jppi verzl-
sími 42239
Barnavagn
Barnavagn, til sölu á kr. 1500. Sími
21743 eftir kl. 5.
Að gefnu
tilefni
vill SPEGILLINN taka
það fram, að hann lítur
á sig sem stuðningsblað
væntanlegs forseta.
Bjorki Elíasson —
m->-16. síöu.
O Lögreglan hafði einnig gefið
fólki kost á að yfirgefa svæð-
ið, en þegar þaö var ekki gert,
var það teklð til bragðs að ryðja
svæðið. Var þá að vonum er'fitt
að þekkja þá menn úr, sem stóðu
að mótmælaaðgerðunum og þá,
sem voru að hnýsast i þessa at-
burði.
Bskur  —
»—> ib siðu
að yfir þessum ófögnuði og telja
hið skerandi ískur vagnanna valda
sér miklum leiðindum. Við höfðum
samband við einn af forráðamönn-
um S. V. R. og sagði hann okkur,
að ekkert væri hægt að gera við
þessu, a. m. k. ekki fyrst um sinn.
Það væri sennilega ástæðan fyrir
þessum hávaða, að ryk eða óhrein-
indi hefðu Uomizt í hemlunarkerfi
vagnanna. Eins og öllum er kunn-
ugt tók félagið mjög marga vagna
í notkun eftir hægri breytingu og
eru ekki margir vagnar til vara, ef
eitthvað bregður út af. Fá Reykvík
ingar að heyra þetta leiðindaískur
á næstunni, nema eitthvert krafta-
verk gerist.
Lúðraþytur  —
»--> 16 siðu
haldið þing sambandsins en eftir
hádegi veröur „frjáls stund", þ.e.
tímanum ekki fast ráðstafað með
tilliti til hins breytilega veðurfars á
þessu sumri. Mótsslit fara fram
í kaffisamsæti sem bæjarstjórn
Siglufjarðar býður til síðdegis
. atttaka í þessu móti er mikil
þótt Selfossmótið hafi verið fjöl-
sóttara, og munaði þar mest um
fjölmennustu lúðrasveitina, Lúðra-
sveit Reykjavíkur, sem ekki getur
mætt til leiks nú. Alls höfðu 12
sveitir tilkynnt þátttöku, en tvær
hafa nýlega aflýst komu sinni vegna
óv!3ráðanlegra orsaka, og eru því
10 sveitir sem væntanl. taka þátt
í mótinu og hafa þær samtals um
200 blásara. Kynnir mótsins verðui
hinn vinsæli útvarpsþulur Jón Múli
Árnason.
Mófmæli  —
>»—> !6 siöu.
margfalt stórbrotnara en við höf-
um gert okkur grein fyrir. Menn-
ing landsins er þó larsgáhugaverð-
ust og eftir að hafa séð verk Kiar-
vals og Ásmundar Sveinssonar og
heimsðtt fleiri tugi bókaverzlana
um landið, hljótum við að viður-
kenna aö menning fslendinga er
lík'.ega fremri flestum þjóðum á
norðurhveli jarðar," sagði frú
Karin Berg.
„Nú komuð þið hingað til að sitja
þing norrænna kvenréttindafélaga
og þér hr. Berg voruð eini karl-
maðurinn sem sat þingið."
„Já, ég var eini karlmaðurinn
en ég e sannfærður um að fs-
lenzkir karlmenn eiga eftir að fá
inngöngu í íslenzka kvenréttinda-
félagið áður en langt um líður.
Baráttan um iafnrétti karla og
kvenna veröur ekki unnin nema
karlmenn fái aö taka virkan þátt
í henni með kvenfólkinu," sagði
Sten Berg að lokum.
BELLA
„Þetta er hann Pétur — við er-
um gasalega skotin, en ég vara
þig við að koma nærri honum.
Hann er bæði heimskur og leið-
inlegur."
tfEORIB
DAG
Hægviðri skúra
leiöingar, einkum
síðdegis. Hiti 10-
12 stig í dag, 6-8
( nótt.
Ríkasti háskóli i heimi er hinn
frægi bandaríski háskóli Harvard
í Massachusetts. Árið 1963, voru
bókfæröar eignir skólans um
'68.803.637 dollarar, en markaðt
verð eigna skólans var taliö vera
rúm milljón dollara árið 1966.
Tilkynning
VELSKÓFLA
til leigu
í minni og stærri verk
t. d. grunna, skurði o. fl.
Uppl. í símum: 8 28 32 0£
8 2951 í hádeginu og
eftir kl. 7 á kvöldin.
GRÖFULEIGAN Hf.
JÓHANNA MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR
Haga, Gnúpverjahreppi,
frá
verður jarösungin laugardaginn 29. júní kl.  14,
Stóra-Núpskirkju. Húskveðja að Haga kl. 13.
Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og
Ferðaskrifstofunni Selfossi kl. 11.30.
Haraldur Georgsson,
Jóhanna Stéfánsdóttir,
Eiríkur Stefánsson,
Gestur Stefánsson,
Ágúst Hafberg,
og fjölskyldur.
mat
Kvenfélag Kópavogs.
Líknarsjóður Áslaugar Maack,
hefur blómasölu 30. júní. Berif öll
blóm dagsins.
Hans  Sif  —
>B—> 1  síöu
vik. Hann hefur verið björgunar
mönnum mikil hjálparhella og
nokkurs ' ar „reddari" í landi.
Eftir eru um 300 tonn af mjöli
í skipinu, en bjargað hefur ver-
íð um 450 tonnum. Ennfremur
varð aö dæla um 60 tonnum
í sjóinn til að létta skipið. Er
hugmyndin, að ná mjölinu, sem
eftir er í land á Raufarhöfn.
Einar telur aö mjöliö sé 6-
skemmt að öllu leyti og þurfi
aðeins að þurrka þaö. Ástæðan
fyrir því að ekki er hægt að
sigla skipinu til Revkjavíkur á
eigin vélarafli er, aö þaö vant-
ar nokkur álstykki (aluminium')
í aðalvélina.
Þaö sem var ef til vill þyngst
á metunum í gærkvöldi var að
það var stórstreymi og veður
ágætt Björgun danska skips-
ins hefur því tekizt og verð-
skulduðu björgunarmennirnir
það svo sannarlega.
EKt-z&r mmsmsBsmem
MW.-*
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16