Vísir - 02.07.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 02.07.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 2. júlí 1968. 7 morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd. De Gaulle kann að draga sig í hlé með haustinu Orðrómur um þetta vekur feikna athygli i NTB-frétt frá París í morgun segir, að komiö hafi upp orðrómur um það í París og vakið stórkost- lega athygli, að de Gaulle forseti hafi nú að unnum mesta stjórn- máiasigri lífsins, til íhugunar að draga sig í hlé og fela forustuna yngri manni. Forsetinn, sem nú er orðinn 77 ára, er sagöur hafa hug á því, að dveíjast það sem hann á ólifað í kyrrð og næði á sveitasetri sínu í Colonbey les deux Eglises, og vinna að endurminningum sínum. Stjórnmálaathugendur hallast þó að því, að það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta haust, sem for- setinn dragi sig £ hlé, því að hann muni telja sér skylt að hafa for- ustuna, meðan verið er að hrinda af staö þeim umbótum, sem lofað var í kosningabaráttunni. Þegar loforðin hafa verið efnd, eða efnd- imar hafnar og komnar vel af stað getur forsetinn dregíð sig £ h'.é með haustinu. Það er 'sagt ósk de GauMe, að Georges Pompidou taki við af hon- um £ Elyesyee-höll og að Couvé de Murville utanríkisráðherra taki við stjórnarforustunni. De Gaulle Frakklandsforseti og Pompidou forsætisráðherra rædd- ust við £ gær eftir kosningasignr- inn og þar næst ávarpaði Pompidou þingmenn og helztu stuðningsmenn þeirra og að þv£ loknu hélt Pompi- dou fund með fréttamönnum. Pompidou sagði, að hann hefði tjáð þeim, að það væri þeirra hlut- verk að koma á umbótum og mættu þeir ekki láta sér erfiðleikana vaxa £ augum, og mikilvægast væri að þeir varðvei|tu einingu. Pompidou lagði áherzlu á, aö til þingkosn- inganna heföi verið efnt er borgara- styrjöld virtist yfirvofandi f land inu. — Hann lagði áherzlu á, aé stjórnin væri skipuð af forsetanum og alger eining milli forsetans og hennar. SAIGOIM: Bandarfskir landgöngu- liðar hafa að undanförnu unniö að eyðSeggingu byrgja og búnaðar i herstöðinni frægu £ Khe Sahn, sem ákveðið héfur verið að yfirgefa. Khe Sahn var umsetin af 40.000 manna liði frá Norður-Vietnam og varin af 6000 manna liði banda- rískra landgöngusveita, sem og tókst loks að rjúfa hring Norður- Vfetnama og brjótast inn £ stöðina liðinu til stuðnings. Nú hafa Norö- ur-Víetnamar verið að draga að sér mikiö lið á þessum slóðum og er nú ákveðið að yfirgefa stöðina og eyðileggja þar allt, aðallega vegna þess að liðsins væri þörf annars staðar. ."ERÚSALEM: Eshkol forsætisráð- herra ísraels og Dayan landvarna- r'ðherra hafa báðir varað þjóðina við nýrri styrjaldarhættu, — svo geti farið, að ísrael verði að heyja nýja styrjöld við arabískar þjóöir. Dayan benti m. a. á þá hættu, sem stafað gæti af eldflaugum á egypzkri grund. Eftir bingkosningarnar i Frakklandi: „Frakkland sá sjálft sig í spegli“, segir New York Times Hcimsblaðiö New York Tim- es ræddi i gær i ritstjómargrein hinn mikla kosningasigur Gaull- ista og stuðningsflokks þeirra, Óháðra republikana, sem fengu samtals nærri 300 þingsæti og Gaullistar einir hreinan meiri- hluta, i þjóðþinginu, en siðari hluti frönsku þingkosninganna fór fram í fyrradag, og heldur blaðið því fram, að með þvi að sigra með hreinum meirihluta hafi de Gaulle forseta heppnazt að valda einni örlagaríkustu ger breytingu á vettvangi stjórn- mála í heiminum á vorum tím- um. Blaöið segir, aö sigurinn bygg ist á þeirri afstöðu hans framar öðru, að örlög þjóöarinnar væru komin undir festu, öryggi og lög hlýðni, i stað götuóeirða og verk falla en á slíku gekk vikum sam an, og við borö hafi legið, að til allsherjarverkfalls kæmi. „Frakkland sá sjálft sig í spegli", segir í greininni, „og sá drætti stjórnleysis í andlit- inu.“ Blaðið telur, að einhver hluti kjósenda hafi án efa orðið fyrir áhrifum af ásökunum Gaullista í garö kommúnista, sem voru á þá leið, að þeir væru að grafa undan öryggi lands og þjóðar. Blaðið segir það eina hina furðulegustu kaldhæðni örlag- anna, að leiötogar kommún- istíska verkalýðssambandsins, jafnaöarmanna og kaþólska verkalýðssambandsins hafi ver ið slegnir undrun yfir verkfalls- öldunni, sem fór æ víðar yfir. landiö. Blaðið segir ennfremur, að þau efnahagsvandamál, sem Frakkland á við að stríða, muni ekki reynast auðleyst, en bendir á aö óeirðirnar í maí hafi ekki brotizt út vegna efnahagshruns, heldur hafi þær framar öðru ver iö bylting geg- stjórn de Gaulle, vegna einræðis hennar, hún hafi hugsað mest um að afla sér álits erlendis, í staö þess aö sinna innanlandsmálunum. Þá segir blaðið, aö loforð de Gaulle forseta um víðtækar um bætur gætu oröið vísir aö lausn vandamálanna, en þau muni undir öllum kringumstæðum hafa áhrif til breytingar á stefnu stjórnarinnar. Víða kemur fram, eftir kosn- ingasigur Gaullista, hversu mik- il vandamál bíði úrlausnar, og Valery Giscard d’Estaing. það viðurkenndi Pompidou for- sætisráðherra, er hann í fyrra- kvöld lýsti ánægju sinni yfir úr- slitum þingkosninganna. Hann lagöi sérstaka áherzlu á, að stjórnin mundi standa við þau loforð, sem forseti og stjórnin hefðu gefið fyrir kosningarnar, í þessum efnum. I Lundúnaútvarpinu var í fvrrakvöld lögð áherzla á hve mikill vandi Gaullistum væri á höndum og einnig var minnt á að fyrir nokkrum vikum hefði það verið almenr- álit manna um stund, að dagar forsetaferils de Gaulle væru raunverulega taldir, — hann hefði beðiö ó- sigur og engin von til þess, aö hann gæti bjargað sér og stjórn sinni, en það var um þetta leyti, sem sumir Ieiötogar stjórnarand stöðunnar brugöu við og boð- uðu, að þeir væru reiðubúnir til að taka við stjórnartaumunum, Mitterand og Mendes-France og fleiri munu hafa gengið „meö forsetann í maganum". En de Gaulle var ekki af baki dottinn. Hann hafði ekki dregið sig I hlé til uppgjafar, heldur til rólegrar athugunar á, hversu snúast skyldi við vandanum, og birtist brátt aftur, gæddur sinni gömlu festu og hugrekki. í umsögnum i gær kom það fram, að áhrif Óháðra republi- kana undir forustu Gustavs d’Estaings, myndu ekki verða eins mikil og áður, vegna þess að Gaullistar fengu hreinan meirihluta, þar sem Gaullistar þyrftu ekki lengur á stuðningi þeirra að halda, en hyggilegast mup að bíöa átekta og sjá hverju fram vindur, að því er þetta varðar, og engar raddir hafa enn heyrzt um, að leiðtog- ar Gaullista telji stuðning Óháðra republikana minna viröi en áður, og því traustari þing- meirihluti sem fæst fyrir stefnu og geröum stjórnarinnar því ör- uggari verður hún í sessi. Um stjórnarandstöðuna og hrakfarir hennar er það helzt að segja á þessu stigi, að þær voru svo miklar, að andstööu- flokkarnir virðast hálflamaðir. Skuggi yfir fyrirhuguðum afvopnunarviðræðum Draga Rússar á langinn að skila flugvélinni, sem knúin var til lendingar á Kurileyjum? u Bandaríkin og Sovétríkin ætla að hefja viðræður bráðlega í þeim tilgangi að draga úr framleiðslu kjarnorkuvopna, m. a. eldflauga, og um að hætta slíkrj framleiðslu. Varö um þetta kunnugt í gær í Was hington og Moskvu, en undirritun sáttmálans um bann við dreifingu kjarnorkuvopna hófst í gær í þess- um borgum og London. Þaö varð- einnig kunnuet. að Kosvpin forsæt- isráðherra Sovétríkjanna hefur sent greinargerð varðandi afvopnunar- mál til allra þjóða, í uppörvunar skyni og til stuðnings starfi 1S manna afvopnunarnefndarinnar í Genf, sem kemur saman til fund- ar í þessum mánuði. U/Thant hef- ur tilkynnt Kína um íramkomnar tillögur og áform, ,en Pekingstjórn- in hefur neitaö að taka við boð- skap hans, vegna þess að Kína hefur engin tengsl við Sameinuðu þjóðirnar. og eru því ekki neinar líkur fyrir að Kína taki þátt i viðræðunum. Nokkrum skugga hefur varpað á vonir manna varðandi viðræður Bandaríkjanna ‘ og Sovétríkjanna um afvopnunarmálin, að svo virð- ist sem það kunni að taka sinn tíma, að ná samkorhulagi um að Rússar skili leiguflugvélinni banda- rísku, sem knúin var til að lenda á Kurileyjum, en hún var í her- flutningum á leið til Japan og voru f henni 200 hermenn. Enn sem komið er hafa Rússar aðeins sagt, að málið sé til athugunar. Fyrirhugaður er fundur ráðs Gatt-samtakanna £ Genf til þess að ræða innflutningstakmarkanir, sem gerðar hafa veriö í Frakklandi vegna núverandi erfiðleika. Fransk- ur talsmaður hefur sagt, að þær séu aðeins til bráðabirgöa, en þar fyrif' er búizt við, að ráðstöfunum þ^ssum verði illa tékið á fundi ráðs Gatt-landanna. Mabur óskast til næturvörzlu og stúlka til eldhússtarfa. — skrifstofunni. / HÓTEL VÍK Uppl. á >•••< Pompidou. 'Cíií

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.