Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						3
V1SIR . Þriðjuðagur 2. júlí 1968.
VISIR
Utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjðri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Bergþðr Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1. Símar 15610 og 15099
Afgrei«s|a : Hverfisgötu 55. Sími 11660
Ritstjðrn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakið       t
Prentsmiðja Vfsis - Edda hf.
Ný atvinnugrein
J^étt innan við 40 þúsund ferðamenn komu til íslands
i fyrra. Líklega verður talan enn hærri á þessu ári,
endá hefur það ekki brugðizt undanfarna áratugi, að
straumur ferðamanna hingað hefur vaxið hröðum
skrefum ár frá ári. Ferðamannaþjónusta er þannig að
verða sérstök atvinnugrein á íslandi.
Því miður eru ekki til tölur um hlutdeild þessarar
greinar í gjaldeyrisöfluninni. Af hagskýrslúm má þö
ráða, að þessar tekjur séu tæplega 400 milljónir króna
á ári. Jafngildir það 5—6% af gjaldeyrisöfluninni. Er
ekkí fráleitt að meta ferðamannaþjónustuna í gjald-
eyrisöflun til jafns við saltfiskframleiðslu þjóðarinn-
ar. Og það er alls ekki svo lítið.
Eins og gefur að skilja er fólk seint að átta sig á
gildi nýrrar atvinnugreinar sem þessarar. Margir líta
enn á ferðamannaþjónustu sem hálfgerðan kjánaskap.
Af opinberri hálfu hefur þó á síðustu árum ýmislegt
þarft verið gert til að efla þessa atvinnugrein. Ferða-
málaráð hefur starfað með sóma í nokkur ár, og
stofnaður hefur verið sjóður til að iána til byggingar
og útbúnaðar gistihúsa og veitingahúsa. Vegna þessa
framtaks er smám saman að síast inn hjá okkur skiln-
ingur á gildi og möguleikum ferðamannaþjónustunn-
ar.
ísland hefur vissulega litla möguleika á að laða að
almenna ferðamenn, sem ekki vilja annað en sólbak-
aðar baðstrendur. En ferðamannastraumurinn í heim-
inum er svo mikill, að íslendingar mundu aldrei geta
annað móttöku allra þeirra, sem gætu fengið áhuga á
þeim sérkennum, sem ísland hefur upp á að bjóða.
Undanfarin veltiár hafa menn haft nógu að sinna í
hef ðbundnu starf sgreinunum og þess vegna ekki haft
ýkjamikinn áhuga á eflingu nýrra atvinnuvega. Fram-
sýnir menn hafa þó bent á, að innan tíðar muni verða
vandamál að útvega vinnu handa öllum þeim, sem
komast á fullorðinsár á næstu árum. Þessi forsjálni
liggur að baki stóriðjustefnunni, sem ríkisstjórnin
hefur fylgt. Hið sama gildir um ferðamannaþjónust-
una.
Ferðamannaþjónustan er ein hinna nýju atvinnu-
greina, sem þjóðinni er nauðsyn að efla til að tryggja
efnahagslega framtíð sína. Því fleiri atvinnugreinar,
því fleiri möguleikar, því meira öryggi fyrir sveiflum
og óáran. Það er staðreynd, að ferðamannaþjónustan
er ein þeirra greina, þar sem hinir ónotuðu möguleik-
arnir eru mestir. Við ættúm því að gefa ferðamálun-
um miklu meiri gaum en við gerum.
Hinn mikli sigur Kristjáns
Eldjárns kom á óvart
Hann hlaut 65°/o greiddra atkvæba,
en dr. Gunnar Thoroddsen 34.1°/o
Óhætt er aO fullyröa að
hinn mikli slsur dr. Krist-
jáns Eldjárns hafi komio
mönnum mjög á óvart. A0 dr.
Kristján myndi sigra með jafn-
miklum mun og reyndin varö,
datt fáum eða engum i hug,
þö að menn hölIuBust
frekar að sigri hans, þrátt fyrir
allmikla sókn stuðningsmanna
dr. Gunnars Thoroddsens síö-
ustii dagana.
Kjörsókn í landinu var mjðg
mikil, eða 91,4% þeirra sem á
kjörskrá voru greiddu atkvæði,
eins og fram kemur í töflu hér
að neðan. Almennt hafði verið
reiknað með því á sunnudag-
inn, að mikil kjörsókn myndi
auka sigurmöguleika dr. Gunn-
ars, en reyndin var önnur. At-
hygli vekur, hve jafnt fylgi dr.
Kristján hefur, þö að hann hafi
áberandi mest fylgi í Austur-
landskjördæmi og í Norðurlands
kjördæmi eystra. 1 öðrum kjör-
dæmum er fylgi hans mjög
jafnt, eða alls staðar yfir 60%,
minnst þó í Reykjavík, þar sem
hann hlaut 61%  atkvæða. Á
þessum tölum sést, að það sem
haft var eftir forstööumanni
stuöningsmannaskrifstofu dr.
Kristjáns hér í Reykjavík, í blað
inu á laugardaginn, reyndust
ekki neinar ýkjur, þvert á móti
sýna tðlur annað.
Fróölegt er að bera úrslitin
saman við spár „spekinga"
þeirra, sem komu fram í ríkis-
útvarpinu á kosninganóttina, og
er augljóst, að spá Þorsteins
Thorarensens, rithöfundar, hef-
ur verið byggð á mikilli glögg-
skyggni hans, þó að hann geröi
reyndar ekki ráð fyrir jafn
miklum sigri dr. Kristjáns og
raun varö á, en hver gerði það?
KOSNINGA ÚRSUTIN
Allt landið
Á kjörskrá: 113719. Atkvæði greiddu: 103909 eða 91,4%.
Atkvæði féllu þannig:
Dr. Kristján Eldjárn: 67564 atkv. eða 65,0% greiddra gildra atkv.
1
Dr. Gunnar Thoroddsen: 35438 atkv. eða 34,1% greiddra gildra atkv.
Reykjavík
Á kjörskrá: 48469.
Atkv. greiddu: 43834 eöa 90,4%.
Orslit:
Dr. Kristján Eldjárn: 26460
atkv. eða 61% greiddra atkv.
Dr. Gunnar Thoroddsen: 16900
atkv. eöa 39% greiddra atkv.
Reykjanes
Á kjörskrá: 18462.
Atkv. greiddu 16919 eða 91,6%.
Úrslit:
Dr. Kristján Eldjárn: 10876
atkv. eða 64,8%.
Dr. Gunnar Thoroddsen:  5908
atkv. eða 35,2%. '
Vesturland
Á kjörskrá: 7177.
Atkv. greiddu 6668 eða 92,9%.
Úrslit:
dr. Kristján Eidjárn 4455 atkv.
eða 67,3 %.
dr.  Gunnar  Thoroddsen  2168
atkv. eða 32,7%.
Vestffirðir
Á kjörskrá voru 5622.
Atkv. greiddu 5118 eða 91,0%.
Úrslit:
Dr. Kristján Eldjárn: 3284 atkv.
eða 64,6%.
Dr. Gunnar Thoroddsen:  1796
atkv. eða 35,4%.
N-land vestra
Á kjörskrá voru 5754.
Atkv. greiddu 5231 eöa 89,2%.
ÚrsHt:
Dr. Kristján Eldjtrn: 3486 atkv.
eða 66,7%. greiddra atkv.
Dr. Gunnar Thoroddsen:  1709
atkv. eða 32,7% greiddra atkv.
N-land eýstra
Á kjörskrá voru 12160
Atkv. greiddu 11299 eða 92,9%
Úrslit:
Dr. Kristján Eldjárn 8528 atkv.
eða 76% greiddra atkvæða
Dr.  Gunnar Thoroddsen  2398
atkv. eða 34% gr. atkvæða.
Austurland
Á kjörskrá voru 6288
Atkv. greiddu 5782 eða 92%
Úrslit:
Dr. Xristján Eldjárn 4655 'atkv.
eða 80,9%
Dr.  Gunnar Thoroddsen  1099
atkv. eða 19,1%.
Suðurland
Á kjörskrá voru 9787
Atkv. greiddu 9058 eða 92,5%
Úrslit:
Dr. Kristján Eldjárn 5820 atkv.
eða 64,8%
Dr.  Gunnar Thoroddsen 3161
atkv. eða 35,2% gr. atkvæða.
TALNING AT-
KVÆÐA GEKK
YFIRLEin VEL
— ViBast gott skipulag yfirkjörstjórna
Talning atkvæða við forseta-
kosningarnar gekk yfirleitt vel
og skjótt fyrir sig, enda hðfðu
flestar eða allar yfirkjörstjórnir
gert ráðstafanir til, að kjörkass-
ar og önnur gögn kæmust sem
fyrst til bess staðar, sem talið
var á.
Fyrstu tölur í kosningunum
voru kunngerðar kl. 23:15 og
voru þær ör Reykjavík. Þar
hófst fldkkun atkvæða þegar kl.
18 á sunnudág, og talningu var
lokið þar fyrir kl. 3 á mánudags
morgun. Fyrstu tölur úr næsta
kjördæmi, Reykjaneskjördæmi
birtust eftir kl. í um nóttina,
en talning í þvf kjördæmi hófst
milli kl. 12 og 1 í Hafnarfirði.
Talningu þar lauk um nóttína.
Næsta kjördæmi, sem tölur
fóru að berast úr, var Suður-
landskjördæmi, en talning þar
hófst milli kl. 5 og 6 á mánu-
dagsmorgun. Gekk talningin þar
vel fyrir sig, og siðan fóru töl-
ur að berast úr hverju kjbrdæm-
inu á fætur öðru, Vestfjarða-
kjördæmi, Noröurlandskjör-
dæmi-vestra og Vesturlandskjör
dæmi, og reyndar líka Austur-
landskjördæmi. Síðast kjördæm
anna t:i að hefja talningu var
Norðurlandskjördæmi eystra, en
smávegis misskilningur milli
yfirkjörstjórnarinnar í kjördæm
inu, og kjörstjórnarinnar á Flat-
ey kostaði margra klukkutíma
seinkun á því að talning gæti
hafizt. Síðustu úrslit, sem bár-
ust úr kjördæmum voru úr Ausf
urlandsk.iördæmi oe Norður-
Iandskjördæmi eystra, og vorw
úrslit úr þeim kjördaemum kunn
um kl. 4:15 um eftirmiðdaginn
í gær, nimlega 17 klukkustund
um eftir að kjörstöðum hafði
vfðast verið lokað.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16