Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Þriðjudagur 2. júlí 1968.
¦ g/& <0i *T ^T1 n^ dfg +WH*» ^0^t^yt^^0T^
• VIÐTAL
DAC^^il By^ § er v'^ Bi°rn Arnórsson,sem er v/ð efnafræbinám v/ð háskólann í Uppsölum
Hann er kominn heim frá námi v/ð erlendan háskóla, pegar heimurinn logar í stúdenta-
óeirðum — Með menntamönnum berast áhrif frá öðrum löndum, og v/ð viljum vita,
hvernig er oð dveljast langdvölum burtu frá heimalandinu
Hvernig er að stúdera
f Svíþjóð?
Tjað má segja að þetta sé í
fyrsta skipti, sem ég á
þess kost að læra við skóla.
Aðstaöa og aðbúnaður allur er
svo gjörólíkur því, sem viö eig-
um að venjast að vart er um
samanburð að ræða. Efnafræði-
deildin við Uppsalaháskóla er
talin með bezt útbúnu efna-
fræöistofnunum í heiminum í
dag, enda ekkert til sparað. Sú
saga er sögð, aö þegar prófess-
or Hagg, forstöðumaður deild-
arinnar hafi fyrst komið þang-
að, hafi deildin verið » mikilli
niðurníðslu. Átti hann að hafa
opnað krukku, sem stóð á einu
tilraunaborðinu og hafi þá dauö
rotta, þakin kóngulóarvef, blas-
að við. Hvað sem nú satt er í
sögu þessari, þá er það víst,
að framfarir þarna á undan-
förnum árum hafa verið gífur-
legar, eins og reyndar á öllum
sviðum menntamála í Svíþjóð.
Til marks um stærð deildar-
innar má nefna, að okkur voru
ætlaðir tveir dagar á stunda-
töflu til að kynnast stofnuninni
og þeirri starfsemi, sem þar
fer fram auk kennslunnar. Er
skemmst frá því að segja, að
þótt við gengjum í okkur harð-
sperrur, þá kynntumst við
ekki nema litlum hluta deildar-
innar.  *»„á».
rnórsson
Í*Í««ÍI|>'<
öfugt. Ekki alls fyrir löngu birtu
sænsk blöð fregnir frá klúbb
einum, þasr sem aðgöngumiðinn
gilti sem happdrættismiði. Vinn-
ingurinn var nektardansmær
nokkur, kostakvenmaður, og
skyldi leysa út vinninginn á
sviði stóru aö viðstöddum full-
um sal áhorfénda. Lögreglan
blandaði sér í' málið f þann
mund, er dregið hafði verið í
happdrættinu og sá hamingju-
sami sigurvegari var á leiðinni
að sækja vinninginn.,
Nokkrir klúbbar eru starfandi
í Stokkhólmi, þar sem hjón
mætast og hafa makaskipti.
Þykir viðkomandi aðilum þetta
hin mesta skemmtun og segja
ást sfna til sins maka aukast við
hver skipti. Auðvitað ráðleggja
þeir öllum að taka upp venjur
þessar.
Til marks um ótakmarkað
hugmyndaflug sænskra, þegar
feimnismál eru annars vegar,
minnist ég auglýsingar, sem
tilkynnti að nú heföi Svenson &
Co. hafið sölu á kynlífsatriðum
— á segulbandsspólum!
Hvað um afskipti sænskra
stúdenta af þjóðmálum?
Áhugi stúdenta á þjóðmálum
bæði innanlands og utan, er
mjðg álmennur. Þeir virðast
verj^ miklum tíma í að kynna
sér pólitískar  stefnur og eru
//
Það er oft dýrt að vera fátækur"
Sjálfur lenti ég £ því á fyrsta
degi mínum þarna að ramm-
villast í ranghölum byggingar-
innar. Lá mér við örvinglun,
þegar góöleg þvottakona hjálp-
aði mér út undir bert loft' á ný.
Hvað um aðbúnað
stúdenta?
¦^ Sænskir stúdentar fá styrki
og lán frá ríkinu, sem nægir
fyrir fæöi og húsnæði, auk öl-
sopa við hátíðleg tækifæri. Ég
hef spjallað við sænska um
stuðning íslenzka ríkisins við
fslenzka námsmenn en viö fá-
um 32.000.— ísl. kr. á fyrsta
ári. Þykir þeim nú mikíð koma
til íslenzkra stúdenta, hverja
þeir telja lifa á lofti einu sam-
an stærsta hluta ársins.
Við erum í skólanum frá átta
til fimm, fimm daga vikunnar.
Síöan tekur við undirbúningur
fyrir tilraunir, próflestur o.s.frv.
Má rétt ímynda sér hve mikill
tími er eftir til að vinna fyrir
fæði og klæði fyrir fjölskyld-
una. Auðvitað eru öll tækifæri
notuö til að skrapa saman aur-
um. Sænskir hafa þann hátt á
að greiða mönnum 30.00 s. kr.
fyrir blóðgjafir. Hef ég oft heyrt
því fleygt, að blóðbankinn í
Uppsölum sé einstaklega vel
birgur af blóði, . enda 20.000
stúdentar f borginni.
Stúdentafélog eru fjölmörg í
UppsÖlum og er stúdentum
skýlt að vera meölimir í ein-
hverjum, þeirra. Eru félögin
kennd við hin ýmsu byggðalög
í Svíþjóð, en t>au veita sínu fé-
lagi stuönihg 'með fjárframlög-
um og fleiru. Stúdentafélögm,
eða „nationirnar" eins og pau
eru kðlluð, veita stúdentum
ýmsa aðstoð auk þess sem þær
halda uppi mikilli  félagsstarf-
semi.
Hvað viðvíkur aðstoð, þá hafa
„nationirnar" menn á sínum
vegum, sem veita stúdentum
holl ráð og leiðbeiningar bæði
hvað viövíkur vandamálum i
námi, svo og buksorgum öðrum.
Einnig er hægt að fá þar svo-
kallað handlán, en það er lán
upp á 500.00 s. kr., sem menn
fá umyrðalaust' og vaxtalítið. í
nokkra mánuði ef illa árar.
Félagslífið er óhemju mikið.
Má þar nefna' ódýrar leikhús-
ferðir, bæði í Uppsölum svo og
til Stokkhólms. íþróttastarfsethi
er svo almenn, að maður er
löngu hættur að kippa sér upp
við að sjá dósenta sína og kenn-
ara á harðahlaupum um götur
bæjarins eldsnetnma ,$ morgn-
ana í fþróttabúntngi'' éinum
saman. íþrót\tamót eru haldin,
þar sem, Ijð l5natí0n<annfl!í .ieiða-
saman hestó sína OiS.fry. o.s.frv.
Á *' laugárdagsriftirrrtiðdögum
eru ' 'svókölluð'" IaugardagSlcáffi,
en þá'-kötha mehn saman^og
drekka kaffi, ýmist með kökum
eða koníaki eða sænsku púnsi,
en það er mikill dýrðarmjöður.
Eru fengnir menn á samkomur
þessar til að halda ræður um
dittinn e'ða dattinn> en síðan
hefjast mismunandi heitar orð-
ræður fram eftir degi.
Danssamkomur eru ósjaldan.
Eru stúdentar ólatir við að inn-
byrða mat og drykk, enda lýkur
samkvæmunum yfirleitt ekki
fyrr en undir morgun. Þykir
hin mesta öhæfa að slíta sam-
kvæminu "fyrr' eii allir hafa
fengið nóg og hafa horfið heim
á leið mismunandi hressir, en
oftast kátir.          .,,  •  '.
Hvað um margumtalað
„frjálslyndi" Svía í
kynferðismálum?
Það er ekki andskotalaust
hve Sviar eru hrifnir af þessu
margumrædda     „frjálslyndi"
sínu. Kveður svo rammt að. að
vart finnst su tóbaksbúð, sem
ekki hefur sýningarglugga sína
þakta af klámritum og myndum,
sem hæglega geta dregið léttan
rauðan lit fram í kinnar sak-
lausra námsmanna fslenzkra.
En c"u má venjast og nú geng-
ur maöur fram hjá gluggum
þessum án teljandi taugavið-
bragöa. Mjög hefur bókamark-
aður sænskur litazt af þessari
áráttu og má m. a. nefna er
einri " dáindismaður tók sig til
og endurritaði söguna um Rauð-
hettu. Endaöi sagan f útsetn-
ingu.hans.á þann veg aö allar
höfuðþersðnur sögunnar gistu
eiria sæng, Rauðhetta, veiðimað-
urinn, amman og úlfurinn.
Kvikmyndirnar hafa ekki farið
varhluta af ósómanum eins og
íslendingar hafa reyndar kynnzt
af sýningum Stjörnubíós á
kvikmyndinni - „Jag ar nyfiken
— gul". Ég sá dóm um þá mynd
f sænsku vikublaöi hvar gagn-
rýnandinn haföi rekið augun f,
að karlmaðurinn í kynlífsatrið-
unum hafði ekki hugann við
þaö sem hann var að gera.
Kvaö hann það einkar óraun-
verulegt og hrakyrti mjög, að
ekki skyldi betur vandað til
ástaratriðanna. En myndin
sópar inn peningum og meðan
einhver vill kaupa, eru alltafj
nægir til að selja.
Sænsk blöð eru uppfull af
auglýsingum frá ýmsum klúbb-
um, þar sem karlar geta kynnzt
„fordómalausu  kvenfólki"  og"
ólíkir íslenzkum kpllegum sín-
um aö því leyti, að þeir fylgja
skoðunum sfnum óhikað eftir.
Rölta þeir gjarnan lengri eða
skemmri vegalengdir baráttu-
málum sfnmn til stuðnings.
Stundum vill bregða við að
of langt sé gengið eins og í
Bástad, þar sem til átaka kom
milli lögreglu og mótmælenda,
sem söfnuðust saman til að
koma í veg fyrir landsleik i
tennis við Ródesíu. Varð ólga
mikil í kringum atburð þenn-
an, enda ótækt að, lfða ein-
hverjum hópi manna "að vinna
að sigri málstaðs síns með of-
beldi.
Aftur er það annað mál, að
fréttaflutningur ýmissa blaða.,
hér af nýafstöönum óeiröum f
Stokkhólmi var nokkuð fróð-
legur, því ef fréttir þessar eru
sannleikanum samkvæmar, nef-
ur landiö, sem ég gisti f vetur
alls ekki verið Svíþjðð, þrátt
fyrir allar fullyrðingar lands-^
manna í þá átt.            '
Annars hefur hópur sænskra
stúdenta mikið dálæti á Marx,
Che, Castró, Maó o. fl. for-
sprökkum vinstri manna fyrr og
síöar. T. d. mátti sjá spjald í
fyrrnefndum kröfugöngum á
hverju stóð: „Stöndum okkur
félagar, við höfum 750 milljón-
ir Kínverja á bak við okkur!"
Annars ættum viö að gæta
okkar á þyj aö einblína ekki
um of á öfgaseggina, en athæfi
þeirra er oft uppblásið af
hneykslisblaðamennsku. Sænsk
. stúdentafélög hafa stuölað að
ýmsum umbótum og þá gjarnari
í samstööu við kennara sína og
prófessora. Er samstaðan oft
-mikil og mrætti t. d. drepa á.
Tismsm:
Komu úrslitin í forseta-
kosningunum þér á
óvart?
Gunnar  Óskarsson:  Já,  svo
sannarlega. Ég hafði frekar bú-
izt við hinu gagnstæða. Mér
heföi fundizt, að Gunnar héfði
átt að vinna þetta. — Orslitin
voru sem sagt mjög óvænt.
Snjólaug Ólafsdóttir: Nei, ég
var alveg undir þetta búin, sér-
staklega sigurinn í Reykjavik.
Fyrir kosningarnar var ég að
vísu á ððrú máli en flestir aör-

Arni Johnsen: Já, allmikið. Eg
var viss um að kosningarnar
'yrðu tvísýnar, en bjóst alls ekki,
við svona miklu atkvæðamagni
annars frambjóöandans. Ég
vona, að væntanlegum forseta
farnist vel í starfi.
Jón Þ. Ólafsson: Ég bjóst alltaf
við þvf~að Kristján mundi sigra.
Það er hinn mikli atkvæðamun-
,ur, sem kemur mér á óvart.
Stefán Vilhelmsson: Nei, hreint
ekki. Maður bjóst við þessu, þó
kannski ekki alveg svona mikl-
um mun í Reykjavík.
' * m m ;¦

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16