Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						ssð*an
r
Klæðastnunnurj
„mini"pilsum ? |
LSD og hjónabandib
Hvernig eru áhrif LSD? Sam-
kvæmt lýsingu hins heimsfræga
leikara Cary Grant í sjálfsævi-
sögu hans „sjá menn niður í
hinztu djúp eigin huga, og þaö,
--.n þar gerist, er ótrúlegt, herr-
ar mínir og frúr". — Það var
einnig ótnMegt, sem gerðist í
hjónabandi Carys. Fjórða kona
hans, Dyan Cannon, þrltug að
aldri, vitnaði í skilnaðarréttarhöld
um í Los Angeles, að þessi prúð-
asti allra kvikmyndaleikara ætti
til að æpa og veina vegna áhrifa
LSD. „Hann hló, er hann sló til
mín," sagði Dyan lítla um hinn
64 ára eiginmann sinn, „og hann
öskraði á þá, sem komu til hjálp
ar, og baö þá flýta sér og sjá,
tivað fram færi". Henni tókst
naumlega að forða sér, og átti
hún fótum sínum fjör að íauna.
Hún stökk út um glugga og kljfr-
aði yfir grindverk. Þannig lauk
hinu 32 mánaða hjónabandi skötu
hjiianna, þvl að skilnaðurinn var
veittur. Hins vegar varð ýmislegt
til að hugga Cary Grant, þar sem
hann lá á sjúkrahúsi í New York
vegna bifreiðarslyss. Hann fékk
heimiid til að annast dóttur sína,
Jennifer, tveggja ára, í tvo mán-
uði á ári. Dómarinn vildi held
ur ekki gefa Dyan hluta af eign-
um Carys, sem nema 5 milljón-
um dala, og fé það, er hún fékk
sem meðgjöf var minnkað úr 65
þúsundum dala á ári, sem hún
hafði farið fram á, niður í 51
þúsuiid fyrsta árið og minna
eftirleiðis.
í síðustu viku voru til sölu
1 verzlunum í New York nunnu-
klæði, með höfuðbúnaði og
„mini"pilsum. Þeir, sem tolla vilja
í tízkunni þar í borg, eiga nú
völ á munkakuflum, sniðnum eft-
ir smekk kvennanna. Hugmynd-
ina að þessu átti tízkufrömuöur-
inn Walter Holmes, sem er fædd-
ur Breti. Hann kallar þetta' fyrir-
bæri „miðaldá mini". Eftif alla
þessa nekt og hver. veit hvað,
kom mér í hug aö gera eitt-
hvað, sem væri í samræmi við
háttvisi og hyggindi", segir hann.
„Mér fundust munkarnir vera
helztu fulltrúar þessafa dyggða."
Þegar vart varð hinnar stuttu
nunnutízku, reis alda mótmæla,
þótt skoðanir kirkjunnar manna
og kvenna væru allskiptar. „Þeg-
ar menn fara að klæöast eins og
leikmenn", ságði systir Mary
Madeleine, „verða menn að sætta
sig við þetta.'i Hins vegar sagði
séra Jpseph Snee, sem er prestur
hinnar'rómversk-kaþólsku kirkju,
að þessi nýja nunnutízka mundi
ekki fá hljómgrunn meðal hinna
átta þúsund hunna, sem hann hef
ur eftirlit meö. „Hafi konur okk-
ar tíma ákveðiö að apa eftir hin-
um trúarlega klæðnaði systranna
þá vildi ég, að þær öpuðu líka
eftir dyggðum þeirra, svo sem
hæyersku og hreinleika". And-
stæðir þessari breytingu eru ekki
einungis kirkjunnar menn. Virg-
inia Kay, blaðakona hjá Chicago
Daily News valdi herra Holmes
titilinn „verðlaunahafi fyrir hroöa
legasta smekk aldarinnar". —
Holmes þessi mælir með silfur-
hálsfesti með örh'tilli bjöllu, sem
á að fara vel við nunnubúning-
inn. Nýju fötin hans seljast fyrir
29 dali hver og höfuðbúnaðurinn
fyrir 6 dali.
¦¦¦•"'¦ ' W*M
Verður nunnubúningur framtíðarinnar þannig?
Sirhan Sirhan er snyrtilega rakaður og hafði engar umbúðir úm *
handlegg eða ökkla, þegar hann kom til réttarhaldanna í kapellu j
fangelsisins í Los Angeles.                                  \
Rétfarhöldin í Kennedy-  \
málinu fóru fram í kapellu i
1 þrjú skipti á síðustu þsemur
vikunum hafa. menn með vo,pn
eða sprengiefhi i fórum sínum
verið handteknir utan við fangels
iö, þar sem Sirlian Bishara Sirh-
an, meintur morðingi Koberts
Kennedys, situr inni. A föstudag-
inn voru þrír ungir menn tekn-
ir fastir á þeim slóðum. Lbgfræð-
ingur Sirhans, hinn 73 ára Russ-
el Parsons, sem hyggst flytja mál
hans án greiðslu, hefur sagt, aC
hann <>a kona hans hafi orðið
aö þola fjölmargar morðhótan-
ir.
Þeirra hjóna gæta nú einka-
lögreglumenn og ríkislögreglan.
Heill herskari lögregluþjóna og
öryggisvarða sá um, að ekkert
kæmi fyrir Sirhan, er hann kom
fyrir sérstakan dómstól í aöal-
fangelsinu £ Los Angeles á föstu-
dag. Af öryggisástæðum fóru
réttarhöldin ffam 1 kapellu, sem
er lengst inni í hinu nýtízku-
lega fangelsi. Átta lögregluþjón-
ar fylgdu honum feftif^g rij^uðu
sér Jj tkpng um hann, rriéðai]i ^rnál
tian&fékk afgrefássltí: • T ,M
Verjandinn geröi kröfu um,; að
málinu yröi fréstað til . 19. júlí,
þarsem annar hínna tveggja-sál-
fræðihga, sem áttu að ranhsaka
Sirhan, hafði neitaö að gera það.
í haris stað var annar útnéfnd-
ur.
Sirhan tók sjálfur einungis
tvisvar til máls, meðan réttar-
höldin stóðu, sem var i stundár-
fjórðung. Honum var gefhjn
þriggja vikna frestur til að gera
upp viö sig, hvort hann ætti
að játa sekt sína eða ekki;-:'l
fyrsta sinn, frá því aö hann var
handtekinn, kom ,nú fram einn
meðlimur fjölskyldu hans. Það
var hinn 29 ára bróðir Sirhans,
Adel, sem var umkringdur lög-
reglu viö réttarhöldin. Adel er
einnig sá eini i fjölskyldunni,
sem hefur heimsótt- ákærða'í
fangelsið.       ¦   ¦  -  •>¦' v-'
Vaxandi atvinnugrein
Tölur hafa verið blrtar af
Ferðamálaráðl um, að straum-
ur erlendra ferðamanna
til landsins hafi aukizt
jafnt og þétt ár frá ári. Enh-.
fremur eru birtar tölur um
eyðslu ferðamanna, bæði þeirra,
sem koma hingað og ennfremur
íslenzkra ferðamanna sem
fara til útlanda. Kemur þar
í ijós að eyðsla íslendinga er
gegndarlaus miðað við eyðslu
hinna erlendu, þó að vitað sé,
að tölurnar eru ekki alveg raun
hæfar, þar eð miklar upphæðir
af gjaldeyri koma aldrei til skila
f banka.
En þar, eð lslendingar hafa
nú byrjað móttöku erlendra
ferðamanna af meiri alviiru en
áður, því ekki að taka endur-
gjald fyrir margt það, sem er-
lendis þykir sjálfsagt. Ég-nefni
aðgang að söfnum og aðgang að
t]aldstæðum f rfkara mæli en
gert  hefur  verlð,  enda  verði
ýmis þjónusta aukin, eins og til
dæmis salerai og hreinlætisað-
staða. Hvaða vit er t. d. að
leyfa ferðamönnum ókeypis að-
gang að söfnum? Þetta ef hvergi
þvf samgöngur verða sifellt ór-
ari og tiltölulega ódýrari. Þegar
straumur ferðamannanna er
sem mestur um hásuninrif), er
þegar farið að skorta hötclrými,
en. um hásumarið. En hafa ber
f huga, að. þeir sem koma hing-
að gera ekki .ráð fyrir að stunda
hér baðstrandalíjL eða sájbög, enw
*ru viðbúriir misjöfnum
¦'   '* •"¦ - í/'',* ,'
gert erlendis og'Svo ér um ýmsa
þjónustu. Það a að leggja á-
herzlu á góðá þjónustu á sem
flestum sviðum, en taka greiðslú
fyrir, sem stillt er i hóf. Að
táka enga bóknun er eins <frá-
lcitt ofi okur á þjónuslu. '". ' •/
Ekki cr ólíklegt að tekiur m
erlendum ferðamönnum eigi eft
ir að yerða ein af traustustu
stofnum gjaldeyrisöflunarinnar,
svo að aukin fjárfesting I bygg-
ingu góðra hótela er brýn, bæði
í Reykjavík og úti um land.
Margur hefur viljað halda því
i'ram, að sumartfminn  sé  of
•^sluttur til að móttaka  ferða-
^anna geti borið sig sem at-
.vinnugrein  i þeim mæli sem
aðrar þjóðir gera, þvf ferðaménn
muni ekki hafa áhuga á að heim
sækja okkur á öðrum árstimum,
..I' 'v*«
flestir hverjir. Hins vegar munu
flestir útlendir ferðamenn hafa
áhuga á furðulcgum hverum og
óviðjafnanlegri náttúrufegurð
og tæru lofti, en af slíku getum
við státað.
fslendingar eiga að leggja á-
herzlu á það sem er sérstakt fyr
ir land okkar oe ekki er til
annars staðar, en við höfum
mjög séfstætt land að sýna, við
eigum einstaka hesta að lána til
ferðalaga, ár 02 vötn serri erii'
rik af fiski, og síöast en ekki
sízt mikla fiskivon úr sjónum,
v en ekki er ólíklegt að lengja
megi férðamannatímann með
því að gera útlendum ferða-
mönnum auðvelt að bregða sér
á sjóinn til að renna eftir fiski
í sjó. I ^vf skyni má efna til
sjóstangaveiðimóta vor og haust
og vekja athygli á því, að vart
er róið út úr íslenzkri höfn svo
ekki fáist eitthvað, en um slíkt
er vart að ræða annars staðár.
Hafa skal í huga, að það er ekki
siður hagkvæmt að selja fiskinn
úr landi óveiddan, það er að
gera viðskiptavinum okkar
kleift að fiska hann sjálfir, en
að selja hann úr Iandi frystan
eða saltaðan.
t Það eru íikur fyrir því, að nfl
sé full nauðsyn á ,að taka ferða-
málin enn traustari t«ikum fram-
vegis en hingað til.
Þrándur í Götu.
4« <
t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16